Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1977
23
Minning:
ÁSLA UG BORG
Fædd 2. desember 1909
Dáin 31. október 1977
Aslaug var fædd í Reykjavík,
dóttir hjónanna Stefaniu Guð-
mundsdóttur leikkonu og Borg-
þórs Jósefssonar bæjargjaldkera.
Ada var sólargeisli i foreldrahús-
um og hvar sem hún fór.
Arið 1937 fluttist hún til Dan-
rnerkur á heimili Önnu Borg, syst-
ur sinnar, og rnágs sins, Paul
Reumerts, og þar var hún þeirn og
sonum þeirra stoð og stytta.
Áda var einstakur persónuleiki.
Leitaði aldrei síns eigin heldur að
þörf þeirra, sem henni þótti vænt
um. Er það ekki sú raunverulega
hamingja í lífinu að vera hafin
yfir eigin hagsmuni, að þykja svo
vænt um aðra, að allt annað verð-
ur hisrni?
Áda átti einnig sterkan vilja og
mikinn kraft, sem hún beitti gegn
öllu falsi, öllu sem henni fannst
óréttlátt. Þegar handritamálið var
á dagskrá, rifust þær systur Áda
og Anna hvenær sem var og hvar
sem var og Paul Reumert hafði
gaman af.
Áda var hugljúf Dönum, en þó
alltaf íslendingur.
„Þó ad kali lieitur liver
hvlji dali jökull ber
steinar tali <>k allt livað er
aldrei skal én gleyma þér.“
Þökk fyrir langa og sanna vin-
áttu og eins og hún var vön að
kveðja: ,,Pá gensyn."
Erla Egilson
Það er alltaf sárt að kveðja góð-1
an vin. Vin, sem maður hefir átt,
svo lengi sem minnið tiær. Vin,
sem alltaf var tilhlökkun að sjá
aftur og aftur. Þótt stundum liðu
mörg ár milli endurfunda og fjar-
lægðin væri mikil rnilli okkar var
samband okkar alltaf náið. Bréfin
okkar, gjafirnar og kveðjurnar
hennar brúuðu hina djúpu Atl-
antsála. Hún var okkur öllum svo
góð og ljúf frænka. Nú sjáumst
við ekki framar hérna megin lífs,
en einhvern tíma hittumst við aft-
ur, og það verða kærir endurfund-
ir.
Áslaug Borg, fæddist í Reykja-
vík, 2. desember 1909, dóttir hjón-
anna frú Stefaníu Guðmundsdótt-
ur leikkonu og Borgþórs Jósefs-
sonar bæjargjaldkera. Hún ólst
upp í foreldrahúsum við hlið 5
systkina. Var hún þeirra næst-
yngst. Áslaug lauk námi við
Kvennaskólann í Reykjavík.
Vann svo í mörg ár í bókabúð
Eggerts P. Briem í Austurstræti
1.
fólkið á leikhúsinu og það mat
hana að verðleikum. Áslaug hafði
alveg sitt vit á leikhúsmálum og
Iá ekkert á áliti sfnu, ef spurð var.
Eftir að Anna Borg fórst í flug-
slysi 1963 hélt Áslaug heintiji fyr-
ir Poul Reumert, mág sinn, þar til
hann dó árið 1968.
Það var ævintýri að kynnast
Reumerts heimilinu. Þar var ríki-
dæmi, þar var inenning og þar var
saga að gerast. Ein perlan á heint-
ilinu var Áslaug Borg. Hún hugs-
aði fyrst um alla aðra en sig
sjálfa. Hún var óþreytandi, leysti
hvers manns vanda og virtist hafa
tíma fyrir allt og alla. Seinustu
árin var hún þó oft bæði lasin og
kvalin. En aldrei gafst hún upp og
einhvern veginn endurnýjaðist
kraftur hennar aftur á ný. En nú
er hún dáin og við það hefir
geisladýrð Kaupmannahafnar
fölnað. Geislinn hennar Áslaugar
Borg lýsir henni þó enn, og nú á
nýjan veg. Hann lýsir einnig upp
minningu hennar hjá þeim, sem
hana þekktu, um ókomin ár. Það
vildu sjálfsagt margir óska þess
að eignast jafn skæran geisla og
hún átti Áslaug Borg.
Ragnar Borg.
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðúm fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
Borgartún 29
samastadur
fyrir bílaeigendur
Þar veitum við (innandyra, sem utan) alhlióa
hjólbarðaþjónustu. Seljum allar tegundir af
hjólböróum frá ATLAS og YOKOHAMA
Framkvæmum allskonar hjólbarðaviögeróir.
Höfum tekið í notkun mjög nákvæma
rafeindastýrða hjólastillingavél (,,ballansering“)
Verið velkomin og reynið þjónustuna.
Véladeild HJÓLBARÐAR
Sambandsins
Árið 1938 fór hún til Kaup-
mannahafnar og nam þar ljós-
myndaiðn, bæði á skóla og hjá
Kehlet, sem var einn þekktasti
Ijósmyndari, þar i landi. Sem ljós-
myndari vann hún síðan hjá
Kehlet. Veitti eftir nokkur ár for-
stöðu útibúi ljósmyndastofu hans
í Charlottenlund og sá samtimis
um tvær aðrar ljósmyndastofur
hans. Árið 1948 fór Áslaug til
London og lærði þar röntgen-
myndatöku. Hóf hún siðan, árið
1949, störf hjá Ortopædisk Hospi-
tal í Kaupmannahöfn og starfaði
þar í 26 ár. Vann hún bæði sem
Yöntgenmyndari og ljósmyndaði
ennfremur ýrnsar vandasamar
skurðaðgerðir, sent læknar spital-
ans vildu skrásetja og skoða betur
seinna. Áslaug lét af störfum hjá
spítalanum fyrir rúmu ári siðan,
vegna vanheilsu.
Það var sama hvar Áslaug Borg
var. Hún skapaði alltaf góðan
anda i kringum sig, var vinsæl af
öllunt og átti stóran vinahóp. Hún
var afkastamikil, ákveðin, fjör-
mikil og skemmtileg.
í Kaupmannahöfn bjó hún ætíð
hjá Önnu, systur sinni og manni
hennar Poul Reumert. Þau hjónin
léku bæði mikið á Konunglega
leikhúsinu og voru auðvitað oft á
leiksviðinu á kvöldin og að heirn-
an við æfingar á daginn. Það kom
því æði oft i hlut Áslaugar að sjá
um að allt gengi sinn vana gang
heimavið og það gerði hún með
reisn og dugnaði. Vinir Reumerts
hjónanna voru einnig hennar vin-
ir. Auðvitað þekkti hún líka allt
Sjálfvirki ofnkraninn
Ný gerð- öruggureinfaldur- smekklegur
Kraninn með innbyggt þermóstat er hvíidarlaust á
verði um þægindi heimilisins, nótt og dag afstýrir hann
óþarfa eyðslu og gætir þess, að hitinn sé jafn og
eðlilegur, þvi að hann stillir sig sjálfur án afláts eftir
hitastigi loftsins í herberginu. Fyrir tilstilli hans þurfið
þér aldrei að kvíða óvæntri upphæð á reikningnum, né
þjást til skiptis af óviðráðanlegum hita og kulda í eigin
ibúð, af þvi að gleymdist að stilla krana eða enginn var
til að vaka yfir honum.
BYGGINGAVÖRUSALA S
SAMBANDSINS
Suðurlandsbraut 32 Reykjavik sími 8 2033
AUGLÝSINGASTOFA