Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 ORKUBU VESTFJARÐA: Heimastj órn V est- firðinga 1 orkumálum Svar iðnað- arráðherra Hér fer á eftir svar Gunn- ars Thoroddsens, orkuráð- herra, við fyrirspurn á Al- þingi um Orkubú Vest- fjarða. Með ályktun Alþingis 5. apríl 1971 var ríkisstjórninni falið að kanna óskir sveitarfélaganna á Vestfjörðum um þátttöku í virkjunarframkvæmdum með það fyrir augum að stofna sameignar- fyrirtæki rikisins og sveitarfélag- anna. Þingsályktunartillaga þessi var flutt af öllum þingmönnum Vestfjarða. Málið lá að mestu í láginni næstu ár. Avallt var þó mikill áhugi hjá Vestfirðingum á því að taka orkumálin í eigin hendur í samvinnu við ríkið. Á aukaþingi Fjórðungssam- bands Vestfjarða í júni 1975 er hvatt til þess að stofnað verði sameignarfyrirtæki ríkis og sveitarfélaga og hafi með höndum rekstur orkumannvirkja í fjórð- ungnum. Samskonar hugmyndir höfðu einnig komið fram i niður- stöðum á ráðstefnu Sambands is- lenskra rafveitna 1972 um skipu- lag orkumála. Iðnaðarráðherra skipaði í júlí 1975 nefnd til að vinna að orku- málum Vestfjarða og kanna við- horf sveitarfélaga á Vestfjörðum til stofnunar Vestfjarðarvirkjun- ar. Nefnd þessi, er hlaut nafnið orkunefnd Vestfjarða, var skipuð 23. júlí 1975 og áttu 7 menn sæti i henni, þeir Jóhann T. Bjarnason, Engilbert Ingvarsson, Karl E. Loftsson, Ólafur Kristjánsson, Guðmundur H. Ingólfsson, Ingólf- ur Arason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson sem jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar. Nefnd þessi vann starf sitt af miklum dugnaði. Hún fékk til liðs við sig sérfræðinga og ræddi við fjölmarga menn, sem höfðu til að bera staðarþekkingu, sérþekk- ingu eða voru í fyrirsvari í orku- málum Vestfjarða. Þegar nefndin hafði mótað til- lögur sínar, efndi hún til 8 funda á Vestfjörðum með sveitar- stjórnarmönnum þar. Voru til- lögurnar kynntar og skipst á skoðunum. Kom fram mikill ein- hugur og áhugi á framgangi þessa máls. Einnig átti nefndin fundi með þingmönnum og Fjórðungs- sambandi Vestfjarða. I lok mars 1976 skilaði nefndin tillögum sínum fullmótuðum til iðnaðarráðherra. Var þar í fyrsta lagi um að ræða frumvarp til laga um Orkubú Vestfjarða og í öðru lagi tillögur um framkvæmdir í orkumálum. Var gerð ítarleg úttekt á orkumál- ’um í því sambandi. Megininntak frumvarpsins var þetta: 0 1. Rikissjóður og sveitarfélög í Vestfjörðum skulu setja á stofn orkufyrirtæki er nefnist Orkubú Vestfjarða. • 2. Orkubúið er sameignar- fyrirtæki ríkisins og sveitarfélaga á Vestfjörðum. Eignarhlutur ríkisins skal vera 40%, en eignar- hlutir sveitarfélaganna skulu nema samtals 60%. 0 3. Tilgangur fyrirtækisins skal vera að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum, þar sem hagkvæmt þykir. Skal orkubúið eiga og reka vatnsorkuver og disilraforkustöðvar til raforku- framleiðslu ásamt nauðsynlegum mannvikrjum til orkuflutnings og dreifingar. Fyrirtækið skal eiga og reka jarðvarmavirki og nauðsynlegt flutningskerfi og dreifikerfi fyrir heitt vatn. Skal fyrirtækið eiga og reka fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi. Fyrirtækið skal annast virkjunarrannsóknir og aðrar undirbúningsrannsóknir, eftir því sem ákveöið er hverju sinni. 