Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 19
MORGl'NBLAÐIÐ. MlÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 19 — Sinfóníu- hljómsveitin Framhald af bls. 3. sveitinni væru aóeins í 13. launa- flokki, en þetta væri fólk, sem margt hvert hefði langt og strangt nám að baki og iðulega erlendis frá. Laun.þess væru því i engu samræmi við menntunina. Til samanburðar mætti nefna að leik- arar hjá Þjóðleikhúsinu, sem væru á svokölluðum A-samningi, væru í 21., 23. og 25. launaflokki og færi víðsfjarri að allir þessir leikarar hefðu að baki hliðstætt nám erlendis og margir af liðs- mönnum hljómsveitarinnar. Því mætti svo bæta við að framlag rikisins til Þjóðleikhússins væri 359 milljónir króna á fjárlögum nú á móti 80 millj. kr. til framlagi ríkisins til Sinfóníuhljómsveitar- innar. — Þingfréttir Framhald af bls. 30 yrði fyrir komið í skólum landsins. Ráðherra gat þess að starf- andi væri nefnd, undir forsæti landlæknis, er semja skyldi drög að reglugerð um fram- kvæmd viðkomandi laga. Rétt þætti að hafa nokkra reynslu af fr-.mkvæmd nýsettra laga um þetta efni, áður en endanlega yrði gengið frá reglugerð um efnið. Hann væri þvi ekki reiðubúihn til að timasetja út- komu reglugerðarinnar að svo stöddu. Þá gat ráðherra þess að þegar hefðu verið gefnir út nokkrir bæklingar um kynlifsfræðslu, i samræmi við lög þessi, og fram- hald yrði á þeirri starfsemi. Þá væri að því unnið og stefnt að sérhæfa aðila i heilbrigðiskerfi til þessa starfs. AÐSTOÐ ÞJÓÐLEIKHÚSS VIÐ AHUGALEIKFÚLÖG Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Helga F. Seljan (Abl) um aðstoð Þjóðleikhúss við áhugaleikfélög á lands- byggðinni. Las hann umsögn þjóðleikhússtjóra um þetta efni. Á sl. 2 árum hefðu 7 starfsmenn Þjóðleikhúss farið til starfs, ýmist sem leikarar eða leikstjórar, hjá áhugaleik- félögum, án þess að missa í launum hjá Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið aðstoðaði og um leikritaval, með lánum á leik- búningum og leikmunum. tækniaðstoð og ráðleggingum. Siðast en ekki sízt nefndi ráð- herra leiklistarnámskeið, einkum í tæknilegum efnum. Helgi F. Seljan (Ahl) taldi leiklistarnámskeiðin hafa gefið góða raun, en aðstoð á öðrum sviðum væri ekki fyrirferðar- mikil. Taldi hann leikfélög út á landi hafa greitt, nær alltaf, full leikstjórnarlaun, þann veg að um tvöföld laun hefði verið að ræða, en ekki fjárhags- stuðning við áhugafélög fyrir milligöngu Þjóðleikhúss. Heildarstyrkur til áhugaleik- félaga i landinu á fjárlögum væri 1/50 — einn fimmtugasti — af ríkisstyrk með Þjöðleik- húsi. Hér gætti þvi allnokkurs ósamræmis í fjárstuðningi. AFENGISVARNIR I RlKISFJÖL- MIÐLUM OG SKÖLUM Þá svaraði menntamálaráð- herra fyrirspurn frá sama þing- manni um framkvæmd þings- ályktunar um fyrirbyggjandi fræðslu rikisfjölmiðla i áfengis- vörnum, sem og i fræðslu- kerfinu. Ráðherra nefndi til fræðslu- og upplýsingaþætti i rikisfjölmiðlum, ggfin hefði verið út handbók i bindindis- fræðum fyrir skóla, samin yrði leiðbeinandi bæklingur um áfengisfræðslu fyrir kennara og sú fræðsla tengd kennslu i liffræði, eðlisfræði og sam- félagsfræði. Helgi F. Seljan (Abl) og Sig- urlaug Bjarnadótlir (S), sem stóðu m.