Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977
43
Sómalíumenn slíta sam-
bandi við Rússa og Kúpu
Nairobi. 14. nóvember. Reuter.
AKVÖRÐUN sómallustjórnar um að sllta vináttusáttmála við Moskvu og stjórnmálasamskiptum við
Kúbu, hefur hlotið góðan hljómgrunn meðal fbúa landsins, samkvæmt hinu opinbera útvarpi landsins.
Akvörðunin var tekin eftir að Sovétríkin tóku að senda skriðdreka og önnur hergögn til Eþiópfu, sem
beitt ergegn herjum Sómalfu.
Þessi ákvörðun stjórnarinnar leiðir til þess að Sovétmenn glata mikilvægri hernaðaraðstöðu, sem þeir
hafa haft á suðurströnd Sómalfu; tveimur flotastöðvum við Indlandshaf, f Berbera þar sem sovézki
kafbátaflotinn hefur haft mikilvæga aðstöðu, og í Kismayu þar sem flotinn hafði mikla eldsnevtistanka.
I útvarpinu var sagt frá þvi að
hamingjuóskir hefðu streymt til
stjórnarinnar f dag vegna þessar-
ar ákvörðunar.
Á tíu klukkustunda fundi á
sunnudag var ákveðið að fella úr
gildi þann vináttusamning sem
gerður var á milli Sómalfu og
Sovétríkjanna fyrir þremur árum
og svipta Ráðstjónarrfkin allri
hernaðaraðstöðu i landinu.
Sovézkir borgarar sem eru um
1500 í landinu og Kúbumönnum
var tilkynnt að þeir yrðu að fara
úr landi innan 48 klukkustunda.
Sómalia er elzti bandamaður
Sovétrikjanna i Afriku og var
annað ríkið á eftir Egyptalandi til
að undirrita friðarsamning við
Moskvu. Egyptar felldu sinn
samning úr .gildí árið 1972 og vís-
Sovézki andófsmaðurinn Pyotr Grigorenko með umsókn
um bandaríska vegabréfsáritun f bandarfska sendi-
ráðinu í Moskvu. Grigorenko er á förum til Banda-
rfkjanna ásamt fjölskyldu sinni og ætlar að dveljast þar
í sex mánuði. Hann ættar að heimsækja fósturson sinn
og ganga undir skurðaðgerð.
Dauði Bikos
rannsakaður
Manntjón vegna óveð-
urs á Bretlandseyjum
London. 14. nóvember Reufer
FIMM létu Iffið og þúsundir heimila og verzlana eyðilögðust vegna
stórflóða f Bretlandi um helgina. Harðast úti varð svæðið á Norðvestur
Englandi, þar sem áttatfu ára gamall steinveggur hrundi. f Morcabme
þegar sjór flæddi yfir hann. Bifreiðar fuku þar sem þeim hafði verið
lagt á vegum nálægt sjó. Dýpt vatnsins við fbúðarhús og verzlanir var
hátt á annan metra.
uðu 20 þúsund sovézkum ráðgjöf-
um úr landi.
Angóla, sem undirritaði slíkan
samning við Sovétmenn árið 1976,
og Mósambique, sem gerði samn-
ing á þessu ári, eru nú einu rikín i
Afríku sem hafa slikt formlegt
samband við Ráðstjórnarríkin.
Sovétríkin hjálpuðu Sómalíu-
mönnum að mynda öflugan her.
en áður höfðu Frakkar, Bretar og
Bandaríkjamenn lofað að selja
Sómalíumönnum vopn en þessi
riki drógu tilboð sin til baka
þegar stríð Sómaliu og Eþiópiu
brauzt út.
U pplýsingamálaráðherra
Sómaliu tilkynnti i dag að bæði
Sómalia og Sovétrikin myndu
Framhald á bls. 31
Pretoria. S-Afríku. AP
Blökkumannaleiðtoginn Steve
Biko var borinn ofurliði af lög-
reglumönnum, þegar hann réðst
að þeim með stól á lofti við vfir-
heyrslu, samkvæmt frásögn
öryggisvarðar á mánudag við yfir-
heyrslur f sambandi við rannsókn
á dauða Bikos.
Steve Biko var 21. blökku-
maðurinn, sem lézt f varðhaldi f
höndum lögreglunnar, á átján
mánuðum. Rannsóknin sem nú
stendur yfir um orsakir og allar
aðstæður við lát hans er f margra
augum prófmál á dómskerfið f
S-Afrfku vegna framburða fanga
um ruddaskap lögreglunnar.
I réttinum kom fram að við
krufningu á likí Bikos hefði það
komið í ljós að hann hefði látizt af
ákverka á höfði. Tilgangur
rannsóknarinnar er sá að kanna
hvort einhver er ábyrgur fyrir
láti hans.
Það er álit manna sem fylgjast
með rannsókninni, að ef M.J.
