Morgunblaðið - 23.11.1977, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977
17
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
R itst jórna rf u II trú i
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 80.00 kr. eintakið.
Prófkjör
sjálfstæðismanna
Þátttaka f prófkjöri sjálfstæðismanna f Reykjavfk um sfð-
ustu helgi varð meiri en hún var f þeim tveimur prófkjörum sem
efnt var til á vegum Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosning-
ar 1974 og þingkosningar 1970. Að þessu sinni tóku nær 9900 Reykvfk-
ingar þátt í prófkjörinu en fyrir 7 árum voru þátttakendur um 9300 og
fyrir borgarstjórnarkosningar 1974 um 8500. Þessi mikla þátttaka f
prófkjörinu nú sýnir mikinn styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Fyrir
prófkjörið höfðu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins á orði og gerðu sér
greinilega vonir um, að Iftil þátttaka yrði f prófkjörinu, sem yrði til
marks um, að óánægja rfkti meðal kjósenda með störf Sjálfstæðis-
flokksins f rfkisstjórn á þessu kjörtfmabili. Þátttakan varð hins vegar
meiri en nokkru sinni fyrr og sýnir það, að þótt skoðanir fólks kunni
að vera skiptar um einstakar stjórnarathafnir er mikill áhugi á þvf
meðal reykvfskra kjósenda að vinna málstað sfnum fylgi á vettvangi
Sjálfstæðisflokksins. I þessum áhuga og vilja til starfs innan ramma
flokksins er styrkur Sjálfstæðisflokksins fólginn.
Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið
í dag um niðurstöður prófkjörsins f Reykjavfk, að „þátttaka f prófkjör-
inu var góð og vfsbending um það, að kosningabarátta sjálfstæðis-
manna sé hafin f sóknarhug. Nú skiptir öllu máli, að sjálfstæðismenn
taki höndum saman um að halda þessari sókn áfram þar til kosninga-
úrslit f borgarstjórnar- og alþingiskosningum liggja fyrir... Sjálf-
stæðismenn um land allt hafa ýmist nú þegar gengið frá framboðum
til þingkosninga eða eru f þann veginn að ganga frá þeim og jafnhliða
verða undirbúin framboð til sveitarstjórnakosninga. Sjálfstæðismenn
munu leggja áherzlu á að saman fari hagsmunir heimabyggðar og
landsins alls. Eg hvet alla sjálfstæðismenn til þess að láta ekki sinn
hlut eftir liggja í þeirri baráttu, sem framundan er.“
Prófkjör sjálfstæðismanna f Reykjavfk eru þau viðamestu, sem fram
fara hér á landi. Mikill fjöldi fólks kemur þar við sögu ýmist í starfi
við undirbúning kosninga eða í þágu einstakra frambjóðenda. Þessi
prófkjör skapa þvf mikinn áhuga og leiða til mikillar þátttöku f starfi •
stjórnmálaflokks. Fræðilega séð eru prófkjör af þessu tagi þvf ein
lýðræðislegasta leið, sem völ er á til þess að velja frambjóðendur til
þings og sveitarstjórna. Hinu má þó ekki gleyma, að ýmsir gallar
fylgja prófkjörum. Sú spurning vaknar f sambandi við þau prófkjör,
sem fram hafa farið á þessu ári, hvort þessi lýðræðislega leið til vals á
frambjóðendum sé á villigötum. Umsvif einstakra frambjóðenda eru
orðin geysileg. Tryggja prófkjörin þjóðinni hæfustu menn til setu á
Alþingi, sem völ er á? Það er t.d. athyglisvert hve margir starfsmenn
fjölmiðla leita til fólks einungis vegna þess að þeir eru þekktir fyrir
störf á þeim vettvangi. Þessar spurningar verður að leggja fram f
afvöru og íhuga þær, þegar höfð er f huga þróun prófkjara eða öllu
heldur sú tækni, sem rutt hefur sér til rúms f prófkjörum sfðari ára.
