Morgunblaðið - 12.11.1977, Side 14

Morgunblaðið - 12.11.1977, Side 14
14 Myndilst Guðmundur Hinriksson: Örfirisey. Sýning á Loftinu „Upper runnin ársól” eftir VALTÝR PÉTURSSON Ungur málari, sem lengi hefur dvalið við listnám í Frakklandi og að minnsta kosti einu sinni sýnt verk sin áður i Klausturhólum fyrir nokkrum árum, heldur sýningu á pastei- verkum á Loftinu h,já Helga Einarssyni við Skólavörðustíg. Þessi ungi listamaður heitir GUÐMUNDUR HINRIKSSON, og veit ég engin deili á honum nema það, sem áður segir varð- andi nám hans í Frakklandi. Hann heldur einnig sýningu á teikningum hinum megin göt- unnar, á Mokka. Fram eftir hausti var vefn- aðarsýning á Loftinu, en þvi miður gafst mér ekki tækifæri til að sjá þá sýningu. Annars er nokkuð langt síðan myndlist hefur verið á Loftinu, og er það gleðilegt, að aftur skuli vera komin starfsemi i gang á þess- um ágæta stað. Vonandi verður Guðmundur Hinriksson ekki sá ' eini, sem sýnir þar að sinni. Eins og þeir vita, sem til þekkja, er þetta vinalega galleri aldeilis afbragð fyrir litlar sýningar, og þær geta stundum verið mikiu skemmti- legri en það, sem sett er í stóru salina. Guðmundur Hinriksson sýnir 23 pastelmyndir á þessari sýn- ingu sinni, og eru það óneitan- lega dálítið misjöfn verk. Hann hefur yfirleitt mjög mjúka og þýða litameðferð, sem er frekar aðgerðarlítil og vantar alla snerpu. Hann sér fyrirmyndir sínar nokkuð öðruvísi en vana- legt er um okkur hér í hinu hrjúfa landslagi og stríðum stormum. Myndir hans hafa yfirleitt erlendan fínleika, og sumar hafnarmyndir hans minna meira á andrúmsloft Miðjarðarliafsins en hið norð- læga Atlantshaf. En það er okk- uð auðkennandi fyrir Guð- mund, hve hann er upptekinn af viðfangsefnum frá sjávarsíð- unni, og einnig á heiðin sfn ítök í huga málarans. Það voru nokkur verk á þess- ari sýningu, sem ég man betur en önnur, nefni ég þar til No. 18,19 og 21. En eitt besta verkið á sýningu Guðmundar er No. 2, Örfirisey, sem hefur meira átak í Iitnum en flest annað, sem sýnt er. I því verki nýtur past- ellinn sín einnig miklu betur en annars staðar. Þetta er i heild nokkuð snotur sýning, en hún er ekki með því betra, sem sýnt hefur verið á Loftinu. Hana Framhald á bls. 23 Bragi Sigurjónsson: Sumarauki. Ljóð og ljóðaþýðingar. Bókaút- gáfan Skjaldborg. — Akureyri 1977. í haust eru liðin þrjátíu ár, siðan Bragi Sigurjónsson sendi fyrstu ljóðabók sina á bókamark- að. Hún heitir Hver er kominn úti? Nú er komin frá honum sú sjöunda, Sumarauki. En fleiri eru þær bækurnar, sem hann hefur lagt hönd að. Arið 1957 skaut hann inn í ljóðabókahópinn smásagnasafni, og hann safnaði í og skrifaði hið mikla fimm binda ritverk, Göngur og réttir, á árinum 1948—53. Þá hefur hann þýtt langa skáldsögu og forvitni- lega ferðabók, og '43—'49 var hann ritstjóri tímaritsins Stig- anda. Auk þessara ritstarfa stýrði hann árum saman Alþýðu- manninum, vikublaði Alþýðu- flokksins fyrir Norðurland. Hann hefur og gefið sig að bæjar- málum, átt sæti í bæjarstjórn og bæjarráði Akureyrar og eytt miklum tíma í pólitískt funda- stapp og á Alþingi hefur hann setið nokkur ár. Auk alls þessa hefur hann gegnt ábyrgðarstörf- um sem hafa verið lifibrauð hans, og verður svo varla sagt, þó að hann sé nú kominn hátt á sjötugs- aldur, að hann hafi gefið það for- dæmi að vinna aðeins átta tíma fimm daga vikunnar og tak- markað mun það hafa