Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 36
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Jll«r0unl>bibiþ AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |D«r$unI>labit» ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 ASV ákveður að segja upp samningum: VEÐRIÐ — í gær var hlé milli lægða, en von á nýju norðanáhlaupi og kuldagarra, svo að jafnvel var búizt við rennslistruflunum i Laxá. Þessi mynd er tekin i síðasta kuldakasti og þar sem annað er að skella yfir er eins gott fyrir fólk að fara að dæmi kvennanna á myndinni og búast hlýjum vetrarfatnaði. Séð fyrir endann á rafmagnsskömmt- un á Norðurlandi? Byggðalína kemst í gagnið í dag TRUFLANIR voru um helgina í raforkuframieiðslu i Lagarfoss- virkjun og einnig við Laxárvirkj- un. Varð t.d. á Austurlandi að grípa til allstrangrar rafmagns- skömmtunar og var þriðjungur veitusvæðisins jafnan rafmagns- laus. Komst þetta þó í lag í fyrra- kvöld. 1 fyrradag var ástandið betra i Laxá, en í gærdag var heldur farið að syrta f álinn á ný, enda nýtt norðanáhlaup í uppsigl- ingu, sem spáð hafði verið í fyrri- nótt. I ánum myndast íshröngl, sem búast má við að geti valdið trufl- unum i Laxá og samkvæmt upp- lýsingum Kristjáns Jónssonar for- stjóra Rafmagnsveitna ríkisins, Framhaid á bls. 28. BSRB-samningarnir um 10% hærri en ASV — segir Pétur Sigurðsson, fomrt. ASV ÞING Alþýðusamhands Vest- fjarða samþykkti um helgina á Isafirði að skora á aðildarfélög sambandsins að þau segðu fyrir mánaðamótin upp samningum, sem gerðir voru í sumar, svo á samningar geti verið lausir frá og með áramótum. Var sérstök álykt- un um þetta samþykkt einróma f þinglok, en samningarnir, sem Vestfirðingar gerðu f sumar, kveða svo á um að semji fjöl- mennir launþegahópar um kjara- bætur, sem eru umfram þær kjarabætur, sem sumarsamning- arnir kváðu á um, fær hvor samn- ingsaðili um sig heimild til upp- sagnar samningsins. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, kvað þetta þing hafa verið hefðbundið þing. Ályktunin um uppsögn samninganna kvað hann hafa verið fremur stutta. i upphafi hennar var bent á þá heimild, sem Stærri skjálftar við Kröflu HELDUR verulegri skjálftar hafa nú sfðustu dægur komið fram á jarðskjálftamælunum í Mývatnssveit. Hins vegar hef- ur tfðni skjálftanna ekki verið meiri en áður. Sterkasti kipp- urinn, sem mælzt hefur, varð á sunnudagsmorgun, 3,2 stig á Riehter-kvarða, og f gærmorg- un og fyrrinótt mældust tveir kippir yfir 2 stig, f fyrrinótt 2,5 og í gærmorgun 2,2 stig. „Varðskipið sigldi rétt en þeir sáu okkur ekki „VIÐ vorum búnir að vera á kili gúmmfbátsins f um það bil eina klukkustund, þegar við urðum varir við að leit var haf- in að okkur, en þá sáum við varðskip. Það sigldi mjög nálægt okkur, en skipverjar komu ekki auga á okkur f hríðinni, enda gátum við engin merki sent, þvf öll okkar ljós og blys fóru f sjóinn, þegar bátn- um hvolfdi. Það eina sem við gátum gert var að öskra. Eftir þetta sáum við alltaf Ijós frá samningarnir gæfu til uppsagnar, en í síðari hluta hennar var þessi áskorun til aðildarfélaganna um Framhald á bls. 28. Roskin kona lét lífið í umferðarslysi á Akureyri: 1977 er mesta slysaár í umferð fyrr og síðar BANASLVS varð á Akureyri á laugardagskvöldið er 71 árs göm- ul kona, Helga Sigurjónsdóttir, varð fyrir bifreið með þeim af- leiðingum, að hún lézt samstund- is. Helga er 36. Islendingurinn, sem lætur Iffið í umferðarslysi hér heima og erlendis það sem af er þessu ári. Þar með er árið 1977 nú þegar orðið mesta slysaár í sögu þjóðarinnar þótt enn sé eftir 154 mánuður af árinu. Áður höfðu flest banaslysin orðið árið 1975, en 35 lslendingar létu Iffið í um- ferðarslysum allt það ár. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma f fyrra höfðu 17 íslendingar látizt í umferðarslys- um og allt árið í fyrra lézt 21 Islendingur í umferðarslysum. Arið 1974 lézt 21 íslendingur í umferðinni. A þessu ári hefur orðið mikil aukning banaslysa í umferð í strjálbýli. Hér fer á eftir frétt frá frétta- ritara Mbl. á Akureyri um slysið þar í bæ sl. laugardagskvöld: Akureyri 14. nóv. Banaslys varð á Hörgárbraut við gatnamót Höfðahlíðar klukk- Helga Sigurjónsdóttir an 23,18 á laugardagskvöld. Helga Sigurjónsdóttir, 71 árs, Lyngholti 1, var á leið austur yfir Hörgár- braut og bíll hafði numið staðar sunnan við gangbraut, sem þar er til þess að hieypa konunni yfir götuna. Þá bar að annan bíl, stór- an sex manna fólksbíl, og skipti það engum togum að konan varð fyrir honum. Hún mun hafa látizt samstundis. Ekki er alveg ljóst hvort slysið varð á gangbrautinni sjálfri eða rétt hjá henni, en það mál er í rannsókn. „ 74,2% sögðu jávið kjarasamningnum NVGERÐIR kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja voru samþykktir við alls- herjaratkvæðagreiðslu, en talning atkvæða fór fram um helgina, 67% þeirra, sem á kjör- skrá voru, greiddu atkvæði og sögðu 4.488 já eða 74,2% þeirra, sem atkvæði greiddu, en 1.132 hjá okkur í hríðinni,, Sigurður Eggertsson. leitarskipunum, en enginn kom auga á okkur. Við reyndum samt að forðast alla svartsýni, héldum uppi eins skemmtileg- um samræðum og við gátum og töldum kjark hver f annan, en því var ekki að neita að veran á bátnum var köld og því kaldari sem leið á nóttina, en þá herti frostið," sagði Sigurður Eggertsson frá Bolungarvík f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, en hann er einn þremenninganna, sem héngu f um 5 klst. á kili gúmmíbáts f tsafjarðardjúpi f fyrrinótt. Bál þeirra félaga hvolfdi um kl. 03. og fannst ekki fyrr en um kl. 7.30. í gærmorgun, skammt frá Eyri f Seyðisfirði og stefndi báturinn á þann stað, þar sem eini eftirlifandi skipverjinn af Ross Cleveland, Harry Edom, komst á land fyrir nokkrum árum, er skipi hans hvolfdi á tsafjarðardjúpi. Það var um kl. 2 í fyrrinótt, Framhald á bls. 28. sögðu nei eða 18,7%. Auðir seðlar voru 330 eða 5,5% og ógildir 8 eða 0,1%. Enn er eftir að telja 92 atkvæði, sem ekki hafa borizt utan af landi vegna samgöngu- erfiðleika eða 1,5% atkvæða. „Það er ánægjulegt, hve margir tóku þátt f atkvæðagreiðslunni, 67%,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þótt hér sé ekki um metkjörsókn að ræða, fagna ég þessari góðu þátttöku og tel að þessi skýru úrslit, sem fram komu við talninguna, séu styrkur fyrir samtökin í heild.“ Þá ræddi Morgunblaðið einnig við Matthías A. Mathiesen, fjár- málaráðherra, og spurði hann um álit hans á úrslitum atkvæða- greiðslunnar. Matthías sagði: „Þetta eru athyglisverð úrslit bæði hvað snertir niðurstöðu og kjörsókn. Úrslitin eru jafnframt skýr, þar sem 74% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, samþykktu samningana, en tæp- lega 19% voru á móti. Ég vona að það megi lita svo á að með þessum úrslitum hafi opinberir starfs- menn staðfest, að þeir eru tiltölu- Iega ánægðir með þær leiðréttingar, sem gerðar voru á kjörum þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.