Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977 3 Prófkjör Alþýðuflokksins: Vilmimdur fékk 69% atkvæða, Benedikt fékk 44,5% - Jóhanna 54,5% og Eggert G. fékk 39% BENEDIKT Gröndal, Vilmundur Gylfason og Jóhanna Siguróardóttir tryggðu sér þrjú efstu sætin á framboðslista Alþýðuflokksins I Revkja- vík fyrir næstu alþingiskosningar f prófkjöri flokksins um sl. helgi en Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður, beið hins vegar ósigur og verður ekki f kjöri f Reykjavfk fyri í prófkjörinu greiddi alls 5491 atkvæði en 410 seðlar voru ógild- ir. 1 síðustu alþingiskosningum greiddi alls4071 Alþýðuflokknum atkvæði i Reykjavík þannig að þátttakan í prófkjörinu nú var 34.9% meiri en þá. Atkvæðin um fyrsta mann á framboðslistanum féllu þannig, að Benedikt Gröndal hlaut 2443 r Alþýðuflokkinn. atkvæði, Eggert G. Þorsteinsson 1355 atkvæði, Vilmundur Gylfa- son hlaut 1214 atkvæði og Sigurð-* ur E. Guðmundsson 69 atkvæði. Atkvæði um mann í annað sæt- ið féllu þannig, að Vilmundur Gylfason hlaut 2586 atkvæði, Sigurður E. Guðmundsson 942 at- ■ kvæði, Bragi Jósefsson 777 at- kvæði og Eggert G. Þorsteinsson hlaut 776 atkvæði. Jóhanna Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í 3ja sætið, sem var eina sætið sem hún gaf rauna'r kost á sér i, eða samtals 2995, Bragi Jósefsson hlaut 1184 og Sigurður E. Gudmundsson 902 at- kvæði, Urslit prófkjörsins eru bind- andi hvað skipan frambjóðenda i þrjú efstu sæti listans áhrærir, en eftirtaldir hlutu flest.atkvæði: Benedikt Gröndal, sem aðeins gaf kost á sér 1 efsta sætið, hlaut samtals 2443 eða 44.5% greiddra atkvæða, Vilmundur Gylfason hlaut 3800 atkvæði í 1. og 2. sætið samtals eða 69.2%, Jóhanna Sigurðardóttir hlaut 2995 atkvæði í 3ja sætið eitt sér eða 54.5% og Eggert G. Þorsteinsson hlaut 2131 atkvæði samtals i 1. og 2. sætið eða 38.8% en hann gaf ekki kosta á sér i önnur sæti og er þar með úr leik. Þar næst : eftir kom Bragi Jósefsson með 1961 atkvæði i 2. og 3. sætið og Sigurður E. Guðmundsson hlaut 1913 atkvæði en hann gaf kost á sér í öll sætin. Prófkjör AlþýðufLokksins í Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ hafði tal af þeim fjórum fram- bjóðendum í prófkjöri Alþýðuflokksins, sem kepptu sín á milli um þrjú efstu sætin á lista flokksins til næstu alþingiskosninga — Benedikt Gröndal, Vilmund Gylfason, Jóhönnu Sigurðardótt- ur og Eggert G. Þorsteinsson, og bað þau að lýsa viðhorfum sínum til úrslita prófkjörsins. Benedikt Gröndal: Anægður með þátt- tökuna og athyglina „ÉG ER AÐ sjálfsögðu mjög ánægður yfir þvf hve þátttakan varð mikil 1 þessari kosningu og hversu ntikla athygli hún vakti,“ sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins og sigurvegarinn í kjörinu um efsta sætið á framboðslistan- um. „Ég held að það megi fullyrða að það hafi ekki verið unnt að sjá þess nein merki að aðrir flokkar eða stórir hópar innan annarra flokka hafa gert þarna óeðlilegar tilraunir til að ráðast inn og hafa áhrif á útkomuna," sagði Benedikt ennfremur. Hann var að því spurður hvernig honum hafi þótt persónuleg útkoma sín í próf- kjörinu. „Ég er ákaflega þakk- látur öllum þeim sem unnu fyr- ir mig og veittu mér styrk sinn,“ svaraði Benedikt. „Þetta var óneitanlega dálítið ein- kennileg staða sem þarna var komin upp. Ég hafði ekki fyrir löngu verið kosinn formaður flokksins og ég kaus að hasla mér völl hér í Reykjavík, og ég fagna því auðvitað að það skyldi fá þá viðurkenningu sem úrslitin bera með sér.