Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 13
MORGYnbLAÐIÐ. MIÐVIKL ÖAGUR 2. NÓVEMBER 1977 13 Samkeppni um minningaskrif: Skilafrestur framlengdur ara lands eftir veðurfari, jarð- vegi, áburðargjöf, túnbeit, plöntu- vali o.fl. Tilraunir til að auka upp- skeru með tilliti til fóðurgildis fyrir jórturdýr af ræktuðu landi hafa til þessa ekki bent til þess, að notkun annarra jurta en grasa auki hagkvæmni almennt við venjulega búfjárafurðafram- leiðslu, þótt það geti verið hag- stætt við ýmsar séraðstæður. Heyfengur af túnum landsins virðist ekki hafa aukisl mikið á síðastliðnum 4—5 áratugum, þrátt fyrir mjög mikla aukningu á notkun tilbúins áburðar. Gras- spretta hefur þó aukist töluvert, en aukin túnbeit mun hafa dregið úr heyfeng, þótt hún hafi verið talin hagkvæm af ýmsum ástæð- um. Orkunotkun við öflun íslenzks heys er svipuð og orkunotkun er vegna framleiðslu á ýmsum meg- in háttar kornvörutegundum er- lendis eins og t.d. bygg og mais. Er þá miðað við sambærilegt orkugildi eða uppskeru, sem hef- ur sambærilega nýtanlega nær- ingu. Islenskur heyskapur og kornræktun eriendis eru þvi sam- bærileg frá sjónarmiði orku- búskapar. Búf járafurðafram- leiðsla er almennt mjög orkufrek og því viðkvæm fyrir sveiflum i orkuverði og efnahagsástandi, en framleiðsla á matvælum beint úr jurtarikinu er miklu siður svo. Orkunotkun til framleiðslu ís- lenskra búsafurða hefur marg- faldast á síðustu áratugum, og nú er svo komið, að visitölubúið not- ar þrisvar sinnum meiri orku en felst i öllum afurðum búsins. ís- lenskur búrekstur er því nú til- tölulega tæknivæddur og orku- frekur og þannig mjög viðkvæm- ur fyrir orkuverðssveiflum. Helztu einkenni nýtingar is- lenskra matvælaauðlinda i heild er eggjahvítuframleiðsla í formi fisks, kindakjöts og mjólkur. Töluverð feitmetisframleiðsla á sér einnig stað. Þar er um að ræða ýmsar lýsistegundir, mjólkur- afurðir svo og sauðfjárfeiti. Framleiðsla mjölvavöru til mann- eldis er hlutfallslega lítil. íslend- ingar neyta meiri eggjahvituefna en allar aðrar þjóðir, sem hald- góðar upplýsingar eru til um og um tvisvar sinnum meiri, en nauðsynleg er. Sennileg skýring á þessu er hin einhæfa matvæla- framleiðsla og tiltölulega seint hafinn innflutningur á fjölbreyti- legum matvælum. Auk þess eru mörg innflutt matvæli dýr vegna flutnings- og geymslukostnaður svo og vegna innflutningstolla. Matarvenjur Islendinga verða að teljast kostnaðarsamar, miðað við matarvenjur annarra þjóða, vegna mikillar neyslu dýraafurða, mjólkur, fisks og kjöts, sem alls staðar eru dýr matvæli miðað við orkugildi. íslendingar fá tölu- verðan hluta af orku sinni með ofneyslu á eggjahvítuefnum. Mjölvavara hefur mörgum sinn- um ódýrari orku en eggjahvítu- efni. Framtíöarhorfur og vaxtarmöguleikar Núverandi ástand í fiskiðnaði landsins og markaðsmálum sjávarafurða svo og staða fisk- stofna eru með þeim hætti, að ekki er unnt að reikna með verð- mætis- eða aflaukningu á næstu fimm árum, þótt útlendingar hverfi af íslandsmiðum. Með ná- kvæmri visindalegri stjórnun fiskveiða og algjörri forsjá íslend- inga á nýtingu fiskimiðanna er svigrúm til tvöföldunar islensks fiskafla frá þvi sem nú er, innan tíu ára. Sú aflaaukning getur byggst aðallega á dýrmætum botnfiskstofnum, svo augljóst má vera, að geysileg verðmætisaukn- ing er hugsanleg og framleiðsla eggjahvitu, sem er beint nýtanleg til manneldis, getur liðlega tvö- faldast. Hér er um svo mikilsvert mál að ræða, að fátt skyldi til sparað að ná þeim áfanga. Umtalsverður hluti næringar sauðfjár er sóttur á óræktað land i nágrenni