Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 Stjórmálaályktun Heimdallar: Ungt fólk standi saman gegn aukningu erlendra skulda Skerðing mannréttinda jafn vítaverð í Chile og Sovétríkjimmn — Sinnuleysi í menntamálum Hér fer á eftir Stjórn- málaályktun Heimdallar 1977. Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik reisir stefnu sina enn sem fyrr á frjálshyggju, athafnafrelsi einstaklinga og baráttu fyrir jöfnum möguleikum allra borg- ara þjóðfélagsins. Það er grundvallarskoðun okkar, að fólk hafi mismunandi eiginleika og hæfileika. Þjóðfé- lagið þarf að veita hverjum ein- staklingi góða möguleika til að þroska einstaklingseiginleika slna þannig, að hver borgari sé hæfur til starfs í því lýðræðis- þjóðfélagi, sem við búum við. Heimdallur, vekur athygli á því, að Island er eitt fárra ríkja veraldar, þar sem almenn mannréttindi eru í heiðri höfð. Lýðræðissinnar um allan heim þurfa nú að búast til baráttu fyrir auknum mannréttindum og fordæma óhikað einræðis- og ógnarstjórnir um allan heim. Þess vegna fordæmir Heim- dallur þá frelsisskerðingu sem á sér stað víðast 1 ríkjum Af- ríku, Asiu, Suður-Ameríku og í Kommúnistarikjunum. Það skiptir ekki máli í nafni hvaða stefnu mannréttindaskerðing er framkvæmd, hún er jafn vítaverð i Chile og i Sovétríkj- unum. Island hefur skipað sér i rað- ir vestrænna lýðræðisrfkja með þátttöku i Atlantshafsbandalag- inu. Þennan hornstein islenskr- ar utanrikisstefnu verður að treysta. ísland á ótviræða sögu- lega, menningarlega og félags- lega samleið með þessum rikj- um og sú ógn, sem okkur stafar af einræðisríkjunum er bægt frá með virku varnarsamstarfi með þjóðum Atlantshafsbanda- lagsins. Heimdallur styður því áframhaldandi veru íslands í NATO og veru varnarliðs hér á landi. Gereyðingarvopn eru ekki forsenda varanlegs friðar i heiminum. Grundvöllur varan- legs friðar er fyrst og fremst fólginn I gagnkvæmri afvopnun og auknum skilningi og sam- vinnu þjóða á milli. Að þessu marki verður að vinna með auk- inni aðstoð til þróunarlandanna og bættum samskiptum þjóða. Frjálsar samgöngur, ferðafrelsi og aukin viðskipti eru Ieiðir að þessu marki. Að draga úr ríkis- bákni og verðbólgu Heimdallur telur megin við- fangsefni íslenzkra stjórnmála verið að draga úr ríkisbákninu og verðbólgunni. Það eru ekki aðrar leiðir færar til að losa iandið úr því efnahagsöng- þveiti, sem hófst með óábyrg- um ráðstöfunum vinstri stjórn- arinnar i efnahagsmálum, ástandi sem núverandi ríkis- stjórn hefur ekki tekizt nægi- lega vel að koma í eðlilegt horf. Grundvallarstefna Sjálf- stæðisflokksins felst í virðingu fyrir einstaklingunum. Þá stefnu verður að hafa í heiðri ef takast á að sigrast á þeim vanda, sem við er að glíma í Islenzkum efnahagsmálum. Í því skyni þarf Sjálfstæðisflokk- urinn að tileinka sér markvissa stefnu i efnahagsmálum, sem miðar að samdrætti i rikisbú- skapnum, bæði með þvi að ákveðin rikisfyrirtæki séu iögð niður t.d. Framkvæmdastofn- unin, og með þvi að fresta þeim framkvæmdum sem ekki eru brýnar. Utþensla ríkisbáknsins hefur verið ein af orsökum verðbólgunnar. Báknið burt miðar þvi lika að barátta gegn verðbólgu. Brýnt er, að sem fyrst verði sett lög um hringa- myndanir og þess gætt, að fyrir- tæki verði skattlögð á sama hátt. Báknið burt er líka barátta fyrir minni skattbyrði. Minni skattbyrði er nauðsynleg, til þess að borgararnir fái í aukn- um mæli að ráðstafa fjármun- um sínum. Minni skattbyrði er líka forsenda þess, að hægt sé að gera nauðsynlegar breyting- ar á skattakerfinu í því skyni, að dregið verði úr því misrétti sem nú viðgengst. Heimdallur telur heppilegt að skattheimta verði aðallega í formi óbeinna neyslu- og eyðsluskatta, en hafa verður í huga, að nú er boginn þaninn til hins ýtrasta hvað þessa skattheimtu varðar. Byrðar fram- tíðarinnar Heimdallur