Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 28 Matthías Bjarnason er nýkominn heim úr fyrstu opinberu heimsókn fslenzks ráðherra í Færeyjum. Þessi mynd er tekin f Þórshöfn á Þinganesi, þar sem landsstjórnin hefur aðsetur sitt. Á myndinni með Matthíasi eru Danjal Pauli Dnaielsen, menntamálaráðherra og Pétur Reinert, sjávarútvegsráðherra, sem var gestgjafi Matthfsar á meðan á Færeyjadvöl hans stóð. — Framtíðin fái 2ja millj. kr. viðbótar- fjárveitingu BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hef- ur samþykkt að leggja til við bæj- arstjórn að verkakvennafélagið Framtlðin fái tveggja milljón króna viðbótarf járveitingu til reksturs dagheimilisins að Hörðuvöllum. Framtíðin skrifaði bæjarráðinu bréf 20. október sl. þar sem farið var fram á viðbótarfjárveitingu til dagheimilisins á þessu ári. Leiðrétting í GREIN Brian Eads um Kambó- díu í sunnudagsblaðinu stóð að rauðu Khmerarnir bæru „ábyrgð á dauða hundruð milljóna Kambó- díumanna". Þar átti auðvitað að standa „hundruð þúsunda", og þykir víst flestum nóg um. Patreksfjörður: Leikfélag- ið tíu ára Patreksfirði, 13. nóvember LEIKFÉLAG Patreksfjarðar er tíu ára á þessu ári. Það hefur starfað mikið undanfarin ár og leikið eitt til tvö leikrit á ári. Fyrir tveimur árum byrjaði það með skáldakynningu og kynnti þá Davíð Stefánsson við mjög góðar undirtektir hér og nú er leikfélag- ið að kynna verk Halldórs Laxenss, bæði leikrit hans og sögur. Þetta er gert undir stjórn Jónasar Þórs, en núverandi for- maður leikfélagsins er Gunnar Pétursson. — Fréttaritari. Nýr umdæmis- stjóri söluskrif- stofu SAS PAUL Heiberg Christensen umdæmisstjóri hefur tekið við stjórn söluskrifstofu S.A.S. á Islandi, en skrifstofan hér til- heyrir Norðursvæði innan Dan- merkurdeildar S.A.S., en auk íslands tilheyra því einnig Græn- land og Færeyjar. Paul hefur aðsetur i Kaupmannahöfn. Paul Heiberg er 59 ára að aldri og hefur starfað hjá S.A.S. i 31. ár. Hann var umdæmisstjóri S.A.S. í Frankfurt og Múnchen á ár^unum 1946—1975. - BSRB samning- ar um 10% hærri Framhald af bls. 44. uppsögn kaupgjaldsákvæóa samn- ingsins. Morgunblaðið spurði Pétur, hvað mismunurinn milli Vest- fjarðasamninganna og BSRB- samninganna væri mikill að dómi ASV. Pétur kvað það vera um það bil um 10%, sem BSRB hefði fengið umfram ASV. Hins vegar væri minni mismunur milli samn- inga ASV og ASl frá því í sumar og sagði hann að hann væri talinn um 2% út samningstimabilið. 1 þessu sagði Pétur að tekið hafi verið mið af hlutfallshækkunum en ekki hækkunum i krónutölu. Hann kvað mismuninn í krónu- tölu vera miklu meira afgerandi en hlutfallareikningurinn. Hins vegar sagði hann að ef menn tækju mið af hæstu töxtum BSRB yrði mismunur kjarabótanna allt að 30%, sem BSRB hefði umfram ASV. „Hér er aðeins spurning um, hvernig við eigum að meta þetta, því að auðvitað er það krónutalan í buddunni, sem ræð- ur, hvernig við komumst af en ekki hvað menn fá hagstæðar prósentutölu út úr einhverjum reikningum." Pétur sagði að sér fyndist al- rangt að verðlagsbætur skyldu vera i prósentu en ekki fastri krónutölu. „Það er alrangt að nota þar hlutfallstölur, en ekki ákveðna krónutölu, þar sem mag- inn hlýtur að vera jafnstór hjá þeim sem eru í lægstu þrepunum og