Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977 29 Iðnþróun á Vesturlandi: VINNSLA PERLU- STEINS OG LEIRS og fullvinnsla hráefna frá landbúnaði og sjávarútvegi "ALÞINGI ályktar að skora á rikis- stjómina að hraðað verði gerð áætl- ana um iðnþróun á Vesturlandi til þess að treysta atvinnugrundvöll i kjördæ inu, einkum þar sem atvinnu- ástand er ekki öruggt og þar sem iðnaður gæti fyllt upp i og skapað öryggi i atvinnu við hlið hinna hefð- bundnu atvinnugreina í sjávarútvegi, fiskvinnslu, landbúnaði, verzlun og hinum ýmsu þjónustugreinum." Þannig hljóðar tillaga til þingsálykt- unar, sem Ingiberg J. Hannesson og Friðjón Þórðarson, þingmenn Sjálf- stæðisflokks, hafa flutt. í greinargerð með tillögunni segir: Það er alkunna, að víða um byggðir landsins er brýn þörf á þvi, að unnið verði skipulega að gerð áætlana um atvinnuuppbyggingu og þróun iðnaðar til þess að treysta atvinnugrundvöll og þar með afkomuöryggi fólks, sem ekki getur komist að í hinum hefðbundmi atvinnugreinum né er þess umkomið sökum heilsufars, aldurs eða af öðrum ástæðum að taka þátt í helstu fram- leiðsluatvinnugreinum þjóðarinnar. Unnið hefur verið að gerð áætlana um þessi efni af Framkvæmdastofnun ríkisins — og er vonandi að þar miði í rétta átt En þörfin er hins vegar viða brýn og aðkallandi og erfitt mörgum byggðarlögum að biða árum saman eftir samningu áætlana um verkefni, sem hrincjp þyrfti í framkvæmd hið fyrsta, ef vel ætti að vera Víða standa menn frammi fyrir þeirri staðreynd, að ungar, vinnandi hendur verða að flýja byggðarlög sín og fara annað í at- vinnuleit til þess að geta skapað sér framtíðarmöguleika við sæmilegt at- vinnuöryggi Þetta gildir auðvitað fyrst og fremst um þéttbýlið, þar sem vinnu- aflið er mest, en einnig og í sumum tilvikum ekki síður í hinum þéttbýlli sveitum, þar sem ungt fólk getur ekki komist að við landbúnaðarstörf, en vill þó vera um kyrrt í heimabyggð sinni og taka þar til höndum við atvinnuupp- úyggingu í einhverri mynd Víða hefur þó, sem betur fer, verið lyft grettistökum i þessum efnum, þar sem sett hafa verið á stofn litil iðnfyrir- tæki, sem fyllt hafa upp í skörðin og skapað viðfangsefni og veitt þjónustu i ýmsum myndum En betur má ef duga skal i þessum efnum. Tækifærin eru mörg og margháttuð. og margvisleg eru til að mynda þau jarðefni, sem fólgin eru i jörðu, sem verða mættu grundvöllur iðnaðar í einhverri mynd Má i þvi sambandi nefna i Vesturlands- kjördæmi vinnslu perlusteins, svo og hugsanlegan iðnað byggðan á vinnslu leirs, sem mikið er til af í Dalasýslu. og svo mætti lengi telja. Hinir fjölmennari staðir kjördæmis- ins, svo sem Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Hellissandur og Rif, Stykkis- hólmur, Grundarfjörður og Búðardalur hafa á liðnum árum tekið stakkaskipt- um og lagt mikið af mörkum til byggðaþróunar og uppbyggingar í at- vinnulegu tilliti. Sjávarplássin leggja eðlilega mesta áherslu á vinnslu sjávarafurða. þar sem aðallega er þó um að ræða frum- vinnslu, en nýting og fullvinnsla þeirra afurða á enn langt í land með að verða svo sem æskilegt er og nauðsynlegt til þess