Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 7 „Lýðdekur” Bryndís Schram skrifar nýlega grein f dagblaðið Vfsi. Þar fjallar hún m.a. um orð- ræður þingmanna þá er stjórnarfrumvarp um Sinfónfuhljómsveit ts- lands kom til fyrstu um- ræðu á Alþingi. Hún segir orðrétt um það efni: „Margt af þvf, sem sagt var f þessum um- ræðum á alþingi var ákaflega broslegt, jafn- vel grátbroslegt. Einn þingmanna hélt þvf fram að spara mætti fjölda hljómsveitar- manna með þvf að láta sama manninn spila á mörg hljóðfæri. Um- sögn sem þessi er ekki annað en grófasta móðgun við listamenn og sízt af öllu til þess fallin að auka veg þing- manna meðal almenn- ings. Jónas Árnason, pópu- listinn, hélt fram þeirri fáránlegu fullyrðingu, að sinfónfutónleika sækti aðeins fámenn klfka eða intelligentsia á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna ættu þeir sfður rétt á sér. Og svo gerði hann sér mat úr þvf að bera saman sin- fónfuna og áhuga- mannaleikfélög úti á landi. Hann talaði um menningarlega stéttar- skiptingu. Er Jónas Árnason að draga fólk í dilka? Og hvar æt|ar hann þá að setja mörk- in? Hann er f Alþýðu- bandalaginu, flokki að- þýðunnar. Samt sé ég ekki betur en öll in- telligentsían sér þar inni á gafli. Hefur Jónas Árnason farið á tónleika sinfónfunnar nýlega? Ég leyfi mér að fullyrða, að meirihluti þess fólks, sem sækir tónleika, er ungt fólk, skólafólk, og ég get ekki séð, að sá hópur sé bundinn við einhverja ákveðna stétt eða stöðu. Synfónfuhljómsveitin átti erfitt uppdráttar fyrstu árin, en vinsæld- ir hennar hafa farið sí- vaxandi. Má kannski þakka það aukinni fræðslu f barna- og unglingaskólunum, þannig að tónlistar- menntun er ekki sér- eign efnafólksins leng- ur“. Skömmtunar- stjórar ríkisins og menningin Enn segir Bryndfs Schram: „Mér finnst Jónas Árnason ekki hafa leyfi til að tala á þennan hátt, alla sfzt, ef hann telur sig sósfalista. Eða kannski gerir hann það ekki lengur? Pópúlismi (lýðdekur) á alla vega ekkert skylt við Marx gamla. Það lesa fáir Ijóð. Eig- um við að hætta að leggja rækt við 1 jóðlist í skólum af því að hópur Ijóðaunnenda er fá- mennur og fer kannski fækkandi? Fáir eru handgengir heimspekinni. Eigum við að leggja niður kennarastól í heim- speki við Háskóla ts- lands af þeim sökum? Kannski alþingismenn hafi ekkert að gera með gagnrýna hugsun. ts- lenzk menning fær hins vegar ekki þrifizt án hennar. Heimur stærðfræð- innar stendur ekki öll- um opin. Kannski al- þingismenn og við hin komumst af með prósentureikning. En vísindalegar ranhsókn- ir á tslandi megna það ekki. Samkvæmt sósfalrea- lisma Jónasar Arnason- ar, Karvels Pálmasonar og efllaust fleiri al- þingismanna ætti fjár- veitinganefnd að standa fyrir popptónleikum, stórbingóum og tengda- mömmuförsum. Sjálf- sagt ætti það vel við nefndarmenn. Ég óttast hins vegar, að ef þessir skömmtunarstjórar rfkisins fengju alls- herjarvald yfir menn- ingunni yrði engin menning framar til á ts- landi.“ Fréttir ríkisútvarps- athugasemd Hér í stökum steinum var nýlega fjallað um tiltekna skilgreiningu á fréttamati, sem höfð var eftir fréttastjóra hljóðvarps f Þjóðviljan- um. Rétt þykir þvf að birta meðfylgjandi athugasemd frétta- stjóra hljóðvarps úr sama blaði. „Hr. ristjóri Á miðvikudag hringdi til mín blaða- maður Þjóðviljans óg spurði hvort ég hefði eitthvað að segja vegna þeirra ummæla fjár- málaráðherra að sátta- tillaga í kjaradeilu opinberra starfsmánna hefði verið felld vegna þess að hún hefði ekki verið kynnt nægilega vel á hlutlægan hátt, þar hefðu fjölmiðlar brugðist, einkum rfkis- fjölmiðlar. Ég svaraði blaðamanninum þvf til að ég hefði ekkert um þetta að segja, — og málið þar með útrætt af minni hálfu. t dag (föstudag) er mér sfðan bent á „við- tal“ við mig í fimmtu- dagsblaði Þjóðviljans sem þvf miður hafði farið framhjá mér. Þar er ég látin segja: „Hún sagði að féttastjórar út- varps og sjónvarps hefðu það fyrir reglu að elta ekki ólar við slfkar fullyrðingar". Þetta hef ég einfaldlega aldrei sagt og þessi setning er algjörlega út f bláinn. Margrét Indriðadóttir fréttastjóri Reisugilli! Áfangi sem allir húsbyggjendur fagna. Einkum þó ef allt gengur samkvæmt áætlun. Am.k. leggjum viö mikiö upp úr því. Bjóöum hús- byggjendum hagkvæmar rafteikningar þegar viö önnumst raflagnir. Eins og allir sem skipta viö Rafafl njóta þeir einnig 10% afsláttar af öllu því raflagnaefni sem unniö er úr. Gerum sérstök föst tilboö ef óskaö er. RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaöarmanna Barmahlíö 4 Reykjavík Símar 21700 2 8022 Leggjum nýtt - lögum gamalt —V 0STRATFORD E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. - : -_j\ E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfísgötu 18 • Gegni Þjóðleikhúsinu Aðalfundur Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna heldur aðalfund, miðvikudaginn 16. nóv. kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. mmmm grafíska sveinafélagið p" heldur framhaldsaðalfund föstudaginn 18. nóv. kl. 20.00 að Bjargi, Óðinsgötu 7. Fundarefni: 1. Reikningar félagsins. 2. Fagréttindamál. 3. Önnurmál. Stiórnin. Vorum að fá nýja gerð af loftlistum í mörgum breiddum. Auðveldir í uppsetningu og verð frá kr. 145. — pr. metra. MÁLARABÚÐIN Vesturgötu 21. s 21600 v _____________________________>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.