Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 27 fllttlgtlllltifafrife Utgefandi Framkwaemdastjóri Ritstjórar R itstjómarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6. sími 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuSi innanlands. j lausasölu 80.000 kr. eintakiS. Viðhorf í alþjóðlegum efnahagsmálum Við tslendingar gerum okkur of sjaldan grein fyrir því, að þróun alþjóðlegra efnahagsmála hefur víðtæk áhrif á framvindu efnahags- og atvinnumála hér. Samstarf þjóða heims á þessu sviði er orðið svo náið og ríkin í raun og veru svo háð hvert öðru, að ekki er unnt að gera sér grein fyrir orsökum og afleiðingum nema líta á efnahagsmálin I stærra samhengi. Þannig er sá vandi, sem við höfum átt við að etja í efnahagsmálum á undan- förnum árum, ekkert einangrað fyrirbrigði heldur á hann sér hliðstæður hjá mörgum öðrum þjóðum, enda þótt hann hafi að sumu leyti orðið meiri og alvar- legri hér vegna þess, að til viðbót- ar hinum ytri áhrifum kom stjórnleysi í efnahagsmálum á tfmum vinstri stjórnar, sem aftur hefur valdið því, að okkur hefur gengið verr að ráða bót á þessum vanda en mörgum öðrum. Jónas Haralz, bankastjóri, flutti nýlega fróðlegt erindi um viðhorf í alþjóðlegum efnahags- málum, sem birt var hér I Morgunblaðinu fyrir skömmu og er gagnlegt að íhuga þau sjónar- mið, sem einn helzti sérfræðingur okkar í efnahagsmálum setur fram. Hann hafði nýlega setið árs- fundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og kynnzt þar viðhorfum helztu fjár- málamanna heims um þessar mundir. Um núverandi ástand efnahagsmála sagði Jónas Haralz í erindi sfnu: „Hvert er þá ástand efnahagsmála f þeim heimi, sem á undanförnum árum hefur orðið fyrir mikilli verðbólgu, skæðri kreppu og margföldun orku- verðs? Dómurinn um þetta getur ekki verið nema á einn veg, ástandið er vonum framar, krepp- an er liðin hjá, hagvöxtur hófst að nýju á árinu 1975, hann hefur að vfsu verið allskrykkjóttur, en þó haldið áfram með allgóðum hraða víðast hvar og allt bendir til þess, að svo muni verða enn um sinn. Stórlega hefur dregið úr verð- bólgu um nær heim allan. f sum- um löndum er verðbólgan nú lítil eða engin, og f þeim löndum, þar sem verðbólgan var mest, svo sem í Bretlandi og ftalíu, hefur tekizt að hægja mjög á ferð hennar. Þetta á raunar einnig við um al- ræmd verðbólguiönd eins og lönd- in í suðurhluta Suður-Amerfku. Jafnvægisleysi í erlendum við- skiptum landa á milli hefur minnkað verulega. Það hefur einnig flutzt til og bera Bandarfk- in, sem eru allra landa til þess færust, nú mikinn hluta hallans við olfulöndin. Fljótandi gengi, sem tekið var upp eftir hrun fyrra kerfis alþjóðagjaldevris- mála, hefur reynzt þolanlega vel og í vaxandi mæli hefur reynst unnt að komast hjá alvarlegum gjaldeyriskreppum. Sú tiltölu- lega bjarta mynd, sem hér er sett fram, kemur sennilega mörgum á óvart. Það er e.t.v. ekki furða, þegar við lítum til okkra sjálfra og næstu nágranna okkar. Sann- leikurinn mun þó vera sá, að Norðurlönd ásamt Spáni og Portúgal eru nánast eini hluti heims, þar sem verðbólga, atvinnuleysi og greiðsluhalli er enn vaxandi.