“ — Nú skilja þessi úrslit og barátta í kringum prófkjörið ef til vill eftir sig einhver sár — telur þú að þau muni gróa til fulls áður en til sjálfra alþingis- kosninganna kemur? „Það liggur í eðli lýðræðis- legra stjórnmála, þar sem fólk- inu er falið að velja bæði milli manna og stefna, að einhverjir hljóta að vera ofan á en aðrir bíða ósigur," svaraði Benedikt. „Og oft er það þannig, að þeir sem sigra í dag, þeir bíða ósigur á morgun. En ég geri mér góðar vonir um það, að þetta veiga- mikla prófkjör fyrir okkur Alþýðuflokksmenn muni ekki skilja eftir sig neina slóð erfið- leika heldur þvert á móti efla samtakamáttinn, eins og sást á því að einn þeirra sem tapaði þarna flutti stórkostlega hvatn- ingarræðu á Loftleiðum þar sem margir Alþýðuflokksmenn voru saman komnir til að fylgj- ast með úrslitunum." Jóhanna Sigurðardóttir: Viðurkenn- ing á aukn- um áhrifum kvenna á þjóðmál „ÉG verð að viðurkenna að þessi úrslit varðandi 3ja sætið komu mér á óvart, hafði haldið að þar yrði mjórra á mununum en ég er auðvitað mjög ánægð,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir 1 samtali við Mbl. en hún gaf kost á sér 1 3ja sætið og hreppti það með nokkrum yfirburðum. •„Ég held að þessi útkoma staðfesti líka þá viðurkenningu margra að konur eigi að hafa meiri áhrif á gang þjóðmála en verið hefur og ennfremur tel ég að þessi góða þátttaka í próf- kjörinu boði aukna sókn og áhrif frá Alþýðuflokknum í tslenzkum þjóðmálum,“ sagði Jóhanna ennfremur. „Um úr- slitin í heild vil ég segja það, að þau tala sínu máli um að þeir, sem aðhyllast jafnaðarstefnuna og Alþýðuflokkinn, vilji breyt- ingar á mörgum sviðum.“ Vilmundur Gylfason: Einset mér að bregðast þessu fólki ekki „STUÐNINGSFÖLK mitt og Alþýðuflokksins ætlast ekki til persónulegrar fyrirgreiðslu af minni hálfu. En það ætlast samt til mikils. Það er ætlast til þess, að Alþýðuflokkurinn haldi áfram að brjótast út úr niðurlægjandi samtryggingar- kerfi stjórnmálaflokka. Að flokkurinn verði rismikill jafn- aðarflokkur. Ég einset mér að bregðast þessu fólki ekki,“ sagði Vilmundur Gylfason, menntaskólakennari, sem skipa mun annað sæti fram- boðslista Alþýðuflokksins við næstu alþingiskosningar sam- kvæmt niðurstöðum prófkjörs- ins, en hann hlaut nær 70% greiddra atkvæða í prófkjörinu í 1. og 2. sætið. „Ég hefði kraftmikið fólk — fólk á öllum aldri — til aðstoðar i þessu prófkjöri. Það var ótrú- lega mikils virði. Auðvitað er alltaf sárt að tapa í svona slag. Síðan ég var smá- strákur hef ég þekkt Eggert G. Þorsteinsson sem einstakan drengskaparmann. Því hef ég enn betur k.vnnzt í þessu próf- kjöri.