Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 7
MORGL'NBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 7 NY DAGSBRUN MÁLGAGN ISLENSKRA SOSlALISTA 8. tölublað September 1977 9 árgangu Sjónarspil og sannfæring Alþýðubandalagið hefur tileinkað sér margs konar skoðanaleg gervi í sýni- glugga sínum, Þjóðviljan- um, til að höfða til sem flestra, eins og hæfir hentustefnuflokki. Hin nýja stefnuskrá flokksins gengur manna á milli und- ir heitinu lopinn — því hana má teygja í allar átt- ir, eftir þvi hvern veg vindur blæs á skoðana- markaði vinstri hreyfingar á íslandi. Flokkskjarninn, sem að baki felst, horfir með hryggð á prófkjörs- þróun i öðrum flokkum, en öngvu að siður „meir en trúr og tryggur" hinum fornu kenningum Marx/Lenin Stalinis- mans. Hann hefur engu gleymt og ekkert lært i tímans rás. Sértrúarritið „Ný dagsbrún", sem kemur út mánaðarlega (útgefandi Sósialistafélag Reykjavikur), bergmálar hina gömlu grafarraust, sem þykir betur geymd um sindi i Þjóðviljanum — til betri tiðar. Þar er gert góðlátlegt grin að sýnigluggasjónarmiðum Þjóðviljans og menn minntir á, að halda þurfi i heiðri hin fornu heit. Þótt goð lýðræðis og þingræð- is séu blótuð i blekkingar- skyni um sinn. Spennitreyja þingræðisins í septemberhefti Nýrrar dagsbrúnar 1977 er ráðizt hart gegn allri endurskoð- un hinna fornhelgu trúar- játninga Stalíntíma bils ins. Þar er þvi haldið fram, felulaust, að Marx hafi „ekki hneppt bylt- ingarbaráttu verkalýðsins í spennitreyju lýðræðis- ins", eins og það er orð- að. Ennfremur: „Marx var ekki lýðræðissinni i skiln- ingi Alþýðubandalagsins og Evrópukommúnism- ans, þ.e. ekki þingræðis- sinni. Marx telur tvimæla- laust að sigur verkalýðs- ins og sósialismans þýði AFNÁM ÞINGRÆÐIS- SKIPULAGSINS." Þá var ar blaðið við þvi að taka hina „islenzku atvinnu- stefnu" Alþýðubandalags- ins of hátiðlega. Talað er um að flokkurinn sé „með skoffin i burðarliðnum, sem hlotið hafi nafnið „ís- lenzk atvinnustefna". Til gangurinn virðist eiga að vera alhliða viðreisn auð- vaidsrekstursins — á þjóðlegum grunni. Þjóð- legt arðrán, það er lausn- in". Ljótt er að heyra um lopann þeirra i Þjóðviljan- um. Skoffin, sem atvinnu- stefna Alþýðubandalags- ins er kýlluð, er i islenzkri orðabók skilgreint sem af- kvæmi refs og kattar. Þetta kemur heim og saman við það alþýðumat, að þeir vóru refir kallaðir, er vóru eitt i orði og ann- að á borði. „Alræði öreiganna” í þessu strangtrúarblaði stendur orðrétt: „Af þessu leiðir að enginn sósialisti, sem ber nafn með réttu, elur með sér þá FÁSINNU að þvinga verkalýðsbaráttu i þröng- ar skorður þingræðisins, eða að unnt sé að yfirtaka rikisvald borgaranna með því einu að setja fulltrúa i verkalýðsins i ráðherra- ' stöðurnar. Á byltingartim- | um ER SLÍK ÞINGRÆÐIS . KRAFA BEINLÍNIS AFT- » URHALDSKREDDA. Bylt- | ingarástand brýtur öll ■ form sem fyrir eru. . Enn segir: „Á hinn bóg- | inn er það á allra vitorði ■ að hvarvetna i heiminum > þar sem alþýðunni hefur | orðið sigurs auðið