Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977 Valursigraöi ÍR meö28 stiga mun VALSMENN áttu ekki í miklum erfióleikum með ÍR-inga i leik liðanna í Islands- mótinu á sunnudaginn. Fyrri hálfleikur var nokkuð iafn, en í seinni hálfleik fóru Valsarar í gang og kaffærði Jafnræði var með liðunum fyrstu 12 mínúturnar og var stað- an um miðjan fyrri hálfleik 17:17. Þá náðu Valsmenn nokkuð góðum kafla og skoruðu 7 stig í röð. ÍR- ingar, undir forystu Kristins Jörundssonar, náðu þó að minnka muninn í 4 stig fyrir hálfleik og var staðan þá 35:31 Val í vil. Seinni hálfleikur var algjörlega eign Valsmanna og ÍR-ingar, sem léku aðeins átta í þessum leik vegna manneklu, eygðu aldrei möguleika á sigri. Valsmenn juku forskot sitt smátt og smátt og var staðan t.d. á 14. mínútu s.h. 75—51 og þrem mínútum síðar 88:57. Leiknum lauk síðan með yfirburðasigri Vals 95:57. Rick Hockenos, þjálfari og leik- ÍR-inga. maður Vals, getur verið ánægður með leik liðs síns gegn ÍR. Sjálfur var hann besti maður Vals, en aðrir leikmenn, svo sem Torfi Magnússon, Kristján Ágústsson, Ríkharður Hrafnkelsson og Þórir Magnússon gáfu honum lítið eftir. Óhætt er að fullyrða, að ekkert lið hefur tekið jafn miklum framför- um frá því í fyrra og vafalaust verða Valsmenn í einu af efstu sætunum í vor. ÍR-ingar voru ekki öfundsverð- ir af hlutskipti sínu gegn Val. Aðeins Kristinn Jörundsson sýndi þann leik, sem við mátti búast, en aðrir leikmenn voru heillum horfnir. Þá eiga ÍR-ingar einnig við mannekluvandamál að stríða eins og "fyrr er getið, en slíkt er vart sæmandi íslandsmeisturun- um frá því i fyrra. Vonandi á þó eftir að rætast úr því vandamáli, en ÍR-ingar eiga erfiðan vetur framundan. Stig Vals skoruðu: Hockenos 25, Torfi og Þórir 18 hvor, Kristján og Ríkharður 14, Hafsteinn Hafsteinsson 4, Þorvaldur Kröjer 3 Helgi Gústafsson 2, og Gústaf Gústafsson 1 stig. Stig ÍR: Kristinn Jörundsson 28, Agnar Friðriksson 10, Stefán Kristjánsson 11, Erlendur Markússon 6, og Sigurður Gisla- son 2 stig. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Hilmar Viktorsson og var dómgæzla þeirra ekki aðfinnslu verð. GG I ÁRMENNINGAR KENNSLUSTUND HJÁ KR-INGUM KR-ingar, sem léku án Einars Bollasonar eins og víðfrægt er orðið, tóku Ármenninga í kennslustund í körfuknattleik í leik liðanna á sunnudaginn. Allt frá upphafi til enda var engin glæta í leik Armenninga og mega þeir þakka fyrir ef þeir fá stig í deildinni í vetur. Leikurinn hófst með miklum látum KR-inga, sem léku „maður á mann“ vörn alian völlinn, en Ármenningar áttu ekkert viðun- andi svar við slíku svo að körfurn-j ar hlóðust upp á þá. A 9. mínútul f.h. var staðan 19:8 og 7 mínútum síðar var hún orðin 37:16. Um^ tíma gáfu Armenningar boltann í hendur KR-inga hvað eftir annað, sem þökkuðu fyrir sig með því að skora, en staðan í hálfleik var síðan 53:26. Seinni hálfleikur var ekki siður martröð fyrir Ármenninga. Mis- tök á mistök ofan færðu KR- ingum körfur á silfurfati og mun- urinn var orðinn 36 um miðjan seinni hálfleik. Á 14. mínútu var staðan 90 stig gegn 55, en leiknum lauk siðan með 48 stiga sigri KR, 108—60. Bestir KR-inga í þessum leik ^voru þeir Jón Sigurðsson og Andrew Piazza, en einnig áttu þeir Bjarni og Sturla Jóhannes- synir