Prins dómari finnur engan
ábyrgan, muni engin málaferli
eiga sér stað vegna þessa máls.
Harold Snyman, starfsmaður i
Port Elizabeth-fangelsinu, skýrði
frá því við yfirirheyrslur að eftir
slagsmál við handtökuna hefði
Biko ekki getað talað i samhengi
Hjartaþegi
fremur
sjálfsmorð
HöfAaburg. 14. név. Reutrr
KONA, sem nýtt hjarta var grætt
í fyrir þremur vikum, framdi
sjálfsmorð í fyrrinótt, með því að
kasta sér út um glugga á Groote
Schur-sjúkrahúsinu, að því er
talsmaður þess sagði í dag.
Elízabet Nel, 34 ára var fyrsta
konan, sem i var grætt nýtt hjarta
í Suður-Afríku og var sú aðgerð
framkvæmd af hjartaskurðlækn-
inum Christiaan Barnard. Hún var
átjándi hjartaþeginn t Suður-
Afríku.
Dánarorsökin var sjálfsmorð og
því er málið nú í höndum
lögreglunnar, þar sem sjálfsmorð
er ekki eðlileg dauðaorsök að því
er haft er eftir talsmanni Groote
Schur-sjúkrahússins.
og að augu hans hefðu verið
undarlega gljáandi.
Annan daginn í varðahldi hefðu
yfirheyrslur staðið yfir án þess að
Biko væri handjárnaður eða
bundinn á annan hátt. Biko hefði
verið órólegur og hefði siðan a 111 í
einu stokkið upp og kastað að
rannsóknarlögreglumönnunum
stóli. Með hjálp lögreglumanna
Framhald á bls. 31
Einn maður lét lifið, þegar flóð-
bylgja skall yfir heimili hans og
vindurinn tók annan á loft, þar
sem hann stóð á götu úti. Lömuð
kona lézt, þar sem hún hafði
ekkert vald á hjólastól sínum og
lenti undir vörubil. Tveir
Frakkar drukknuðu i Ermar-
sundi.
29 sjómenn á brezka flutninga-
skipinu Hero, var bjargað naum-
lega af þýzkri þyrlu, þar sem þeir
þurftu að yfirgefa skip sitt i
Norðursjó á leið frá Esbjerg til
Harwich.
Fimm manns lokuðust inni i
lest næturlangt á afskekktri
brautarstöð i Wales, þegar vagn-
stjórinn hafði gefizt upp eftir sex
tíma akstur i mótvindi, sem var
með 145 km hraða á klukkustund.
Vegir víða um landið voru ófær-
Hengdi sig
írúmfötum
Sjötti hryðjuverkamaðurinn
finnst látinn í klefa sínum
Munchen, 13 nóvember Reuter
INGRID Schubert, sem dæmd var í 13 ira fangelsi fyrir hryðjuverka-
starfsemi með Baader-Meinhof samtökunum, fannst hengd ! klefa
sinum aðfaranótt laugardagsins. og við það hafa enn aukizt ! Þýzka
landi umræður um öryggismál 1 rammbyggðustu fangelsum landsins.
Ingrid Schubert var 32 ára gömul. einn af upphafsmönnum samtak
anna og er sjötti hryðjuverkamaðurinn sem fyrirfer sér i fangelsi. Hún
fannst hengd i rúmfötum sem bundin voru við gluggarimla klefans i
Stadelheimfangelsinu i Munchen kl. 7.10 að morgni, en við athugun
klukkutima iður var hún enn i lifi.
Talsmaður dómsmálaráðuneytis-
ins sagði að krufning sem fram-
kvæmd var á sunnudag hefði ekki
leitt neitt i Ijós, sem gæfi til kynna
aðra dánarorsök en sjálfsmorð
Hann sagði ennfremur að engin yfir-
lýsing frá henni um sjálfsmorð hefði
fundizt
Dauði Ingrid Schubert fylgir i kjöl-
farið dauða þriggja hryðjuverka-
manna i Stammheimfangelsinu i
Stuttgart, þ á m Andreas Baaders
sem samtökin eru kennd við, en
v-þýzka stjórnin hefur lýst þvi yfir,
að þeir hafi framið sjálfsmorð Árið
1 975 fannst Ulrika Meinhof hengd i
Stammheimfangelsinu og árið
19 74 lézt Holger Meins. einn félagi
samtakanna. i hungurverkfalli i
fangelsi.