hefur itrekað varað við hættunni, sem ís- lenzku þjóðinni stafar af si- felldri aukningu erlendra skulda. Ungt fólk á Íslandi verður að standa saman og berj- ast gegn þvi að lengra verði haldið á þessari braut. Með auknum lántökum er einugnis verið að slá á frest lausn vanda- mála og velta byrðunum yfir á framtiðina. Afborganir og vaxtabyrði af erlendum lánum eru nógu þungar samt og valda aukinni verðbólgu. Það er skylda rikisvaldsins að standa vörð um innlendar lána- stofnanir. Tómir bankar og lánasjóðir er afleiðing verð- bólgunnar. Þegar verður að tryggja, að sparifjáreigendur tapi ekki á þvi að eiga peninga i banka. Með því móti verður hægt að efla lánastofnanirnar, þannig að þær verði á nýjan leik færar um að gegna hlut- verki sínu i þjóðfélaginu. Gjaldeyrishöft og aukin til- hneiging til verzlunarhafta eru sjálfstæðisfólki ógeðfelld stjórnarúrræði. Þvi miður hef- ur örlað á þessum atriðum hjá rikisstjórninni og er henni ekki til sóma. Höft og takmarkanir á þessum sviðum auka hættu á mismunun um leið og þau draga úr heilbrigðum samkeppnismöguleikum og gera þeim auðveldara að hygla sinum á kostnað heildarinnar. Heimdallur bendir enn á mikilvægi þess, að sém flestir eignist eigið húsnæði og að ungu fólki verði auðveldað að kaupa eldri íbúðir eða byggja nýjar. Einkaeign á íbúðarhús- næði er og verður áhrifarikasta leiðin til þess að treysta fjár- hagslegt sjálfstæði borgaranna. Erlent fjármagn Fjármagnsvana þjóð, er nauðsynlegt að laða til sin er- lent fjármagn. Við Islendingar verðum að fara með mikilli gát i þessum efnum. Erlend stór- iðja má aldrei verða aðaiatriði íslenzkrar atvinnuuppbygging- ar og nauðsynlegt er að þjóð- félagið sé óháð starfsemi auð- hringa innlendra sem erlendra. Heimdallur telur, að rétta lausnin sé ekki sú að byggja verksmiðjur fyrir eigið fé fyrir útlendinga, sem síðan ráða söl- unni og markaðnum. Slik stefna leiðir til ófarnaðar. Við- miðunin verður að vera sú, í sambandi við atvinnurekstur erlendra aðila og rekstur þeirra á stórfyrirtækjum, að islend- ingar hafi fullt eftirlit með allri starfseminni og geti hvenær sem er gripið til aðgerða, sem hindra óeðlilegar ráðstafanir. Náttúra Islands er viðkvæm og það er stolt okkar að bægja frá mengunarvandanum. Þess vegna verður að gera þá kröfu til allra aðila, að þeir búi svo um hnútana, að sem bezt verði gengið frá mengunarvandan- um. Sinnuleysi w I menntamálum Heimdallur átelur Alþingi fyrir sinnuleysi í menntamál- um. Engin heildarlög hafa enn verið sett um framhaidsskóla- stigið þó þörfin sé löngu orðin brýn. Heimdallur hvetur til þess að sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir þvi, að löggjöf um þetta efni verði sett, þar sem m.a. verði miðað við að draga úr valdi menntamála- ráðuneytisins, en auka valdsvið einstakra skólastofnana á fram- haldsskólastiginu. Geðþótta- ákvarðanir embættismanna í menntamálum eru óþolandi til lengdar. Þjóðin biður eftir að heyra hugmyndir stjórnarskrárnefnd- ar um nýja stjórnarskrá. Heim- dallur telur, að brýnasta endur- skoðunin á stjórnarskránni sé fólgin i breytingu á kjördæma- skipan og kosningarreglum. Jafna verður kosningaréttinn eins og auðið er og auka kosti kjósandans. Framhald á bls. 31 1978 er Missið ekki af akstursgieðinni, SAAB er kraftmikill bíll, með frá- bæra aksturseiginleika, liggur vel á vegi og kemst hreinar tor- færur, sannkallaður vetrarbíll. SAAB99GL 2ja dyra Öruggur bíll, með stálstyrkta yfirbyggingu og fjaðrandi höggvara. Vandaður bíll, jafnt utan sem innan ber SAAB merki sænskrar verkkunnáttu, vel gerður og smekklegur. Traustur bíll, með lítinn viðhaldskostnað. Góð verkstæðisþjónusta, þá sjaldan aö á því þarf að halda, er varahluta- og verk- stæðisþjónusta okkar með ágætum. SAAB99GL 4ra dyra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.