Morgunblaðið - 12.11.1977, Side 40

Morgunblaðið - 12.11.1977, Side 40
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977 Leitin að Haraldi hef- ur engan árangur borið Tveir menn eru á bátnum BATAR sem leita Haralds SH 123 fundu f gær brak á reki, ekki fjarri þeim stað sem sfðast heyrðist til bátsins. Meðal þess sem fannst var lestarborð, en f gærkvöldi var ekki búið að kveða upp úr um, úr hvaða skipi brakið væri. A Haraldi eru tveir menn, Bragi Magnússon og Benedikt (iunnarsson. Þeir eru báðir um þrftugt, búsettir á Grundar- firði. I gær leituðu 25 skip að Haraldi, auk þess flugvél I.andhelgis- gæzlunnar TF-SÝN og fjölmennir flokkar úr björgunarsveitum Slysa- varnafélagsins á Snæfellsnesi gengu fjörur, en leit bar engan árangur. Það var um kl. 20.45 í fyrrakvöld, sem síðast er vitað um Harald. Þá Bankamenn sam- þykktu með yfir- gnæfandi meirihluta BANKAMENN samþykktu ný- gerða kjarasamninga með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu. sem fram fór um land allt. t gær, er enn höfðu ekki bori/.t 2% at- kvæða vegna samgönguerfiðleika við Norðurland, voru úrslit taln- ingar þau, að 1529 bankamenn sögðu já, en 167 sögðu nei. Auðir seðlar voru 39 og ógildir 2. Kjör- Strætis- vagnafar- gjöld hækka um 15% VERÐLAGSNEFND hefur heim- ilað 15% fargjaldahækkun hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og Kópavogs. Samkvæmt frétt frá Strætis- vögnum Reykjavíkur kostar nú 70 krónur fyrir fullorðna með strætisvagni í stað 60 áður, barna- fargjöldin hækka úr 18 í 20 krónur. Farmiðum á 2000-þlísund króna spjöldum fækkar úr 44 í 38 og á 1000-króna spjöldum fækkar miðunum úr 19 í 17. Barnafarmið- unum á 500-króna spjaldinu fækkar úr 40 í 34. Farmiðaspjöld aldraðra og ör- yrkja með 38 miðum kosta nú 1000 krónur. í frétt SVR segir að meðaltals- hækkun fargjaldanna sé 14.7%. Landris með meiri hraða við Kröflu LANDRIS á Kröflusvæðinu er nú allbreytilegt. Slðastliðinn hálfan annan sólarhring hefur vestur- hluti svæðisins risið mun hraðar en áður og er ris þess á þessum tíma jafnt 8 sólarhringa risi það tfmabil á undan. Vita menn ógjörla hvað þessar breytingar geta haft í för með sér eða hvað þær boða. Skjálftavirkni var í fyrrinótt og gær allmiklu meiri en hún hafði verið. 1 fyrrinótt á tímabilinu frá klukkan 23 til 07 urðu 18 skjálftar eða jafnmargir og allan sólar- hringinn þar á undap. Annars sagði vaktmaður í skjálftavakt i gærkveldi að erfitt væri að fylgj- ast með skjálftunum vegna trufl- ana, sem kæmi fram á mælum vegna vonzkuveðurs. gögn höfðu þá ekki borizt að norð- an frá nokkrum stöðum eins og áður segir og voru þar 33 á kjör- skrá. Bankarnir hafa fyrir sitt Ieyti samþykkt gerðan kjarasamning, en meðal félaga I Sambandi ís- lenzkra bankamanna varð kjör- sókn í allsherjaratkvæðagreiðsl- unni um 90%. Samkvæmt upplýs- ingum Sólons Sigurðssonar, for- manns SIB, verður sú kauphækk- un, sem bankamenn fá á júlílaun að meðaltali um 18,2%, en einnig koma á launin áfangahækkanir, 4% miðað við 1. september og 4% miðað við 1. desember. Þá kemur að auki viðbót á launin um næstu mánaðamót, sem talið er að verði hartnær 10%. hafði Grundfirðingur SH sam- band víð Harald, og var báturinn þá staddur um 7 sjómílur NV af Öndverðarnesi og var á heimleið. Var þá allt í stakasta lagi um borð. Veður á þessum slóðum var þá frekar slæmt, stóð vindur af ANA, 7—8 ^vindstig, en að sögn manna ekki mjög þungt í sjó. Eft- ir veðurfréttir kl. 22.15 kallaði skipstjóri Grundfirðings á ný í Harald, en þá svaraði báturinn ekki, en þá áttu að vera 8—10 sjómilur á milli bátanna og Harald ur átti að vera í höfn upp úr kl. 23. Þegar háturinn kom ekki til hafnar á réttum tima, var farið að spyrjast fyrir um hann og haft samband við Slysavarnafélagið. Upp úr miðnætti var hafin leit og lagði þá fjöldi báta af stað til leitar frá höfnum á Snæfellsnesi og skip sem voru á nálægum slóð- um. A sama tima voru meðlimir björgunarsveita Slysavarnafélgs- ins kallaðir út til leitar og var Framhald á hls. 22. HARALDUR S.H. 123 — Mynd þessi at Haraldi var tekin skömmu eftir að bátnum var hleypt af stokkunum í Vestmannaeyjum. Bar báturinn þá