Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 Leiknismenn glutruðu Jón Astvaldsson kominn f dauðafæri f leiknum gegn Leikni, en eins og svo oft misheppnaðist skot Ármenningsins. OFT HEFUR maður séð lið glopra niður unnum leik á herfilegan hátt en aldrei cins átakanlega og Fylki gegn Fram í Reykjavikurmótinu á sunnudagskvöldið. Þegar aðeins voru 16 minútur til loka leiksins var staðan 16:9 Fylki i vil, ótrúlegt en satt. Leikmenn Fylkis, sem fram til þessa höfðu leikið yfirvegað og vel gjörbreyttust á þessum punkti. Þeir byrjuðu að leika handknattleik eins og byrjendur og Framarar með sina leikreyndu menn gengu á lagið, skoruðu niu mörk á móti einu þær mínútur, sem eftir voru og unnu 18:17. Aðrar eins umbreytingar og þessar eru harla fátíðar í handknattleik og þetta sýnir að það er eitthvað meira en lítið að hjá Fylki að svona nokkuð skuli gerast Fylkismenn léku eins og þeir bezt gera % hluta leiksins Fyrri hálf- leikurinn var jafn, liðin skiptust á um forystuna og í hálfleik var staðan 10:9 Fylki í vil Fyrri fjórðungur seinni hálf- leiks var langbezti kafli Fylkismanna Þeir skoruðu 6 mörk í röð án svars frá ráðvilltum Frömurum Loksins eftir 14 mínútna leik skoruðu þeir mark af ódýrustu gerð og leikurinn breyttist Lið Fylkis brotnaði hreinlega, allt fór í baklás í sókninni og vörnin riðlaðist einnig Slík tækifæri láta menn eins og Arnar Guðlaugsson ekki ónotuð. Hann dreif félaga sína áfram og skoraði bróðurpartinn af mörkunum níu, sem tryggðu Fram sigur á síðustu stundu, sigur sem þeir sjálfir voru alveg búnir að gefa frá sér um miðjan hálfleikinn. Arnar var langbezti maður Fram i þessum leik, en aðrir leikmenn léku undir getu að undanskildum Pétri Jó- hannessyni og ungum markverði, Sig- urði að nafni, sem var inná i lokin Hjá Fylki var Halldór Sigurðsson beztur ásamt Jóni Gunnarssyni mark- verði, sem varði mjög vel þær minútur í seinni hálfleik þegar Fylkismenn voru að leggja grunninn að sigri, sem þeir misstu úr greipum sér á síðustu stundu Einar Agústsson var tekinn úr umferð í seinni hálfleik Mörk Fram: Arnar 7 (1v), Sigur- bergur Sigsteinsson 4, Pétur 2, Jens Jensson 2, Ragnar Hilmarsson, Arni Sverrisson og Guðjón Marteinsson 1 mark hver. Mörk Fylkis: Halldór 6 (1v), Einar Einarsson 3, Gunnar Baldursson 2, Jón Ágústsson 2, Sigurður Símon- arsson 2, Einar Ágústsson og Stefán Hjálmarsson 1 mark hvor — SS. niður yfirburðastöðu LEIKMENN geta engu um kennt nema eigin klaufaskap :ð þeir unnu ekki sigur á áhugalausu Ar- mannsliði I Reykjavíkurmótinu I handkanttleik á sunnudagskvöld- ið. Hafði Leiknir yfir allan leik- tfmann og á tfmabili var munur- inn átta mörk, voru þá um tfu mínútur liðnar af seinni hálf- leiknum og staðan 18:10. Þá var úthald Breiðhyltinganna á þrot- um og Ármannsliðinu tókst að eyða þessum mun og meira en það, þvf liðið vann öruggan þriggja marka sigur, 28:25. Frá upphafi leiksins og allt fram undir miðjan seinni hálfleik var áhugi Armenninga á núll- punkti, en á sama tíma lék Leikn- ir oft allgóðan handkanttleik, auk þess sem heppnin fylgdi leik- mönnum liðsins á tíðum í vafa- sömum aðgerðum. Eins og áður segir fór dæmið að ganga upp hjá Ármanni síðasta stundarfjórð- unginn og leikmenn liðsins röð- uðu þá mörkunum. Voru þar fremstir í flokki Þráinn Ás- mundsson og Pétur Ingólfsson. Attu þeir beztan leik Ármenninga að þessu sinni, en af Leiknis- mönnum voru þeir beztir Ög- mundur Kristinsson og Hörður Sigmarsson. Einnig varði Ragnar Gunnarsson mjög vel i fyrri hálf- leiknum. Mörk Ármanns: Þráinn Ás- mundsson 9, Pétur Ingólfsson 8, Björn Jóhannsson 5, Friðrik Jóhannesson 3, Arnar Jensson, Öskar