Morgunblaðið - 23.11.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977
13
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Biðleikur
Spasskys
innsiglaði
jafnteflið
SNJALL biðleikur Spasskys
tryggði honum jafntefli I
fyrstu einvfgisskák hans við
Korchnoi I Belgrad (
Júgóslavfu. Eftir það var stað-
an f fullkomnu jafnvægi, en
Korchnoi tefldi þó tfu leiki
áfram áður en hann bauð jafn-
tefli, sem Spassky þáði sam-
stundis.
Allir skákfræðingar er
fylgdust með fyrstu skákinni
voru sammála um að hún hefði
verið æsispennandi og teflt af
mikilli innsýn af báðum
keppendum. Báðir þátttak-
endur virðast vera í sínu besta
formi og má þvf búast við þvf
að hinar nftján skákir ein-
vfgisins verði flestar tefldar af
mikilli hörku og sigurvilja.
Korchnoi stóð reyndar
lengst af betur i fyrstu skák-
inni, en Spassky varðist vel,
fórnaði peði og tókst siðan að
halda jafntefli á örlítið lakara
endatafl sem upp kom. Lok
fyrstu skákarinnar voru þann-
ig:
Svart: Boris Spassky
Hvftt: Viktor Korchnoi
41___Kd6;
(Bezti biðleikurinn. Eftir
41... Bc8, 42. Rc4 á svartur í
nokkrum erfiðleikum með að
finna góða stöðu fyrir kóng
sinn)
42. c8D
(Eftir 42. Hcl — Bc8 verður
ekki séð hvernig hvítur á að
notfæra sér frípeðið. T.d. 43.
Rc4 + I? Kxc7, 44. Re5+ — Kb8,
45. Rxf7 — Hf8, 46. Rd6 — Ba6
og stöðuyfirburðir hvits eru
hverfandi)
Bxc8, 43. Hxc8 — Hxc8, 44.
Rxc8+ — Kc7, 45. Re7
(Eftir 45. Ra7 — Kb6 á hvitur
ekki annarra kosta völ en að
leika 46. Rc8 og þá hefur sama
staðan komið upp aftur)
Kd7, 46. Rg8 — h4! 47. g4 —
Ke8, 48. Kh3 — Kf8, 49. Rh6 —
gxh6, 50. Kxh4 — Kg7, 51. Kg3
— kg6, 52. Kf4 — f6.
Hér þáði Spassky jafnteflistil-
boð Korchnois.
Þing FFSÍ hófst í gær:
Sambandið 40
ára á þessu ári
Tuttugusta og áttunda þing Far-
manna- og fiskimannasambands Is-
land var sett a8 Hótel LoftleiSum í
gær kl. 14 a8 viSstöddum þingfull-
trúum og fjölda gesta. Jónas Þor-
steinsson skipstjóri frá Akureyri, for-
seti FFSI. setti þingið og flutti Itar-
lega ræ8u um sambandiS, sem varð
40 ára á þessu ári. Hann minntist
síSan látinna fálaga. þeirra á meðal
Geirs Ólafssonar loftskeytamanns.
sem um árabil átti sæti ■ stjóm FFSÍ.
