Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 1
44 SIÐUR 244. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brunaverð- ir í verkfalli Paul Hartling hættir stjómmálaaf- skiptum og verður framkvæmda- stjóri flóttamannastofnunar SÞ Korchnoi sigurviss Belgrad. 14. nóvember. Reuler VIKTOR Korchnoi spádi því f dag að hann mundi sigra Boris Spassky í 20 skáka einvígi þeirra sem hefst í Belgrad á morgun. Spassky hefur þegar spáð því að einvígið verði hörkuátök. Einvlgið verður formlega sett á morgun, en fyrsta skákin verður tefld á miðvikudag. Tuttugu skákir verða tefldar og Korchnoi sagði á blaðamannafundi að ein- víginu lyki eftir 10 skákir því að þá yrði hann með tvo vinninga yfir. Korschnoi var með áverka á höfði og hendur hans voru í sára- umbúðum þar sem hann lenti i bílslysi í Sviss i sfðustu viku. Hann sagði að slysið mundi ekki há sér. Korchnoi sagði: „Ég tefli ekki við Spassky eins og mann eða skákmann. Hann erl minum aug- um þröskuldur i vegi fyrir einvigi við Karpov og ég tel það persónu- Framhald á bls. 31 14. nóvember —frá fréttaritara IVIbl. f Kaupmannahöfn, Gunnari Rytgaard. POUL Hartling, fyrrverandi for- sætisráðherra Danmerkur tekur að öllum líkindum við starfi framkvæmdastjóra Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna af Zadruddin Aga Khan prinsi, sem nýlega gaf til kynna að hann vildi draga sig i hlé. Að framboði Hartlings standa Norðurlöndin «11, og allar likur benda til að hann verði kjörinn til starfans. Poul Hartling hefur verið for- maður Vinstri-flokksins frá 1965. Hann tók fyrst sæti á danska Þjóðþinginu árið 1957 og hefur tvivegis gegnt ráðherraembætti. Þegar borgaraflokkarnir, Vinstri, Róttækir og íhaldsflokkurinn, mynduðu stjórn árið 1968 var Hartling skipaður utanríkisráð- herra. Sú ráðstöfun kom nokkuð á óvart á sínum tíma, en í ljós kom að hann gegndi þeirri stöðu með miklum myndugleika og hafði veruleg áhrif meðal annars í þá átt að hasla Dönum völl á alþjóða- vettvangi, ekki sizt með tilliti til stefnunnar gagnvart Þriðja heiminum svonefnda. Stjórn borgaraflokkanna fór frá árið 1971, en í desember 1973 myndaði Vinstri-flokkurinn einn stjórn, og varð Hartling þá for- sætisráðherra. Stjórn Hartlings var við völd i rúmlega eitt og hálft ár. í forsætisráðherratið sinni fór Hartling meðal annars til Kina, en það var um þær mundir sem þiðunnar í samskiptum Kínverja og vestrænna þjóða var farið að gæta fyrir alvöru. Þegar Hartling hefur verið i stjórnarandstöðu hefur hann margsinnis verið forseti Norður- landaráðs. Hann er guðfræðingur að mennt og prestvígður. Meðal annars var hann á timabili prest- ur við Díakónissu-húsið í Kaup- mannahöfn. Að því loknu var hann um átta ára skeið skólastjóri við kennaraskóla eða fram til ársins 1968 þegar hann varð utan- ríkisráðherra. Síðan hefur hann sinnt stjórnmálum einvörðungu. Enn er óráðið hver verða mun leiðtogi Vinstriflokksins, nú þegar Poul Hartling lætur af formennsku, en ýmislegt bendir til að fyrir valinu verði Henning Christophersen, formaður þing- flokksins. Staðan við Flótta- mannastofnun SÞ hefur aðeins staðið Hartling til boða síðan á föstudaginn var þannig að enn hefur ekki unnizt tími til þeirra breytinga sem kosning hans mun hafa í för með sér. Poul Hartling Hartling hefur sagt i sambandi við hinn nýja starfsvettvang sinn, að hann hafi ætið haft mikinn áhuga á utanríkismálum, ekki sízt þegar um þáð sé að ræða að hjálpa nauðstöddum, og af þeirri ástæðu að tiitölulega sjaldan bjóðist slikar stöður Norðurlanda- búum. Ræningja leitað í 4 löndum Vín, 14. nóvember. Reuter. LÖGREGLA í fjórum löndum leitaði I dag að ræningjum austurriska auðmannsins Walter Michael Palmers er þeir höfðu i haldi I fjóra daga en létu lausan gegn tveggja milljóna dollara Iausnar- gjaldi. Austurrísk yfirvöld fóru fram á aðstoð lögreglunnar i Sviss, Italíu og Vestur- Þýzkalandi þegar Palmers hafði verið látinn laus, Christi- an