Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1®T7 19 r~.------------—---------------\ Qvenjuleg úrsiit í körfuknattleik KR sigraði Mími^ 116|18 Á sunnudagskvöldið fór fram fyrsti leikurinn í mfl. kvenna í íslandsmótinu í körfuknattleik. Áttust þar við tslandsmeistarar KR og Mímir frá Laugar- vatni, sem nú tekur þátt i íslandsmótinu í fyrsta skipti. Urðu úrslitin þau að lið KR sigraði 116:18 og er þetta í fyrsta sinn, sem kvennalið skorar yfir 100 stig. Strax á fyrstu mlnútum leiks- ins var Ijóst ad hverju stefndi og höfðu KR-stúlkurnar skorað 20 stig áður en Mimir komst á blað. ! stuttu máli sagt var um algera einstefnu að ræða og var eins og aðeins eitt lið væri á vellinum og I hálfleik var stað- an orðin 53:9 KR I vil. t siðari hálfleik var sama upp á teningnum og KR-ingar juku forskot sítt jafnt og þétt og Mímis-stúlkunum gekk ákaf- lega illa að finna Ieiðina í körf- una, enda lékij KR-ingar maður á mann pressu allan völlinn og fór meiri hluti ieiksins aðeins fram á öðrum vallarhelmingn- um. Greinilegt var, áð KR-ingar stefndu að þvi að komast f 100 stigin og tókst það léttilega, og lauk Ieiknum með sigri þeirra 116 stigum gegn 18, og er þetta f fyrsta skipti, sem kvennalið skorar yfir 100 stig f leik. KR-Iiðið lék þennan leík V_____________—________________ mjög vel og er erfitt að gera upp á milli einstakra leik- manna. Þó vakti athyglí nýliði í liði KR, Kristjana Hrafnkeis- dóttir, og er þar mikið efni á ferðinni. Mimis-liðið á greinilega mik- ið ólært f körfuknattleik og á langt f land til þess að geta veitt öðrum liðum keppni. Stigin fyrir KR: Linda Jóns- dóttir 27, Erna Jónsdóttir 18, Emeifa Sigurðardóttir og Sal- fna Helgadóttir 16 hvor, Kristj- ana Hrafnkelsdóttir 14, Sólveig Þórhallsdóttir 13. Björg Krist jánsdóttir 8, Bryndfs Guðmundsdóttir og Margrét Halldórsdóttir 2 hvor. Stigin fyrir Mfmi: Sofffa Gestsdóttir 7, Hafrún Finn- bogadóttir 6, Kristjana Gunnarsdóttir 4 og Harpa Hafsteinsdóttir 1. Góðir dómarar leiksins voru Erlendur Eysteinsson og Kristján Sigurðsson. f------------------------------V Leikur Elmar meö KA næsta sumar? MIKLAR líkur eru á því að knatt- spyrnumaðurinn Elmar Geirsson leiki með KA í 1. deild næsta sumar. Elmar var á Akureyri um helgina og ræddi þá við forráðamenn KA um möguleikana á því að hann flyttist til Akureyrar og setti þar upp tannlækna- stofu og léki jafnframt knattspyrnu með KA. Húsnæði er fyrir hendi fyrir tannlæknastofu og næg verkefni og er fastlega reiknað með því að Elmar slái til og flytjist norður. Elmar Geirsson hefur ekki leikið hér á landi um nokkurra ára skeið. Hann hefur undanfarin ár dvalist í Þýzka- landi við nám í tannlækningum og jafn- framt lék hann sem atvinnuknatt- spyrnumaður hjá liðinu Eintracht Trier. Elmar er margfaldur landsliðs- maður og er enginn vafi á því að hann mun styrkja lið KA geysilega ef úr verður að hann flytjist norður. Þá er ljóst að annar knattspyrnumað- ur úr Fram mun leika með KA næsta ár, Árni Stefánsson markvörður. Þriðji Framarinn er þjálfari KA, Jóhannes Atlason. k___________________________________ SVÍINN SIGRAÐI ALLA MEÐ NÚLLI SÆNSKI heimsmeistarinn í borðtennis Kjell H. Johansson hafði algera yfirburði á borðtennismóti í Laugardalshöll á laugaröaginn, sem haldið var í tilefni fimm ára afmælis Borðtennissambands tslands. Kjell, sem er á myndinni til vinstri, kom beint úr flugvélinni til mótsins en það virtist engin áhrif hafa á kappann, hann vann alla andstæðinga sína með yfirburðum. AUir leikirnir enduðu 3:0 honum í vil og sá sem fékk flesta punkta á móti Kjell var Gunnar Finnbjörnsson, sem náði 16 punktum í einum ieiknum. Voru áhorfendur sammála um að Svíinn væri alger galdramaður í sinni íþróttagrein. Hér fara á eftir úrslit mótsins: 1. UMFERÐ Kjell Johansson SV — Ólafur H. Olafsson ö 21:7.21:8.21:6 Gylfl Pálss. LMFK — Kristján Magnúss. KR 21:11. 21:12. 