bújarða og á afréttum landsins. Margt bendir til þess, að meira fóður verði ekki sótt þang- að með núverandi beitarháttum. Fyrirliggjandi upplýsingar eru þó ekki nægilegar til að draga rnegi afdráttarlausar ályktanir um það, hvort núverandi beitarálag gefi hámarksarð af óræktuðu landi, eða hvort beitarþungi á óræktuðu landi sé nú með þeim hætti, að um hægfara afturför gróðurs sé að ræða vegna hans. Ljóst er þó, að ekki er umtalsvert svigrúm til aukningar án verulegrar stjórn- unar beitarálags. en það krefst mikilla rannsókna og mikils kostnaðar í framkvæmd, og óvíst er, hvort slíkt reyndist hag- kvæmt. Mest svigrúm til aukningar bú- fjarafurða felst tvímælalaust í aukningu ræktaðs lands. Með grófri áætlun má reikna með, að unnt væri að framfleyta hér á landi allt að 1 milljón kúgilda?eða um 10 sinnum fleiri en nú er gert, með ræktun á landi, sem að mestu er undir 200 m hæðarlínu. Að vísu væri þá um að ræða mjög mismundandi hagkvæmni í rækt- un að ræða vegna mismunandi landgæða. Því er mikilvægt að kortleggja gróið land og auðnir eftir eiginleikum. í ljósi þess, að ofbeit er nú víða talin eiga sér stað á óræktuðu landi, hugsanleg tíföldun á bústofni fela í sér stór- kostlega þversögn, og yrði sú aukning óhugsandi nema með við- tækum breytingum á búskapar- háttum, sem styddust við um- fangsmiklar rannsóknir. Heyskapur með hefðbundinni útiþurrkun verður að teljast mjög áhættusöm framleiðslugrein hér- lendis vegna óvissrar veðráttu. Óhagstæð veðrátta getur bæði minnkað heyfeng og rýrt gæði töðunnar. Talið er, að lækkun meðalhita um eina gráðu til lengdar minnki heyfeng um fjórð- ung, en erfitt er að nota aðrar plöntur til fóðurs, ef aðstaða til grasræktar þrengist vegna kulda- timabila. Sjást af þessu áhrif veðráttu á afkomumöguleika þjóðarinnar. Með nýtingu afgangsorku vatnsaflsstöðvanna á sumarmán- uðum, ætti að vera grundvöllur til rafþurrkunar á grasi með mun hagkvæmari hætti en með olíu- þurrkun. Unnt væri að framleiða um 40.000 tonn árlega af gras- kögglum með þessum hætti á næstu árum á hagkvæman hátt, ef dreifingarkostnaði raforkunnar yrði haldið í lágmarki. Aukning á graskögglaframleiðslu minnkar óvissu i fóðurframleiðslu, eykur nýtingu grassprettunnar með bættum gæðum fóðurs og dregur úr innflutningi kjarnfóðurs. Umis rótar- eða stöngulhnýði er unnt að framleiða hérlendis beint til manneldis. Bæði rófur og kart- öflur geta gefið af sér fleiri hita- einingar i nýtanlegri uppskeru af hektara lands en grasframleiðsla og það beint til manneldis, en matarvenjur landsmanija og hag- kvæmni akuryrkju erlendis ásamt lágum flutningskostnaði á kornvöru leiða til þess, að inn- fluttur sykur og korntegundir eru aðaluppistaðan i kolhydratneyslu íslendinga. Kartöfluframleiðsla er mjög áhættusöm vegna hættu á mið- og siðsumarfrostnóttum. Ef þrengir að í milliríkjavióskiptum með matvæli, væri þó tvímæla- laust unnt að sinna þörfum ís- lendinga fyrir sterkjumatvæli með rótar- eða stöngulhnýðafram- leiðslu. Ylræktarframleiðsla á ýmsu dýru léttmeti, sem geymist illa eða hefur mikinn flutningskostn- að, býður upp á hagkvæmni og fjölbreytni í matvælaframboði og eykur hollustu. Tæpast er þó grundvöllur fyrir umtalsverða matvælaframleiðslu með þessum hætti. Ýmsar aukabúgreinar landsins gefa tilbreytni og stuðla að auk- inn'i hagkvæmni i landbúnaði, en eru tæpast til þess fallnar að leggja af mörkum matvæli i sam- bærilegum stíi og áðurnefndar framleiðslugreinar eða skipta sköpum frá næringarfræðilegum sjónarhóli. Fiskrækt i stórum stíl yrði að byggjast á fóðrun, þ.e. fiskeldi, því frjósemi og