þeim sem eru i þeim efstu." Pétur kvað launauppbyggingu þjóðfélagsins kolvitlaUst upp byggða og af algjörri tilviljun. Þar kvað hann ráða, hve áhrifa- rikt verkfallsvopn hinna einstöku fámennu hópa gætu orðið og einn- ig að sumir gætu skammtað sér laun, en hinir ættu undir högg að sækja við mismunandi aðstæður. Þvi kæmi það ávallt þannig út að þeir sem semdu fyrir fjölmenn- ustu hópana ættu alltaf á bratt- ann að sækja en hinir, sem væru með fámennari hópa, næðu alltaf lengst. Pétur Sigurðsson kvað þetta í raun miklu meira vandamál, þar sem menn sættu sig aldrei við neina breytingu á launauppbygg- ingu þjóðfélagsins. Menn drægju kannski upp 10 ára gamla samn- inga og bæru saman stöðu sína og sjá þá einhverja breytingu á stöðu sinni hlutfallslega. Þá kemur þessi bölvun fram, sem hlutfalls- samanburður gerir. I samningurn á að semja um kaupmismun, en visitölubætur eru siðan aðeins til þess að bæta mönnum upp ákveðnar vörur og þar hljóta allir að þurfa það sama. Þessar kenn- ingar eiga þó ekki allt of mikinn skilning í röðum launamanna, þvi miður. Pétur kvað erfiðlega ganga að breyta hugsunarhættinum og kvað Pétur þennan fráleita skiln- ing ná niður í almenn verkalýðs- félög, þar sem menn kvörtuðu um röskun mismunandi taxta, þótt mismunurinn væri hverfandi. Það væri i raun sjaldnast nema nafnið, hvort einn ynni á 3. taxta og annar á 6. taxta. Því sagði formaður ASV að nauðsynlegt væri að auka áróður fyrir því að svona þyrfti að málum að standa. Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands tslands, sagði um ákvörðun ASV að segja upp samningum: „Það eru ellefu félög á Vestfjörðum, sem hafa uppsagnarákvæði í samningi sínum, þ.e.a.s. að þau geta sagt upp, ef fjölmennir hópar hafa samið hærra en þeirra samningar hljóðuðu upp á. Þar er strax til að taka að okkar samningar hjá félögunum i ASI voru milli 2 og 3% hærri að mati sérfræðinga og hefðu þvi Vestfirðingar strax getað sagt upp, er við höfðum undirritað samninga. Siðan koma BSRB-mennirnir með sinn samning, sem einnig er tvimæla- laust hærri. Þvi tel ég þessa uppsögn fullkomlega eðlilega og í raun og veru sjálfsagða til þess að rétta þeirra hlut.“ Þá spurði Morgunblaðið Jón Pál Halldórsson, formann Vinnu- veitendafélags Vestfjarða, um þessa ákvörðun ASV í gærkveldi. Jón Páll sagði að vinnuveitendur á Vestfjörðum hefðu enn enga aðstöðu haft til þess að bera saman Vestfjarðasamningana og hinn nýja kjarasamning BSRB og sagðist hann því ekki geta lagt á það mat að sinni. Hins vegar kvað hann rétt verkalýðshreyfingar- innar tvimælalausan. ASV hefði lagt höfuðáherzlu á það i samningagerð sinni að ef BSRB semdi um meira hefðu þeir uppsagnarrétt. Því kvað Jón Páll ekkert um annað að gera en setjast niður á ný og gera tilraun til þess að ná samkomulagi. — Varðskipið sigldi rétt hjá Framhald af bls. 44. sem farið var að svipast um eftir’ þeim félögum, sem farið höfðu frá Æðey rétt fyrir kl. 23 í fyrrakvöld og ætluðu þá til Bolungarvíkur. Um það bil 15 bátar og togarar sem þá lágu i vari undir Grænuhlíð tóku þátt í leitinni, en henni var stjórnað frá varðskipi, auk þess fjöldi manna úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins frá Bolungarvik, Hnifsdal, Isafirði og Súðavík og flokkur bænda