Morgunblaðið - 23.11.1977, Page 31

Morgunblaðið - 23.11.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 31 Jóhannes Eðvaldsson hefur hleypt af og leikmenn Aberdeen standa eins og þvörur án þess að koma við vörnum. Mark fslenzka landsliðsfyrirliðans þótti glæsilegt og færði Celtic góðan sigur I leiknum á laugardag. „Hvernig getur Jock Stein látið frá sér sinn bezta leikmann" JÓHANNES Eðvaldsson er sá knattspyrnumaður í Skotlandi, sem allt virðist snúast um þessa dagana. Þegar skozku blöðunum frá síðustu helgi er flett fer ekki á milli mála að Jóhannes hefur verið sterkasti leikmaður Celtic í sigurleiknum gegn Aberdeen á laugardaginn og ekki nóg með það. Búbbi hefur farið vaxandi með hverjum leik og aldrei leikið betur en eftir að hann var, samkvæmt eigin ósk, settur á sölulista. Við skulum til gamans fletta nokkrum helztu blööunum i Skot- landi og sjá hvernig dóma Jóhannesfær. *» t mánudagsblaði Evening Times segir m.a. að hingað til hafi enginn óskað eftir að kaupa Jóhannes Eðvaldsson, en hann sé þó eigi að síður í miklu formi þessa dagana og kaupin á honum séu e.t.v. mestu reyfarakaupin, sem hægt sé að gera í Skotlandi um þessar mundir. „í síðasta mánuði fór Jóhannes fram á að vera settur á sölulista og það hef- ur nú verið gert,“ segir blaðið. I tveimur siðustu leikjum hefur Jóhannesi greinilega leiðzt þófið og verið „maður leiksins" í bæði skiptin. „Á móti Rangers átti hann stór- kostlegan leik í hjarta varnarinn- ar. Á móti Aberdeen á laugardag- inn var hann fluttur framar á völlinn og vann hreinlega leikinn fyrir Celtic með glæsilegra marki en sést hefur lengi á Parkhead. Jóhannes Eðvaldsson, sem getur leikið allar stöður á vellinum, hef- ur ítrekað að hann vill enn fara frá Celtic og reyna fyrir sér á meginlandinu. Ég gæti ímyndað mér að sett væru á hann 30 þus- und pund, en spurningin er hver vill kaupa hann og hver vill að hann fari nema hann sjálfur. En það var meira í þessum leik en stórleikur Jóhannesar. I raun- inni var þetta einn bezti leikur á keppnistímabilinu." Þannig segir Evening Times frá Jóhannesi Eð- valdssyni, en að auki greinir það nákvæmlega frá marki Jóhannes- ar sem og önnur blöð. Daily Mail byrjar frásögn sína á mánudaginn af leik Celtic og Aberdeen með því að segja að mark Jóhannesar hafi verið fyrsti metrinn á leiðinni til enn eins Skotlandsmeistaratitils þrátt fyr- ir slæma byrjun. í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „En það tók Jóhannes aðeins fjórar mínútur að ná forystunni á ný fyrir Celtic. Nú veltum við því öll fyrir okkur hvort hann eigi lengur nokkra möguleika á að komast frá Celtic i vetur. Hvernig getur Jock Stein sam- þykkt að láta frá sér sinn bezta leikmann?" spyr blaðið. Glasgow Herald gerir að um- ræðuefni leikaðferð Celtic-liðsins og rifjar upp ýmis leikkerfi. Síð- an segir blaðið: „Celtic virðist nú hafa fundið upp nýtt kerfi, sem ekkert annað félag hefur svo mik- ið sem hugsað um áður. Celtic hefur nefnilega tekið upp á þvi að gefa andstæðingunum eitt mark i upphafi, jafna siðan leikinn og í flestum tilfellum tryggja sér sig- ur fyrir lok." Rifjar blaðið síðan upp 5 síð- ustu leiki Celtic, en liðið hefur unnið 4 leiki og gert 1 jafntefli að undanförnu. I öllum leikjunum skoraði andstæðingurinn