Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 31 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Arin og skraut- steinahleðslur einnig flísalagnir. Uppl 84736. Óska eftir bilskúr til leigu. Uppl. í síma 44232. húsnæöi : i boöi I Ytri Njarðvik 3ja herb. vönduð ibúð til leigu. Uppl. í sima 1 493. Keflavik Til sölu m.a. gott einbýlis- hús, haegt að taka litla ibúð uppi. Ennfremur gott ein- býlishús ásamt bilskúr. Mjög falleg lóð. Raðhús i smíðum, til afhendingar strax Njarðvik Til sölu m.a. gott einbýlis- hús. Möguleiki að taka íbúð uppí. Laust um næstu mánaðamót. Ennfremur glæsilegt einbýlishús, stór bilskúr, laust um áramót. Húsgrunnur að glæsilegu einbýlishúsi. Eigna — og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222. Blómasúlumar Sem ná frá gólfi til lofts eru komnar Sendum i póstkröfu. Blómaglugginn, Laugaveg 30 s. 1 6525. Svalheimamenn — Ný bók eftir sr. Jón Thorarensen. Fæst hjá bóksölum. Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, sími 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. □ EDDA5977 1 1 157-1 ' □ Hamar 59771 1 158 — 1. I.O.O.F. 8 = 1591 1 168'/i = E.T.1. I00F = Ob.lP. = 1591 1 158'/; — E T I. — Stigv. I00F. Rb. 4=1271 1 1581/? E.T.'II—9.1. Frá Átthagasam- tökum Hérðasmanna Spilakvöld verður i Reykjavík og nágrenni i Domus Medica föstudaginn 18. nóv. og hefst kl. 20.30 Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. KFUK AD Fundur i kvöld kl. 8.30 að Amtmannsstig 2B. Séra Emar Sigurbjörnsson hefur bibliulestur. Kaffi. Allar konur hjartanlega vel- komnar. RÓSARKROSSREGLAN V atlantis pronaos 1511333020 Kvenfélag Hallgrims- kirkju Basar félagsins verður hald- mn laugardaginn 19. nóvem- ber kl. 1 i félagsheimilinu. Félagskonur og aðrir velunn- arar Hallgrimskirkju, sem vilja styrkja basarinn, geta komið munum i félagsheimil- ið (norðurálmu) fimmtudag kl. 2 — 7 og föstudag kl. 2—9. og fyrir hádegi á laugardag. Kökur vel þegnar. Leiðsögn í leðurvinnu Miðvikudagskvöld kl. 8 —10 á Farfuglaheimilinu Laufás- veg 41. K.S.F. Almennur félagsfundur verð- ur i kvöld að Amtmannsstig 2b. Undirbúningsstofnfund- ur bókaútgáfu. Ath. laugard. 19. nóv. verður breytt um fundarstað: Amtmannsstígur 2b. Kristilegt stúdentafélag. Filadelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30 Félagið Anglia heldur minni Bingó að Aragötu 14, fimmtudag 1 7 nóv, kl 8.00. Ennfremur verður kvik- myndasýnmg og kaffi. Félagar fjölmennið. Stjórnin. — Dauði Bikos rannsakaður Framhald af bls. 43 hefði Biko verið lagður á gólfið og siðan fjötraður. Siðan hefði hann verið afklæddur og fluttur nakinn í fangaklefa. Aðspurður um af hverju Biko hefði verið afklæddur, sagði Snyman, að það hefði verið gert i öryggisskyni, til að hann færi sér ekki að voða. Siðar i yfirheyrslunum var einn fangavarðanna spurður að þvi af lögfræðingi fjölskyldu Bikos, hvort hann hefði verið afklæddur i háðungarskyni. Svarið var að þeir hefðu að öllu leyti farið eftir fyrirskipunum yfirmanna fangelsisins. Það hefðu einnig verið fyrirmæli, að Biko fengi ekki að fara út úr klefa sínum til líkamsæfinga og til að anda að sér hreinu lofti. Við rannsóknarréttarhöldin hefur fjölskylda Bikos verið viðstödd auk fjölda blökkumanna og að sögn fréttamanna er loftið lævi blandið í dómsalnum. • — Sómalíumenn Framhald af bls. 43 fækka starfsmönnum sendiráða i hvoru landinu um sig. Andrew Young, sendiherra Bandarfkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, skýrði frá þvi i gær að Bandaríkin vildu ekki flækjast inn í þessar deilur Sómaliumanna og Sovétmanna. Aðspurður um það hvort brottvísun sovéskra ráðgjafa og sendifulltrúa Kúbu úr Sómaliu myndi hafa þau áhrif að Bandaríkin breyttu stefnu sinni varðandi þetta landsvæði, sagði Young „að Bandarikin hefðu að ráðnum hug reynt að færa sér ekki í nyt erfiðleika Ráðstjórnar- ríkjanna“. Bandarikjastjórn hefur boðið Sómalíu aðstoð i gegnum OAU, Einingarsamtök Afríku, en hún stefnir að þvi að taka ekki afstöðu með öðrum deiluaðilanna fremur en hinum. Aðspurður um það hvort forseti Sómalíu, Mohamed Siad Barre, hefði farið fram á aðstoð Banda- ríkjamanna, forðaðist Young að — Korchnoi sigurviss Framhald af bls. 1 legt og pólitiskt verkefni mitt að heyja það einvígi.