0 4. Rafmagnsveitur ríkisins og ríkissjóður, svo og orkuveitur sveitarfélaga á Vestfjörðum skulu afhenda Orkubúinu til eignar sem stofnframlag öll mannvirki og dreifikerfi sín á Vestfjörðum, og skal Orkubúið yf- irtaka skuldir samkvæmt sam- komulagi. 0 5. Stjórn Orkubús Vestfjarða skal skipuð 5 mönnum. Á aðal- fundi fulltrúa sveitarfélaga skulu kosnir 3 menn. Iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra skipa einn mann hvor. 0 6. Iðnaðarráðherra skal gang- ast fyrir að sameignarsamningur sé gerður og stofnfundur haldinn. Frumvarp Orkunefndar Vest- fjarða um Orkubú Vestfjarða var síðan lagt fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp og tekið til 1. umræðu í efri deild þann 7. apríl 1976. Frumvarpið var samþykkt og afgreitt sem lög frá Alþingi 18. maí 1976. Eftir samþykkt laganna varð að kanna ýmis fjármála- og fram- kvæmdaatriði og undirbúa sam- eignarsamning. Voru þar ýmis atriði erfið viðfangs og timafrek, svo sem yfirtaka lána. Að þessum undirbúningi unnu mest Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, alþingismaður, Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur og Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og orkuráðherra. Guðmundur Magnússon, prófess- or í samráði við iðnaðarráðuneyt- ið. I samræmi við tillögur orku- nefndarinnar var ákveðið að meg- inforsendur fyrir stofnun Orkú- búsins skyldu vera þessar: 1. Fullnægt verði orkuþörf Vestfirðinga með innlendum orkugjöfum. 2. Vestfirðingar búi við, sam- bærilegt orkuverð og aðriraands- menn. 3 Orkubúið hafi traustan rekstrargrundvöll. Málið var rætt á fundum ríkis- Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Þakka ráðherra og ríkisstjórn í UMRÆÐU um Orkubú Vest- fjarða, sem leiddu til þeirra upplýsinga orkuráðherra, er birtar eru hér á þingsfðu Mbl., fórust Þorvaldi Garðari Kristjánssyni m.a. svo orð: Ég vil af þessu tilefni láta hér koma fram, að það hefði verið ómögulegt að koma þessu máli i höfn, svo sem nú hefur verið gert, þó Alþingi hefði samþykkt heimildarlög um stofnun Orku- bús Vestfjarða, nema fyrir ákveðinn vilja, stuðning og for- ystu hæstv. iðnaðarráðherra í þessu máli. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að láta það heyrast hér og flytja þakkir, sem hvarvetna á Vestfjörðum eru efst i hugum manna fyrir það, sem hæstv. ráðherra og hæstv. ríkisstjóri i heild hafa gert í þessu máli. Það eru vonir allra og ekki síst Vestfirðinga, að það sem nú hefur gerst í orkumálum fjórðungsins verði giftu- og heillaspor í sögu Vestfjarða. Ég held, að það sé ekki ástæða til þess hér og nú að óttast að ein meginforsendan fyrir stofnun Orkubús Vestfjarða bresti, þ.e.a.s. sú, að séð verði fyrir orkuþörf Vestfirðinga með inn- lendum orkugjöfum. Ég, eins og allir aðrir, sem hafa komið nálægt þessum málum, treysti auðvitað þvi, að það verði svo haldið á þeim að bæði þessi og aðrar mikilvægustu forsendur fyrir stofnun Orkubúsins standi. stjórnarinnar, tillögur voru send- ar öllum hreppsnefndum og bæj- arstjórnum