góða spretti. Annars áttu allir KR-ingar góðan dag, enda mótstaðan ekki mikil. Skástur Ármenninga var Atli Arason, en Mike Wood og Jón Björgvinsson lifnuðu örlítið við er leið á leikinn. Ármannsliðið leikur hripleka svæðisvörn og er það mesti höfuðverkur liðsins. Það mun því að likindum taka Mike Wood þjálfara Ármenninga mikinn tima að lagfæra gallana. Stig KR-inga skoruðu: Piazza 29, Jón Sigurðsson 23, Bjarni 18, Kolbeinn Pálsson 8 og Ágúst Lín- dal, Árni Guðmundsson, Birgir Guðbjörnsson, Eiríkur Sturla Jóhannesson og Jóakim Gunnar Jóakimsson 6 stig hver. Stig Ármenninga skoruðu: Mike Wood 15, Jón Björgvinsson og Sveinn Christiansen 13 stig hvor, Atli Arason 12, Birgir Örn 4 og Ingvar 2 stig. Dómarar voru þeir Kristinn Al- bertsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir vel framan af, en misstu einbeitinguna er leið á seinni hálfleik. GG. Undrunarsvipur á andlitum leikmanna Ármanns og KR, enginn þeirra virðist vita hvert knötturinn er að fara. Einkennileg uppstilling Valsmanna í leiknum gegn ÍR. (Ljðsm. Frið þjðfur). SLAKIR FRAMARAR ÁHU EKKIMÖGU- LEIKA GEGN UMFN NJARÐVlKINGAR tóku Framara í karphúsið í körfu- knattleik á laugardaginn, er þeir síðarnefndu sóttu Njarðvíkinga heim. Jafnvel stórleikur Símons Ólafsson- ar dugði ekki til að bjarga Frömurum frá störtapi, en þessi hávaxni miðherji var sá eini, sem Njarðvíkingar gátu ekki hamið. I upphafi skiptust liðin á um að skora, en Njarðvíking- ar höfðu þó ávallt forystuna. Á fimmtu mfnútu var staðan 11:9, UMFN í vil, en þá hrundi allt hjá Frömur- um og Njarðvíkingar skoruðu næstu þrjár mínútur ellefu stig gegn tveimur stigum Framara. I hálfleik var staðan 48:35 Njarðvíkingum f hag. I upphafi seinni hálfleiks náðu Framarar í eina skiptið að ógna forystu UMFN. A aðeins tveimur minútum náðu þeir að minnka muninn niður í fjögur stig, en þá fóru þeir Kári Marísson og Stefán Bjarkason í gang og hreinlega stungu Framara af. Á 7. mínútu var munurinn orðinn 15 stig og á 16. mínútu var hann orðinn 28 stig, en á lokamínútunum gátu Njarðvíkingar leyft sér þann munað að slappa af, og tókst þá Frömurum að minnka muninn um fjögur stig, en lokatölurnar urðu 96:72. Lið Njarðvikur verður ekki auð- sigrað í vetur og leikur liðsins gegn Fram sýndi, að mikill hugur er í mönnum að sækja íslands- meistarabikarinn til Reykjavikur. Bestu menn UMFN gegn Fram voru þeir Kári Marísson, Stefán Bjarkason og Þorsteinn Bjarna- son. Þá vakti athygli Arni Lárus- son og er þar efniviður í ágætan leikmann. Stig UMFN skoruðu: Stefán 20, Kári 17, Þorsteinn 16, Árni 14, Geir Þorsteinsson 9, Jón- as Jóhannesson og Guðbrandur Lárusson 6 hvor, Gunnar Þorvarð- arson 4 og Júlíus Valgeirsson og Brynjar Sigmundsson 2 stig. Framarar léku allir langt undir getu, nema Simon Ólafsson, sem hélt liði sínu á floti með stjörnu- leik. Framarar þurfa þó ekki að örvænta um árangur, því innan liðsins eru ungir og ört vaxandi leikmenn. Stig Framara skoruðu: Símon 31, Jónas Ketilsson og Óm- ar Þráinsson 8, Þórir Einarsson 7, Ólafur Jóhannesson 5, Gunnar Bjarnason 6 og Björn Magnússon og Þorvaldur Geirsson 4 hvor. Dómarar voru þeir Jón Otti Öl- afsson og Þráinn Skúlason og áttu þeir náðugan dag. GG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.