“ Hann sagði að honum líkaði ekki við opinberan aðstoðarmann Spasskys, Rigor Bondarevsky. Þegar sovézkur blaðamaður spurði Korchnoi af hverju hann talaði illa um sovézka starfs- bræður svaraði hann: ,,Ég bjóst ekki við spurningum frá sovézk- um blöðum sem lúta i einu og öllu stjórn ríkisins, allra sízt eftir það sem þau hafa skrifað um mig siðan ég flúði til Vesturlanda." svara þeirri spurningu beint, en hann sagði að ástandið á þessu landsvæði væri erfitt. Það var haft eftir Sómaliufor- seta, að með stuðningi sinum við Eþiópiustjórn ynnu Sovétmenn nú gegn sjálfstæði Sómalíu, sem þeir áður hefðu heitið að verja. Barre hvatti Arabaríkin til að senda herafla Sómalíu til hjálpar „vegna þess að Arabaþjóðirnar eru nú skotspónninn og Israels- menn aðstoðuðu Eþíópíu eftir að þeir höfðu lagt Palestínu undir sig. Sómalíumenn eru flestir múhameðstrúar, en Eþíópíumenn eru kristnir að %. Stórveldin vilja ná yfirráðum í Arabalöndunum". Aðspurður um ákvörðun stjórn- arinnar um að reka sovézku ráð- gjafana úr landi sagði forsetinn: „Við hverju öðru er að búast, eftir allt það sem við höfum orðið að þola undir þeirra stjórn." — Hengdi sig í rúmfötum Framhald af bls.43 fundust einnig sprengiefnabirgðir í þeim klefa Stammheimfangelsisins þar sem Ingrid Schubert var höfð i haldi En talsmaður dómsmálaráðu- neytisins sagði að engar áætlanir hefðu verið uppi um að flytja hana aftur í það fangelsi Munchen, V-Þýzkalandi, 14. nóvember, Reuter Yfirvöld i Bajaralandi tilkynntu i dag, að í fangelsisklefa Ingrid Schubert hefði fundizt reipi, aðeins nokkrum klukkustundum áður en hún fyrirfór sér um helgina Talsmaður dómsmálaráðuneytis- ins sagði að reipið sem gert var i tægjum úr rúmlökum, hefði fundizt i gólfinu undir klósettinu i kefla Schuberts á sjúkradeild Stadelheim- fangelsisins í Múnchen Eftir þennan fund var fanginn fluttur i annan klefa, þar sem hún siðar fannst eftir að hún hafði hengt sig í gluggarimlunum í rúmfatnaði Sérfræðingar telja að reipið sem hún hafði gert, og var 1 2 metrar að lengd. hafi ekki verið nægilega sterkt til að hún hefði getað notað það i snöru en að það sé möguleiki á þvi að það hafi verið notað til að kopia skilaboðum út og inn um glugga klefans Fundi reipisins var haldið leyndum, til að engu yrði hætt áður en leit var gerð hjá öðrum hryðjuverkamönnum sem eru i fangelsum, að sögn talsmanrís ráðu- neytisins Tveir klerkar sem fóru á fund Gudrunar Ensslin daginn áður en hún fyrirfór sér, skýrðu frá þvi í dag fyrir rétti. að hún hefði þá sagt, „að hræðilegir hlutir myndu gerast ef henni og öðrum hryðjuverkamönn- um Baader-Meinhoff samtakanna yrði ekki sleppt Lögfræðingur Ingrid Schubert skýrði einnig frá því i dag, að Ingrid hefði daginn áður en hún framdi sjálfsmorðið kvartað yfir aðbúnaði fangelsisins i Múnchen og óskað eftir að vera flutt i kvennafangelsið í Frankfurt Ennfremur hefði hún eftir lát hinna hryðjuverkamannanna i siðasta mánuði sagt, að hún hefði ekki í huga að drepa sig — Þór sextugur Framhald af bls. 13 hefur sannað ágæti sitt þó aó aðeins sé um byrjunartíma að ræða hjá stöðinni. Merkast er út- fræsla afréttaraðferðarinnar svo- nefndu, að framleiða gönguseiði. sem skila góðum árangri í endur- heimtu kynþroska laxa úr sjó. Hafa alls gengið inn í stöðina úr sjó á þriðja tug þúsunda laxa. Stöðin og starfsemi hertnar hefur vakið mikla athygli m.a. erlendis meðal þeirra