Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÖVEMBER 1977 17 Zaire: Engin greiðsla hef- ur borizt fyrir 7 60 lestir af saltfiski Sölusamband fsl. fiskframleid- enda á enn mikla inneign í Zaire fvrir saltfisk, sem fluttur var þangaö árið 1976, og að því er Valgarð J. Ólafsson framkvæmda- stjóri hjá SÍF sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, liafa Zaire- búar aðeins greitt fvrir 50 lestir af 812, sem þá voru sendar og verðmæti þess magns, sem nú er ógreitt, er um 250 milljónir króna. Það kom fram hjá Valgarð að öruggt væri að Zaire-búar myndu greiða þessa upphæð, og þeir hefðu greitt fyrir þann fisk, sem sendur hefði verið á þessu ári, enda sett góða bankaáb.vrgð. „Eins og kunnugt er, kom það í hlut saltfiskverkenda, þegar skreiðarmarkaðurinn brást í Nígeríu, um og eftir Biafra- stríðið, að gera verðmæti úr léleg- asta fiskinum, sem á land barst, þeim fiski, sem áður hafði verið verkaður í Afríku-skreið. Hér var um að ræða, venjulega, 15—18.000 lestir af fiski upp úr sjó á ári. Yfirleitt tókst vel til með þennan fisk, og megnið af honum var selt til markaða í Suður- Ameríku og Portúgal, sem allgóð vara. Hins vegar var það lakasta úr þessum fiski ekki söluhæft á þessum mörkuðum, og var sá fisk- ur seldur til Kongó, sem síðar varð Zaire, og okkur er ekki kunnugt um neinn annan markað, sem gæti keypt þennan fisk, a.m.k. ekki fyrir sambærilegt verð. Staðféstar ábyrgðir fengust yfirleitt aldrei frá Congo eða Zaire. Þetta þýðir, að við fengum bankaábyrgðir frá viðskiptabönk- um Zaire, en ekki staðfestingu á þeim ábyrgðum f evrópskum harðgjaldeyrisbönkum. betta voru sömu kjör og allir aðrir, sem seldu til Zaire, urðu að hlita. í mörg ár gekk þetta vel með þessu fyrirkomulagi: fiskurinn greidd- ist á réttum tíma. En þegar líða tók á árið 1975 fóru greiðslur að dragast úr hófi, og varð þá sú breyting á, að þjóð- banki Zaire áritaði allar greiðslu- ábyrgðir, með yfirlýsingu um að hanm myndi sjá svo um að gjald- eyrir yrði til reiðu á gjalddaga. Þetta hreif i nokkra mánuði, en í byrjun árs 1976 sótti í sama horf- ið, þrátt fyrir áritun Zaire- banka," sagði Valgaið. Þá sagði hann, að hvort sem mönnum líkaði betur eða verr, hefði þessi fiskur verið úrgangs- fiskur, sem ekki var hægt að selja annars staðar. Þessi vara hefði takmarkað geymsluþol, og það hafi aldrei komið til álita ð taka þá áhættu að láta hana skemmast hér í húsum, heldur að senda hana úr landi og eiga von á greiðslum, þótt seinna yrði. Enda hafi fiskurinn lika verið mjög mikið fyrir í geymsluhúsum. Þegar Morgunblaðið spurði Val- garð hvort hann teldi að fiskurinn yrði nokkurn tima greiddur, svar- aði hann: „Við teljum engan vafa á þvi. Allir kaupendur okkar hafa staðið í skilum og greitt fiskinn i viðkomandi bönkum í Zaire. Hér er aðeins um að ræða skort á gjaldeyri hjá bönkunum, til þess að greiða með. Okkur var tjáð fyrir nokkrum mánuöum, að öll ógreidd verzlunarskjöl frá árinu 1976 og eldri hefðu verið tekin af viðskiptabönkunum og flutt á einn stað f Zaire-banka, til