við Djúp auk nemenda frá héraðsskólanum Reykjanesi. Það var svo kl. 7.30 að mönnunum var bjargað um borð i Hugrúnu IS 7 frá Bolungarvík. „I upphafi vorum við tveir í ferðinni," segir Sigurður, sem er 28 ára. „Ég og Guðjón Kr. Harðarson, sem er 23 ára. Við héldum af stað frá Hafnardal i Nauteyrarhreppi um kl. 16 i gær og þá af stað til Bolungar- víkur. Stuttu eftir að við lögðum af stað fór að ganga á með éljum og síðan gerir svartabyl, þannig að við sáum hvergi til lands. Ákváðum við þá fljótlega að reyna að ná landi í Súðavík. Við villtumst hins vegar og náðum landi i Æðey kl. 20 um kvöldið. Þegar við sáum vitann þar, héldum við okkur vera á allt öðrum stað, og vitann vera á Arnar- nesi.“ I framhaldi af þessu sagði Sigurður, að þeir hefðu farið i land og fengið mjög góða aðhlynningu og í fyrstu orðið að ráði að þeir dveldu þar um nóttina en þegar líða hefði tekið á kvöldið hefði gert ágætisveður og þar sem spáin hefði verið mjög slæm, hefðu þeir ákveðið að drifa sig yfir til Bolungarvíkur. „Við fengum til liðs við okkur Jónas Helgason bónda íÆðey, en hann er þritugur að aldri og kunnur á þessum slóðum. Lögðum við svo af stað frá Æðey rétt um kl. 23 og ætl- uðum að vera um 1 klst. til Bolungarvíkur. Eftir um það bil 15—20 min. siglingu og allt hafói gengið eins og frekast varð á kosið, stöðvaðist mótorinn skyndilega, og fórum við strax að huga að viðgerð. Næstu tveir tímar fóru I að eiga við mótorinn og á meðan herti veðrið og þegar við gáfumst upp við viðgerð var kominn haugasjór og ein 7—8 vindstig. Við vorum þess fullvissir að fljótt yrði farið að svipast um eftir okkur, þvi Jónas hafði lagt svo fyrir áður en við fórum frá Æðey, að yrðum við ekki komnir til Bolungarvíkur eftir tvær klst. yrði farið að svipast um eftir okkur,“ sagði Sigurður ennfremur. Þá sagði hann, að þeir hefðu setzt niður í bátnum og reynt að láta fara vel um sig, „en stuttu siðar eða rétt um kl. 3 að mig minnir reið allt í einu brot undir aðra hlið bátsins og skipti þá engum togum að honum hvolfdi. Sjálfur náði ég að grípa í liflínuna, sem hangir utan á honum, en þeir Guðjón og Jónas höfnuðu íl sjónum, skammt frá bátnum. Þeim gekk þó vel að komast á kjöl, þar sem við lögðumst niður og héldum okkur sem fastast. Vist var veran á bátnum köld, en það var ekkert annað að gera en bíða. Við sáum síðan fyrst til leitarmanna í landi við Kambsnes í Seyðisfirði og kölluðum þá eins og við mögu- lega gátum. Við heyrðum að þeir kölluðu til baka og stuttu siðar kom Hugrún að okkur. Það var maður frammi : hval- bak sem fyrst heyrði i okkur, og stuttu síðar sáu skipverjar á Hugrúnu hvar við lágum á bátnum. Það má nærri geta hvort við vorum ekki fegnir þegar við komum um borð,“ sagði Sigurður að lokum. Guðjón Kristjánsson, skip- stjóri á Hugrúnu, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að þeir hefðu lagt af stað til leitar um kl. 2 i fyrrinótt. Fyrst hefðu þeir leitað inn með Ós- hliðinni og síðan farið yfir i Álftafjörð og þar upp að bryggju, tekið þar mann um borð, sem var kunnugur slglingum í Inn-Djúpinu og nokkra menn úr björgunársveit SVFl á staðnum. Síðan hefðu þeir haldið af stað út, og þá fengið skilaboð um að heyrzt hefði til hrakningsmanna á gúmmíbátnum og þeir hefðu