frarn- leiðslugeta íslenskra vatna er mjög takmörkuð. Fiskeldi er í eðli sínu umbreyting á ódýru fóðri yfir i verðmæt matvæli. Laxfiskar og aðrir íslenskir nytjafiskar eru dýraætur og þurfa þvi 1. flokks Framhald á bls. 19. Ákveðið hefur verið að fram- lengja til 1. marz 1978 frest til að skila framlagi í samkeppni um minningaskrif eldra fólks sem efnt var til á slðastliðnu hausti að Framtíðin styður BSRB A FÉLAGSFUNDI málfunda- félagsins Framtiðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem fjallað var um efnið „Verk- föll forngripur eða baráttutæki" var samþykkt að lýsa fullum stuðningi við kjarabaráttu BSRB og mótmæla harðlega „öllum til- raunum i þá átt að skerða þau sjálfsögðu réttindi sem verkfalls- réttur er hverjum sem í hlut á“. Hesthús og hlaða brunnu ELDUR kom upp í hesthúsi og áfastrt hlöðu i Borgarnesi um klukkan hálfátla á sunnudags- morguninn. Brann hvortlveggja til kaldra kola. Hesthúsið tók fimm hesta en engir hestar voru i húsinu, þegar eldurinn kom upp. Hins vegar var hlaðan hálffull af heyi og eyðilagðist það. tilhlutan Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, Sagn- fræðistofnunar Háskóla tslands, Stofnunar Arna Magnússonar og Þjóðminjasafns íslands. Átti fresturinn að renna út 1. nóvem- ber. 1 fréttatiikynningu frá fram- kvæmdanefnd samkeppninnar segir að allmikið efni hafi þegar borizt, sumt af því mjög merki- — VIÐ erum nú að byrja nieð fundi uni alll land til að kynna samningana niilli BSRB og ríkis- ins. Fyrstu fundirnir verða haldn- ir á fimmtudag 3. nóvember og þeir sfðustu á þriðjudag 8. nóvem- ber, en alls verða haldnir 19 fund- ir víðs vegar um land, sagði Haraldur Steinþórsson varafor- maður og franikvæmdasljóri BSRB í sanitali við Morgunblaðið f gær. Þá sagði Haraldur. að hin ýmsu félög í Reykjavík sæju tiiu að kvnna samningána hvert uni sig og ennfremur væri Asgarður, blað saintakanna, að koma út, en þar væri saniningurinn einnig skýrður. legt. Segir að svörin dreifist mis- jafnlega eftir landshlutum og uppruna, t.d hafi mjög lítið borist úr Húnavatnssýslum, Eyjafirði og Múlasýslum, en langmest frá Vestfjarðakjálkanum og Þing- eyjarsýslum. Segir í fréttatil- kynningunni að tilfinnanlega vanti efni úr þorpum og kaupstöð- um. í fréttatilkynningunni segir að jafnvel þótt sumir kæri sig ekki endilega um að taka þátt í sam- keppninni sem slíkri, þá sé mikill fengur að öllum endurminning- um varðandi daglegt lif fyrri tíma. Þá segir að af þeim svörum sem borist hafi sé ljóst að þeir sem einna minnsta trú virðist hafa á sjálfum sér til slíkra rit- starfa skili oft bezta efninu, þegar á hólminn sé komið. Haraldur Steinþörsson sagði. að atkvæðagreiðsla um samninginn færi siðan fram á miðvikudag 9. nóvember og fimnitudag 10. nóvember, og yrði kosið á 40 stöð- um utan Reykjavíkur, en í Reykjavik yrði kosið á veguin sér- félaganna, og þar yrði dálítið mis- munandi fyrirkomulag á kosning- uiium Haraldur sagði ennfremur að líklega yrðí talið á laugardegi eða sunnudegi, fyrr yrði vart búið að safna atkvæðum sahtan af iillu landinu. Það er yfirkjörstjórn BSRB. sem sér um talninguna. A Eínmitt líturinn sem ég hafði hugsað mérr „Ég valdi litinn á herbergið mitt sjálfur. Ég valdi litinn eftir nýja Kópal tónalitakortinu. Á Kópal kortinu finnur maður töff liti — alla liti, sem manni dettur í hug. Nýtt Kópal er endingargóð, — þekur svaka vel og þolir stelpur og stráka eins og mig. Nýtt Kópal er fín málning, það er satt, það stendur á litakortinu!" málningbf BSRB með 19 kyiming- arfundi úti um land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.