Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 15 Úr einu atriðanna í söngleiknum. Fr£ vinstri er Sigurveig Jónsdóttir, móðirin, Gestur E. Jónsson, Loftur, og Erlingur Gislason. Agentinn. Eru þau að syngja Klink-sönginn. Leikfelag Akureyr- ar frumsýnir nýjan íslenzkan söngleik LEIKFELAG Akureyrar frumsýnir nýjan söngleik, sem hefur hotið nafniS Loftur, föstudaginn 4. nóvember n.k. Höfundur söngleiksins eru Oddur Björnsson, Leifur Þórarinsson, Kristjáns Árnason o.fl., en leikstjórar eru Brynja Benedikts- dóttir og Erlingur Gislason, en hann fer einnig með hlutverk í Lofti. Leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson leikmyndateikn- ara Þjóðleikhússins. Sjálf er sýningin viðamikil, sem ráða má af þvi að 25 leikarar eru á sviðinu þegar flest er. Uppselt er á frumsýninguna. Með helztu hlutverkin í söngleiknum Lofti fara þau Sigurveig Jónsdóttir, sem leikur móðurina, Gestur E Jóns- son sem leikur Loft, Saga Jónsdóttir sem leikur Dísu, Aðalsteinn Bergdal sem leikur Djöfsa, blaðamenn eru þau Björg Baldvinsdóttir, Jóhann Ög- mundsson og Nanna Jónsdóttir og fréttamenn frá Sjón- og blmdvarpinu eru þeir Þórir Steingrímsson og Árni Valur Viggósson. Erlingur Gíslason fer með hlutverk Agentsins, en hann er jafnframt leikstjóri ásamt Brynju Bene- diktsdóttur, eins og áður segir. Tónlist- ina við söngleikinn Loft flytur fjögurra manna hljómsveit sem skipuð er þeim Gunnari Ringsted, sólógítar, Sævari Benediktssyni, bassa, Erni Magnýs- syni, píanó, og Matthíasi Henriksen trommur. Auk þessara hljóðfæra er leikið á fleiri hljóðfæri i söngleiknum Leifur Þórarinsson hefur dvalið á Akureyri undanfarna tvo mánuði og samið þar tónlistina við söngleikinn jafnóðum Leikritið hefur einnig verið að taka breytingum allan þennan tima i samráði við höfunda Leifur stýrir hljómsveitinni sem leikur fjölbreytilega tónlist, allt frá lögum í þjóðlagastil til nýtizku popplaga. í tilefni af frumsýn- ingunni á föstudag gefur Leikfélagið út Aðalsteinn Bergdal i hlutverki Djöfsa Snældu (kasettu) frá MIFA-tónböndum á Akureyri með nokkrum söngvum úr Lofti i flutningi leikaranna Auk hljóm- sveitarinnar syngur 8 manna kór í sambandi við söngleikinn og stjórnar Jón Hlöðver Áskelsson honum Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar er Brynja Benediktsdóttir í spjalli við Mbl sagði Brynja, að söngleikurinn Loftur fjallaði um uppfinningamanninn Loft og viðureign hans við hinn illu öfl sem birtust í mynd djöfulsins og i þessu verki er hann samblanda af islenzkum og alþjóðlegum djöfli Sagði Brynja að söngleikurinn ætti ekkert skylt við Galdra-Loft Jóhanns Sigur- jónssonar, að öðru leyti en því, að höfundar Lofts hafa sótt sumar per- sónurnar í gömlu þjóðsöguna eins og Jóhann. Uppselt er á frumsýninguna Önnur sýning verður laugardaginn 5 nóvem- ber kl 20.30 og þriðja sýning sunnu- daginn 6. nóvember kl 20 30 Sýn- ingar á söngleiknum Lofti verða marg- ar í nóvember