þess að allar erlendar verzlunarskuldir yrðu greiddar í réttri röð. Hvenær röðin kemur að okkur, getum við ekki fullyrt. Við gerðum okkur grein fyrir i upphafi, að við kynnum að þurfa að biða eftir greiðslum fram yfir réttan gjalddaga. Það mætti reyndar bæta því við, að við erum langt frá því að vera þeir einu, sem eiga í erfiðleikum með við- skipti við Afríkulönd." Að lokum sagði Valgarð að SÍF hefði sent um 400 lestir af salt- fiski til Zaire á þessu ári, og í öllum tilfellum fengið staðfestar ábyrgðir, sem greiðst hefðu á gjalddaga til þessa. „En það er miklum erfiðleikum bundið að fá staðfestar ábyrgðir, og ennþá liggja nokkur hundruð tonn, sem bíða þess að kaupendum takist að fá innflutningsleyfi og geta opnað bankaábyrgðir.“ Philip Jenkins held- ur þrenna tónleika PILIP Jenkins píanóleik- ari heldur þrenna tónleika hér á landi næstu daga. Annað kvöld á Sauðár- króki, á Akurevri laugar- dagskvöld og að lokum leikur hann í Norræna húsinu á sunnudagskvöld. A efnisskránni verða verk eftir Mozart, Faure, Chop- in og Szymanowski, en þess má geta að mjög lítið hefur verið leikið af verkum eft- ir Sz.vmanowski hérlendis, Jenkins, sem er kennari viö Ro.val Academy of Music í Lond- Vetur konung- ur á léttu skeiði Siglufirði, 1. nóv. GRÍI’A varð til snjóruðnings- tækja hér í dag í úthverfum bæjarins, því vetur konungur gekk 1 garð á léttu skeiði. Sigluvíkin er að landa hér núna um 150 tonnuin af stór- þorski af norðausturmiðum. — m.m. on, fer utan eftir helgi til tón- leikahalds i Bretlandi, áður en hann tekur til við kennsluna aft- ur. Jenkins- hefur komið hér til Iands undanfarin fimm ár og heldið tónleika víðs vegar, ásámt því að hann hefur verið í kvartett með Guðnýju Guðmundsdóttur og Hafliða Hallgrímssyni, en þau hafa leikið víðs vegar um land. Einnig hefur Jenkins verió við kennslustörf hérlendis. Philip Jenkins. Jónas Ingimundarson stjórnar Karlakórnum Fósthræðrum og undirleikari er Lára Rafnsdóttir. Fóstbræður í söngför um Austurland KARLAKÖRINN Fóstbræður fer í söngför um Austurland um næstu helgi og verður sungið á þremur stöðum. Laugardaginn 5. növ. verður suiigið í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði, og hefsl söng- skemmtunin kl. 16. Á sunnudag 6. nóv. verður síðan sungið í Egils- búð á Neskaupslað kl. 14:30 og sama dag kl. 20:30 verður sungið í Valaskjálf á Egilsstöðum. Á efnisskrá eru íslenzk þjóðlög erlend lög og lög úr óperum eftir Mozart og Wagner. Hákon Odd- geirsson og Iljalti Guðmundsson. tveir af Kórféliigum, munu syngja einsöng og annast Lára Rafns- dóttir undirleik. Stjórnandi Fóst- bræðra er Jónas Ingimuiidarsón. Söngför þessi er styrkt af Menningarsjóði félagsheimila. 