síðan haldið á staðinn sam- kvæmt ábendingum leitar- manna í landi. — Ræningja leitað Framhald af bls. 1 utan verzlun sem ræningjar Palmers höfðu skipað syni hans að koma til. Leigubíl- stjórinn er grunaður um að vera viðriðinn málið og kona var í hópi mannræningjanna sem voru þrír talsins. Palmers var þreytulegur þegar hann slapp úr prísund- inni en læknar hans segja hann við góða heilsu þótt hann sé hjartveikur. Hann var hafð- ur i haldi í lítilli geymslu og mannræningjarnir höfðu stöð- ugt eftirlit með honum. Þeir fóru að lokum með hann til útborgarinnar 'Hietzing og sögðu honum að hringja i son sinn. Bruno Kreisky kanzlari hef- ur gagnrýnt fjölskylduna fyrir að halda lögreglunni fyrir utan samningaviðræðurnar við mannræningjann og mótmælt tilraunum hennar til að villa um fyrir lögreglunni. Palmers segir mannræningj- ana hafa talað þýzkt mennta- mannamál. En starfsmenn inn- anríkisráðuneytisins telja ekk- ert samband vera á milli þeirra og ræningja vestur- þýzka iðnrekandans Hanns- Martin Sehleyers. Lögreglan telur málið ekki vera af póli- tískum toga. — Brunaverðir í verkfalli Framhald af bls. 1 ur í verksmiðju í Glasgow. En hann var fljótlega slökktur. Göbb voru fleiri en venjulega en í heild voru brúnaútköll færri en venjulega. Ahyggjum veldur að hermennirnir sem hafa tekið við slökkviliðsstörfum nota 20 ára gömul tæki. Ástandið er alvar- legast á Norður-írlandi vegna ástandsins þar. James Callaghan forsætisráð- herra hefur fallizt á að málið verði tekið fyrir á skyndifundi í Neðri málstofunni á morgun. Slökkviliðsmenn krefjast 30% kauphækkunar, en stjórnin heldur fast við þá stefnu sína að samþykkja ekki hærri kaup- hækkanir en 10%. — Rafmagns- skömmtun Framhald af bls. 44. eru góðar horfur á að ekki þurfi að skammta rafmagn frekar á orkuveitusvæði Laxár þar sem í dag verður byggðalínan tengd með fullri flutningsgetu. Verður þá unnt að hætta allri dísilfram- leiðslu á rafmagni og verður veit- an þá ekki viðkvæm fyrir því skil- yrði til raforkuframleiðslu í Laxá versna, þar sem flutningsgetan er það mikil á byggðalínunni. Því er það aðeins dagurinn í dag, sem hugsanlega gætu orðið truflanir á Laxársvæðinu, sem leiddu til skömmtunar. „Eru þetta því hugs- anlega síðustu skammtanir á Norðurlandi," sagði Kristján, en hann bætti við að auðvitað gætu einnig orðið truflanir í fram- leiðslu á orkuveitusvæði Lands- virkjunar. Austurlandið verður hins vega ekki tengt svæði Landsvirkjunar fyrr en að ári. Verður þá tekin i notkun svokölluð Kröflulína, sem liggur frá Kröflu og austur á Hér- að. A þessu ári hefur verið unnið við þá lfnu og hafa svo til allir staurar verið reistir i linuna. Eft- ir áramót og á næsta sumri er siðan fyrirhugað að Ijúka fram- kvæmdum við línuna og reisa að- veitustöð í Skriðdal. Linan er yfir 140 km og það mikið fyrirtæki, að uppsetning hennar tekur 2 ár. En þegar þessi lína er komin í gagnið verður byggðalinan komin austur á hérað og tengist þar samveitu- svæði Grímsár og Lagarfossvirkj- unar. Verður þá orkuöflun fyrir Austurland orðin nokkuð góð, að þvi er Kristján Jónsson sagði i gær og bætti því við að í fram- haldi af þessu kæmi í framtíðinni lfna til Vestfjarða. ,/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.