þar sem Erlingur Gísla- son hefur vinnuskyldu i höfuðborginni og verður þar af leiðandi að flýta sýningum, að sögn Brynju Benedikts- dóttur Myndirnar tók Páll Pálsson Ijós^ myndari á Akureyri á æfingum LA. Saga Jónsdóttir i hlutverki Dísu. Samvínnubankinn opnar nýtt útibú SAMVINNUBANKINN rádgerir að opna á næstunni nýtt útibú í Reykjavík og verúur þaú til húsa í húsnæði Olfuféiagsiishs. d Suúur- landsbraut 18. Kristleifur Jóns- son bankastjóri sagói aó nú væri unnió aó innréttingum og stefnt aó því aó opna úlibúió hinn 17. nóvember n.k. á 15 ára afmæli bankans. Samvinnubankinn rekur nú 14 útibú og umboðsdkriiriffdsofur þar af eitt í Reykjavík og vérður þetta þvi hið fimmtánda. Sagði Kristleifur Jónsson að nýja útibú- ið myndi væntanlega létta á af- greiðslu i aðalbankanum, en í nágrenni hans væri hörgull á bíla- stæðum og væri því hér verið að bæta þjónustuna í Reykjavík. Forstöðumaður útibúsins verð- ur Pálmi Gislason, en hann hefur verið deildarstjóri í sparisjóðs- og ávisanadeild aðalbankans. Geir Gisli Ólafur B. Viglundur Ottó Jóhannes Höskuldur Vidskiptaþing Verzlunarráds Islands 1977 um Nýsköpun ísJenzkra fiármála. Fimmtudagur 3. nóvember kl. 13 AVARP: Geir Hallgrímsson, forsætisráöherra STEFNURÆÐA: Gísli V. Einarsson, formaður V. í. Nýsköpun íslenzkra fjármála. Heilbrigt fjármálalíf og fre/si til afhafna á jafnréttisgrundvelli getur ordið afivaki nýrra efnahagslegra framfara. ERINDI: Ólafur B. Olafsson, Miönes hf. Þjónusta innlendra lánastofnana við atvinnulífið. Hver er hún og hvernig þyrfti hún að breytast? Víglundur Þorsteinsson, B. M. Vallá Hverjir hafa aðgang að erlendu fjármagni? Er æskiiegt að gefa erienda fjármögnun frjáisari? Ottó Schopka, Kassagerð Reykjavíkur Grundvallarskilyrði eðlilegs fjármagnsmarkaðar á íslandi. Hvaða skilyrði þarf tii, svo að almenning fýsi að leggja atvinnuvegunum tii láns- og áhættufé? HÓPUMRÆÐUR OG KAFFI: 1. Þjónusta viðskiptabankanna við atvinnulífið. 2. Lánasjóðir og opinber fjárskömmtun. 3. Erlent fjármagn, eðlileg fjármörgnun. 4. Seðlabankinn og stjórn peningamála. 5. Fjárfesting, arðsemi og hagvöxtur. 6. Skilyrði og þörf verðbréfamarkaðar. 7. Vextir, visitölubinding og verðbólga Föstudagur 4. nóvember kl. 12 HADEGISVERÐUR: Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri flytur ræðu. NIÐURSTÖÐUR UMRÆÐUHÓPA Stjómendur gera grein fyrir störfum umræðuhópa. PALLBORÐSUMRÆÐUR: Er þörf á nýsköpun íslenzkra fjármála? Þátttakendur: Benedikt Gröndal Jón Skaftason Lúðvík Jósepsson Magnús Torfi Ólafsson Ólafur G. Einarsson Spyrjendur: Höskuldur Ölafsson og Önundur Ásgeirsson ALMENNAR UMRÆÐUR Tilkynnið þátttöku i síma 11555 Önundur Þinggögn afhendast á skrifstofu verzlunarráðs Islands Þátttökugjald kr. 7.000. — Fundarstaður: Kristalssalur Hótel Loftleiða. Þingforseti: Albert Guðmundsson, varaformaður V. i. Albert Benedikt Jón Lúðvik Magnús Ólafu» G Emarss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.