Morgunblaðið - 23.11.1977, Qupperneq 1
251. tbl. 64 árg.
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Nýr fellibylur
ógnar Indlandi
Nýju Delhí. 22. nóvember. AP.
N(J er talið víst að allt að
15 þús. manns hafi látið
lífið í fellibylnum, sem
gekk yfir SA-hluta Ind-
lands um helgina, en gífur-
legt björgunar- og hjálpar-
starf er enn óunnið. Ofan á
þetta bætist að nýr felli-
bylur hefur verið að mynd-
ast á Bengalflóa, þótt ekki
Concorde-
flug til New
York hafið
New York, 22. nóvember. Reuter.
REGLUBUNDIÐ áætlunarflug
með hljóðfráu farþegaþotunni
Concorde milli Frakklands,
Bretlands og New York, hófst f
dag, er tvær Concorde frá Air
France og British Airways
lentu á Kennedyflugvelli með
tveggja mfnútna millibili.
Aðeins örfáir andstæðingar
þotunnar voru mættir með
mótmælaspjöld er þoturnar
lentu kl. 13. að isl. tima, hvor
um sig með 100 farþega innan-
borðs. Segja fréttamenn að
þessar fyrstu lendingar hafi
verið eins og koma venjulegrar
þotu og enginn viðbúnaður var
við hafður. Concorde hefur nú
verið tryggt lendingarleyfi
fram til ársins 1985 á
Kennedyflugvelli.
sé hann talinn jafnmikill
og hinn fyrri.
Yfirvöld í Hvderabad-
borg, höfuðborg Andhra
Pradeshfylkis, sem verst
varð úti, segja að þar hafi
um 3000 lík fundist og tal-
ið að tala látinna verði allt
að 8—9 þúsund og í öðrum
fylkjum á þessum slóðum
er talið að 5—7 þús. manns
hafi látið lífið.
Eignatjónið af völdum náttúru-
hamfaranna hefur orðið gifurlegt
og yfir 300 þúsund manns eru
heimilislausir og hafa margir
misst allar eigur sinar.
Mjög erfitt hefur verið um allt
björgunarstarf og fréttir vegna
Framhald á bls 18.
Sadat og Nimeiri forseti Súdans á fundi sínum í gær.
Simamv nd AP.
Búist við að Sadat
stígi næsta skrefið
Áhrif og árangur ferðarinnar undir smásjá alþjóðastjórnmála
Jerúsalem, Kafró, Damskusz
Washington, London og New York
22. nóvember. AP Reuter.
FREMUR rólegt var á
alþjóðasviði stjórnmál-
anna í dag er menn settust
niður og íhuguðu áhrif og
hugsanlegan árangur
hinnar sögulegu heim-
sóknar Sadats Egypta-
landsforseta til ísrael um
helgina. Nimeiri forseti
Súdans flaug f dag til
Um 14 þúsund her-
menn við slökkvi-
störf á Bretlandi
London, 22. nóvember. AP.
MAÐUR og kona fórust í
tveimur eldsvoðum í Bret-
landi í nótt og hafa þá alls
20 manns látið lífið af völd-
um eidsvoða þá 9 daga, sem
slökkviliðsmenn í landinu
hafa verið í verkfalli. Yfir-
völd hafa ekki viljað skella
skuldinni á verkfall
slökkviliðsmannanna, en
hafa gripið til þess ráðs að
þjálfa mörg þúsund her-
menn til að taka stöður
slökkviliðsmannanna, sem
krefjast 30% launahækk-
unar.
Sem kunnugt er hefur stjórnin
sett 10% þak á allar launahækk-
anir í landinu í baráttunni gegn
verðbólgu og flest stærstu verka-
lýðsfélögin hafa fallist á þessa
stefnu.
10 þúsund hermenn eru þegar
við slökkvistörf um gervalt landið
og 4000 til viðbótar hafa verið
kallaðir til þjálfunar. 36000
slökkviliðsmenn eru í verkfalli og
er tækjabúnaður hermannamjög
gamall og ófullkominn, en stjórn-
in hefur ákveðið að bæta þar úr.
Kaíró til viðræðna við
Sadat og varð þannig fyrst-
ur Arabaleiðtoga til að
sýna forsetanum stuðning.