Um þetta þarf að fjalla, ekki aðeins f Sjálfstæðisflokknum, heldur
öllum þeim flokkum, sem tekið hafa upp prófkjör.
Andstaða gegn
landsleigu ítrekuð
r
I tengslum við prófkjör sjálfstæðismanna f Reykjavfk var kjós-
endum gefinn kostur á að svara spurningum um nokkra mála-
flokka f þvf skyni að kanna afstöðu almennings til nokkurra mála. Ein
þeirra spurninga, sem lagðar voru fram f þessari skoðanakönnun var á
þá leið, hvort kjósandinn væri hlynntur þvf að varnarliðið tæki þátt f
þjóðvegagerð hériendis. Spurningu þessari var ætlað að kanna afstöðu
almennings til þeirra hugmynda, sem fram hafa komið um að taka
beri leigugjald af bandarfska varnarliðinu vegna dvalar þess hér.
Niðurstaðan varð sú, að 7254 svöruðu þessari spurningu játandi 1510
neitandi. I forystugrein sl. laugardag ftrekaði Morgunblaðið eindregna
andstöðu sfna við þær hugmyndir að gera öryggismálin að féþúfu.
Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar verður Morgunblaðinu ekki
tilefni til þess að breyta þessari skoðun. Þvert á móti mun þessi
neikvæða niðurstaða gagnvart heiðri og hagsmunum fslenzku þjóðar-
innar verða Morgunblaðinu hvatning til þess að færa fram þær
upplýsingar og þau rök, sem duga til þess að sannfæra mikinn
meirihluta þjóðarinnar um, að það mundi leiða til ófarnaðar og
siðferðilegrar upplausnar, ef þessi leið hins skjótfengna gróða yrði
valin.
Hitt skal jafnframt ftrekað, að ef um það er að ræða, að fólk telji
nauðsynlegt að efla varnir á Islandi með aukinni mannvirkjagerð og
öflugri varnarviðbúnaði bandarfska varnarliðsins telur Morgunblaðið
sjálfsagt að um það sé fjallað og að við tslendingar gerum okkur grein
fyrir þvf, hvort hernaðarleg návist Sovétrfkjanna er orðinn svo mikil
og ógnandi, að nauðsynlegt sé að styrkja varnir landsins verulega. En
þar er auðvitað um allt annað að tefla en landsleigu.
Prófkjör til alþingis á Vesturlandi:
Frambjóðendur kynntir
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins til Alþingiskosninga á
Vesturlandi fer fram dagana 26.—27. nóvember n.k. I
framhoði í prófkjörinu eru 10 frambjóðendur. I því
skyni að gefa væntanlegum kjósendum í prófkjörinu
kost á að kynnast í stórum dráttum sjónarmiðum og
viðhorfum hinna einstöku frambjóðenda ræddi Morgun-
blaðið við frambjóðendurna og fara þau viðtöl hér á
eftir:
Anton Ottesen:
Hugur þarf að
fylgja verid í starfi
stjómmálamanns
SU SPURNING hlýtur að sjálf-
sögðu að vakna hjá sérhverjum
einstaklingi, sem tekur þá
ákvörðun að taka þátt i stjórn-
málastarfi undir merki ákveðins
stjórnmálaflokks: Af þverju er
maður að þessu, er ekki betra að
standa bara fyrir utan þetta allt
saman, og gagnrýna störf ann-
arra? Þó ég hafi ekki tekið þátt i
stjórnmálum fyrr sem heitið geti,
hef ég haft áhuga á þeim og
myndað mér mínar skoðanir um
gang þjóðmála hvort sem það
hefur fallið í jarðveg Sjálfstæðis-
flokksins eða ekki. Þegar ég varð
við þeirri ósk að taka þátt i próf-
kjörinu, sem framundan er hjá
okkur sjálfstæðismönnum i
Vesturlandskjördæmi varð mér
ljóst að þvi fylgdi mikil ábyrgð. í
mínum augum er starf stjórn-