“ Slðar f erindi sínu vfkur Jónas Haralz að horfunum framundan og segir um þær: „Nú er fyrir höndum síðari hluti þess hagvaxt- arskeiðs, sem hófst fyrri hluta árs 1975. Þetta skeið hefur allmikla sérstöðu í hagsveiflum undanfar- inna áratuga að þvf Ieyti, að minni spennu gætir í efnahagslíf- inu en oftast eða ætfð áður. Verð- bólga er minnkandi en ekki vax- andi, vinnumarkaðurinn er rúm- ur, ekki er skortur á f jármagni og vextir tiltölulega lágir. Afkasta- geta er enn að talsverðu leyti ónotuð f flestum iðngreinum, verð á hráefnum og matvælum er frekar lækkandi en hækkandi. Allt bendir þetta til þess, að sveiflan upp á við geti haldið áfram býsna lengi og hún þurfi ekki, eins og varð 1972—‘73, að enda í sprengingu verðhækkana, er leiði síðan til alvarlegrar kreppu. Framhald skynsamlegrar stjórnar efnahagsmála á þeim grunni, sem nú hefur verið lagð- ur, getur m.ö.o. leitt okkur fram hjá þvf þunga og straumharða sundi, þar sem verðbólgan er á aðra hönd og kreppa og atvinnu- leysi á hina. En takist þessi sigl- ing vel, hvað er þá framundan á þeim víðari sjó, sem við blasir? Það getur varla verið álitamál, að á næstu tíu árum hljóti það að verða mikilvægasta markmiðið í efnahagsmálum heimsins að ná góðum hagvexti. Þessi vöxtur þarf helzt að vera álfka mikill og árunum 1960—‘70 þ.e. 4—5% í iðnaðarlöndunum og enn meiri f þróunarlöndunum." Þau sjónarmið, sem Jónas Har- alz hér lýsir gefa vfsbendingu um, að við tslendingar getum á næstu árum búizt við tiltölulega hagstæðum ytri skilyrðum, þann- ig að þau þurfi ekki að hamla hagvexti hjá okkur á næstu árum. Inn á við hafa og þau umskipti orðið, að núverandi ríkisstjórn hefur tekizt að ná algerum yfir- ráðum yfir fiskveiðilögsögu landsmanna, þannig að búast má við aukinni nýtingu okkar á auð- lindum hafsins á næstu árum, sem einnig mun stuðla að aukn- um hagvexti. Til viðbótar þvf hef- ur núverandi ríkisstjórn að mjög verulegu leyti tekizt að ná tökum á stjórn efnahagsmála eftir óstjórn vinstri stjórnar. 1 öllum höfuðatriðum á að vera ástæða til bjartsýni þegar til lengri tíma er litið. Engu að síður er það svo, að sporin hræða. Reynslan sýnir að við kunnum okkur ekki hóf og ætlum okkur um of. Við höfum tilhneigingu til þess að gleypa of stóran bita í einu og ætla okkur að ná betri lífskjörum með skjót- ari hætti en nokkur rök eru til. Ef við brennum okkur á þessu enn einu sinni, eins og kjarasamning- ar þessa árs því miður benda til, getum við staðið frammi fyrir nýjum stórfelldum vandræðum. Takist okkur að takmarka afleið- ingar þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru í sumar, við skynsam- leg mörk er ástæða til bjartsýni um framvindu okkar mála næstu árin. Eðlisfrœðingar viðurkenna áhrif hugarafls á sameindir Nokkrir íslendingar sátu kvöld- fundi með ráðstefnugestunum, og voru þeirra á meðal Guðmundur Einarsson, verkfræðingur, Þor- steinn Þorsteinsson, lífefnafræð- ingur, og Þorsteinn Guðjónsson, skrifstofumaður, sem mikið hefur skrifað um mátt mannshugans bæði á íslenzku og ensku og gefið ut bækur. ÍSLENZKIR FRÉTTAMENN VITNI AÐ KYNLEGUM _________ATBURÐUM____________ Á fundi með fréttamönnum, þar sem efni ráðstefnunnar var kynnt á iaugardag, urðu frétta- mennirnir fyrir undarlegri reynslu. Þar var viðstödd bandarisk kona, Greta Woodrew, sem býr yfir sérstökum eiginleikum. I byrjun fundarins hafði hún ekki ætlað að sýna þá, en hún breytti um skoðun þar sem frétta- mennirnir voru fáir og henni þótti andrúmsloftið gott og af- staða þeirra fremur jákvæð. Stálteskeiðar voru sóttar og tvær nákvæmlega eins lagðar á borð fyrir framan hana. Siðan tók hún aðra og strauk léttilega yfir legginn nokkrum sinnum. Að fréttamönnunum ásjáandi byrjaði sá blettur að Iyftast og bogna