sonur hans greiddi leigubil- stjóra lausnargjaldið í mið- borg Vínar. Leigubílstjórinn beið fyrir Framhald á bls. 28. Brezkir hermenn athuga gamla brunabíla sem ganga undir nafninu „grænu gyðjurnar“ og verða notaðir í verkfaili brezkra brunavarða. Stjórn Carters reynir nýjar samningaleiðir London, 14. nóvemher AP Reuter BREZKIR slökkviliðsmenn lögðu niður vinnu í dag og hermenn og sjálfboðaliðar komu I þeirra stað. Þeir hafa litla æfingu I slökkvi- liðsstörfum og verkfallið á sér ekki hliðstæðu. Attatíu og fjögurra ára gömul kona varð fyrst fyrir barðinu á verkfallinu. Hún brenndist illa þegar neisti frá arni kveikti i stól sem hún sat i. Sonur hennar hringdi I lögregluna og eldurinn hafði verið slökktur þegar slökkviliðsmenn flughersins komu á vettvang. Tveir iandgönguliðar fengu reykeitrun þegar þeir ruddust inn í íbúð i Birmingham til að slökkva í dýnu sem hafði kviknað í. Alvarlegasta prófraun þeirra 11.000 hermanna sem hafa tekið við slökkviliðsstörfum var þó eld- Framhald á bls. 28. VVashinKton. 14. nóvember. AP. Reuter. STJÓRN Carters forseta hefur til athugunar nýjar leiðir sem Cyrus Vance utanrfkisráðherra getur farið til að fá Araba og Israels- menn að samningaborði. Ein leiðin er sú að utanríkisráð- herrar Isrels og Arabalandanna ræði við Vance í Evröpu f næsta mánuði. Hann hyggst sitja NATO- fund í Briissel og verið getur að hann fari til Budapest að skila kórónu heilags Stefáns. Hin leiðin er sú að senda Vance í þriðju ferðina til Miðaustur- landa f janúar, einkum ef Ifkur á Genfar-ráðstefnu fyrir jól dvína. Bandarískur embættismaður sagði í dag að margt væri komið undir því sem gerðist á fundi utanrfkisráðherra Arabalanda f Túnisborg en þar hefur enn ekki tekizt að brúa ágreining um til- högun samningaviðræðna við Israeismenn. Á fundinum var hins vegar ákveðið í dag að æðstu menn Arabalandanna héldu fund með sér um miðjan febrúar. Jafnframt var frá þvi skýrt i dag að Súdan og Libýa hefðu ákveðið að taka upp stjórnmálasamband. Þvi var slitið fyrir 16 mánuðum. í Tel Aviv hefur þíða sem hefur orðið vart i sambúð ísrealsmanna og Egypta vérið túlkuð þannig að hún sé skref í friðarátt jafnvel þótt Anwar Sadat forseti þekkist ekki boð um að koma í heimsókn. Lítil líkindi eru talin til þess að Sadat taki boðinu. Hins vegar er sagt að oft geti smáskref sem þessi valdið ger- breytingum á pólitisku andrúms- lofti. isrealsstjórn hefur hins veg- ar tekið dræmt i tillögu Sadats um að arabiskur prófessor sem m starfar i Bandaríkjunum verði fulltrúi Palestinumanna i fyrir huguðum Genfarviðræðúm. Járnbrautar- lestir rákust á Bremen. 14. nóvember. AP. TV’ÆR járnbrautarlestir rák- ust á í Bremen f dag og 20 til 30 slösuðust. Sumir þeirra sem slösuðust lokuðust inni i brakinu og miklar björgunaraðgerðir voru hafnar. Annar fellibylur stefnir í átt til Sudur- Indlands IVIatlras, 14. nóvember Reuter FELLIBYLUR æddi f kvöld með 140 km hraða á klukkustund í átt að strönd Suður-Indlands i kjöl- far annars sem hefur orðið að minnsta kosti 350 manns að bana. Veðurfræðingar í Madras segja að seinni felli- bylurinn muni ganga yfir strönd fylkisins Tamil Nadu innan tveggja sólarhringa og að hann stefni á það svæði sem varð harðast úti af völdum fyrri fellibylsins. Flestir hafa farizt i héraðinu Madurai í miðhluta fylkisins. Þar sópuðu háar flóðbylgjur tugi manna með sér og sum líkin fundust í trjám þegar flóðin sjötnuðu. Um 50 manns munu hafa beðið bana í héraðinu Thanjavur, aðalhrisgrjónaræktarsvæði Tamil Nadu, um 240 km suður af Madras. Enn er sima- sambandslaust við þau svæði sem hafa orðið harðast úti og samgöngur við þau eru ekki komnar i' eðlilegt horf. Forsætisráðherra Tamil Nadu, M.G. Ramachand- ran, flaug yfir flóðasvæðin f þyrlu og sagði aó tjónið næmi milljónum dollara. Hann hefur sett á fót hjálparsjóð og beðið stjórnina í Nýju Delhi um aðstoð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.