að þjóna sem best í atvinnulegu og markaðslegu tilliti. Þar er að ýmsu unnið, en þó meira ógert Þar sem sjávarafla nýtur ekki við, er aðallega byggt á margvíslegri þjónustu við landbúnaðinn og vinnslu á þeim afurðum, sem hann gefur af sér. En þar er emnig margt óunnið, sem huga þarf að Á sumum þessara staða hefur ýmis annar iðnaður risið samhliða vinnslu aðalatvinnugreinanna. og þarf að auka þá möguleika svo sem kostur er Hinir fámennari staðir ásamt sveitunum eru víðast hvar i mikilli þörf fyrir aðstöðu til uppbyggingar í þessu tilliti Þannig þróast þessi mál smám saman sam- hliða útþenslu byggðarinnar og fjölgun þess fólks, sem út á vinnumarkaðinn kemur Hins vegar er nauðsynlegt, að opin- berir aðilar geri ákveðnar tillögur i þessu sambandi. sem séu i samræmi við þá afkomumöguleika sem viðkom- andi atvinnugreinar fælu i sér Þess vegna er þessi þingsályktunartillaga flutt, — til að freista þess að ýta á þessi mál og fá fram áætlamr og hug- myndir manna, sem einbeita sér að slikri áætlanagerð, og til að forðast mistök, sem oft eiga sér stað í þessum efnum, þegar unnið er oft á tiðum meira af kappi en forsjá og oft óskipu- lega og fyrirtækin ekki byggð á nægi- lega traustum grunni frá byrjun Hér gildir oft að fara gætilega að stað og forðast að taka stökk í stað skrefa. en undirbúa málin vel áður en hrundið er úr vör. íslenskt þjóðfélag er í stöðugri og hraðri mótun og hefur tekið stakka- skiptum á skömmum tima frá tiltölu- lega frumstæðu bændaþjóðfélagi til iðnvædds nútimaþjóðfélags. sem byggir á vaxandi tækniþekkingu og hagræðingu á ýmsum sviðum Þvi er nauðsynlegt að samfara hagnýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar fari skyn- samleg áætlanagerð um nýtingu þeirra og uppbyggingu, sem verða mun þjóð- inni til sem mestra hagsbóta þegar timar liða — Þingfréttir í stuttu máli Framhald af bls. 16 92. löggjafarþinginu. 1971 — 1972 4) Breyting á orkulögum Magnús Kjartansson (Abl). Jón Skaftason (F), Benedikt Gröndal (A) og Magnús T. Ólafsson (SFV) flytja frumvarp til laga um breytingu á orkulögum, efnislega eins og stjórnarfrumvarp. sem flutt var á þingunum 1972, 1 973 og á sumar- þingi 1974, en síðan sem þing- mannafrumvarp 1974, 1975 og 1976 Frumvarpið fjallar m a um háhitasvæði og lághitasvæði og mismunandi ..umráða og hagnýt- mgarrétti á jarðhita eftir því, hvort hann finnst á háhita- eða lághita- svæðum Skal ríkið eiga allan rétt til jarðhita á háhitasvæðum sem og uppleystra efna og gastegunda. sem háhitavatni og gufu fylgja. þó með takmörkunum er frumvarpið greinir fllWftCI Svart, brúnt og dökkblátt sléttflauel í úrvali Salir við öll tækifæri Sími 82200 #H m Stóri gimsteinninn þinn sefur vært á leiðinni. An efa á barnið eftir að vakna þegar bifreiðin hemiar, enda fer í hönd myrkur, hálka og 'snjókoma. En bílsætið verndar stóra gimsteininn þinn alla leið heim, vegna þess að bílsætið er hannað til þess að vernda lítil börn á hvers konar ferðalagi. [50 GÍSLl J. JOHNSEN HF. Vesturgata 45 Reykjavík sími 27477 • .komin heim . 6ll 1,1 1 t l l.ibH 1 i/t- >M 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.