upp, án þess að nokkru „handafli“ væri beitt. Síðar þegar skeið lá á borðinu, tók Woodrew til við að banka lauslega undir borðplötuna. Allir störðu spenntir og viti menn, skeiðin bognaði upp. Þetta gerði hún tvivegis. I annað skiptið lá skeið á diski á borðinu, hún bank- aði undir plötuna og skeiðin breytti um lögun. Hver frétta- mannanna fékk þannig sina skeið til eignar. Þetta er i fyrsta skipti sem slík sýning hefur átt sér stað á blaða- mannafundi, en hingað til hafa allar tilraunir verið gerðar i þröngum hópi manna, þar sem engin truflandi utanaðkomandi áhrif koma til. Woodrew skýrði frá því, að dag- inn áður hefðu tveir Frakkar ver- ið efins um þetta fyrirbæri, svo hún hefði látið þá sjálfa halda á skeið og staðið við hlið þeim. Með orku frá henni sjálfri fór allt á sömu leið og hún hefði sjálf hald- ið á skeiðunum. Hefðu mennirnir þá ekki getað annað en látið af öllum efasemdum. Það er aðeins eitt ár síðan Greta Woodrew uppgötvaði þennan eiginleika sinn, en f 25 ár hefur hún stundað svokallaðar hug- lækningar og við rannsóknir m.a. UM HELGINA lauk fimm daga ráðstefnu 40 eðlisfræðinga og vís- indamanna frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð sem haldin var á Hótel Loftleiðum. Á ráðstefnunni, sem nefndist „Á mörkum eðlisfræðinnar", var fjallað um afstöðu eðlisfræðinnar til fyrirburðafræðinnar. Þar kom fram, að vísindamenn hafa viður- kennt niðurstöður rannsókna á svokallaðri fyrirburðafræði, sem staðfesta að með hugaraflinu einu saman geti einstaklingar breytt ástandi t.d. málma án þess að það eigi sér eðlisfræðilega skýringu, samkvæmt þeirri þekkingu sem nú er fyrir hendi á því sviði. Þessar rannsóknir sem unnið hefur verið að s.l. 5 ár á fjölda rannsóknastöðva um allan heim, sýna fram á getu mannshugans til að sjá fyrir atburði í mikilli fjar- lægð frá viðkomandi, bæði sam- timaviðburði og viðburði sem koma til síðar. Ennfremur að með hugaraflinu einu sé hægt að breyta lögun málma og koma hlut- um á hreyfingu sem t.d. hanga niður úr lofti, í nokkurri fjarlægð frá viðkomandi. Þessar nýju sannanir koll- steypa fyrri staðhæfingum eðlis- fræðinga um að mannshugurinn geti ekki einn sér haft meirihátt- ar áhrif á sviði eðlisfræðilegra tilrauna. Vísindamaðurinn Wern- er Heisenberg sló því þö fram árið 1920, að einstaklingar sem byggju yfir slíkum eiginleikum, væru „óþekkt stærð“, sem aldrei yrði greind né skýrð. Á ráðstefnunni kom það í fyrsta skipti fram, að eðlisfræðin getur ekki hafnað því, að þessi fyrir- bæri eru til í raun, en nú stendur þessi fræðigrein frammi fyrir þeim vanda að skýra hvað hér er um að ræða og hver verkunin er. Eðlisfræðingurinn Russel Targ, sem starfar við Stanford- rannsóknastöðina i Kaliforníu, hélt erindi og skýrði m.a. frá rannsóknum sem hann og annar visindamaður hafa unnið að, þar sem ákveðnir einstaklingar gátu i einangrun i rannsóknastöðinni lýst athöfnum og aðstæðum ákveðinna manna í New York á sömu stundu. Hann sagði að fjar- lægðir virtust ekki hafa þar nein áhrif á nákvæmni eða greiningu skynjananna. Dr. John Hasted frá Bretlandi skýrði frá einstaklingum þ.