Morgunblaðið - 04.11.1977, Qupperneq 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
|W«rfluní>I«&iÖ
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1977
Þorgeir og Ellert h.f.
smíða 46 metra nóta-
skip fyrir Tálknfirðinga
SKIPASMÍÐASTÖÐ Þor-
geirs og Ellerts hf. á Akra-
nesi hefur nú gengið frá
samningi við Tálkna hf. á
Tálknafirði um smíði á 46
metra löngu skipi, sem á aö
g'eta borið um 800 lestir af
Ioðnu. Skipið á að verða
tilbúið 14 mánuðum eftir
að smíði hefst.
Þorgeir Jósefsson, fram-
kvæmdastjóri Þorgeirs og
Ellerts, sagöi í samtali við
Morgunblaðió I gær, að
samningsgerð hefði staðið
lengi yfir, en það hefði tek-
ið sinn tíma að koma mál-
inu í höfn. Sagði Þorgeir að
skipið yrði 46 metra langt
og 9 metra breitt, knúið
2100 hestafla vél. Skipið
verður einkum búið til
nótaveiða og til veiða með
flotvörpu og ber 800 tonn.
Smíði skipsins hefst á
næstu vikum, en að því er
Þorgeir Jósefsson sagði, er
nú aðeins beðið eftir efni í
það; um leið og efnið kem-
ur verður hafist handa við
verkið.
Liðlega tuttugu manna hópur grænlenzkra kennaranema frá Góðvon í Grænlandi eru nú staddir hér á
landi í náms- og kynnisferð. Er þetta annað árið f röð sem p:rænlenzkir kennaranemar sækja Island
heim til þess að kynnast landi 03 þjóð. 1 kvöld munu Grænlendingarnir efna til kvöldvöku í
Menntaskólanum í.Hamrahlíð. Sjá nánar á bis. 2. Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson.
Mývatnssveit:
Spældi egg á
steingólfinu
Reymhlíð, 3 nóvember
STARFSMENN Léttsteypunnar í
Mývatnssveit vinna nú við hin
erfiðustu skilyrði, sökum hins
mikla hita sem er í húsinu. í
gærmorgun fékk Sigmundur
Arthúrsson kvikmyndatökumaður
sjónvarps egg í eldhúsinu í Reyni-
hlið og hélt upp í Léttsteypu. Þar
braut hann eggið og lét á steypt
an bekk i kaffistofu fyrirtækisins.
Eftir 7 minútur eða svo var eggið
orðið vel spælt, eins og það hefði
verið matreitt á beztu pönnu.
Þess má geta að siðustu daga
hefur ekki verið hægt að notast
mikið við kaffistofuna sökum hita
þar inni
Verður gjaldeyriseign og
stofnun gj aldeyrisreikninga
við íslenzka banka leyfð?
- Seðlabankinn vinnur að athugun
þess, sagði forsætisráðherra í gær
Höfn í Hornafirði:
Urðu að sleppa
háhyrningnum
Höfn í Hornafirði. 3. nóvember.
HAHYRNINGURINN, sem und-
anfarið hefur verið hafður f haldi
í höfninni hér á Höfn, komst
aldrei til Frakklands eins og til
var ætlast, þar sem honum var
sleppt í dag, sökum þess hve ein-
mana og leiður hann var orðinn.
Flugvél frá Iscargo átti aó
fljúga með háhyrninginn út til
Nissa í Frakklandi í morgun, en
Framhald á bls 18.
ÓLAFUR Jóhannesson við-
skiptaráðherra hefur falið
Seðlabanka islands að
kanna vandlega leióir til
þess að rýmka rétt manna
til að eiga gjaldeyri og
stofna gjaldeyrisreikninga
við íslenzka banka með
eðlilegri ávöxtun og yfir-
færslueftirliti í því skyni
að fjölga leiðum til að verð-
tryggja sparnað. Frá þessu
skýrði Geir Hallgrímsson
forsætisráðherra í stefnu-
ræðu sinni á Alþingi í gær-
kvöldi og sagði, að slík ný-
breytni gæti bæði aukið
gjaldeyrisskil og innlendan
sparnað.
Forsætisráðherrra
minnti á það í ræðu sinni,
að það hefði um alllangt
skeið verið grundvallar-
stefna í íslenzkum efna-
hagsmálum, að jnnflutn-
ingur og gjaldeyrisgreiðsl-
ur skyldu vera frjáls, nema
annað væri sérstaklega
ákveðið. Þessari stefnu
hefði verið framfylgt þann-
ig að heita mætti, að allur
vöruinnflutningur væri
frjáls en hins vegar væri
enn úthlutað leyfum fyrir
gjaldeyrisgreiðslum til
annars en vöruinnflutn-
ings, þó að mestu eftir föst-
um, almennum reglum og
ströng skilaskylda væri á
öllum gjaldeyri, sem menn
öfluðu.
