Morgunblaðið - 23.11.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.11.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 Sjónvarpsþættir um víkingaöldina Magnús Magnús- son undir- býr efnið BREZKA sjónvarpsstöðin BBC er nú að undirbúa gerð sjónvarps- þátta f 13 hlutum um forfeður okkar vfkingana. Hinn kunni sjónvarpsmaður Magnús Magnús- son mun undirbúa efni þáttanna. Ekki er áætlað að þeir verði sýnd- ir fyrr en í fyrsta lagi árið 1980, en efnið er yfirgripsmikið svo undirbúningurinn er þegar haf- inn. í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidende sagði Magnús Magnússon um fornleifauppgröft sem nú er unnið að í York: „Vfkingaöldin er mér sérstakt áhugaefni og hún hefur verið hræðilega mistúlkuð. Uppgröftur- inn í York hefur sannað að i Eng- landi voru víkingarnir ekki þessir hlægilegu striðskarlar sem marg- ar kynslóðir hafa álitið. Þeir voru miklu fremur friðsamir kaup- menn, sem notfærðu sér þá mögu- leika sem þetta land bauð upp á. Orðið „notfærðu" hefur í seinni tíð fengið á sig neikvæðan blæ, en það sem víkingarnir tóku sér fyrir hendur var aðeins þeim í hag og þeir áttu upphafið að mörgu því sem síðar gerðist í Englandi." „Ég er ekki vísindamaður, held- ur blaðamaður. Starf mitt að sjón- varpsþáttunum felst í því að skýra vinnu fornleifafræðing- anna á þann veg að almenningur fái skilið." Flugleiðir flytja Færey- inga til meginlandsins 22. nóvember, Þórshöfn Færeyjum. Frá fréttaritara Mbl. f Færeyjum, Jogvan Arge. FLUG Loftleiða til Færeyja f dag tryggði að fulltrúar Færeyja kom- ust á réttum tfma til samninga- viðræðna við dönsku stjórnina f Kaupmannahöfn. En vegna verkfalls vélavið- gerðarmanna á Kastrup-flugvelli liggur flugleiðin á milli Dan- merkur og Færeyja niðri. Flugleiðavélin átti að koma til Færeyja á sunnudag, en vegna veðurs komst hún ekki fyrr en í dag. Frá Færeyjum var flogið til Bergen í Noregi með fulltrúa- nefndina, en I henni eru Atli Dam, Peter Reinert og formenn færeysku stjórnmálaflokkanna. Nefndin átti að ræða við dönsku stjórnina um veiðirétt- indi Færeyinga við Grænland, nú þegar framkvæmdaráð EBE hef- ur lýst þvf yfir að hvað fiskimiðin við Grænland snertir verði Fær- eyingar að semja sjálfstætt. píslarvott?" svaraði innanrikisráð herrann. „Hún er aðeins góð harm leikkona og setti á svið mikið sjónar spil Hún hefur marga glæpi á sam vizkunni, þúsund ..Watergate hneyksli' Hún er sek Hún hefur spillt indversku siðferði og notfært sér það i eigm þágu og sonar sins Nú réttlætir hún sjálfa sig og það neyðarástand, sem hún á sök á án nokkurrar iðrunar." Blaðamaður spurði þá hvers vegna fjölmiðlum væru fengnar ýmsar staðhæfingar gegn Indiru Gandhi án nokkurrar sönnunar- gagna Enn fremur hvort slik réttar- „Indira er sek” — segir innanríkisráðherra Indlands Indverskir lögregluþjónar í viSbragSsstöðu ef til uppþota skyldi koma við rannsóknir og vitnaleiðslur gegn Indiru Gandhi. í SEX mánuði hefur innanríkisráð- herra Indlands, Charan Singh, reynt að sanna glæpsamleg athæfi á fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, frú Indiru Gandhi. Einn blaðamanna bandaríska timaritsins Newsweek ræddi við Singh á heimili hans í Nýju Delhi fyrir skömmu og spurði hann m.a. hvort rétt væri að um blóðhefnd væri að ræða og hvort innanríkis ráðherrann notfærði sér stöðu sína til að hefna sin á Nehru- fjölskyldunni. Singh harðneitaði að svo væri en starf hans krefðist