Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 43
MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 25 með tilþrifum þegar þeir mættust f hringnum f Las on (t.v.) og Jimmy Young. Norton vann á stigum. ÞÁTTTÖKU SKÍÐA- R ÞRJÁR MILLJÚNIR krónur. Punktamót fullorðinna hafa í vetur verið ákveðin sem hér seg- ir: 28.—29. janúar Reykjavík. 11.—12. febrúar Húsavík — Siglufjörður. 25.—26. febrúar Akureyri — Ólafsfjörður. 11.—12. marz Isafjörður. 21.—27. mars íslandsmeistaramót í Reykjavík. 22. apríl Brunmót á Akureyri. 14.—15. maí Skarðsmót á Siglufirði. Ekki þykir enn ástæða til að hafa sérstakt punktamót i bruni, en hins vegar bendir ýmislegt til að svo verði í framtíðinni. Voru skiðaráðin hvött til að styrkja keppendur á brunmótið á Akur- eyri. LAUG TEKIN Á SELFOSSI Nýja sundlaugin er aftur á móti 25 m löng úr plastdúk og reyndist hús hin ágætasta á þessu móti. Þessi laug var notuð á landamóti UMFI á Akranesi og verður væntan- lega keppt i henni einnig á landsmót- inu 1 978 á Selfossi Mjög góður árangur náðist á þessu móti þó veðrið væri ekki með þvi allra bezta. þurrt en kalt enda snjór yfir öllu Eitt íslandsmet var sett en þar var að verki hin bráðefnilegi sundmaður þeirra Selfossbúa Steinþór Guðjóns- son en hann bætti fyrra met sitt i 100 m skriðsundi, synti nú á timanum 58,2 sek en bezt átti hann áður 58,4 Þá jafnaði Hugi S Harðarson met sitt í 100 m baksundi er hann náði timan- um 1:10,5 Margir aðrir náðu athyglis- verðum timum og árangri og er ekki að efa að þessi nýja aðstaða Selfyssku sundmannanna á eftir að hafa afger- andi áhrif til eflingar sundlifi i framtið- inni. starfsemina Þess er vænst að þessar breyt- ingar leiði til þess að auðvelda undirbúning fyrir þjálfarastörf hjá íþróttafélögunum. Skortur á þj’álfurum er mikill og enn meiri á þjálfurum sem hlotið hafa ein- hverja menntun til starfsins. Ur þessum vanda verður ekki leyst nema öll sérsambönd Í.S.Í. geri stórátak í fræðslumálum þjálfara. Ráðning útlendinga til þjálfara- starfa leysir ekki vandann og störf þeirra nýtast ekki sem skyldi nema til séu þjálfarar i öllum flokkum hjá félögum, sem hafa nauðsynlega undirstöðu- þekkingu. Þjáifara- og leiðtogafræðsla er brýnasta viðfangsefni íþrótta- hreyfingarinnar í dag og á þeim vettvangi verður að gera stórátak til úrbóta. Auk námsefnis fyrir A-stig hafa verið gefnir út bæklingar um ein- staka þætti þjálfunar, svo sem þjálffræði, íþróttasálarfræði, o.s.frv. Hugmyndin er, að þessa bækl- inga megi nota i framhaldsskólum þir sem ieiðbeinendanám í íþrótt- u n er valgrein. Nú þegar eru nokkrir fram- haldsskólar sem nota þetta náms- efni. Einnig er hugmyndin sú, að nota þessa bæklinga á sérnám- skeióum fyrir starfandi þjálfara þar sem einstökum þáttum fræðslunnar verði gerð ýtarlegri skil öll þessi rit er hægt að fá á skrifstofu I.S.I. Nánari upplýsingar veitir: Jóhannes Sæmundsson, fræðslu- fulltrúi I.S.t. Gott markí upphafi leiksins með Grimsás EIRfKUR Þorsteinsson, fyrirliði 1. deildarliðs Víkings í knattspyrnu, stóð sig mjög vel þá viku, sem hann dvaldi við æfingar og keppni hjá Grumsás í Svíþjóð. Lék Eiríkur einn leik með félaginu og skoraði þá glæsilegt mark, auk þess sem hann átti þátt í öðrum mörkum og 3:0 sigri liðsins. Ágúst Karlsson úr Fylki var einnig við æfingar með Eiríki hjá Grimsás og lék hann, auk fvrrnefnds leiks, einn leik með unglingaliði Grimsás, en fann sig ekki, enda látinn spila aðra stöðu en hann er sjálfur vanur. Má búast við því að Eiríkur fái formlegt tilboð frá Grimsás á næstu dögum og verði það hagstætt bendir allt til að Eirík- ur leiki næsta sumar í Svíþjóó. Vissulega yrði það mikil blóð- taka fyrir Víking að missa Eirík og auk hans fara aðrir sterkir leikmenn frá félaginu. Helgi Helgason hefur þegar tilkynnt félagaskipti gg gengið yfir i sitt gamla félag — Breiðablik. Gunnlaugur Kristfinnsson hyggst taka knattspyrnuna rólegar næsta sumar en áður og hefur helzt hugleitt að gerast leikmaður með Þrótti, Nes- kaupstað. Þá mun Gunnar Örn Kristjánsson ætla að hvíla sig á knattspyrnunni næsta sumar, en það vill til að Vikingur á mikið af efnilegum leikmönn- um og maður kemur í