málamanns vandasamt starf, það
er ekki nóg að tala og tala og gefa
einhver fögur fyrirheit, nei að
þarf aó fylgja hugur verki. Og sá
sem hefur afskipti af stjórnmál-
um verður að fylgja sinni sann-
færingu þó oft á móti blási. Þar
sem mitt starf er að vera bóndi er
að sjálfsögðu ofarlega i huga min-
um velgengni landbúnaðarins. Á
undanförnum árum hefur verið
rekinn mikill áróður gegn land-
búnaðinum og því hefur verið
haldið fram, að það væri hag-
kvæmara fyrir þjóðarbúið, að við
hættum að framleiða okkar eigin
landbúnaðarvörur, en hefja í
staðinn innflutning á þeim. Já,
svona er nú komið þegar íbúar
landsins eru orðnir nokkuð yfir
tvö hundruð þúsund, að engin
þörf er lengur fyrir vörur okkar
bænda að dómi margra. En því er
ekki að neita, að þessi mikiu skrif
um landbúnaðinn hafa vakið
menn til umhugsunar um stöðu
hans í dag og i framtiðinni. Ég lít
björtum augum á framtíð land-
búnaðarins, þótt hann standi í
dag frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að um offramleiðslu á
landbúnaðarvörum er að ræða.
Bændur skilja þann vanda og eru
staðráðnir i að yfirstiga hann þó
enn greini þá á um leiðir. Á und-
anförnum árum hefur iðnaður
okkar tekið stórstígum framför-
um og hann þarf enn að efla svo
að hann verði fær um að taka við
aukningu á vinnumarkaðnum á
komandi árum. Það var mikill sig-
ur fyrir þjóð okkar þegar við
náðum fullum yfirráðum yfir 200
mílna lögsögunni. Eftir að sigur
okkar hafði verið unninn í þessu
mikla sjálfstæðisbaráttumáli okk-
ar, sem verndun fiskimiðanna í
kringum landið er, megum við
ekki gefa neitt eftir og fara að
semja við aðrar þjóðir um aðgang
að fiskimiðum okkar, heldur að
kappkosta að nýta auðlindir hafs-
ins fyrir okkar sjávarútveg. Við
lifum í miklu verðbólguþjóðfélagi
og lýðræði okkar stafar af því viss
hætta. Þó sú staðreynd blasi við
okkur í dag að margt sé ekki sem
skyldi i efnahagsmálum okkar
getum við samt liti0 björtu augum
fram á við þvi við búum í frjálsu
landi, við eigum auðlindir til
lands og sjávar, sem við getum
nýtt þjóðinni til heilla með auk-
inni þekkingu og skipulagi.
Árni Emilsson:
Megináherzla á
aukna hlutdeild
í almennum
framförum
landsbyggðarinnar
Stjórnmálaskoðanir mínar falla
inn í ramma stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, þótt starfið og um-
hverfið eigi sinn þátt í þvi að gera
sumum sjónarmiðum hærra undir
höfði en öðrum. Það er einkum
tvennt sem ég legg áherzlu á: Hið
fyrra er einstaklingurinn sjálfur,
að þjóðfélagið búi svo að honum
að hann fái notið hæfileika sinna
i hvivetna og þurfi alls ekki að
finna til smæðar sinnar gagnvart
kerfinu. Samfara þessu er það
skoðun mín að einkarekstur, í
nær hvaða mynd sem er, sé undir-
staða bættra lífskjara á íslandi,
enda óvíst um tilurð og örlög
þjóðarinnar ef einstaklingshyggj-
an væri ekki jafn rík í eðli okkar
alit frá öndverðu. Ég tek hins
vegar undir með ungum sjálf-
stæðismönnum, sem vilja færa
verkefnin úr höndum ríkisins og
fela þau einstaklingum. Siðara aU
riðið, sem ég legg megin áherzlu á
er aukin hlutdeild landsbyggðar-
innar í almennum framförum.