á m. börnum sem hann hefur rannsak- að, sem gátu beygt stállykla með hugaraflinu einu, jafnvel þannig að lyklarnir voru i nokkurra metra fjarlægð frá þeim. Eldon Byrd, bandarískur vísindamaður, skýrði frá tilraun- um sem gerðar voru á eiginleik- um ísreaelsmannsins Uri Gellers, sem flestir Islendingar hafa heyrt getið. Akveðin málmblanda, sem Á þessari mynd má sjá bæði hvernig Greta Woodrew heldur skeiðinni, þegar hún breytir um lögun, og skeiðarnar eins og þær líta út óbreyttar. Eðlisfræðikenningu Einsteins ógnað með röntgenmyndum hefur það sannast að máttur frá henni eyðir sjúkdómseinkennum, t.d. krabba- meini í vör. Hún sagðist enga skýringu geta gefið sjálf á þessum hæfileika en sagði að t.d. áhrif hennar á lögun stálskeiðanna tækju frá henni mikla orku á meðan á þeim stæði, en einhvern veginn væru það ein- hver æðri svið, — ekki hún sjálf — sem stæðu hér á bak við. Dr. Andrija Puharich, sem rannsakað hefur eiginleika bæði Uri Gellers og Gretu Woodrew, sagði á fundinum að hann væri sammála Woodrew um það, að hér kæmu æðri og óþekkt svið við sögu. Hér væru á ferðinni fyrirbæri sem vísindamenn hefðu ekki getað fundið skýringu á ennþá og röskuðu þannig mjög þeirri vísindaþekkingu sem heimurinn býr yfir. Nú stæði fyrir dyrum að reyna að mynda nýja fræði- kenningu, þar sem eðlisfræði- kenning Alberts Einsteins væri ekki lengur óhagganleg, en hann vildi ekki taka tillit til slira fyrir- bæra sem þessara. Dr. Puharich sagði ennfremur, að vísindamenn hefðu með sér- stökum tækjum mælt ástand sameinda málmsins, t.d. þegar Woodrew beygir skeiðarnar með hugarafli og að hreyfing þeirra hefði þá mælzt geysilega hröð. Eðlisfræðin stæði þó enn mátt- laus frammi fyrir þessu fyrir- bæri, sem vísindamenn um allan heim reyndu nú að skýra, eftir að hafa loks viðurkennt tilvist þess. Hann sagði að öil slík fyrirbæri sem hann hefði kynnzt, hefðu verið jákvæð, þ.e. ekki orðið öðrum eða þeim sem framkallar þau skaðleg, en á ráðstefnunni hefði verið samþykkt siðferðisleg yfirlýsing sem nokkrir vísinda- menn báru fram um að ef þessi fyrirbrigði yrðu rannsökuð nánar og skýrð, mætti aldrei beita þeim mannkyninu til tjóns. Þegar visindamenn hafa nú fyr- ir alvöru tekið til við að rannsaka hver þessi óþekkti kraftur er, sem sumir menn virðast búa yfir og getur á örstuttri stundu breytt lögun málma með léttri snertingu við ákveðin ytri skilýrði, hljóta margir að hugleiða hvað sé hér á ferðinni. Alla vega var þeim fréttamönnum sem sjónarvottar voru að breytingu stálskeiðanna fyrir tilstuðlan Gretu Woodrew dálitið órótt innanbrjósts þegar þeir kvöddu og óskuðu fundar- mönnum góðrar heimferðar. ÁJR nefnist nitinol, er þeim eiginleik- um gædd, að ef upphaflegri mynd þráðar úr þvi efni er breytt, t.d. hann rúllaður saman, og eldur síðan borinn að honum þá færist hann aftur i sína upphaflegu mynd. Blandan sem þetta efni samanstendur úr hefur þannig „minni“ eða heila, sem ekkert á að hafa áhrif á samkvæmt eðlis- fræðinni. Með hugarafiinu hefði Uri Geller fyrirbyggt að nitinol- þráður tæki sína upphaflegu lög- un við hita. Málmblandan hefði þannig tapað „minninu" vegna áhrifa hans. Viðfangsefni ráðstefnunnar var fyrst og fremst fræðilegar vanga- veltur um hverjar breytingarnar væru, þegar mannshugurinn einn hefði slíkar verkanir, um innri gerð efnisins og hvaða breytingar yrðu á afstöðu sameindanna þeg- ar slík utanaðkomandi áhrif kæmu til, og niðurstöður mælinga ræddar og kannaðar. Greta Woodrew Öveður víða um land og færð hefur spillzt Ljósm.: RAX. NYTT skip hefur bætzt f flota Eimskipafélags tslands h.f. og ber það nafnið I.agarfoss, en nýlega var gamli Lagarfoss seldur utan. Hið nýja skip liggur f Nundahöfn og f gær var mönnum boðið að skoða það. Við það tækifæri voru