ö. að tillögugerð um áfengisfræðslu á siðasta þingi. þökkuðu svör ráðherra og hvöttu til stígandi þunga í þessu varnarstarfi. Eggert G. Þorsteinsson (A) benti m.a. á að búa þyrfti kennaraefni undir þetta starf i kennarahá- skóla. ef vel ætti til að takast. — Alþýðu- leikhús Framhald af bls. 17 Leikarar í Skollaleik eru, Arnar Jónsson, Evert Ingólfsson, Jón Júlíusson, Kristín Á. Öiafsdóttir og Þráinn Karlsson, en leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Leik- mynd, búninga og grímur gerði Messína Tómasdóttir, en höfund- ur tónlistar í verkinu er Jón Hlöð- ver Áskelsson. . — Nýting matvæla Framhald af bls. 13 eggjahvítuefni og keppa í raun- inni við manninn um þau. Hins vegar eru mjög sterk efnahagsleg rök fyrir fiskeldi. þvi fiskar „sóa“ minna af næringarefnum en dýr með heitu blóði, og laxfiskar eru eftirsóttir til neyslu og sportveiði og því í háu verði. Framleiðsla á islenskum fiski og kjöti krefst nú mörgum sinn- um meiri orku i eldsneyti og áburði en orku afurðanna nemur. Afkoma framleiðslunnar er þvi mjög háð efnahag neytendanna og orkuverði, bæði hérlendis og erlendis, og er því í rauninni lúx- usframleiðsla. Grundvöllur fyrir útflutningi á helstu matvælaaf- urðum landsins til efnalítilla og eggjahvítuþurfandi þjóða er því við núverandi aðstæður nánast enginn, þótt unnt sé að framleiða hérlendis eggjahvítuefni, sem nægja 60—80 milljón manns sem nauðsynleg viðbót við kornvörur. Flest virðist því benda til þess, að matvælaútflutningur beinist áfram til þeirra þjóða, sem stunda eggjahvítuofneyslu og standa vel efnahagslega. Segja má, að um sé að ræða kapphlaup í matvælasóun með stöðugt aukinni orkunotkun við framleiðsluna. í þessu kapp- hlaupi, sem er af efnahagslegum toga, hafa islendingar leikið sinar eigin auðlindir grátt, fiskimiðin og óræktuð beitarlönd eru i aftur- för. - Sýning Rudolfs Framhald af bls. 10 og anda Weissauers, gerð af mikilli leikni og næmum skiln- ingi á umhverfinu, t»nda er listamaðurinn þegar búinn að vera það mikið hér á landi, að skammdegi og hauststormur er ekkert nýtt fyrir honum. Það er annars furðulegt, hve maður frá Bæjaralandi fellur vel að öllum aðstæðum hér á þessari eyju i miðju Atlantshafi, þar sem engar eru vinekrur og fáir skógar með rómantík riddara- tímans. Því síður stórþprgir með hámenningu, gresju og við- áttu Austur-Evrópu, sem skap- að hefur bæði hljómfall og myndlist, sem er all fjarlæg þvi, sem við eyjarskeggjar i si- felldri baráttu við náttúruöfl höfum af að segja. Ég hafði ánægju af þessum verkum Rudolf Weissauers, og ég held, að ég hafi hér i blaðinu talið hann til myndlistarmanna hérlendis. svo oft hefur hann gist Reykjavík og glalt okkur með verkum sínum. V'altvr Pétursson. Sigurvegarinn PHIUPS litsjónvarp með eðlilegum litum Umboðsmenn um land allt: Akranes Borgarnes Bolungarvík Isafjorður Hvammstangi Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Verslunin Valfell Kaupfélag Borgnesinga Virkinn hf Póllinn hf K /F V Húmvetninga K/F Húnvetninga K/F Skagfirðinga Aðalbúðin \ Ólafsfjorður Verslunin Valberg I Féskrúðsfjörðu Guðmundur Hallgrimsson Akureyri Akurvlk hf I Hornafjorður KASK • Akureyri KEA I Hella Mosfell Húsavlk Þ. Stefánsson I Vestmannaeyjar Kjami Vopnafjörður K / F Vopnfirðinga I Vestmannaeyjar Stafnes Seyðisfjörður Stél hf I Selfoss Radio og sjónvarpsstofan Neskaupstaður Kristjén Lundberg I Keflavlk Stapafell hf Eskifjörður Ells Guðnason I HafnarfjörSur Ljós og raftæki heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3. SÍMI 20455 — SÆTÚNI 8. SÍM115655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.