Hið tæknivædda þjóðfélag er
undirstaða bættra lífskjara, en
hitt má þó ekki gleymast, að
fólkið sem meistari Þorbergur
kallar íslenzkan aðal og vinnur í
fiski á það margfalt skilið að þvi
sé búið jafn ágætt úmhverfi og
kostur er, enda er það næst
sköpun verðmætanna. Byggða-
málin eru lík um landið allt og er
Vesturland þar engin undantekn-
ing og vil ég leggja kapp á að ná
eftirfarandi markmiðum: 1)
Treysta tekjustofna sveitarfélaga
og fela þeim aukin verkefni, þ.e.
að færa ákvarðanatöku um fram-
kvæmdir sem mest heim I sér-
hverja byggð. 2) Bæta þarf sam-
göngur, einkum og sér í lagi þarf
að leggja kapp á að gera varan-
lega vegi á milli þéttbýliskjarn-
anna á Snæfellsnesi og Búðardals
annars vegar og Ákraness og
Borgarness hins vegar. Þannig
verða kjördæmin sterkari og virk-
ari eining en nú er. 3) Skipu-
leggja þarf skólagöngu nemenda í
Vesturlandi þannig að nemendur
verði sem lengst heima hjá sér við
námið. Efla ber samstöðu Vest-
lendinga um rekstur fjölbrautar-
skóla Vesturlands á Akranesi og
koma upp eins til tveggja ára
brautum við stærri skólana úti
um hérað. Þá er nauðsynlegt að
gera skólunum kleift að auka
samskipti sín á sviði iþrótta- og
félagsmála. 4) Vestlendingar
hafa alla möguleika og eiga að
hafa forystu um veiðar og nýtingu
þeirra fiskstofna, sem liggja
óveiddir undan Iandinu. 5) Nauð-
synlegt er að gera alhliðá áætlun
um fjölbreyttari atvinnuhætti í
kjördæminu, þar sem þeir eru
einhæfastir, sambærilega við þá
sem Samtök sveitarfélaga á Vest-
urlandi hefur látið gera um Dala-
byggð. Eins og sr. Jón prímus hef
ég enga sérstaka kenningu og hef
ekki á reiðum höndum í hinum
erfiðustu viðfangsefnum og er
heldur ekki þeirrar gerðar sem
treystir á stefnur og isma hvers
konar. Ég trúi því að maður eigi
að mæta vandanum og leysa hann
eins og skynsemi og samviskan
býður hverju sinni.
Friðjón Þórðarson:
Efla ber víðsýni
og þjóðlega
umbótastefnu
Ég tel mig vera vel kunnugan
mönnum og málefnum í Vestur-
landskjördæmi. Þar er ég fæddur
og uppalinn og hef átt þar heima
lengst af. Sýslumaður var ég i
Dölum 1955—1965 og á Snæfells-
nesi 1965—1975. Þá voru afskipti
mín af stjórnmálum orðin svo
timafrek, að ég taldi ekki rétt að
gegna lengur umsvifamiklu sýslu-
mannsembætti og sagði af mér.
Ég bauð mig fyrst fram fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Dalasýslu
1953 og sat á þingi sem 11. lands-
kjörinn þingmaður 1956—1959.