meðfylgjandi myndir teknar af skipinu og forystu- mönnum Eimskipafélagsins og yfirmönnum skipsins. Frá vinstri eru: Ottarr Möller, forstjóri, Gustav Magnús Siemsen, skipstjóri, Agnar Sigurðsson, yfirvélstjóri og Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskipafélagsins. Lslendingar sigruðu tSLENDINGAR urðu sigurvegar- ar á Norðurlandameistaramóti menntaskólanema f skák, sem haldið var f Danmörku. Lokastaða mótsins varð sú að tslendingar hlutu 12 vinninga, Svfar 9 og Dan- ir og Norðmenn 4‘A vinning. Fyrir lslendinga keppti sveit skák- manna frá Menntaskólanum f Hamrahlíð. í fyrstu umferð unnu íslending- ar Dani á öllum borðum, 5:0, en Svíar unnu Norðmenn 4:1. Annari umferð lauk þannig, að Islendingar tefldu við Norðmenn og tapaði Jón L. Arnason þá fyrir Michelsen, Margeir Pétursson vann Storhug, Ásgeir Árn:son vann Ritland, Þröstur Bergman vann Larsen og Ömar Jónsson vann Jörstad. Svíar unnu Dani 3:2. I þriðju umferð gegn Svium vann Schtissler Jón L. Árnason, Margeir vann Ernst, Asgeir Arna- son vann Fornell, Þröstur og Lar- son gerðu jafntefli og Omar og Ansner gerðu einnig jafntefli. Ur- slitin urðu því 3:2. Danir og Norð- menn gerðu hins vegar jafntefli 2H:2V4. ÓVEÐUR hefur undanfarna sólarhringa gengið yfir stóran hluta landsins og hefur stórhrfð geisað f nokkra daga á Norðaustur- og Austurlandi eða allt sfðan á föstudag. Á Grfms- stöðum á Fjöllum og nágranna- bæjum hefur ekki tekizt að ná inn öllu fé og er óttazt að eitthvað hafi drepizt í þessu veðri, en þar er nú kominn óvenjumikill snjór. Samfara þessu hefur færð um allt land spillzt mikið og í því sam- bandi sneri Morgunblaðið sér til Arnkels Helgasonar hjá vega- eftirlitinu og innti hann frétta um færð. — Um sunnan- og vestanvert landið eru vegir færir þó viða séu þeir nokkuð hálir. Fært er vestur i Dali um Heydal, en þar vestur Vinningsnúmer í happdrætti SjáJf- stæðisflokksins DREGIÐ var hjá borgarfógeta f hausthappdrætti Sjálfstæðis- flokksins sl. laugardag. Vinningar voru Hitachi- litsjónvarpstæki. Upp komu eftirtalin vinnings- númer: Nr. 28247 — Nr. 38542 — Nr. 43504 — Nr. 26451 — Nr. 12514 — Nr. 8319 — Nr. 54964 — Nr. 35226 — Nr. 40035 — Nr. 42170. Eigendur ofantaldra vinnings- miða framvísi þeim í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1. Sjálfstæðisflokkurinn þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem þátt tóku í stuðningi við flokkinn með kaupum á happdrættismiðum. (Fréttatilkynning). úr er aðeins fært jeppum og stærri bílum vestur í Reykhóla- sveit. Vestur um Háls til Patreks- fjarðar var orðið ófært i gær. Vegurinn um Hálfdán var mokað- ur i gær, en aðrir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir. Öfært var um Holtavörðuheiði i gær, en ráðgert er að ryðja snjó af veginum i dag ef veður leyfir. Einnig er i bígerð að moka veginn til Hólmavikur, en hann var orð- inn alveg ófær í gær. Þá er fært alla leið til Akureyrar, en ófært er til Siglufjarðar úr Fljótum og eins til Ölafsfjarðar. H gær var mokað milli Húsavik- ur og Akureyrar. Frá Húsavik er fært með ströndum allt til Vopna- fjarðar stórum bilum og jeppum, en seint i gærkvöldi var færð þó farin að þyngjast enn meira vegna veðurs á þessum slóðum. Ófært er um Möðrudalsöræfi og á Austfjörðum eru allir fjallvegir ófærir. Frá Reyðgrfirði er síðan fært suður með fjörðum og um alla suðurströndina, sagði Arn- kell að lokum. Rafmagns- skömmtun í Breiðholti RAFSTRENGUR i Lóuhólastöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur bil- aði í gærdag og klukkan 18.30 varð að taka upp rafmagns- skömmtun í Breiðholti vegna þess að burðargeta þeirra strengja, sem eftir voru, var ekki nægileg. Viðgerð fór fram á bilaða strengn- um í gær og undir kvöld var unnt að hætta skömmtun. Peysusalar; Segja 50% verðhækkun leiða til verulega minni markaðs „EG EFAST ekki um, að það sé hægt að fá eitthvað betra verð fyrir peysurnar, en það sem nú fæst, en spurningin er, hvað verð- ur um magnið. Persónulega er ég hræddur um að 50% hærra verð komi verulega niður á magninu", sagði Pétur Eiríksson, forstjóri Alafoss, er Mbl. bar undir hann þær fullyrðingar stofnenda Hand- prjónasambands Islands, að unnt væri að fá verulega hærra verð fyrir handprjónaðar peysur en það sem nú væri greitt. Pétur sagði ennfremur: „Ég treysti mér ekki til að greiða það verð, sem konurnar nefna, en tak- ist þeim þetta, þá þýðir það ein- faldlega það, að við séum ekki samkeppnisfærir og þá verðum við bara að hætta.“ Þegar Mbl. spurði, hvort ekki væri sjálfhætt strax, ef fyrirtækið gæti ekki greitt það, sem upp væri sett, svaraði Pétur: „Við eigum tals- vert af peysum á lager og svo reikna ég með að við höldum áfram að kaupa eftir mætti, því auðvitað eru til fleiri konur en þær, sem vilja svona hátt verð fyrir peysurnar.“ Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Hildu hf„ sagði að allir sem stæðu í útflutningi væru með frjálsu framtaki og þvi kvaðst hann fagna Handprjóna- sambandinu og áformum þess. Hins vegar kvaðst Þráinn vilja benda á i sambandi við tal um hátt verð á Bandarikjamarkaði, að þá mætti setja upp eftirfarandi dæmi varðandi vöru, sem kostaði 10.000 krónur komin í hendur út- flytjanda. Flutningskostnaður og tryggingar: 500 kr og 100 kr. Toll- ar i Randarikjunum 2.100 kr„ frá- gangur, þ.e. ýms skjalavinna vestra 150 kr. og flutnings- kostnaður innan Bandarikjanna 150 kr. Þar með er varan komin i 13.000 krónur. Sérstök álagning stórverzlana nemur 2000 krönum og þá er verðið komið i 15.000 krónur. Sú upphæð væri siðan tvöfölduð til neytenda. þannig að smásöluverðið út úr búð i Banda- ríkjunum er þá 30.000 kr. Ef selt væri i gegn um heildsala vestra færi verðið upp í 36—40.000 krón- ur. Þráinn sagði, að ef hækka ætti peysuverðið um 50%, þá þýddi það að hans dómi að markaðurinn myndi dragast mjög saman. Sagði Þráinn að til dæmis hefðu norsk- ar, danskar og írskar peysur dott- ið upp fyrir á Bandarikjamarkaði eftir slíka verðhækkun heima fyr- ir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki mikið fyrir prjónaskapinn að fá,“ sagði Þrá- inn.“ En við reynum að halda verðinu eins háu og hægt er með hliðsjón af því magni, sem unnt er að selja.“ Haukur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Rammagerðarinn- ar, sagði að auðvitað væri ánægju- legast að fá sem hæst vcrð fyrir peysurnar. en sannleikurinn væri sá, að slíkar vörur þyldu ekki nema takmarkaðar hækkanir hverju sinni. „Það er svo margt komið i samkeppni við peysuna. til dænus jakkar alls konar og ef peysan á að vera jafndýr jökkun- um, þá held cg að jakkarmr standi betur að vigi sem söluvara. Auðvitað er eðlilegt að einhver hækkun fáist og þoli peysan 50% hækkun, þannig að við getum selt hana áfram, þá er ekkert ncma gott eitt um það að segja. En varan verður að seljast. Það er alltaf númer eitt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.