Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÖVEMBER 1977 25 fclk f fréttum ORÐ I EYRA Hið íslenzka lúsaverndarfélag + Kvikmyndaleikkonan Elisa- bet Ta.vlor upplýsti nýlega í sjónvarpsviðtali að milljóna- mæringurinn Iloward Hughes hefði boðið sér eina milljón dollara fyrir 25 árum, ef hún vildi giftast sér. Hún hafnaði tilboðinu og tveimur vikum sfðar giftist hún enska leikaranum Michael Wilding. + Söngvarinn og leikarinn Bing Crosby var jarðsettur f Los Angeles 18. þessa mánað- ar. Það voru synir hans sem báru kistuna að gröfinni en þeir eru: (talið frá vinstri) Nathaniel, Harry, Dennis, Lindsey og Phillip. + Það er gott að láta mömmu mata sig. Þessi lítli fílsungi á heima í dýragarðinum í Chester á Englandi og er fyrsti filsunginn sem fæðist í dýragarði þar í landi. ÞAÐ eru ekki margir leikarar sem kunna þá list, eða hafa efni á að segja: „Þetta hlutverk hentar mér ekki“. Claudia Cardinale getur það og hefur líka gert það ótal sinnum. „Handritin sem ég hef fengið Claudia og systir hennar Blanch frá frönskum framleiðendum hafa ekki verið áhugaverð," segir hún. En siðastliðið sumar hefur hún dvalið í París og leik- ið í franskri mynd, „La Part du Feu“. Með henni i París var systir hennar, Blanch Cardinale, sem nú hefur aftur tekið upp sitt fyrra starf sem einkaritari systur sinnar. Claudia á að baki sér tvö hjóna- bönd og báðir voru eiginmenn hennar italskir. Þegar Claudia dvaldi i Paris í sumar kom það henni þægilega á óvart að lagið „Love Affair“ sem hún söng inn á plötu fyrir löngu sfðan hafði „slegið i gegn“ og var vinsælasta lag sumarsins. Claudia í lilutverki síuu í myndinni „La Part du Feu“. Eins og flestum menningar- vitum er kunnugt var stofnað til mjög merkilegra samtaka hér á dögunum. Félagsskapur sá hefúr hlotið nafnið Hið ís- lenska lúsaverndunarfélag. — Fannst stofnendum að tlmi væri til kominn að sýna dýri þessu, sem ofsótt hefur verið og ófrægt allar götur frá því fyrir aldamót, einhvurn vott skilnings og samúðar. Enda mun máia sannast að fá kykvendi hafa verið jafntrygg- ir förunautar forfeðra vorra sem þessar smáu lífverur og er þá hvorki gleymt hundum né refum og öðrum dýrbítum. I sögulega gagnmerku ávarpi stjórnar samtakanna til þjóðarinnar segir meðal ann- ars: „í tilefni af því að nú eru liðin 1000 ár, að áliti hinna fróðustu manna, sfðan Lúsoddi geispaði golunni, — en hann er fyrsti sanni lúsablesinn sem sögur fara af —, höfum við, nokkrir áhugamenn um lúsa- vernd, ákveðið að stofna sam- tök til verndar þessu þjóðlega dýri. Á öldinni sem leið en þó einkum á vorri tfð hafa alls konar stertimenn, með lækna og hjúkrunarfræðinga ■ broddi fylkingar, unnið skipulega og kerfisbundið að aflúsun þjóð- arinnar. Er nú svo komið að fjölmiðlafóður þykir ef ein og Innbrot í Hveragerði Hveragerdi 31. október UM HELGINA var brotizt inn í bifreiðaverkstæði Aage Michel- sen að Austurmörk 4 og stolið þaðan öllum lauslegum verkfær- um, og er tjónið lilfinnanlegt. Einnig var stolió bensíni af bílum sem voru til viðgerðar á verk- stæðinu. Að sögn Aages þá var með naumindum að hann gat haldið áfram viðgerð á bílum, sem voru á verkstæðinu í dag, sökum verkfæraskorts. Lögreglan á Selfossi er með málið til rannsóknar. tirorx AFL I FRAM- 1 FARA MANNHEIM 4-gengis Diesel-vólar fyrir hjálparsett 33 hesta viB 1500 sn. 39 hesta viS 1800 sn. 43 hesta vi5 2000 sn. 44 hesta viS 1 500 sn. 52 hesta við 1800 sn. 57 hesta við 2000 sn. 66 hesta viS 1 500 sn. 78 hesta viS 1800 sn. 86 hesta viS 2000 sn. 100 hesta viS 1 500 sn. 112 hesta við 1800 sn. 119 hesta viS 2000 sn meS rafræsingu og sjólfvirkri stöðvun. StaiMwgwir <Jibinse(asi & vcsnnGOru » - sImai i«ao • nnao — ros us~ ein títla finnst á barnkorni í skóium landsins. — Er þó vit- að mál fátt er hcilsusamlegra fyrir Ifkama og sál en að halda nokkrum pedikúlum til haga í hársverði sínum eður hvar annars staðar sem tök eru á. Þessari síðustu staðhæfingu til sönnunar iná geta þess að ekki er vitað til að einn einasti lúsablesi hafi andast úr lungnakrabba eða sálast úr kransæðastíflu. Hins vegar hrynja lúsleysingjar niður úr þessum kvillum. Þá er ekki til þess vitað að nokkur grálúsug- ur táningur hafi orðið fyrir bfl eða öðru vélknúnu ökutæki þó svo allverulegur fjöldi lúsa- lausra hafi blásið út í umferð- arslysum. Samtökin hafa ákveðið að setja á laggirnar lúsaræktun- arstöð. Mun þar lögð sérstök áhersla á að leggja rækt við sérkenni íslenska stofnsins, nitsemi hans og gagnsemi fyr- ir íslenskt þjóðlíf fyrr og síð- ar.“ Svo mörg eru þau orð og mega nú samtök áhugamanna um ditten-og-datten fara að vara sig. Hitamælar Vesturgötu 16, sími 13280. Dömur á öllum aldri í Keflavík og nágrenni ath. Frá „Toppi til táar" er námskeið fyrir konur á öllum aldrei eða frá 1 6 ára til sextugs Þið lærið: rétt og betra göngulag, almenna framkomu, snyrtingu, rétt mataræði, likamsrækt o fl Frá „Toppi til táar" er námskeið sem hver kona ætti að notfæra sér, það hjálpar meðal annars til að auka sjálfsöryggið og er til ánægju Uppl. og innritun er í síma 8443 Kennsla hefst 7. nóv. Skóli Guðmundu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.