Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 VI K> MORödN-.'v^ KAffinu z_ •=<n ~ Hi 1%; mætti hiinum svni þfnum um daginn á ,;olu. — Það er mciri rumurinn! TTJTJIJLjTrLJLJTJTruT’ Vetrarakstur í Reykjavík BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Spilið hér ad neðan kom fyrir í sveitakeppni. Á báðum borðum spilaði suður þrjú gröntl en spilið vannst aðeins í öðru tilfellinu. Sjá lesendur hvað kom fyrir þann sem tapaði spilinu og bent á góða leið til úrbóta? Norður S. Á643 H. 75 T. 96 L. ÁKD42 Suður S. 92 H. AD9 T. ÁK53 L. 10987 Vestur spilaði út spaðakóng á báðum borðum. Níu slagir virðast upplagði — eða hvað! Eru þeir það ekki? Fimm slagir á lauf, tveir á tigul og ásarnir í hálitunum eru níu slagir. Spilarinn sem tapaði spil- inu hugðist taka slagi þessa en í ljós kom, að það var ekki hægt án sérstakra ráðstafana. Norður S. Á643 H. 75 T. 96 L. AKD42 Vestur S. KDGIO II. K1032 T. 10842 L. 5 Suður S. 92 H. ÁD9 T. AK53 L.10987 Austur S. 875 H.G864 T. DG7 L. G63 Hann gaf fyrsta spaðaslaginn en tók þann næsta með ás. Síðan spilaði hann laufunum. Tók á þrjá hæstu en fjórða laufslaginn eignaðist hann á hendinni og upp- götvaði að hann gat ekki tekið á fimmta laufið. Eftir þetta var sama hvað reynt var. Átta slagir voru hámarkið. Lesendur hafa eflaust séð hvað að var og fundið vinningsleiðina, sem fýlgt var á htnu borðinu. Þar gaf suður fyrstu tvo spaðaslagina og lét síðan lauf af hendinni í spaðaásinn. Eftir það urðu lauf- slagtrnir fimm. Og auðvitað má vinna spilið þó vestur skipti í annan lit eftir spaðakónginn. Laufafkastið fæst með því, að suður spili spöðunum sjálfur. Þetta er nú í fyrsta skipti, sem hún gefur meðr ölkrús! Svo virðist sem hin árvissa um- ræða um nagladekk og ör.vggis- búnað bifreiða í vetrarakstri sé að komast i hámark, a.m.k. hefur fjölgað nokkuð þeim bréfum og hringingum, sem snúast um þau mál og það sýnist sitt hverjum eins og oftast: „Gatnamálastjóri og menn hans hafa gert margt gott á undanförn- um árum. sem ég kann þeim beztu þakkir fyrir. Ein er þó afstaða þeirra. sem ég get ekki skilið, og það er fjandskapurinn við nagla- dekkin. Nýlega kom það frám i útvarp- inu, að þeir teldu það kosta Reyk- vikinga 300 millj. i malbiki og bifreiðaeigendur annað eins í neglingum, ef notkun nagla- dekkja yrði hér almenn i vetur. Bifreiðaeigendur voru i þess stað hvattir til að hafa snjókeðjur og ókeypis sand við höndina. auk þess sem lofað var betri og skjót- ari viðbrögðum (saltaustri?). ef br.vgði til hálku. í Jjessu sambandi vildi ég varpa fram nokkrum spurningum: 1. Kosta keðjurnar nokkuð, og ef svo er, hvort skyldu þá dýrari 1—2 ,,gangar“ af keðjum eða naglarnir. Keðjumenn segja mér. að „gangurinn" endist um 2 mán- uði, því að akfæri er það misjafnt innan borgarlandsins, að ýmist er keðjufæri eða auð jörð. þótt ekki sé farinn langur spotti. Þótt okk- ur sé lofað ókeypis sandi, þá efast ég um, að keðjurnar eigi að fylgja með i tilboðinu. 2. Hvaða nagladekk eru það. sem myndað hafa slitið i malbikið sem sett var á i sumar? Þetta sést greinilega í rakatið og er hluti af því sliti. sem gatna- málastjóri bendir blaðamönnum á að vori og kennir nöglum. 3. Slíta keðjurnar ekki malbik- inu? Mér hefur sýnzt svo. enda hlýt- ur eitthvað annað að verða fyrir sliti en þær sjálfar. 4. Það er gott og blessað að hafa hugmynd um neglingarkostnað- inn. En liggja fyrir nokkrar áætl- anir um þann kostnað. sem stafar af saltaustrinum? Hvað kostar tilheyrandi ryð- myndun t.d. á undirvagni bíla? Hvað kosta stöðug dekkjakaup vegna þess að saltið breytir gúmmíinu í „tyggigúmmí"? Skyldi það nema meiru en 300 milljónum? 