Þá sagði Geir Hallgríms-
son í ræðu sinni, að raun-
hæf láns- og ávöxtunarkjör
væru forsenda aukins
frjálsræðis á lánamarkaði,
þar sem jafnvægi framboðs
og eftirspurnar kæmi í stað
skömmtunar og forrétt-
indakerfis. En slfk breyt-
ing er líka forsenda þess að
hægt sé aö auka frelsi i
gjaldeyrisviðskiptum,
sagði forsætisráðherra í
stefnuræðu sinni. Hann
bætti því við, að yrði þetta
skref stigið til fulls svo að
peningaeign á íslandi væri
þannig ávöxtuð að hún
Framhald á bls. 31
íslenzk ópera
La Traviata verður fyrsta verkefnið
ÍSLENZKT óperufélag hefur
verið stofnað til þess að starf-
rækja íslenzka óperu og er
þegar búið að velja fyrsta
viðfangsefnið, La Traviata eftir
Verdi. Verður það frumflutt í
marz n.k. Þeir sem standa að
stofnun fslenzku óperunnar
eru Söngskólinn í Reykjavík,
Sinfóníuhljómsveitin f Reykja-
vfk og Kór Söngskólans sem
starfar sem sjálfstæð stofnun.
Hvatamaðurinn að stofnun
tslenzku óperunnar er Garðar
Cortes skólastjóri Söngskólans.
í samtali við Garðar í gær
sagði hann að ekki væri hægt
að tala um fasta atvinnuóperu
til að byrja með en stefnt væri
að því. „Starf Operunnar “
sagði Garóar, „miðast ekki ein-
Garðar Cortes
stofnsett
skorðað við nemendur Söng-
skólans, heldur það að notaðir
verði kraftar þeirra íslenzku
söngvara sem eru i landinu og
hafa áhuga á því að lyfta söngn-
um og atvinnu við söng upp á
tryggari grunn. Það er reiknað
með styrktarmeðlimum um allt
land og þannig hugsum við
okkur að starfa jöfnum
höndum í Reykjavík og úti á
landsbyggðinni. La Traviata
eftir Verdi verður fyrsta verk-
efnið. Frumsýning var áætluð
4. marz en verður liklega
eitthvað seinna vegna þess að
nótur töfðust í verkfalli BSRB.
Leikstjóri mun koma frá Italíu
og verður hann jafnframt
hljómsveitarstjóri. Mun hann
stjórna fyrstu sýningunum i
Reykjavík.“
Framhald á bls 18.
„Vil heldur bregð-
ast óvinum mínum
en vinum mínum”
- seg'ir Albert Guðmundsson, sem hefur ákveð-
ið að gefa kost á sér til þingframboðs
ALBERT Guðmundsson alþm.
tilkynnti formanni kjörnefnd-
ar Sjálfstæðisflokksins f gær,
að hann hefði ákvpðið að gefa
kost á sér til framboðs f næstu
alþingiskosningum. Morgun-
blaðið sneri sér f gær til Al-
berts Guðmundssonar og leit-
aði umsagnar hans af þessu til-
efni, en hann hafði sem kunn-
ugt er ákveðið að hætta afskipt-
um af stjórnmálum. Albert
Guðmundsson sagði: „Ákvörð-
un mín var endanleg. Ég var
ákveðinn í að draga mig út úr
pólitfk og sú ákvörðun var ekki
tekin f flýti, eins og mfnir nán-
ustu vita. Atburðarás undanfar-
inna daga hefur breytt þessari
ákvörðun minni. Ég hef engu
við þetta að bæta öðru en þvf,
að ég vil heldur bregðast óvin-
Albert Guðmundsson um mínum en vinum mínum.“
Aukin gufuvirkni
vid Leirhnúk
Reynihlfð,
3. nóvember.
Frá blaðamanni Mbl.
Ágústi Jónssyni.
AUKNING hefur orðið á gufu-
streymi f «ldstöðvunum í Leir-
hnúk frá því í september og einn-
ig norður af þeim. Að sögn Páls
Einarssonar jarðeðlisfræðings,
sem fór norður fyrir Leirhnúk í
dag, er þetta vísbending um, að
kvikan hafi hlaupið norður i
óróanum í gær.
Landris var heldur meira á
Kröflusvæðinu í dag en undanfar-
ið, fjöldi skjálfta var hins vegar
svipaður, svo og styrkleiki þeirra.
Ekki virðast hafa orðið teljandi
breytingar á sprungum á Leir-
hnúkssvæðinu við kvikuhlaupið í
gær, en erfitt var þó að greina
slíkt í dag, þar sem snjór er yfir
öllu og bætti á hann i dag.