á Vestfjörðum og fundir haldnir með forráðamönn- um orkuveitna á Vestfjörðum. Var síðan boðað til undirbún- ingsstofnfundar i Reykjavik 14. júlí 1977 og í framhaldi af því haldinn stofnfundur Orkubús Vestfjarða 26. ágúst 1977 á ísa- firði. Var þar undirritaður sameign- arsamningur milli rikis og sveit- arstjórna á Vestfjörðum. Iðnaðarráðherra tók fram að samningsgerðin væri háð endan- legu samþykki ríkisstjórnarinnar og um sum atriði samningsins þyrfti samþykki Alþingis. Á ríkisstjórnarfundi 25. októ- ber 1977 samþykkti ríkisstjórnin sameignarsamninginn. Stjórn Orkubús Vestfjarða skipa: Guðmundur H. Ingólfsson, forseti bæjarstjórnar Isafjarðar, formaður. Jóhann T. Bjarn^on framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfjarða, varafor- maður. Össur Guðbjartsson, bóndi, oddviti Rauðasandshrepps, ritari. Engilbert Ingvarsson, raf- veitustjóri rafveitu Snæfjalla, meðstjórnandi. Ölafur Kristjáns- son, forseti bæjarstjórnar Bolung- arvikur, vararitari. Varamenn: Ingólfur Arason, hreppsnefnd- armaður Patreksfirði, Karl Lofts- son, oddviti Hólmavik., Birkir Friðbertsson, hreppsnefndar- maður Suðureyri, Ágúst H. Pét- ursson, hreppsnefndarmaður Pat- reksfirði, Þóroddur Th. Sigurðs- son, vatnsveitustjóri Reykjavík. Stjórnin hefur þegar tekið til starfa. Hafnar eru viðræður við sveitarfélög og Rafmagnsveitur ríkisins um fyrirtöku orkumann- virkja þessara aðila á Vest- fjörðum. Skriður er kominn á undirbún- ing reglugerðar fyrir Orkubú Vestfjarða og auglýst hefur verið eftir framkvæmdastjóra. Stjórn Orkubús Vestfjarða stefnir að þvi að yfirtaka rekstur raforkumannvirkja á samveitu- svæðum Þverárvirkjunar og Mjólkárvirkjunar þann 1. janúar 1978. Með stofnun Orkubús Vest- fjarða er stigið markvert spor til umbóta i skipulagi orkumála. Vestfirðingar hafa nú fengið langþráða heimastjórn í orkumál- um Vestfjarða. Sem svar við seinni hluta fyrir- spurnarinnar um gerð „byggða- línu“ til Vestfjarða, skal þetta tekið fram: Við gerð frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1978 gerði iðnaðarráðu- neytið tillögú um framlag til 132 kw byggðalínu, áætlaður kostnað- ur 1978 639 millj. og í aðveitu- stöðvar 54 milljónir. Þessar tillögur voru ekki teknar upp í frumvarp til fjárlaga. Það kemur til kasta Alþingis að tryggja framgang þessa máls. Framsóknarmenn mæla gegn frumvarpi Jóns Skaftasonar Rannsóknamefnd skv. ákvæðum stjóm- arskrár í tillögum Alþýðubandalagsins £ Iðnaðarlög og kosningalög Fundir voru i báðum þingdeildum Alþingis i gær I efri deild mælti iðnaðarráðherra. Gunnar Thor- oddsen. fyrir stjórnarfrumvarpi að iðnaðarlögum Þingmennirnir Stein- þór Gestsson (S) og Halldór Ás- grímsson (F) fögnuðu frumvarpinu en gerðu minni háttar athugasemd- ir Þessara umræðna verður nánar getið á þingsiðu Mbl bráðlega Matthias Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra. mælti fyrir stjórnarfrum varpi um framlengingu launaskatts og stjórnarfrumvarpi til staðfesting- ar á bráðabirgðalögum frá i sumar um breytingar á skattstiga, til sam- ræmis við loforð rikisstjórnar, gefin varðandi lausn á kjaradeilu ASI og vinnuveitenda þá. í