Ásmundsson og Vilberg Sigtryggsson I hver. Mörk Leiknis: Hörður Sigmars- son 11, ögmundur Kristinsson 6, Asmundur Kristinsson, Guð- mundur Vigfússon, Hafliði Kristinsson og Finnbjörn Finn- björnsson 2 hver. - áij. STAÐAN í meistaraflokki Reykjavíkurmótsins I handknatt- leik er nú þessi: IR 3 3 0 0 69:62 6 Fram 3 2 0 1 66:52 4 Víkingur 3 2 0 1 71:63 4 Valur 110 0 14:13 2 Þróttur 2 1 0 1 46:42 2 Ármann 2 1 0 1 42:47 2 KR 2 1 0 1 42:43 2 Fylkir 3003 52:64 0 Leiknir 3 0 0 3 69:91 0 Markhæstu menn: Páll Björgvinss. Vfkingi 19 Konráð Jónsson Þrótti 17 Jón G. Sigurðss. Vfkingi 16 Hörður Sigmarss. Leikni 16 Ásgeir Elfasson 1R 16 Vilhjálmur Sigurgeirsson IR 15 Sigurður Svavarss. iR 15 Arnar Guðlaugss. Fram 15 Sigurður Gunnarsson Vfkingi 14 Einar Ágústss. Fylki 12 Sigurbergur Sigsteinsson Fram 12 Asmundur Kristinss. Leikni 12 Björn Pétursson KR 12 Þráinn Asmundss. Armanni 12 Þorbergur Aðalsteinsson er ört vaxandi Ieikmaður og lék mjög vel með landsliðinu gegn Pólverjum í fyrrakvöld. IR-INGAR UNNU VIKING OG ERU ENN ÓSIGRAÐIR IR-INGAR unnu Vfkinga 22:20 f spennandi leik í Reykjavíkurmót- inu f handknattleik f fyrrakvöld. Var leikurinn jafn allan tfmann og mátti ekki á milli sjá hvort liðið var sterkara fyrr en á loka- mínútunum, en þá náðu iR-ingar þriggja marka forystu, sem dugði þeim til sigurs I leiknum. Það lið, sem Víkingur teflir fram f Reykjavíkurmótinu, er sannkallað unglingalið, þar sem svo margir af leikmönnum Vík- ings er bundnir með landsliðinu. Árangur liðsins er því mjög at- hyglisverður og margir stórefni- legir leikmenn eru greinilega f herbúðum Víkinga. Það er þó landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, Páll Björgvinsson, sem drífur Víkingsliðið áfram, en þegar Páls er vel gætt eða hann eltur eins og síðustu minútur leiksins við IR, riðlast allur leikur liðsins. ÍR-liðið er nú efst i Reykjavik- urmótinu og hefur unnið leiki sfna þrjá til þessa. ÍR-liðið er þó alls ekki sannfærandi, en ætti að hafa góða möguleika á að hreppa Reykjavíkurmeistaratitilinn. Brynjólfur Markússon lék ekki með ÍR-ingum á móti Vfkingi og munar um minna en þann snjalla leikmanna. I leiknum í fyrrakvöld var jafnt á öllum tölum upp í 8:8, en það náði ÍR tveggja forystu og í leik- hléi var staðan 10:9. í seinni hálf- leiknum hélzt áfram jafnræði með liðunum upp í 14:14, en þá skoraði ÍR tvö mörk í röð og missti forystuna ekki eftir það. Tölur eins og 18:15 óg sfðan 21:18 sáust á töflunni, en Víkingar minnkuðu muninn niður í 21:20. Allt virtist þvi geta gerzt, en Sig- urði Svavarssyni tókst að skora þegar hálf mfnúta var eftir og sigur ÍR-inga var í höfn, 22:20. Beztir í liði ÍR að þessu sinni voru Ásgeir Elíasson, Jóhannes Gunnarsson og Jens Einarsson, sem varði ágætlega. Af Víkingum var Páll Björgvinsson sterkastur, en Jón Sigurðsson gerði einnig góða hluti, þó svo að hann væri mistækur á milli. Sigurður Sig- urðsson er einn hinna efnilegu leikmanna Vikings og var furðu- lega litið notaður f þessum leik. Mörk IR: Ásgeir Eliasson 6, Vil- hjálmur Sigurgeirsson 6, Jóhann- es Gunnarsson 4, Bjarni Hákonar- son 3, Sigurður Svavarsson 2, Hörður Hákonarson 1. Mörk Vfkings: Jón G. Sigurðs- son 6, Páll Björgvinsson 3, Sigurð- ur Gunnarsson 3, Magnús Guð- mundsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, Ólafur Jónsson 2, Skarphéðinn Óskarsson 1, Steinar Birgisson 1. — áij. Reykjavíkur- mótiðí handknattleik Magnús Guðmundsson átti ágætan leik gegn IR og sést hér skora eitt marka sinna. (Ijósm. RAX). FYLKIR SIGLDIISTRAND - OG FRAM BREYTTITÖPUÐUM LEIK [ SIGUR STAÐAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.