verið, sem hann hefur setið á vetiinga- stöðum, þó að hins vegar hafi honum þótt gott að ræða við gesti og kynnast viðhorfum þeirra í bókmenntum, stjórnmálum og dagsins almennu önn. Af öllu hinu margvíslega veraldarvafstri Braga Sigurjóns- sonar mætti ætla, að ekki sízt nú, svo sem ástatt er á íslandi og raunar vítt um veröld, sendi hann ljóðdís sína á vettvang með að minnsta kosti vönd í hendi, en því Bragi Sigurjónsson Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN fer víðs fjarri. Hann stuggar ekki við fíkn landa sinna í fánýt lífs- gæði og þaðan af fánýtari tízku- fyrirbrigði, og hin tæknilega vábeiða kemur hvergi við í þess- um ljóðum, nema hvað hann yrkir nokkur erindi unt mánann, sem Ljóð á dag Jóhann Hjálmarsson: FRA UMSVÖLUM. 128 bls. Hörpuútgáfan, Akranesi, 1977. Skáldið og kona hans halda til Spánar. A barnum í flugstöð- inni á Keflavíkurflugvelli hitta þau önnur hjón — konurnar þekkjast. A Spáni halda þau öll hópinn; skemmta sér saman. Þegar heim kemur aftur skilja leiðír. Skáldið er Vesturbæing- ur, hjónin ala manninn í litlu þorpi vi.ð Dumbshaf norður og hver heldur til síns heima. Tím- inn liður. Dag einn hringir frú- in að norðan til skáldsins fyrir sunnan og býður honum að koma norður og halda til í húsi sínu: Við rrum með heill hús ok hér er nóg næði. Skáldið þiggur boðið, flýgur norður i tveim áföngum, dvelst þarna fáeinar vikur og setur sér með orðum J.M.G. Le Clézio — að nota næðið, nema Ijóð þau sem náttúran og mannlifið yrk- ir á þessujn friðsælu slóðum, fjarri skarkala Vesturbæjarins; Þú verður að hlusfa. Þú verður að vera tómur. Ekki líður þó á löngu þar til skáldið hefur endurskoðað þessar línur, ort þær upp að hluta: »Sá sem hlustar/er ekki tómur.« Hús hjónanna heitir Umsvalir og af því dregur bók- in heiti. Dagarnir líða í þægi- legum hversdagsleika. Og það sem skáldið hafði einsett sér — að hlusta og taka ölium áhrif- um opnum huga — reynist sigurstranglegt til sköpunar: Snjórinn vrkir f.vrir mig. Birlan er inni í mér. I öðru ljóði áréttar skáldið þetta sama, nema afdráttarlaus- ar: Það brimar við slröndina í dag «K sólin skín beint í andlitið á mér þar sem ég sil við ritvélina meðan Ijóðin gerasl í þorpinu. Dag einn, þegar liðið er á dvölina og skáldið hringir til fjölskyldunnar í höfuðstaðnum, spyr dóttirin hvað hann hafi ort mörg ljóð á Kópaskeri, og skáldið svarar: Þau eru orðin eins m«rf» og dagarnir sem ég hef verið hér. Þannig hafa Ijóðin orðið til með dögunum, ljóð á dag. Skáldið er ekki komið norður til að njóta hvíldar, að minnsta kosti ekki beinlínis, heldur til að hitta.góða kunningja, skoða lífið frá .öðru sjónarhorni en áður — nema gang lífsklukk- unnar ef vera mætti að hún hefði annan gang á þessum norðlægu slóðum en í skarkala borgarinnar. Þetta verður eins og leikrit þar sem hús hjónanna er aðal- sviðið. Hér eru ekki á ferðinni þorpsljóð f líkingu við þau sem Jón úr Vör orti forðum. Jón var fæddur og alinn upp í þorpinu sem hann orti um, sá það innan- frá og hafði ekki víðari sjón- hring fyrir augum. Hjónin, gestgjafar skáldsins, eru ekki mikið samrunnari þorpinu en skáldið sjálft, heldur heims- borgarar sem hafa kosið að láta einn kapítulann í ævisögu sinni gerast þarna á sama hátt og einum hinna fyrri var valið svið í Afríku, öðrum í Ástralíu og enn öðrum i Ameríku. Frá Kína eiga þau líka minningar, þar Jóhann Hjálmarsson hafa þau einnig verið. i huga sér geyma þau svipmyndir frá fjarlægum slóðum og annarleg- um jafnt sem sinum íslensku æskustöðvum, Isafirði, Æðey og Seyðisfirði. Og gefst nú þarna tóm til að raða saman lífsfilmunni: huga að hvað þau hafi lifað. Og þar sem nú höf- undurinn hefur valið þann kostinn að láta veruleikann yrkja fyrir sig vinsar hann ekki úr áhrifum umhverfisins það sem »skáldlegast« sýnist að hefðbundnu mati heldur með- tekur hann yrkisefnið eins og það kemur fyrir, ómengað. »Dagbók . ..