neðri deild var framhaldið um- ræðum um framvarp Jóns Skafta- sonar (F) um kosningar til Alþingis. þar sem m a er gert ráð fyrir óröð- uðum framboðslistum (i stafrófs- röð), er kjósendur tölusetji. eftir mati á frambjóðendum á viðkomandi flokkslista Flokksbræður Jóns, Tómas Árnason og Ingvar Gisla son, mæltu mjög gegn frumvarp- inu Töldu þeir litinn hluta kjósenda mundu nýta rétt til tölusetningar sem þýða myndi að menn. sem bæru nöfn með upphafsstaf framar- lega i stafrófi, væru betur settir um framboð en aðrir Ekki mætti rýra rétt flokka til röðunar á framboðs- lista. Hins vegar mætti rýmka rétt kjósenda til breytinga á framboðs- listum. þó ekki væri um stafrófsröð að ræða á þeim Kjósendur hefðu slikan breytingarétt nú þegar T d þyrfti ekki nema um 12% kjósenda að nýta slíkan rétt i Reykjavík til að breyta röðun á lísta, 23% i 6 þing- manna kjördæmum en 27% i 5 manna kjördæmum Þennan rétt mætti rýmka i smærri kjördæmun- um Ellert Schram (S) flutti itarlega ræðu um kosningalög. flokkaskipan. jöfnun kosningaréttar og persónu- legra val hins almenna kjósanda Þessi ræða Ellerts verður birt að meginmáli hér á þingsiðu siðar ^ Rekstrarhorfur járnblendiverk- smiðju Jónas Árnason (Abl) og tveir aðr- ir þingmenn Alþýðubandalags flytja tillögu til þingsáfyktunar um könnun á rekstrarhorfum járnblendiverk- smiðjunnar i Hvalfirði Sjö manna þingkjörin nefnd annist könnun þessa. „Leiði könnun i Ijós að fyrir- sjáanlegt tap verði af fyrirtæki þessu skulu framkvæmdir á Grundartanga stöðvaðar tafarlaust og leitað skyn- samlegra ráða til að hagnýta aðstöð- una þar", segir i tillögunni 0 Raforka og orkufrekur iðnaður Páll Pétursson (F) og Ingvar Glslason (F) flytja tillögu til þings- ályktunar um kosningu 7 manna nefndar er semja skuli fraumvarp til laga um raforkusölu til orkufreks iðnaðar, er miðist við þá meginreglu „að ætið verði greitt a.m.k. meðal- framleiðslukostnaðarverð heildar- framleiðslu raforku i landinu 0 Þingmannanefnd til rannsóknar á innflutnings og verðlagsmálum. Magnús Kjartansson, Lúðvik Jósepsson og Eðvarð Sigurðsson, þingmenn Alþýðubandalags, leggja til að neðri deild Alþingis skipi nefnd þingmanna úr deildinni, skv 39 grein stjórnarskrár, til að rann- saka verðlag og verðlagsmyndun á íslandi og í helztu viðskiptalöndum okkar Skal nefndin skipuð einum þingmanni úr hverjum þingflokki og starfa í framhaldi af skýrslu verð- iagsstjóra til viðskiptaráðherra um verðlag og verðlagningu á íslandi og Englandi Nefndin skal hafa rétt til þess að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættis- mönnum og einstökum mönnum Nefndin skal veitt fjármagn til þess að tryggja sér sérfræðilega aðstoð 0 Skipan raforkumála Magnús Kjartansson (Abl) hefur flutt tjllögu til þingsályktunar um skipan raforkumála m a um „(s- landsvirkjun", er hafi „einkarétt til a() reisa og reka raforkuver og aðal- orkuflutningslinur og til sölu á raf- orku í heildsölu " í greinargerð er m a vitnað til hliðstæðrar tillögu að efni til er vinstri stjórnin lagði.fram á rm Franthald á bls. 29. Fréttir í stultu máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.