Ingrid Schubert var að afplána 1 3
ára fangelsisdóm fyrir morðtilraun
og nokkur bankarán
I upphafi afplánunarinnar var hún
ásamt hinum í Stammheim-
fangelsinu. en var flutt til Munchen
18 ágúst sl . vegna likamlegs
ástands hennar eftir langvarandi
hungurverkfall
Embættismenn i dómsmálaráðu-
neytinu hafa skýrt frá þvi, að ströng
gæzla hefði verið höfð á Schubert
eftir að Andreas Baader. Jan Carl
Raspe og Gudrun Ensslin létust 18
október Sl , eftir að ræningjar Luft-
hansa-vélarinnar höfðu verið yfir-
bugaðir. en þeir ætluðu að þröngva
v-þýzku ríkisstjórninni til að láta
lausa Ingrid Schubert og fleiri félaga
hryðjuverkasamtakanna Þrir ræn-
ingjanna voru skotnir til bana. þegar
sérþjálfuð sveit v-þýzkra hermanna
gerði skyndiárás á vélina í
Mogadishu
Fangaverðir sem fylgdust með at-
höfnum Schubert allan föstudaginn
sögðu að þeir hefðu ekki merkt neitt
athugavert i klefa hennar Þeir
sögðu að hún hefði hvorki virzt
beygð né örvilnuð
Miklar umræður hafa orðið i V-
Þýzkalandi um öryggisráðstafanir
þær sem gerðar eru i fangelsum
landsins, eftir að fjarskiptatæki og
sprengiefm fundust i klefum hryðju-
verkamannanna eftir lát þeirra 18
október Fyrir aðeins fjórum dögum
Framhald á bls. 31
ir sökum flóða. I Hull slitnuðu
festar rússnesks flutningaskips
og það rakst á tvö vöruflutninga-
skip. Loka þurfti höfninni við
Dover vegna fárviðris. I nágrenni
borgarinnar Southpórt voru 150
heimili yfirgefin. Tveimur var
bjargað úr bílflaki, sem tré féll á.
Einn maður úr áhöfn brezka
flutningaskipsins Hero,
drukknaði að þvi er síðustu fregn-
ir herma.
Sidi Barre
Byltingartilraun
Addis Ababa
/
í
Djibouti. 14. nóv., Reuter.
EÞlÓPlUHER hefur hafið gagn-
aðgerðir með tangarsókn á aust-
urvfgstöðvunum, þar sem herinn
hefur mikilvæga járnbraut á
valdi sfnu.
Sómalfuher hefur stóran hluta
járnhrautarinnar á valdi sfnu, en
hún liggur til Addis Ababa höfuð-
borgar Eþfópfu og hafnarinnar í
Djibouti. öll umferð hefur verið
stöðvuð sfðan fjórar brýr voru
sprengdar í loft upp f júnfmán-
uði.
Heimildir segja aó sveitir
Sómalíuhers, sem hafi hreiðrað
um sig á þjóðvegi, hafi stöðvað
einn fylkingarvæng Eþiópíuhers
nálægt hinni fornu fjallaborg
Harar.
Sómaliuher hefur náð aftur á
sitt vald járnbrautabrúm og er
hafin viðgerð á þeint.
Miklar rigningar hafa hamlað
aðgerðum striðsaðilja á siðustu
vikum. Hléið hefur gefið Eþíópíu-
her tækifæri til að hagnýta sér
árásarvopn þau sem Sovétrikin
hafa látið hernum í té.
Solomon Gesesse sem átti sæti i
herforingjastjórn Eþiópíuhers
var rhyrtur af andbyltingarmönn-
um í fyrrinótt að þvi er útvarpið i
Addis Ababa skýrði frá í dag.
Utvarpið í Addis Ababa las
einnig yfirlýsingu frá byltingar-
stjórninni í Eþíópiu, sem hvetur
þjóðina til að breiða rauða ógnar-
stjórn inn I herbúðir afturhalds-
manna og snúa hvitri ógnarstjórn
yfir i rauða ógnarstjórn. En forð-
ast skyldi óeirðir, samkvæmt yfir-
lýsingunni.
Hcrmenn Eþfópfustjórnar reyna
að svamla með fátækleg vopn sfn
á pramma vfir á, skammt frá
bænum Houmara þar sem þeir
hafa átt f höggi við skæruliða
rrokkrvlkinpar Frítreu.
Humarþjóf-
ur sektað-
ur um þrjá
úlfalda...
Tel Aviv, 14. nóvember
BEDÚINI sem veiddi humar
ólöglega og otaði hnffi að
tveimur veiðivörðum, hefur
verið sektaður um þrjá úlf-
alda.
Dómurinn var kveðinn upp
af dómstóli skipuðum af ætt-
flokki Bedúinans, Id Rizik, i
vin nálægt borginni Eilat.
Bedúininn var leitaður uppi,
eftir að Sinaiskaga-humar, sér-
stök friðuð tegund humars. fór
að vera á boðstólnum á dýrum
veitingastöðum i Eilatborg og
Tel Aviv.
Tveir veiðiverðir náðu
honum með fullan poka af
humri, en þegar þeir reyndu
að handtaka manninn. otaði
hann að þeim rýtingi og flýði
til fjalla. þar setn hann náðist
stuttu siðar.