21:15 . Hjálmtýr HafsL KR — Björgvin Jóhanness. (i 21:4. 21:14.21:12 Gunnar Finnbjömss. Ö — Tómas (iuðjónss K R 21:12.21:14,9:21. 19:21,21:15 Stefán Konráðss. (i — Bjami Kristjánss. LMFK 21:8.21:8.21:1:1 Hjálmar AóaLsteinss. KR—Brvnjólfur Þóriss (i 16:21. 11:21. 21:12. 21:13. 21:14 Sighvatur Karlss. G — Hilmar Konráðss. Vík. 21:19, 23:21. 17:21, 13:21,21:19 Michael Griinstein FI — Ragnar Ragnarss. Ö 21:15.21:8.21:13 2. LMFERÐ Kjell J. —G.vlfi Gunnar — H jálmtýr Stefán — Hjálmar Michael G. —Sighvatur 21:4.21:3.21:2 21:15.21:18.21:16 21:16. 21:10. 21:17 21:5,21:12.21:12 Hjálmar —Gylfi 19:21. 21:14. 13:21, 21:15, 21:15. 6. LMFERÐ Kjell —Gunnar 21:16.21:9,21:8. Michael — Stefán 21:11. 23:21. 21:17. 3. LMFERÐ Ólafur — Kristján 21:12. 21:19, 21:19 Tómas — Björgvin 21:19. 21:13, 21:17 Bjami — Brvnjólfur 24:22. 19:21. 21:10, 16:21 21:19 Ragnar — Hiimar 23:21.21:13,21:15 4. LMFERÐ Ólafur — Sighvatur 23:21. 21:18. 17:21, 21:15. Tómas — Hjálmtýr 21:12. 21:15. 21:16. Hjálmar — Bjarni 21:17.21:19. 10:21.21:17. Gvlfi — Ragnar 21:19.21:19, 10:21, 11:21,21:17. 5. LMFERÐ Tómas — Ölafur 20:22, 21:15.21:15,21:11. 7. LMFERÐ Tómas — Gunnar 21:17,21:18. 17:21.21:18. Stefán — Hjálmar 21:7.21:14. 21:14. 8. LMFERÐ Stefán — Tómas 21:12,21:9. 19:21. 21:19. 9. LMFERÐ Kjell — M ichael 21:6. 21:9. 21:11. 10. LMFERÐ Lndanúrslit Stefán nr3 Michael — Stefán 21:16, 21:8, 21:10. 11. LMFERÐ úrslit Kjell Johansson — Michaie (irúnstein 21:12.21:13.21:9. VALUR OG FH ÚR LEIK EFTIR STÓR TÖP GEGN HONVED OG VORWARTS BÆÐI Valur og FH töpuðu með miklum mun fyrri leikjum sínum í 2. umferð Evrópumótanna í hand- knattleik. Valur lék f meistarakeppninni á móti ung- verska liðinu Honved í Búdapest og tapaði 35:23. FH lék hins vegar gegn a-þýzku bikarmeisturunum Vor- wárts í Frankfurt og tapaði 30:14. Báðir fóru leikirnir fram á laugardaginn, en heimaleikir Vals og FH verða í lok mánaðarins. Má heita útséð með að fslenzku liðin verða úr leik í Evrópumótunum að lokinni annarri umferðinni. Munurinn í útileikjunum er einfaldlega of stór til að hægt verði að vinna hann upp hér heima, þó svo að landinn gæti sigrað f þeim leikjum. Valsmenn fengu 15 mörk á sig úr hraðaupphlaupum Strax í upphafi leik Vals gegn Honved náði ungverska liðið öruggri forystu og munaði níu mörkum á liðunum í leik- hléi. Staðan 17:8. í seinni hálf- leiknum jókst munurinn enn og þegar upp var staðið hafði Hon- ved gert 35 mörk, en Valur 23. Helzta vopn Honved i leikn- um voru vel útfærð hraðaupp- hlaup og sagði Jón Karlsson, fyrirliði Vals, að Ungverjarnir hefðu skorað ein 15 mörk úr hraðaupphlaupum. Þá hefðu þeir haft mjög skemmtilega hornamenn og stórskyttan Kovacs hefði gert Vslsmönnum lífið leitt í leiknum. Markvarzla og varnarleikur Valsmanna var mjög slakur i leiknum, eins og tölurnar segja bezt. Mörk Vals gerðu Jón Pétur Jónsson (6), Jón Karlsson (5), Þorbjörn Guðmundsson (4), Gisli Blöndal (2), Þorbjörn Jensson (2), Björn Björnsson (2), Steindór Gunnarsson (1). Með sex a-þýzka landsliðsmenn FH-INGAK áttu aldrei mögu- leika á að hanga í andstæðing- um sínum i leiknum á laugar- daginn. Að vísu skoraði Geir Hallsteinsson fyrsta mark leiks- ins á snilldarlegan hátt, en sið- an ekki söguna meir. Geir var tekinn úr umferð það sem eftir var leiksins og Þjóðverjarnir sigu hægt og rólega fram úr. I leikhléi var munurinn átta mörk, 14:6. Seinni hálfleikurinn var síð- an enn meiri martröð fyrir FH- inga, þeir réðu ekkert við leik- menn Vorwárts, sem sex eru í a-þýzka landsliðinu og lokatöl- urnar urðu 30:14. Sérstaklega var markvörður þýzka liðsins erfiður og lokaði hann hrein- lega markinu langtímum sam- an. Smuch, Gruner og Piedzch skoruðu flest mörk Vorwárts Fyrir FH skoruðu þeir Geir Hallsteinsson og Janus Guð- laugsson mest, eða 5 mörk hvor, 2 viti. Guðmundur Arni Stefánsson gerði 3 mörk, Val- garður Valgarðsson 1 mark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.