Að lokinni ræðu forseta, tóku ýmsir
gestir til máls, en fyrstur talaði sjávar-
útvegsráðherra, Matthias Bjarnason
Kom ráðherran viða við i ræðu sinni,
og taldi að sjómenn og aðilar, sem við
sjávarútveg fást. sinntu ekki að upp-
lýsa þjóðina um gildi þessa atvinnu-
vegar fyrir þjóðarbúskapinn Sagði
hann. að sjómenn og útvegsmenn geta
lært af öðrum atvinnugreinum. sem
kynntu störf sin og þýðingu þeirra
Þá vék ráðherrann að samningum
við Færeyjar um heimildir til að veiða i
fiskveiðilandhelgi íslands og taldi hann
það siðferðilega skyldu íslendinga. að
leyfa Færeyingum einhverjar veiðar
Að lokum vék sjávarútvegsráðherra
að hafréttarmálum og sagði, að útlend-
ingar hefðu undanfarin ár hirt um 60%
af þorskaflanum við ísland. en nú
veiddum við sjálfir um 9 7% þess afla
Að lokum flutti Matthías Bjarnason
FFSÍ hamingjuóskir í tilefni af 40 ára
afmæli samtakanna
Næstur tók til máls Birgir ísleifur
Gunnarsson, borgarstjóri i Reykjavik
Hann bauð fulltrúa velkomna til þings i
Reykjavik og þá sérstaklega fulltrúa
utan af landi Siðan vék hann að sjáv-
arútvegi og útgerð i Reykjavik, sem fer
minnkandi Hann lýsti áformum
Reykjavikurhafnar um bætta aðstöðu
fyrir fiskimenn i Reykjavikurhöfn
Borgarstjóri óskaði siðan FFSÍ til
hamingju með 40 ára afmælið og á
ehir honum tóku margir til máls og
fluttu sambandinu kveðjur og afmælis-
óskir i tilefni afmælisins.
Að lokinni þingsetningu héldu full-
trúar og gestir til þess að skoða nýreist
hús FFSÍ við Borgartún. en það verður
tekið i notkun um áramótin Húsið er
eign sambandsins og félaga innan
þess, en auk þess á Sparisjóður vél-
stjóra hluta hússins
Þingstörfum var haldið áfram i gær-
kvöldi. og var þá ráðgert að forseti
flytti skýrslu stjórnar.
Frá þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins i gær. Ljósm : FriSþjófur.
Hætta frá
útblæstri
þotanna
NOKKUR hætta ar jafnan á þvi a8
farþegar sem fara seint frá borði i
þotum þaim er lenda á Keflavikur
flugvelli, a8 þeir geti orði8 frá út-
blæstri frá þotum fyrir framan flug-
stöSvarbygginguna. Hins vegar get-
ur það valdiS stórslysi ef manneskja
lendir í slikum útblæstri, og i síðasta
fróttabráfi Flugvirkjafélags Islands
er greint frá þvi a8 ekki fyrir löngu
siSan hafi litlu munað að kona lenti i
hreyflablæstri þotu á flugvélastæð-
inu. en athugull flugvirki hafi séð
hva8 verSa vildi og bjargað konunni i
tima.
Að sögn kunnugra er hætta á slysum
af þessu tagi meira á Keflavikurflug-
velli en viðast hvar annars staðar
vegna þess hve flugvélastæðið er óvar-
ið og þar alla jafnan mikil hreyfing á
þotunum Þess má geta að í upphafi
voru glerrúður i farþegaganginum,
sem liggur frá aðalbyggingunni og út
að flugvélastæðinu. en þær eru nú úr
sögunni þar sem mikil brögð voru að
þvi að þær spryngju vegna útblásturs
þotanna.