yfir . auðvaldi og imperialisma • hefur það gerst undir i merkjum og með leiðsögn ' byltingarkenninga marx- | ismans. Sósialisminn hef- ■ ur hvergi sigrað með þing- ' ræðisbaráttu. Ekkert | sósialískt riki er þing- . ræðisriki. Öll sósialisk riki I eru i einu eða öðru formi | alræði öreiganna. Þetta er . heimssöguleg staðreynd, I sem ekki verður fram hjá | komist." Hér er tæpitungulaust I talað um afnám þingræðis I og lýðræðis. Hvatt til þjóðfélagshátta sem nú | rikjá i A-Evrópu og hafa I skert almenn þegnrétt- indi, bæði félagsleg og | efnahagsleg Það er gert I litið úr tilraunum Alþýðu- bandalagsins til að felast | að baki sósialdemókratís- I ins, þykjast jafnaðar- ' mannaf lokkur, þegar | markmiðið sé bylting og j kommúniskt þjóðskipu- ' lag. MÓNUSTAN Búið bílinn undir veturinn Við bjóðum eftirtalda þjónustu í því skyni fyrir lágt verð, kr. 8.800 fyrir 4 cyl bíl og kr. 10.300 fyrir 6 eða 8 cyl 1. Mótorstilling Stilltir ventlar Head hert Blöndungur hreinsaður Bensínkerfið athugað Bensíndæla hreinsuð Kerti athuguð Þjöppun mæld Platínur stilltar Kveikjuþétti athuguð Kveikjuþræðir athugaðir Kveikjulok og hamar athugað Kveikja smurð Viftureim athuguð Loftsía athuguð Frostlögur mældur 2. Undirvagn Púströr athugað Höggdeyfar athugaðir Athugað hvort leki úr mótor, gírkassa eða drifi 3. Tengsli stillt 4. Þurrkuarmar og rúðusprautur athugaðar 5. Stýrisgangur Slit í stýrisupphengju athuguð Slit í spindlum athugað Slit í miðstýrisstöng athugað Slit í stýrisvél athugað 6. Hemlar Vökvamagn athugað Hemlaátak jafnað Handhemill athugaður 7. Ljós athuguð Vatnsþéttur krossvióur Mótakrossviður, Combi krossviður, harðviðarkrossviður í ýmsum þykktum. Timburverzlunin Vöiundur hf. KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 HJÓLHÚSAKLÚBBURÍSLANDS AÐALFUNDUR 1977 verður haldinn í Skíðaskálanum Hveradölum, sunnudag- inn 13 nóv n.k. kl 1 4 30. Venjuleg aðalfundarstörf Fjölmennið og mætið stundvislega. STJÓRNIN. Ekki bara talstöð heldur Effect 512S ny sending komin BENC0 Bolholti 4, sími 91-21945, Reykjavík Símaskráin 1978 Símnotendur í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garða- og Bessastaðahreppi og Hafnarfirði. Vegna útgáfu nýrrar simaskrár er naúðsynlegt að senda skriflegar breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 15. nóv. n.k. til Skrifstofu símaskrár- innar, Landssímahúsinu við Austurvöll. Nauðsynlegt er að viðkomandi rétthafi síma- númers tilkynni skriflega um breytingar, ef einhverjar eru. Athugið að skrifa greinilega. Athygli skal nánar vakin á auglýsingu um breytingar í símaskrána á baksíðu kápu síma- skrár 1977, innanverðri. Atvinnu- og viðskiptaskráin verður prentuð í gulum lit og geta símnotendur birt smá- auglýsingar þar, sem eru ódýrari en aug- lýsingar í nafnaskrá, enda takmarkaður fjöldi auglýsinga sem hægt er að birta í nafnaskránni. Nánari upplýsingar í símum 22356 og 26000 og á skrifstofu símaskrárinnar. Ritstjóri simaskrárinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.