20 leikar- ar á mið- nætur- skemmt- un Sjálfs- bjargar MIÐNÆTURSKEMMTUN verður haldin í Háskólabfói næstkomandi föstudag til st.vrktar byggingu Sjálfsbjarg- arhússins við Hátún 12 í Reykjavík. Leikkonurnar Guð- rún Ásmundsdóttir og Sigríður Hagalín hafa allan veg og vanda af fjáröflunarskemmt- uninni í Háskólabíói og sjá um leikstjórn. Alls taka rúmlega 20 leikarar LR þátt í sýning- unni. Haraldur Einarsson samdi dansana og Áróra Hall- dórsdóttir sér um búninga. Vonast er til að allar íbúðirn- ar að Hátúni 12 verði tilbúnar til notkunar fyrri hluta næsta árs. Er þá ónefndur þriðji áfangi byggingarinnar, sund- Frædslukvöld um Prestley Menningarstofnun Bamla- ríkjanna gengst fyrir J'ræöslu- kviildi i kvöld. miðvikudag. kl. 20.30 og verður það luildiö í Ameriska bókasalninu að N'es- haga 10. Frteðshikvöldið er helg- að Elvis Prestley. líli hans og l'erli og kynnir verölir Þorsteinn Eggertsson. Vetrarstarf Borg- firðiiigafélagsins að hef jast UM þessar mundir er að hefjast vetrarstarfsemi Borgf irðinga- félagsins í Reykjavík og verður aðalstarfið spila- og skemmtisani- komur, sem haldnar eru i Donius Mediea. Hefur félagið á uiidan- förnuni áruin lagt nokkurt l'é af niörkum til landgræðslu. Hafinn er undirbúningur að byggingu sumarbúss á landi. sem félagið hefur á leigu i eigu Svignaskarðs og heitir það Borgarsel. Veröur teikning og lík- an af húsinu lil sýnis á skemmt- uiuiin félagsins. Vetrarstarfið liefst me.ð kaffi- boði fyrir eldra fólkið sunnudag 6. nóvember. Innan Borgfiróinga- félagsins starfar kvennadeild og er formáður hennar Asta Sigurðardóttir. og til undirbún- ings skemmtunum starfar skeinmtinefnd og er Þorkell Sigurðsson formaður hennar. laugin, en grunnur hennar var steyptur árið 1968. Hafa sam- tökin ekki haft bolmagn til að koma sundlaugarbyggingunni lengra áleiðis, en sund er tví- mælalaust bezta þjálfun, sem völ er á fyrir hreyfilamaða, seg- ir i fréttatilkynningu frá Sjálfs- björgu. Forsala aðgöngumiða að mið- næturskemmtuninni verður í Austurstræli fimmtudaginn 3. nóvember milli kl. 15 og 18, en leikarar LR annasl forsöluna, klæddir ýmsum leikbúningum. Þá verða jafnframt seldir happ- drættismiðar Sjálfsbjargar, en nýtl happdrætti er nú að fara af stað. Aðgöngumiðar að sketnmt- uninni verða einnig seldir í Há- skólabfói nk. fimmtudag og föstudag. Alþýðuleikhúsið nýkomið úr leikför um Norðurlönd LEIKHÓPUR Alþýðuleikhússins kom til landsins 21. október s.l. úr 6 vikna sýningarferö um Norður- löndin. Ilafði þá Skollaleikur eft- ir Böðvar Guðmundsson verið sýndur tuttugu sinnum á 15 stöð- unl í Fære.vjum, Noregi, Finn- landi, Svíþjóð og Danmörku. Norræni menningarsjóðurinn veitti Alþýðuleikhúsinu styrk til þessarar farar, sem hófst 10. sept- ember þegar 6 manna hópur, lagði af stað með Srnyrli til Fær- yeja. Skollaleikur er aflnað verkefni Alþýðuleikhússins og var frum- sýndur 17. oktöber á siðasta ári. Það ár var leikritið sýnl 24 sinn- um á Auslfjörðum, Akure.vri og i Reykjavík. Um síðustu áramót var gert hlé á leikstarfseminni vegna veikinda eins leikarans. en 4. ágúst hófust sýningar á Skolla- leik að nýju og var sýnl viða um Norðurland, á Vestfjörðum, Snæ- fellsnesi og á Suðurlandi þar til að Norðurlandaferðin hófst. Eru sýningar nú orðnar 69, svo aö sýningin á fimmludagskvöldið i Lindarbæ verður sú sjötugasta í röðinni. Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.