Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 30
30
.......i-------------------------------
MORGUNBLAÐJÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÖVEMBER 1977
Getraunaþáttur Morgunblaösins:
NU VERÐUR UT-
VARPINU SKÁKAÐ
HERMANN Gunnarsson, (þróttafréttamaður útvarpsins, skákaði öllum helstu opin-
berum tippurum fslands og Englands f fyrsta getraunaþætti Morgunblaðsins, sem
hóf göngu sína í síðustu viku. Var Hermann með 8 rétta og var því sigurinn frekar
magur. Um árangur Mbl. er það að segja, að varla verður erfitt að gera betur í þetta
sinn og framvegis.
Við vorum þó ekki aftastir á
merinni. Það sæti skipa Sunday
People og Alþýðublaðið og var
árangur þeirra slikur, að það voru
mikil mistök að titla tippara
þeirra blaða sérfræðinga í blað-
inu i síðustu viku. Þeir höfðu alls
3 rétta hvort biað og settu þau
svartan blett á Getraunaþáttinn.
Seðillinn er að þessu sinni mjög
erfiður, en menn ættu ekki að
örvænta, því undir slíkum
kringumstæðum, stendur Mbl. sig
oftast best.
Arsenal — Derby 1.
Arsenal er ósigraðir á heima-
velli. Og treystum við því, að liðið
haldi sinu striki gegn liði Derby,
sem á misjöfnu gengi að fagna
þessar vikurnar.
Aston Villa — Neweastle 1.
Um spána fyrir þennan leik, á
ekki að þurfa að fjölyrða.
Bristol City — Middlesbrough x.
Bristol-liðið hefur verið að taka
sig á undanfarið og er auk þess
ávallt vandsigrað á heimavelli.
Boro er óútreiknanlegt lið og til
alls liklegt. Því tippum við á jafn-
tefli.
Everton — Coventry x.
Bæði þessi lið eiga nú geysilega
langa sigurgöngu að baki og
spáum við, að hvorug umræddra
sigurgangna taki enda. Gerum við
það ef vera skyldi að leikmenn
liðanna læsu Getraunaþáttinn.
Leicester — Liverpool x.
Liverpool gengur illa um þessar
mundir, en Leicester hefur verið
heldur að hressast undanfarið.
Spáin er jafntefli, því að Liver-
pool er ávallt vandsigrað.
Norwich — Birmingham 1.
Norwich eru geysisterkir og
ósigraðir á heimavelli og sjáum
við ekki fram á nokkra breytingu
á því að þessu sinni.
Nottingham Forest — WBA 1.
Leikur þessi verður ugglaust
jafn og spennandi, en spá okkar
er sú að Forest bæti einum sigrin-
um enn í sarpinn.
Manchester City — Chelsea 1.
Þrátt fyrir sæmilegt gengi
Chelsea undanfarið, ætlum við að
tippa á heimasigur, því að á
heimavelli, er Manchester-liðið
oftast sterkt.
QPR — Manchester Utd x.
Lundúnaliðið hefur náð þokka-
legum árangri undanfarið ef frá
er talið stórtap þeirra á laugar-
daginn var. United hefur sótt í sig
veðrið, eftir afleitan kafla og telj-
um við því jafntefli rökréttast,
hvað sem öðrum kann að þykja.
West Ham — Leeds 2.
WH á enn eftir að vinna sinn
fyrsta leik á heimavelli og teljum
við, að illsigranlegt lið. Leeds
verði ekki fyrsta liðið til að falla á
Upton Park.
Wolves — Ipswich x.
Ipswich hefur ekki unnið leik á
útivelli það sem af er, en gert
nokkur jafntefli. Ulfarnir eru af-
ar misjafnir og þorum við því
ekki að tippa á heimasigur. Jafn-
tefli.
Bolton — Tottenham x.
Hér mætast efstu liðin í annarri
deild og vegna mikilvægi leiksins,
teljum við, að hvorugt liðanna
muni hætta á neitt og leiknum því
lykta með jafntefli. — gg.