manns stað. Það er umhugsunarvert fyrir islenzka knattspyrnuforystu að félag, sem er um það bil að falla niður í þriðju deild í Sviþjóð, skuli geta boðið íslenzkum knattspyrnumönnum þau kjör að þeir geti í rauninni ekki hafnað þeim. Slikt er þó stað- reynd og Grimsás, sem er félag frá samnefndum þúsund manna bæ, hefur svo mikið um- leikis að félagið munar ekki um að fá til æfinga leikmenn alla leið frá Islandi — jafnvel þó svo verði ekkert af samningum. Það er ekki við sænska félag- ið að sakast, þaðan af síður við þá islenzku leikmenn, sem eðli- lega vilja reyna eitthvað nýtt og hafa knattspyrnuskó og kunn- áttu sina í íþróttinni sem vega- bréf. Forystumenn íslenzkrar knattspyrnu verða að setjast niður og gaumgæfa hvað er að gerast og hvað er til ráða. Það er ekki nóg að óskapast yfir þessum hlutum á KSl-þingum, gera gáfulegar samþykktir og síðan ekki söguna meir. Það má ekki heldur setja átthagafjötra á leikmennina, en einhvern veginn verður að gera erlendu félögin bótaskyld gagnvart þeim íslenzku. Eirlkur Þorsteinsson stóð sig vel í æfingaleiknum með Grimsás og ekki er ótrúlegt að Vlkingsfyrirliðinn verði næstur fslenzkra knatt- spyrnumanna til að leika með erlendu liði. Það er þó raunar ekki bær- inn, sem stendur að baki upp- byggingunni hjá félaginu, held- ur stórt fyrirtæki, sem fram- leiðir simavörur ýmiss konar. Hefur bandaríski auðhringur- inn ITT nýlega fest kaup á fyrirtækinu og fjármagn þaðan rennur í stríðum straumum til félagsins. I haust hefur mikið verið gert hjá Grimsás til að byggja upp sterkt lið, en i sum- ar gekk illa hjá liðinu og fall blasir við niður í 3. deild. Hafa verið reyndir leikmenn úr ýms- um félögum i Svíþjóð, allt frá 1. STÖRFYRIRTÆKI AÐ BAKI FÉLAGSINS Hér var þó ekki ætlunin að skrifa langan og leiðinlegan leiðara um þessi mál og víkjum aftur að Grimsás og ferð þeirra Eiríks og Ágústs þangaó. Vegna verkfalls BSRB kom- ust þeir félagar ekki utan á tilsettum tíma, en þegar þeir komu þangað var þeim tekið opnum örmum. Þeir dvöldu þar í vikutíma og höfðu á meðan ibúð og bíl til afnota frá félag- inu. Er Grimsás lítill bær mitt á milli Jönköping og Borás, en þær borgir eru litlu minni en Reykjavík. Hefur Grimsás yfir mjög góðri aðstöðu að ráða. Auk góðs æfingavalllar á félag- ið 18 þúsund manna keppnis- völl, þar er allt mjög nýtízku- legt og auk búningsherbergja, sem eru betri en gengur og gerist hér á landi, er þar gufu- bað og læknaherbergi, þar sem á æfingum og leikjum eru læknir og nuddari til staðar. Leikmenn Grimsás fóru lofsorð uns um Teit Þórðarson deild niður í þá sjöttu, auk Is- lendinganna. Samningar hafa verið undirritáðir milli leik- manna frá Elfsborg yfir til Grimsás. Að sögn Eiríks Þorsteinsson- ar lék hann með Grimsás gegn Gislaved, nágrannaliði, sem leikur í þriðju deild. Sagði Ei- ríkur að honum hefði fallið vel að leika með Sviunum, meiri friður hefði verið til að byggja upp og athafna sig á miðjunni. Hefði honum tekizt að skora mark fljótlega i leiknum, með skoti utan frá teig og skömmu siðar átt skot í slá. Grimsás hefði unnið 3:0 og sagðist Eirík- ur ekki geta annað en verið ánægður með frammistöðu sina og dvölina hjá félaginu i heild. Meðan þeir dvöldu ytra heim- sóttu þeir Teit Þórðarson i Jön- köping, en hann var þá að losna við gifsið, sem hann var settur i eftir slæm meiðsli fyrir mán- uði. Hefði Teitur látið vel af sér ytra, en hann hefur vakið at- hygli með Jönköping og hafa Atvidaberg og Öster m.a. sýnt áhuga á að fá hann i sinar raðir. Teitur á þó enn eitt ár eftir af samningi sínum við Jönköping og hefur félagið krafizt hárrar upphæðar ef eitthvert annað félag ætlar að kaupa samning- inn. Sagði Eiríkur að leikmenn Grknsás hefðu farið lofsorðum um Teit og talið hann snjallan knattspyrnumann. Hins vegar hefðu þeir ekki látið eins mikið yfir þeim Matthiasi Hallgríms- syni og Vilhjálmi Kjartanssyni. Reyndar orðið hissa þegar Vil- hjálmur var kallaður í lands- leikinn gegn N-írum i Belfast i haust. — aij. — Eiríkur Þorsteinsson lét vel af dvölinni í Svíþjóð og trúlegt er að hann leiki þar næsta keppnistímabil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.