« hét síðasta Ijóða- bók Jóhanns á undan þessari. Þessi gæti með engu minni rétti heitið svo. í raun og veru er þetta dagbók. Ljóðin eru í bók- staflegasta skilningi ort um það sem drífur á dagana. Ljóð á dag — og efnið tekið beint úr hversdagslífinu: hjón og gestur þeirra, farið á fætur, matast, rabbað saman, gengið út um þorpið einhverra erinda; eða til að anda að sér fersku lofti; eða kannski ekið um ná- grennið, annað fólk tekið tali; umræðuefni í samræmi við til- efni hverju sinni, ef til vill ein- hver dagleg viðskiptí, hugsan- lega einhver persónuleg áhuga- mál; síðan kvöldið sem líður eins og önnur kvöld þegar amst- ur dagsins er að baki; stundum tekið i glas með dálítilli upp- hafningu og smágalsa og upp- rifjun á atburðum dagsins, eða lífshlaupsins. Þannig líða dag- arnir með óverulegum frávik- um. Skáldið blandar boðnar- mjöð sinni hverju einu sem til fellur. Störfin í þorpinu, matur- inn á borðum, að ógleymdu veðrinu — allt verður þetta að yrkisefni ásamt þvi sem spjall- að er í fárra áheyrn á kvöldin og ekki er ætlast til að berist út fyrir steinveggina og tvöfalda glerið. Merkilegast og nýstárlegast við þessa bók þykir mér hve yrkisefninu eru fáar skorður settar og frjálslega með það far- ið. Sú er elst og viðteknust hug- mynd um ljóð að það skuli bein- ast að einhverju tilteknu skýrt afmörkuðu sviði og út fyrir það svið skuli naumast farið nema þá til að sækja efni í líkingar. Ljóðformið er í sjálfu sér sam- Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON þjappað og afmarkað og af því hafa menn dregið þá ályktun að efni ljóðs yrði að vera það líka — að ljóðið skuli vera um einn mann, eina dagstund eða einn stað. Eða einungis eina stemming. Hér eru á ferðinni fjölgreinaljóð þar sem efninu er í rauninni engin takmörk sett. Einkunnarorð þau, sem Jóhann velur í upphafi eftir Le Clézio, eru því síður en svo út í hött heldur verða þau sú áætlun sem skáldið fylgir út alla bókina. Lifið með sinum sama og jafna hversdagsleika sem felur þó í sér ný og ný tilbrigði letrar sig sjálft í ljóð- unum. Skáldið einsetur sér að hlusta, og hlustar. En höfundurinn er líka ein sögu- hetjan á sviðinu og ætlar sér þar rúm sem öðrum. Hér er enginn feluleikur í þá veru að sögumaður skuli annað tveggja vera ósýnilegur eða þá leika einhvers konar fræðimanns- hlutverk enda ætti þess konar hæverska ekki við, ekkert má taka út úr mynd sem þessari, allir verða að vera með, á því byggist aðferðin. Sjálfsvitund manns er vissulega partur af lífinu, raunar miðpunktur þess. Þegar aftur í 30. ljóð kemur tekur skáldiö að líta í eigin barm og verður þá jafnframt hugsað til eins lærifeðra sinna í ljóðlistinni, Arthurs Rimbaud með sitt »illt blóð«. Ég hef fengiA f arf órólegl blóó austan af Langanesströndum sem rann f æóum svartleitra manna meó framandleKl yflrbragð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.