“ Eggert G. Þorsteinsson: Niðurstöð- urnar komu mér á óvart „JU, NIÐURSTÖÐUR próf- kjörsins komu mér í sjálfu sér á óvart,“ sagði Eggert G. Þor- steinsson, alþingismaður, í samtali við Morgunblaðið, en hann kvaðst þó jafnan hafa átt von á að mjótt yrði á munun- um. Eggert benti á, að hlutfall ógildra atkvæða í prófkjörinu hefði verið mjög hátt eða lið- lega 400 atkvæði, sem sýndi að margir hefðu ekki áttað sig á prófkjörsreglunum og þær verið óþarflega flóknar að hans mati. Eins væri þess að gæta að meðal þeirra sem greitt hefðu atvkæði hefði verið töluverður hópur af ungu fólki, 18 og 19 ára, sem ekki yrði komið með kosningarétt í sumar. „Þátttöku í prófkjörinu tel ég hafa verið mjög eólilega, þegar þess er gætt hversu það er opið, en engu að síður get ég ekki merkt að þar hafi gætt óeðli- legra áhrifa eða ihlutunar ann- arra fíokka manna,“ sagði Eggert ennfremur. Eggert var að því spurður hvort afstaða hans til Alþýðu- flokksins hefði á einhvern hátt breytzt við framangreind úrslit prófkjörsins og hvort hann hefði ákveðið nokkuð um það hvað nú tæki við. „Afstaða min er algjörlega óbreytt og skoðun mín á flokkn- um og stefnu hans sömuleiðis, þó að ég kunni hins vegar að vera ósammála um fram- kvæmdina, eins og gerist sjálf- sagt í flestum flokkunt". svar- aði Eggert. „Nei, ég hef heldur ekki tekið neina afstöðu til þess hvað ég tek mér nú fyrir hend- ur en það er ljóst að ég verð ekki í framboði af hálfu Al- þýðuflokksins við næstu þing- kosningar. Guðmundur Daníelsson. „Vestan- gúlpur garró” - Ný bók eftir Guð- mund Daníelsson GUÐMUNDUR Danfelsson rithöf- undur hefur sent frá sér nýja skáldsögu, „Vestangúlpur garró“, sem er sakamálasaga, sem eins og segir á bókarkápu: „minnir á staðhætti, persónur og atvik, sem við höfum haft spurnir af.“ „Vestangúlpur garró“ er 259 blaðsfður, gefin út af Almenna bókafélaginu. Káputeikningu gerði Grafik og hönnun — Ólöf Árnadóttir. Á bókarkápu segir: „Með sögu- hetjunni skröltum við gamla Keflavíkurveginn að næturþeli i fornfálegum vörubíl. Á pallinum eru líkkistur. Um innihald vitum við ekkert. Stanzað er bak við hús á Lindargötunni og kisturnar bornar inn. Hinum mannlegu þáttum sinnir Guðmundur af sinni alkunnu snilld. Við kynnumst fólki í bar- áttu við öfl náttúrunnar. Bæði þeim, sem búa hið innra með þvi sjálfu og þeim ytri, þeim sem skammta þvi lífsbjörgina og líf- daga. — Hið dulræna ívaf, sem gengur í gegnum alla söguna, eyk- ur dýpt hennar og spennu. Öðrum þræði vefur höfundur inn merkan þátt þjóðlýsingar frá millistriðsárunum. Pólitik, strit- vinna, brask og fjársvik koma við sögu, en umfram allt eru það lýs- ingar á fólkinu sjálfu, eðli þess, athöfnum og örlögum, sem gera Vestangúlp svo snilldarlega skrif- aða sögu sem raun ber vitni." Alþýðuflokkurinn: 3 núverandi þingmenn ekki aftur í framboði EFTIR prófkjör Álþýðuflokks- ins verða ekki í kjöri f.vrir flokkinn við næstu Alþingis- kosningar — þeir Gylfi Þ. Gíslason, núverandi formaður þingflokksins, Jón Ármann Héðinsson og Eggert G. Þor- steinsson. Gylfi Þ. Gislason dró sig sem kunnugt er i hlé til að rýnia fyrir Benedikt Gröndal i Reykjavik eftir að Ijóst varð að Benedikt kaus að fara fram i Reykjavik i stað Vesturlands- kjördæmis áður og Eggert G. Þorsteinsson mundi ekki draga sig í hlé af sjálfsdáðum. Jón Ármann Héðinsson féll hins vegar af framboðslista flokksins i prófkjörinu, sem fram fór í Reykjaneskjördæmi fyrir nokkru, og nú um heigina fór á sömu lund fvrir Eggert G. Þorsteinssyni. Eggert hefur setið á Alþingi frá 1953 eða þegar hann var 2(j ára að aldri, þannig að yfir- standandi þing er hið 26. sem Eggert situr. Bæði Gylfi og Eggert gegndu um árabil ráð- herraembætti á dögum Við- reisnarstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.