einkennisstafina SF—70. Fyrir nokkrum árum kom upp eldur i Haraldi og var honum breytt nokkuð eftir það. Hrun á 8 metra kafla í Oddsskarðsgöngum HRUN hefur orðið I Oddsskarðs- göngum á 8 metra kafla í bás við útskot i göngunum Eskifjarðar- megin. Það magn, sem hrundi, mun vera á að gizka 10 til 14 smálestir. Ráðgert hafði verið að Mynd þessi var tekin við Oddsskarðsgöng f sumar. Vlgsluathöfn ganganna átti að fara fram hinn 25. nóvember næstkomandi, en nú verður sennilegast að fresta henni vegna hrunsins í göngunum. — Ljósm: Þórloifur. vígja göngin hinn 25. nóvember næstkomandi, en þetta hrun kann að tefja eitthvað fyrir áður en vígsluathöfn getur farið fram. Nauðsynlegt mun vera að steypa upp f það svæði, sem hrundi úr. Annars var mjög erfitt að ná simasambandi við Austfirði í gær og nánast útilokað í gærkveldi, eftir að símastöðvum var lokað. Var þetta vegna þess að Gagn- heiðarstöðin bilaði i gær og var svæðið þvi nær simasambands- laust, auk þess sem Austfirðingar sáu ekki sjónvarp í gærkveldi. Þó tókst Morgunblaðinu í gærkveldi að ná sambandi við Egil Jónasson umdæmisverkstjöra Vegagerðar- innar á Reyðarfirði og sagði hann að menn frá Vegagerðinni hefðu farið upp í Oddsskarðsgöng i gær, en þangað var þá þæfingsfærð, enda versta veður á Austfjörðum í gær og blindhríð. Menn voru við vinnu i göngun- Franihald á hls. 22. Vonzkuveður um norðanvert land — Færð víða að spillast MIKIÐ hvassviðri gekk yfir land- ið í fyrrinótt og f gær. Var síðdeg- is f gær enn mikið hvassviðri á fjöllum, á Vestfjörðum, Norður- landi og á Norðausturlandi. Víða fylgdi mikil snjókoma þessu hvassviðri. Samkvæmt upplýsingum Vega- Kom á lítilli seglskútu til Siglufjarðar frá Noregi „ÞAR sem enginn vissi hvernig er að sigla Iftilli seglskútu frá Evrópu til tslands á þessum árstíma, þá fannst mér sjálfsagt að reyna það, og það sem af er, hefur ferðin gengið vel,“ sagði V-Þjóðverjinn Axel Czuday frá Múnchen en hann kom siglandi á 9 metra seglskútu til Sigluf jarðar f fyrranótt eftir 8 daga siglingu frá Bodö f Noregi. Þrátt fyrir mjög slæmt veður síðustu daga siglingarinnar lét Czuday vel af ferðinni þegar Mbl. ræddi við hann. „Þetta er ein bezta ferð sem ég hef farið á skútu. Ég hafði allan tímann sterkan meðvind á eftir mér, þannig að ég bókstaf- lega sveif áfram. Eftir þá reynslu, seni ég hef öðlast af siglingunni til Islands, tel ég vel mögulegt að sigla litlum bátum á milli landanna á þess- um árstíma, hins vegar verður maður að fara varlega og fylgj- ast vel með öllu, t.d. kannaði ég áður en ég fór frá Bodö allar ísspár sem giitu fyrir svæðið millí Islands og Noregs. Að sigla svona skútu, er svipað öðr- um störfum, sem maður þarf að vinna, maður þarf að læra það eins og annað,“ sagði Czuday. Czuday sagði að óákveðið væri hve lengi hann yrði i Siglufirði, en hann væri ákveð- inn í að sigla þaðan til Þýzka- lands í vetur, enda byðu hans þar störf. Meðal annars væri hann að semja bók og fengist að auki við kvikmyndagerð. Áður en Czuday sigldi til Is- lands hafði hann farið á skút- unni sinni austur með norður- strönd Rússlands, ailt til Framhald af hls. 40 gerðar ríkisins var greiöfært í Borgarfjörð og Dali um Heydal. Á Svínadal og i Gilsfirði var færð hins vegar mjög að þyngjast. Hið sama var að segja um færð i Vest- ur-Barðastrandarsýslu, en þar voru þó vöruflutningabifreiðar að reyna að brjótast til Patreksfjarð- ar, en talið var óvist, hvort þær kæmust leiðar sinnar. Rafnseyr- arheiði, Breiðdalsheiði, Botns- heiði og Þorskafjarðarheiði voru allar ófærar í gær. Versta veður var á Holtavörðu- heiði í fyrrinótt og i gær og var ekki hægt að moka snjó af vegin- um þar. Skömmu fyrir hádegi var bílalest fylgt norður yfir heiðina, Framhald á bls. 22. Ekið á telpu í Njarðvíkum UMFERÐARSLYS varð á Reykja- nesbraut í Narðvíkum síðdegis i gær, er bifreið, sem var á leið suður, ók á 11 ára gamla telpu. Hlaut telpan slæmt fótbrot og fleiri skrámur og var flutt í Borg- arspítalann i Reykjavík. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar í Keflavík mun telpan ekki vera í lífshættu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.