Þá var kjördæmabreytingin gerð
og tók ég sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Vestur-
landskjördæmi. Á Alþingi hef ég
átt sæti samfellt frá 1967. Um
stefnumál eða meginstefnu vísa
ég til starfa minna á undanförn-
um árum, svo og samþykktar
landsfundar Sjálfstæðisflokksins
frá s.l. vori, en þar var ályktað um
öll helztu mál, sem flokkurinn
berst fyrir. Þetta þarf þó ekki að
tákna, að ég sé samþykkur hvaða
ályktun flokksins sem er i einu og
öllu. í fjölmennum lýðræðisflokki
eru skoðanir jafnan nokkuð skipt-
ar, þó að meginstefnumörk séu
hin sömu. En ég vek athygli á því,
að grundvallarstefna Sjálfstæðis-
flokksins, sem mótuð var í upp-
hafi, hefur vel gefizt og er enn í
fullu gildi. En þar segir m.a., að
efla beri viðsýna og þjóðlega um-
bótastefnu á grunvelli einstakl-
ingsfrelsis og athafnafrelsis og
samvinnu allra stétta. — Byggða-
og héraðsmál eru mér ofarlega í
huga, enda lengi að þeim unnið.
Ég vona, að prófkjör það, sem
ákveðið hefur verið á Vesturlandi
nú um helgina, megi vel takast.
Að sjálfsögðu lit ég á mig sem
þingmann alls Vesturlandskjör-
dæmis og mun áfram vinna með
hagsmuni allra íbúa Vesturlands
fyrir augum og þjóðarheill í huga.
Inga Jóna
Þórðardóttir:
Arðsemissjónar-
mið verði til
grundvallar fjár-
festingum ríkisins
Staða einstaklingsins í þjóðfé-
laginu er mér ofarlega i huga.
Þjóðfélagið breytist sífellt meir
og meir í þá átt að vera forsjárað-
ili. Ríkið seilist í æ ríkari mæli
inn á starfsgrundvöll einstaklinga
og samtaka þeirra. Atvinnurekst-
ur þeirra fær ekki staðist sam-
keppni við rikisvaldið. Yfirbygg-
ing ríkisvaldsins stækkar svo að
litið þjóðfélag fær ekki staðist
það til lengdar. Gegn þessari
þróun verður að snúast af alefli.
Hagkvæmnissjónarmið verða að
vera ráðandi í opinberum rekstri
þar sem það á við og arðsemis-
sjónarmið verður aó vera til
grundvallar fjárfestingum.
Standa ber vörð um réttindi ein-
staklinganna. Sú vaxandi til-
hneiging stjórnmálamanna að af-
sala sér völdum til embættis-
manna er hættuleg og jafnframt
ógnun við lýðræðið. Til þess eru
stjórnmálamenn kjörnir til valda
að fara með umboð kjósenda við
stjórn landsins. Þeir eiga að
standa ábyrgir gerða sinna og
hljóta dóm kjósenda í kosningum.
Stjórnmálamenn eiga ekki að
falla í þá freistingu að gera Al-
þingi að fyrirgreiðslustofnun, því
þá fer virðing Alþingis þverrandi,
heldur eiga þeir þvert á móti að
sjá til þess, að svo sé að einstakl-
ingnum búið i þjóófélaginu að
hann geti bjargað sér á eigin
spýtur.
Ingiberg J. Hannesson:
Draga ber úr yfir-
byggingu á ríkis-
kerfi og þjón-
ustugreinum
Ef ég á að skýra í stuttu máli
frá viðhorfi minu til þeirra mál-
efna, sem efst eru á baugi í þjóð-
málum í dag, kemur fyrst í hug sá
efnahagsvandi, sem nú steðjar að
þjóðinni og nauðsyn þess, að við
íslendingar sameinumst í þeirri
baráttu, að ráða bót á þeim mikla
vanda. Það er augljóst mál, að
þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda
er það ekki unnt, nema vilji
þjóðarinnar komi til og menn geri
sér ljóst að nauðsynlegt er, að sá
verðbólguhugsunarháttur og
menn öðlist trú á raunhæft gildi
fjármuna.