aðila, sem best þekkja til þessara mála og skynja hversu þýðingarmikill þáttur þessi grein er fyrir framtíðina. Hafa komið hingað ýmsir forustu- menn í veiðimálum til þess að kynna sér stöðina og ná höndum um þann árangur, sem náðst hefur i starfi hennar. Þess mun ekki þörf að benda á að í opinberu starfi, eins og veiði- málum, skiptast á skin og skúrir. Það er víst að veiðimál eru oft mikil tilfinningamál og þar af leiðandi viðkvæm i meðförum. Að mínum dómi hefur Þór tekist að rækja starf sitt vel með hliðsjon af þessu. Hann hefur að minu viti verið sérstaklega sómakær og gætinn i athöfnum sinum sem opinber embættismaður, og mér hefur fundist hann vilja segja og gera sem réttast i hverju máli án tillits til þess hvort það myndi valda honum óvinsælda. Samstarf hefur yfirleitt verið gott við veiðieigendur og veiði- menn og farið vaxandi með árunum. Vissulega urðu ýmsir árekstrar fyrr á árum meðan verið var að koma í framkvæmd ýmsum nauðsynlegum ákvæðum laga en skilningur og samstarf hefur aukist, eins og áður segir. og er vist að ástand islenskra veiðimála væri ekki jafn gott og raun ber vitni, ef hlutaðeigendur hefðu að jafnaði ekki sýnt skilning og samstarfsvilja um framkvæmd regla og laga, sem sett hafa verið um þessi mál. og lagt af mörkum sitt lóð á vogar- skál veiði og ræktunar i landinu. Þar eiga sem betur fer mjög margir hlut að máli. I þessu sambandi er varla þörf á að nefna þau sjúklegu skrif og árásir, sem beint hefur verið gegn veiðimálastjóra og reyndar fleiri opinberum sérfræðingum á sviði fisksjúkdómamála af vissum aðilum, því slik framkoma dæmir sig sjálf. Þó verð ég að lýsa undrun minni á þeim blaðamönn- um, sem virðast ekki skilja að öllu , ritfrelsi fylgir ábyrgð. Það er auðvelt að brjóta gler en útilokað að gera það jafn heilt á ný. Hið sama er að segja um mannorðið. I fari Þórs hefur verið ríkur áhugi á framgangi ýmissa góðra málefna. Strax í skóla kom þessi eiginleiki fram hjá honum, þegar hann ásamt tveimur öðrum skóla- félögum beittu sér fyrir stofnun Farfuglahreyfingarinnar og var Þór um tíma varaforsetí þeirra samtaka. Þá hefur hann átt sæti i stjórn nokkurra félaga. m.a. Hinu islenska náttúrufræðifélagi. Dansk islenska félaginu og Þjóð- ræknisfélaginu. Þá er ógetið um störf hans i Lionshreyfingunni, en þar hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum m.a. tvívegis verið umdæmisstjóri Lions á Islandi. Segir þetta sina sögu um það traust, sem félagar i þessari merku hreyfingu bera til hans. Kona Þórs er Elsa E. Guðjóns- son, safnvörður i Þjóðminjasafni íslands. hin ntikilhæfasta kona. Eiga þau þrjú börn. Ég endurtek bestu óskir i til- efni afmælisins og bið Þór og fjöl- skyldu hans velfarnaðar i nútíð og framtíð. Einar Hannesson. — Stjórnmála- ályktun Framhald af bls. 32. Landhelgin og skammtíma- sjónarmið Heimdallur lýsir yfir fyllsta stuðningi við stefnu rikis- stjórnarinnar i landhelgismái- inu. en sú stefna hefur tryggt þjóðinni full yfirráð yfir 200 milna landhelgi. á skemmri tima. en búast mátti við fyfir- fram. En það er of snemmt að fagna fuilum sigri. Utfærsla landhelginnar miðar að vernd- um fiskistofnanna hér við land. þannig að um aldir geti fiski- miðin við strendur landsins orðíð lifsbjörg isienzku þjóðar- innar. Heimdallur itrekar þvi. að við verðum sjálfir að gæta ítrustu varúðar meðan ástand helztu nýtja fiska okkar er jafn slæmt og nú er. Skammtfma- sjónarmið mega ekki ráða rikj- um i þessu efni. Heimdallur skorar þvi á raðamenn að bregðast ekki. heldur miða við að skila æskunni betra landi en þeir tóku við. KAUPMAN NASAMTÖK ÍSLANDS Kaupmannasamtök íslands boða félagsmenn sína til HÁDEGISVERÐARFUNDAR að Hótel Sögu, (Súlnasal) fimmtudaginnn 17. nóvember n.k. kl. 12 Umræðuefni: Verðlagsmál Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.