5 Hvernig stendur á þvi. að ^ ^ m m ^ Framhaldssaga eflir RETTU MER HOND ÞINA =' 84 is. Gat hann heðið póstmanninn um að fá bréfið aftur? Ohugs- andi. Ilann fór inn á mjólkursölu- slað og pantaði sér hádegisverð. Hann hafði litla matarlyst. Maturinn hólgnaði í munni hans. Litlu sfðar fór hann að verkja í axlirnar. Þannig leið honum alltaf, þegar hann var þrevttur og önugur. Erfið ákvörðun I danshúsi Atholone Gardens í Durban í byrjun júní, 1940. Fiðlurnar í fyrri jasshljóm- sveitinni höfðu naumast grátið síðustu tónana f tangónum „Together“, þegar saxófónarnir f seinni hljómsveitinni hófu upp raust sfna með fjöri og léku leikandi hið fjöruga lag, „Sextán ára var hún, sæta Angelfna". Martyn og dama hans, Sylvia, Krik og Mary fóru frá horðinu og undir pálma í garðinum og stilltu sér f röð fvrir Palais- glide-dansinn. liinn kyrrláti og næstum. göfugi blær staðarins var rofinn andartak af glöðum hjú-hrópum og hvellum, sem heyrðust, þegar fótum var spyrnt f svartgljáandi dansgólf- ið. En jafnskjótt og tónarnir þögnuðu, setti fólkið upp hinn virðulega enska svip og streymdi aftur að horðunum, stfft og kurteislegt og hálffeim- ið af þvf ^ð hafa látið hrffast með af kátfnunni. Hæg, hlý gola barst inn f garðinn frá Indlandshafi. Yfir höfðum þeirra glitraði stjörnu- himinn suðurhvolfsins f nætur- myrkrinu. Erik var hrókur alls fagnaðar í samkvæminu. Hinir grann- vöxnu Englendingar á dans- gólfinu voru væskilslegir í sam- anhurði við hinn þéttvaxna, Ijóshærða Svía, og konurnar, sem sátu f kring, virtu hann fyrir sér með eins mikilli hrifn- ingu og velsæmíð levföi peim. — Þjónn, tvo gin f viðbót og einn sódavatn! Martyn pantaði að minnsta kosti í áttunda sinn. Indverji með túrban nálgað- ist þá hljóðlaust og undirgef- inn og skrifaði upp pöntunina. Erik fór áhyggjufullur með höndina ofan í vasa sinn til þess að aðgæta, hvort hann ætti fleiri seðla. Það var komin röðin að honum að borga, og Mart.vn var ekki vanur að fhuga, hvað hlutirnir kostuðu, enda gat hann kreist fé út úr bankareikningi föður sfns, jafnskjótt og pyngja hans fór að léttast. Það var raunar sjald- an, sem Martyn hugsaðí nokkuð yfirleitt. Ekki las hann heldur neitt. Hann var dæmigerður ungur Suður-Afríkubúi, glað- iyndur, frjálslegur, kærulaus. kurteis við hvftar stúlkur og hrokafullur gagnvart fólki af öðrum kynþáttum. Svertingjar voru til þess eins að láta kalla á sig og hlusta á skipanir, oft hlandaðar skammaryrðum — damned nigger. lazy blighter. En hann var kátur og við- kunnanlegur f félagsskap hvftra manna og alltaf reiðubú- inn til að panta annan drykk til viðbótar. Krik var sjálfur orðinn vel kenndur, rétt eins og hæfði á dansgólfi, en hann var ekki laus við áhvggjur. þegar hann virti Martyn fyrir sér og hugs- aði til heimferðarinnar. Það var Martyn, sem átti að aka hinum stóra og þunga bfl Cliffs, föður sfns, og það fór ekki á milli mála, að hann hafði fengið sér eins mikið og hann þoldi og rúmlega það. Kvenfólkið hafði þegar fyrir nokkrum klukkustundum tiætt við áfengið og byrjað á veikari drykkjum. Mary horfði gagn- rýnisaugum á piltana. Þeir voru f t&ppnámi. Ifún kæfði geispa og lagði loks til, að þau fa»ru. Herramannshvatir Mart.vns voru vakandi, þrátt fyrir allt. Hann hjálpaði kvenfólkinu í loðkápurnar, ýtti stólum til hliðar, og snerist eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.