1 aðalstöðvum Sameinuðu
þjóðannna í New York
gekk sendiherra Egypta-
lands af fundi, er fulltrúi
Sýrlands réðst í upphafi al-
mennra umræðna á alls-
herjarþinginu um heim-
sóknina, heiftarlega á
Sadat forseta, sem hefði
sáð ósamlyndi meðal
Arabaþjóða og móðgað
minningu blóðs píslarvotta
Araba. í ísrael voru
stöðugir fundir ráðamanna
um heimsóknina og þær
viðræður sem fram fóru
milli Begins forsætisráð-
herra og Sadats og annarra
ísrealeskra stjórnmála-
manna. Yfirvöld í ísrael
hafa ekkert viljað láta
uppi um einkaviðræður
Sadats og Begins, en
áreiðanlegar heimildir í
Tel-Aviv hermdu í dag, að
það yrði Sadat, sem stigi
næsta skrefið í malinu.
Sadat sagði sjálfur í lok heim-
sóknar sinnar að hann vænti þess
að ísraelsstjórn stigi næsta skref-
ið með hörðum og ákveðnum að-
gerðum, en heimildir i Tel-Aviv
segja að næsta skref Sadats sé að
tryggja sér almennan stuðning
egypzku þjóðarinnar við frum-
kvæöi sitt, reyna að fá stuðning
Saudi-Arabíu og síðan að fá Assad
Sýrlandsforseta á sitt band.
Heimildirnar hermu ennfrem-
ur að hvorki Sadat né Begin hefði
Framhald á bls 18.
Schmidt í Póllandi:
Vinsamlegar við-
ræður við Gierek
V'arsjá, 22. nóvember. Reuler.
HELMUT Schmidt kanslari V-
Þýzkalands, sem nú er í opinberri
heimsókn í Póllandi sagði í ræðu í
dag að hann vonaðist til að Pólverj-
ar skildu löngun V-Þjóðverja eftir
einingu allra Þjóðverja.
Schmidt, sem er fyrsti leiðtogi
V-Þýzkalands, sem heimsækir
Pólland frá þvi að löndin tvö tóku
á ný upp eðlileg samskipti 1972,
minnti í ræðunni á að það hefði
BREZHNEV leggst
gegn persónudýrkun
Moskvu, 22. nóvember. Reuter. AP.
LEONID Brezhnev, forseti
Sovétrfkjanna og aðalritari
kommúnistaflokksins þar f
landi, sem nú baðar sig f miklu
persónulegu lofi hefur ritað
langa grein í tfmaritið Marxist
Review, sem gefið er út í Prag,
þar sem hann segir að útiloka
verði að persónudýrkun verði
tekin upp á ný í Sovétrfkjun-
um.
í greininni er Brezhnev að
svara „áróðri i garð Sovétríkj-
anna“. Segir hann að andstæð-
ingar Sovétrikjanna á Vestur-
löndum höfði oft til tíma Stal-
íns, er þeir tali um ólöglega
kúgun, brot á grundvallarregl-
um lýðræóis og löglegs
sósíalisma, sem hefðu átt sér
stað á tímUm „persónudýrkun-
arinnar". Segir Brezhnev, að af
ásettu ráði minnist þessir menn
ekki á að það hafi verið komm-
únistaflokkur Sovétrikjanna,
sem hafi opinskátt fordæmt
slíkar aðgerðir, sem brotið hafi
i bága við stjórnarskrá landsins
Framhald á bls 18.
verið föðurlandsást Pólverja. sem
hefði komið í væg fyrir að landinu
yrði skipt í stríðinu og það svipt
sjálfstæði.
Schmidt hvatti Pólverja til að
skilja, að v-þýzka stjórnin leitað-
ist við að skapa svo friðsamlegt
ástand í Evrópu, að þýzku þjóð-
irnar gætu sameinast í frelsi
sjálfsákvörðunar, þótt ýmsir Pól-
verjar kynnu að hafa áhyggjur af
slikri þróun.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að það hafi vakið mikla athygli að
Schmidt skyldi viðhafa slík um-
mæli í Póllandi, sem missti 6
milljón ibúa á timum hersetu nas-
ista í landinu.
Schmidt, sem kom til Varsjár i
gær, hóf þegar viðræður við
Gierek, leiðtoga pólska
kommúnistaflokksins, um sam-
skipti landanna, afvopnunarmál
og gagnkvæm viðskipti, en vöru-
Framhald á bls 18.