Blikarnir
nú efstir
í 3. deild
BREIÐABLIK úr Kópavogi hefur
tekið forystuna I 3. deildinni I
handknattleik. Vann Ifðið Njarð-
vfkinga á laugardaginn með 20
mörkum gegn 15, en I leikhléi var
staðan 8:6 UBK I vil. Leikurinn
fór fram I hinu nýja og glæsilega
íþróttahúsi í Mosfellssveit, en
þangað hafa Blikarnir flutt
heimaleiki sína f 3. deildinni.
A undan leik UBK og UMFN
léku Afturelding og Haukar vin-
áttuleik og var mjótt á mununum
allan tfmann, en Haukar höfðu þó
vinninginn f lokin. Furðuðu
áhorfendur sig á þvf hve lítill
munur virtist á liðum úr 1. og 3.
deild f þessum leik.
Handknatt-
leiksdeild ÍR
AÐALFUNDUR Handknattleiks-
deildar ÍR verður haldinn næst-
komandi föstudag, 25. nóvember,
og hefst klukkan 20 í félagsheim-
ilinu að Arnarbakka 2. Venjuleg
aðalfundarstörf.
Getrauna- spá Mbl. Morgunblaðið •© 1 X? 3 *© JQ. < 2 38 JO bC co Q 2 a u 01 > C >o CZ) Tíminn Útvarpið Vfsir c c "> 3 A Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sundav Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Deby 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 13 0 0
Aston V. — Newcastle 1 1 I 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 12 1 0
Bristol — Middlesbrough X X 1 1 X 1 X 1 X X 2 X X 4 8 1
Everton — Coventry X i X 1 1 1 1 1 1 X X 1 1 9 4 0
Leicester — Liverpool X 2 X 2 1 X 2 X 2 2 2 X 2 1 5 7
Man.city — Chelsea 1 I 1 1 1 X 1 1 1 I 1 1 1 12 1 0
Norwich — Birm.ham 1 1 X 1 X 1 X 1 1 1 1 1 I 10 3 0
N. Forest — WBA 1 X 2 1 X 1 2 1 1 1 1 I 1 9 2 2
QPR — Man. Utd. X 2 2 1 2 2 X 1 1 1 X X X 4 5 4
West.H. — Leeds 2 2 X X 1 X 1 2 X 2 X 1 X 3 6 4
Wolves — Ipswish X X X X 1 X 1 X 1 X 2 X X 3 9 1
Bolton — Tottenh. X X 1 1 1 X 2 X X 1 X X X 4 8 1
HoMó krokkor!
Hver haldiði að sé að svamla í jólabókaflóðinu?
Já, það er ég, PÁLL VILHJÁLMSSON. Algjörlega
ósyndur maðurinn. Maður getur ekki einu sinni
hrokkið í — nei, haldið sér í kút.
Ef ykkur er ekki alveg sama um mig, verðiði að
kaupa mig í hvelli. Annars bara sekk ég. Globb . . .
globb....bb.
Sko, þið farið í næstu bókabúð og segið: Er til
bókin PÁLL VILHJÁLMSSON eftir Guðrúnu Helga-
dóttur? Þá segir búðarfólkið kannski: Er það sú
sem skrifaði JÓN ODD OG JÓN BJARNA og í AFA-
HÚSI? Einmitt, segið þið.
Þið getið líka gert annað:
Biðjið mömmu ykkar eða pabba, afa eða ömmur
frænkur og frændur að gefa ykkur bókina í jóla-
gjöf. Krafan er: harðan pakka í ár.
Ég rígheld mér í bakkann á meðan . . . globb.
Ykkar
P.s. Munið að þakka fyrir ykkur
Bræðraborgarstíg 16, Sími 12923-19156
AUGLYSINGATEIKNISTOFA
MYNDAMÓTA
Aðalstraeti 6 sími 25810