í framhaldi af þvi þarf aó efla
ráðdeild og sparnað með þjóðinni
— og draga úr þeirri yfirbygg-
ingu í rikiskerfi og þjónustu-
greinum, sem myndast hefur í of
ríkum mæli á undanförnum ár-
um. Þá vil ég leggja sérstaka
áherzlu á öflugan stuðning við
undirstöðuatvinnugreinar þjóðar-
innar, sjávarútveg og landbúnað.
í sjávarútvegi þarf að efla frum-
vinnsluiðnaó sjávarfangs og
leggja rika áherzlu á verndun
fiskstofna og skynsamlega nýt-
ingu þeirra.
Erfiðleikar steðja niy*'að land-
búnaðinum — hann þarf að efla
samfara skynsamlegri áætlana-
gerð og skipulagningu. Að öðru
leyti þarf að efla iðnað og at-
vinnuuppbyggingu út um hinar
dreifðu byggðir og nýta sem bezt
þær náttúruauðlindir og þau inn-
lendu jarðefni, sem völ er á og
hagkvæmt þykir — og skapa
þannig bætt skilyrði fyrir fastri
og aukinni búsetu og betri af-
komu þeirra, sem úti á iands-
byggðinni búa.
Gera þarf stórátak í samgöngu-
málum þar sem vegakerfið er viða
bágborið og vanþróað og fyrir
liggja margvíslegar endurbætur í
vega- og brúagerð, hafnarbætur
og endurbætur á flugvöllum, sem
mjög eru knýjandi.
Halda skal áfram jarðhitaleit,
enda miklar hitaveitufram-
kvæmdir á döfinni i kjördæminu,
og það þarf að leggja áherzlu á að
nýta þá orku i ríkara mæli úr
iðrum jarðar, sem finnanleg er —
og framkvæmdir í orkumálum al-
mennt skal miða að aukinni hag-
kvæmni og öryggi i þessum efn-
um.
1 fræðslumálum þarf að skapa
sem jafnasta aðstöðu til náms án
tillits til búsetu, og vinna þarf að
því að skapa bætt skilyrði til auk-
innar heilsugæzlu þar sem þess er
þörf.
Við búum i þjóðféiagi þar sem
framtak einstaklingsins getur
notið sín i rikum mæli, og þvi ber
að efla einstaklingsframtakið og
draga úr auknum ríkisafskiptum
og minnka þá yfirbyggingu í rikis-
bákninu, sem iþyngir þjóðinni í æ
ríkara mæli. Auka þarf valfrelsi
manna um kjör fulltrúa til Al-
þingis og breyta kosningalögum í
þá átt. Standa skal dyggan vörð
um frelsi og lýðréttijdi og efla
kirkju og kristni og þar meó
kristilegt siðgæði með þjóðinni.
En fyrst og fremst verður við
íslendingar að sýna sem- mesta
samstöðu um úrlausnir þeirra
málefna, sem snerta hag alþjóðar
og skipta sköpum um farsæld og
heill þeirra, sem í landinu búa.
Jón Sigurðsson:
Trúin á einstakl-
inginn til að vera
leiðandi og
skapandi afl í
þjóðfélaginu
„Viðhorf mitt til stjórnmála
byggist á trúnni á einstaklinginn
til að vera leiðandi og skapandi
afli í þjóðlifinu. Undirstaða al-
mennrar velsældar í þjóðfélaginu
er að fólk hafi næga og stöðuga
atvinnu.
Styrk staða sjávarútvegsins er
og verður ein af meginstöðum ís-
lenzkrar atvinnustefnu. Eðlileg
fjárfesting, skynsamleg nýting
fiskstofna og aukin verðmæta-
sköpun með fullvinnslu aflans á
heimaslóðum hlýtur að vera eitt
meginmarkmið þeirrar stefnu á
næstu árum. Undan Vesturlandi
eru ýmsar fisktegundir sem litt
eða ekkert eru nýttar ennþá.
Frekari rannsóknir þarf á veiði-
möguleikum og sölu þessara af-
urða til að skapa meiri og jafnari
atvinnu á þessu svæði.
