Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977
37
fclk í
fréttum
+ Lisa Presley döttir rokkkóngs-
ins ætlar að nota eitthvað af hin-
um mörgu milljónum sem hún
erfði eftir föður sinn til að afla
sér góðrar menntunar. Lisa sem
er 10 ára ætlar I einkaskóla I
Englandi.
+ Sagt er að Debby, dóttir söngv-
arans Pat Boone ætli þrátt fyrir
öflug mótmæli föður sfns að
syngja ein í framtfðinni. Hún seg-
ist heldur vilja það en syngja með
fjölskyldunni. Fyrsta plata henn-
ar „You Light Up My Life“ er ein
af mest seldu plötum f USA I dag.
+ Fótboltahetjan Pele sem nú er
kominn á eftirlaun ætlar nú að
gerast söngvari. Pele syngur
sjálfur og spilar undir lagið „Min
verden er en bold“ í kvikmynd-
inni um hið ævintýralega Iff
hans.
+ Það skorti ekki áhorfendur aó þessari hnefaleika-
keppni sem fór fram á götu í New York nýlega.
Kengúran sem heitir „Mathilda“ átti fullt i fangi
með að verjast þar sem hún stóð á afturfótunum með
stuðning af rófunni. Andstæðingur hennar var leik-
arinn Elliott Gould. Þetta var æfing fyrir atriði í
nýrri kvikmynd en þar leikur Elliott Gould íþrótta-
fréttaritara en Mathilda er hnefaleikakengúra.
+ Það er snarræði sjúkrabfl-
stjóra að þakka að danska
stúlkan Christina sem er hálfs
annars árs hefur enn alla sfna
tfu fingur. Christina litla varð á
milli stafs og hurðar á heimili
sfnu. Móðir hennar hringdi
strax á sjúkrabfl og á leiðinni
út í bflinn þurfti bflstjórinn að
laga bindið um höndina á
henni. Hann tók þá eftir því að
einn fingurinn vantaði. Hann
hljóp strax inn I fbúðina og
fann þar fingurinn. „Ég gerði
mér Ijóst að hver mfnúta var
dýrmæt og keyrði eins hratt og
ég mögulega gat, en fingurinn
geymdi ég i munninum til að
hann kólnaði ekki,“ segir
Jörgen Spuur Hansen. bflstjóri
hjá slökkviliðinu á Friðriks-
bergi. A slysavarðstofunni var
fingurinn saumaður á
Christinu og allt bendir til að
hann grói við og hún geti notað
hann eins og hina fingurna.
Jörgen Spuur Hansen hafði
heyrt um svipuð tílfelli sem
höfðu heppnast vel og það varð
til þess að hann brást svo skyn-
samlega við.
+ Peter Falk sem þekktari er
undir nafninu Colombo er hér að
leika í nýrri kvikmynd. Hann leik-
ur þarna leynilögreglumann en
myndin heitir „The Cheap
Detective. í myndinni þykir hann
minna heilmikið á hinn látna leik-
ara Humphrey Bogart. Það er leik-
konan Marsha Mason sem hann
hér sendir heldur einkennilegt
augnatillit.
Morgunblaðið óskar
ftir blaðburðarfólki
VESTURBÆR:
Lambastaðahverfi
AUSTURBÆR:
Skúlagata
ÚTHVERFI
Básendi
Uppiýsingar í síma 35408
,
INNANHÚSSFRÁGANGUR
Tilboð óskast í frágang innanhúss á 9. hæð
Hátúns 1 OB fyrir Ríkisspítalana. Um er að ræða
smíði og uppsetningu timburveggja með hurð-
um og innréttinga.
Verkinu skal að fullu lokið 15. mars 1978
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
gegn 5000 — kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
29. nóv. 1977 kl. 1 1.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Teak útihurðir
Hinar stórglæsilegu og vönduðu
sænsku útihurðir frá Bor eru komnar
aftur. Margar gerðirliggjandi.
Mjög hagstætt verð.
VALD.POULSEN1
Suðurlandsbraut 10, símar 38520—31142.