William Heinesen
Mál og menning:
Þorgeir Þorgeirsson
Nýjasta saga Heinesens
í þýðingu Þorgeirs
NÝKOMIN er út hjá Máli og
menningu skáldsagan Turninn á
heimsenda eftir færeyska rithöf-
undinn vfðkunna, William Heine-
sen, en undirtitill sögunnar er:
Ljóðræn skáldsaga f minninga-
brotum úr barnæsku. Þetta er
nýjasta skáldsaga Heinesens og
var gefin út f fyrra samtfmis á
dönsku, norsku, sænsku og fær-
eysku og Þorgeir Þorgeirsson hef-
ur þýtt söguna á fslenzku. 1 frétta-
tilkynningu frá M & m kemur
fram, að þessi bók sé fyrsta bind-
ið í ritsafni þeirra sagna eftir
William Heinesen, sem enn hafi
ekki komið út á íslenzku. Verður
gefin út ein bók á ári og mun
Þorgeir Þorgeirsson þýða þær all-
ar:
1 bókarkynningu um Turninn á
heimsenda segir nt.a.:
„Hér er efniviðurinn skynjun
ungs drengs á umhverfi sinu frá
því hann kemst fyrst í snertingu
við heim hlutanna — og orðanna
— og fram til óróafullra unglings-
ára. Hér birtist heimsmynd þeirra
daga þegar jörðin var ekki enn
orðin hnöttótt, en hafði upphaf og
enda og dýrlegur turn trónaði yst
á veraldarnöfinni. Siðan raskast
þessi heimsmynd smám saman,
hrynur og hverfur, nema í endur-
minningu sögumanns sem horfir
til baka á löngu liðinn tima, til
fjarlægra veralda. — Umgerð at-
burðanna er gamalkunn úr verk-
um Heinesens, Þórshöfn á fyrstu
áratugum aldarinnar. Hér ber
ógleymanlegar persónur fyrir
augu ... Þorgeir Þorgeirsson er
fyrir löngu orðinn mjög hand-
genginn verkum og skáldskapar-
heimi Williams Heinesens enda
mun öllum bera saman um að
þetta snilldarverk hafi hlotið
þann íslenska búning sem þvi er
samboðinn."
Reykvlkingum fækkaði
um 363 á árinu 1976
REYKVÍKINGUM fækkaði um 363
frá 1. des. 1975 til 1. des. 1976.
Þetta kemur fram ( nýútkominni Ár-
bók Reykjavikur, sem hagfræðideild
borgarinnar gefur út. Á höfuðborgar
svæðinu i heild reyndist fólksfjolgun
aðeins um 0,4% meðan fólksfjölgun
annars staðar á landinu varð að
meðaltali 1,4%.
Fólki á aldrinum 35 — 40 ára
fækkar í Reykjavík á sama tíma og
öldruðu fólki fjölgar verulega Börnum
fækkar einnig i borginni, einkum í
grónum hverfum, en aldursamsetning
íbúanna er mjög mismunandi eftir því
hvaða borgarhluti er tekinn til athug-
unar Sé aldursskiptingin athuguð nán-
ar kemur i Ijós fylgni milli aldurs hverf-
anna og aldurs ibúanna Aldurssam-
setning annarra sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu ber vott um öra upp-
byggingu likt og í nýju borgarhverf-
unum
í Vesturbænum eru t.d 195 á
aldrinum 85 — 99 ára, í Austurbæn-
um 235 og Norðurbæ 167, en aftur á
móti eru ekki nema 9 á þessum aldri i
Breiðholti og 10 i Árbæjarhverfi Undir
10 ára aldri eru i Vesturbæ 1702
börn, i Austurbæ 2030 og i Norðurbæ
2083, en í Breiðholti eru börn á þess-
um aldri 4583 og i Árbæjarhverfi
891 í Suðurbæ eru 56 yfir 85 ára, en
2411 börn undir 10 ára Rétt er að
taka fram að þetta er á árinu 19 76 og
geta þess að ibúar i þessum hverfum
voru þá 13 198 í Vesturbæ. 18.1 06 í
Austurbæ, 15852 i Norðurbæ,
16.234 i Suðurbæ. 4030 i Árbæ og
1 6 652 i Breiðholti
íbúatalan i Reykjavik var á árinu
Framhald á bls. 19.
a -a
■c l5
S *p
§ o
0)
0)0
0)>
Ó 0
Oy
o>
6*
TOYOTA
VARAHLUTAUMBOÐIÐ H/F.
ARMULA 23. REYKJAVIK
SÍMI: 81733 — 31226
TOYOTA
[7] 2 Overlock saumar
| 2 Teygjusaumar
□ Beinn SAUMUR
□ Zig Zag
| Hraðstopp
(3ja þrepa zig-zag)
□ Blindfaldur
| | Sjálfvirkur
hnappagatasaumur
Faldsaumur
] Tölufótur
j Útsaumur
Skeljasaumur
Fjölbreytt úrval fóta og
stýringar fylgja vélinni.