Vesturland er eitt af beztu land-
búnaðarhéruðum þessa lands.
Styðja þarf viðleitni bændasam-
takanna í landinu til að skipu-
leggja framleiðslumál sin og
tryggja sem mestan afrakstur af
hverju búi. Meðan verð á erlend-
um mörkuðum er undir fram-
leiðslukostnaði á mörgum land-
búnaðarafurðum okkar, eigum
við ekki að flytja þær út. Miða á
framleiðsluna sem mest við inn-
anlandsþörf meðan verðlags-
þróun er okkur óhagstæð, en jafn-
framt að leita nýrra markaða sem
greitt gætu hærra verð.
Huga verður tafarlaust að upp-
byggingu iðnaðar til að skapa at-
vinnutækifæri fyrir þá seiii koma
á vinnumarkaðinn á næstu árum.
Iðnaðurinn er einn þýðingarmesti
vaxtarbroddur íslenzkrar at-
vinnustefnu og þvi verður hann
að búa við sömu kjör og aðrir
grundvallaratvinnuvegir þjóðar-
innar.
Gott samgöngukerfi er einn af
grundvallarþáttum jákvæðrar
byggðastefnu. Tengja þarf hvert
svæði betur innbyrðis með varan-
legri vegagerð, til dæmis byggða-
kjarnana á Snæfellsnesi, til að
auka þjónustu og samvinnu
þeirra innbyrðis.
Orkumál Vesturlands eru nú
mjög i brennidepli og er sam-
eiginleg raforkuveita svæðisins
með virkjun Kljáfoss og betra
dreifikerfi brýnt hagsmunamál.
Hitaveita fyrir Akranes og Borg-
arnes er mikið fyrirtæki og nær
ofvaxið fjárhagslegri getu þess-
ara staða. Ríkisvaldið verður hér
að gefa eftir aðflutningsgjöld óg
aðra tekjustofna sína af þessum
framkvæmdum og styðja á annan
hátt við uppbyggingu þessa hag-
kvæma fyrirtækis. Þá verður að
framkvæma frekari rannsóknir á
hitaveitumöguleikum byggða-
kjarnanna á Snæfellsnesi, þar
sem frumrannsóknir hafa reynzt
jákvæðar.
Frelsi okkar og fullveldi verður
bezt tryggt með samstarfi okkar
við aðrar vestrænar lýðræðisþjóð-
ir. Við verðum að hafa hér raun-
hæfar varnir meðan heimsástand
er jafnótryggt og raun ber vitni.
Við eigum ekki að taka leigugjöld
fyrir veru varnarliðsins hér, en
það á að greiða fyrir afnot af
vegakerfi og aðra þjónustu til
jafns við landsmenn.
Alþingi skipar nú ekki þann
sess i þjóðlífinu, sem því ber.
Gagnrýni og umræða um störf
þess eru nauðsynleg, en einungis
þingmenn sjálfir geta aukið hróð-
ur þess með því að sinna störfum
sinum innan þingsins af virðingu
og trúnaði. Einungis þá mun þjóð-
in aftur geta litið á Alþingi með
þeirri virðingu sem þvi ber og það
orðið leiðandi afl í þjóðlífinu."
Jósef H. Þorgeirsson:
Full og fjölbreytt
atvinna er undir-
stöðuatriði sem
ætíð verður
að tryggja
,,í mínum huga skiptir mestu
máli fyrir Vesturland að atvinnu-
lífið sé þróttmikið og geti staðið
undir góðum lifskjörum. Aðrar
framfarir hljóta að byggja á þeim
grunni. Á Vesturiandi er sjávar-
útvegur stundaður á Akranesi og
á Snæfellsnesi. Landbúnaður er
stundaður i öllum sýslum kjör-
dæmisins og vinnsla landbúnaðar-
afurða er veruleg í Borgarnesi og
Búðardal. Iðnaður skiptir miklu
máli á mörgum þéttbýlisstöðum,
einkum Akranesi, Borgarnesi og
Stykkishólmi. Efla þarf og treysta
þessar atvinnugreinar en jafn-
framt þarf að huga að nauðsyn
þess að gera atvinnulifið fjöl-
breyttara og koma á fót nýjum
úrvinnslugreinum og sérstaklega
að koma á fót margháttaðri þjón-
ustu, sem íbúar Vesturlands
verða nú að sækja í önnur héruð.