þess að öll illvirki Indiru og það bákn glæpa, sem hún hefði hlaðið á Indland, yrði að rifa niður. Þá var Smgh spurður hvernig á þvi stæði að eftir sex mánaða vitna- leiðslur hefði svo lítið verið hægt að sanna á Indiru Sagði Singh að lýðræðislegar rannsóknir tækju ætið langan tíma Aðspurður hvort hand- taka Indiru hefði ekki komið sér verr fyrir núverandi stjórn heldur en Ind- iru sjálfa, þar sem margir litu nú á hana sem píslarvott ..Hvers vegna höld sem rekin væru í fjölmiðlum væru ekki óréttlát ..Nei, það er ekki óréttlátt/ svar- aði Singh ..Þegar hún var handtekin fullyrti hún alls konar hluti um okk- ur Hún sagði að við værum fantar, glæpamenn, óþverrar og óvinir ind- versku þjóðarinnar. Því skyldum við ekki segja henni til syndanna líka? Við erum ekki að hefna okkur á Indiru Gandhi En það þarf tvær kynslóðir til að bæta upp fyrir syndir hennar. Hún er glæpamaður og ef Framhald á bls. 19. Indira hundsar vitnaleiðslur New Delhi, 22. nóv. AP INDIRA Gandhi fyrrverandi for- sætisrádherra Indlands mætti ekki í dag við opinbera rannsókn ind- versku stjórnarinnar á stefnu frá- farandi stjórnar og kvað rannsókn- ina ólöglega. Indverska þjóðin beið þess með eftirvæntingu hvort Indira Gandhi mundi mæta, en hún sendi lög- fræðing sinn i staðinn inn í troð- fullan réttarsalinn með yfirlýsingu þess efnis að rannsóknarnefndin stæði fyrir stjórnmálalegri óhróðursherferð gegn sér! Vitnaleiðslur hafa staðið síðan í september s.l. og sagði i yfirlýs- ingunni frá Indiru Gandhi enn fremur að þær hefðu valdið sér óbætanlegu tjóni. Hefðu þær snúist upp i fjölmiðlaréttarhöld. Sé þetta i andstöðu við indversku stjórnarskrána, þær leiðir, sem eigi að fara að lögum og almennar réttarreglur. Með þvi að mæta ekki við rann- sóknina hefur Indira Gandhi stigið nýtt skref i baráttu sinni gegn stjórn Morarji Desai forsætisráð- herra Janataflokksins, sem sigraði Kongress-flokkinn i kosningum i marz s.l. Mjög óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvottaefm... Með Ajax þvottaefni verður misíiti þvotturinn alveg jafn hreinn og suáuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleíft aó þvo jafn vel meó öllum þvottakerfum. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sina, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr, endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hrpinn og hvítur. Ajax þvottaefni þýöir: gegnumhreínn þvottur meó öilum þvottaherfum. Danir bjóð- ast til að afhenda Færeying- um saihmuni Þórshöfn 22. nóvembcr. Frá fréttaritara Mhl. í Frreyjum. YFIRVÖLD í Danmörku hafa boðið stjórn Færeyja að láta þá fá aftur alla fær- eysku safnmuni, sem nú eru í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun fyrir stuttu, en hún var ekki gerð opinber fyrr en Daniel Pauli Dan- ielsen landsstjórnarmaður skýrði frá henni á mánu- dag. Þeir munir sem Færeyingar leggja mesta áherzlu á að fá heim eru svokallaðir Kirkebö-stólar, en þeir eru taldir vera frá síðari hluta fjórtándu aldar. Þeir hafa verið i safninu i Kaupmannahöfn frá siðustu öld. • Skilyrðið fyrir afhendingu stól- anna og annarra muna til Fær- eyja, er það að þar finnist góður staður fyrir þá til varðveizlu og sýningar. I.andssafnsvörðurinn Sverri Dahl hefur sagt, að þau skilyrði séu ekki fyrir hendi i Færeyjum enn, en hann vonist til að slíkt verði byggt á næstu árum. ERLENT,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.