Full og fjölbreytt atvinna er
undirstöðuatriði, sem ætíð verður
að tryggja.
Mikil þörf er á að stórauknu
fjármagni sé varið til samgöngu-
mála á Vesturlandi. Þó ýmislegt
hafi verió gert til vegabóta á
undanförnum árum, vantar mikið
á að vegir á Vesturlandi fullnægi
þeim kröfum, sem til þeirra eru
gerðar. Önnur kjördæmi hafa að
Framhald á bls 18.
Óðinn Sigþórsson:
Vöxtur einka-
neyzlu umfram
þjóðarframleiðslu
orsök efnahags-
vandans
ÞAÐ SEM ég tel mest aðkallandi,
er sá efnahagsvandi sem steðjar
að þjóðinni um þessar mundir.
Það gefur auga leið að stjórn
efnahagsmáia er verulega áfátt
þegar efnahagssérfræðingar spá
40% verðbólgu i lok þessa árs,
eftir að eðlileg leiðréting hefur
átt sér stað hjá launafólki i land-
inu. Sérstaklega þegar það er haft
í huga að viðskiptakjör hafa farið
batnandi að undanförnu. Aldrei
hefur verið ljósari en nú nauðsyn
þ,ess að endurskipuleggja
efnahagslif þjóðarinnar. Það er
nauðsynlegt fyrir stjórnvöld svo
og landsmenn þegar tekist er á
við þennan vanda að gera sér
glögga grein fyrir, hver er frum-
orsök efnahagsvandans, þ.e. vöxt-
ur einkaneyzlunnar umfram þjóð-
arframleiðsluna. Fleira kemur til
og vil ég þar sérstaklega nefna
ofþenslu i rikisbúskapnum og
Framhald á bls 18.
Ófeigur Gestsson:
Sífellt stríð hags-
munahópa leggur
þjóðfélagið í rúst
ÞAÐ er spurt um afstöðu mina til
þjóðmála. Ég treysti mér ekki til
aó skýra afstöðu mína i fáum orð-
um fyrirvaralítið. Ég vil því að-
eins vekja athygli á nokkrum
atriðum, sem hafa komið fram í
málflutningi mínum á þeim kynn-
ingarfundum sem haldnir hafa
verið.
í fyrsta lagi: Verðbólgunni
verður að koma niður á það stig,
sem er i nágrannalöndum okkar.
— Á hverjum tíma liggi fyrir
Framhald á bls 18.
Valdimar Indriðason
Þjóðarheill
ráði gerðum
þingmanna
EF MÉR verður veitt það brautar-
gengi i prófkjöri þvi, sem fram
fer i Vesturlandskjördæmi um
næstu helgi á vegum Sjálfstæðis-
flokksins að um þingsæti verði að
ræða, mun ég reyna að axla þá
ábyrgð. Ég hef engan loforðalista
uppi um það hvprju ég myndi
helzt beita mér fyrir í kjördæm-
inu. A Vesturlandi er blómleg
byggð með miklum möguleikum,
sem þarf aó nýta og hlúa að, en ég
vil minna á að Alþingismenn eru
ekki eingöngu fulltrúar fyrir sitt
eigið kjördæmi, heldur verða þeir
að hafa viðsýni og meta mál og
málaflokka meó heill allrar
þjóðarinnar fyrir augum.