fyrsta mark viðureignarinnar. Sunday Mirror segir svo: „Jo Edvaldsson, íslenzki landsliðs- maðurinn, sem vill fara frá Celtic, sýndi enn á laugardaginn hversu dýrmætur hann er félagi sínu. Með sannkölluðu rothöggi tryggói hann liði sinu sigur er hann skor- aði glæsilegt mark, sem hlýtur að koma til álita sem mark ársins." I lok frásagnar sinnar af leiknum er Jóhannes valinn maður leiks- ins og voru flest blöðin þeirrar skoðunar. — áij. JIIST THE JOB, JO! CELTIC 3, ABERDtEN 2 IO EDVALDSSON, (be Icelandic intrrnntional who. wants to leave Celtlc, showed hls value »*ain yesterday with a k n wlnner whlch must quallfy for ^the *oal of the season. ^Celvc for tí,* tuxt, siwces.lv* Edvaldsson tops Celtic fiffhtbanif Sig Jo volleys ‘ Celtíc back tít.lé trau l'MlHUGGIE...BUY ME! ahnut woulH . *. „j *«■« ............., of tho ■"<>*♦ unu&ual window dTfp.-^ wn' There w.t more s CeltK P*Ht. twher. Johennet EdvaMuolHt ,n '•«• on sele. ' would be Do.000 and hu h.< l. thcn ,S„ UTÆihí..7'*iee r.ule.d ".h»d », on« ot ihe besl tames i i t>> festure the bsd • t the sci.\>nd feature to ** Nokkrar úrklippur úr skozku blöðunum um helgina, þar sem Jóhaunes ' ?. hslf (Rov Ailken hasu *'“»• f cviAsljósinu. Valsmenn ætla að launa leik- mönnum Honved lambið gráa VALSMENN mæta ungversku meisturunum Honved I Laugardalshöll- inni á föstudag og er leikurinn síðari viðureign liðanna í 2. umferð Evrópukeppninnar í handknattleik. — Það er óhætt að segja að eins og móttökur Ungverjanna voru góðar utan vallar, er við heimsóttum þá á dögunum, fóru þeir um okkur ómjúkum höndum innan vallar, sögðu Valsmenn á fundi með fréttamönnum I gær. Úrslit fyrri leiks liðanna urðu þau að Honved vann með 12 marka mun, 35:23. Nú hugsa Valsmenn sér að launa Ungverjum lambið gráa og sigra þá í leiknum á föstudaginn. Þeir viðurkenna þó að það verði erfitt og segja ungversku leik- mennina marga hverja algjöra snillinga. En þeir vita einnig að lið Honved er ekki hið sama heima og á útivelli, svo sigurinn sé ekki fjarlægur draumur. I leiknum í Ungverjalandi höfðu Valsmenn þá dagskipan frá þjálfurum sínum að halda knett- inum. Þessu tókst leikmönnum Vals ekki aó framfylgja og hvað eftir annað náðu Ungverjarnir skyndiupphlaupum, sem gáfu þeim mörk. Einnig var varnar- leikur Vals og markvarzla í mol- um í þessum leik og þess má geta að i leikinn vantaði tvo af fasta- mönnum Vals, þá Bjarna Guð- mundsson, sem var meiddur, og Bjarna Jónsson, sem ekki er lög- legur í Evrópukeppni samkvæmt reglum Evrópusambandsins. í liði Honved eru nokkrir leik- menn, sem leikið hafa hátt i 100 landsleiki fyrir Ungverjaland og hefur Honved verið eitt alsterk- asta íþróttafélag þar í landi síð- ustu 20 árin. Af leikmönnum liðs- ins eru þeir reyndastir: Gabor markvörður með 67 landsleiki, Peter Kovacs með 86 landaleiki, Kenyerez með 86 landsleiki og Kocsis með 83 landsleiki. Aðeins einn af ungversku leikmönnun- um, sem hingað koma, hefur ekki leikið í landsliði. Peter Kovacs er rúmlega tveggja metra maður og hefur leikið 86 landsleiki fyrir Ung- verjaland, þó hann sé ekki nema 22 ára. Er hann svipaður leikmað- ur og Klempel hinn pólski og Birt- alan frá Rúmeníu. Kenyerez er lágvaxinn leikmaður, en algjör snillingur i hraðaupphlaupum og hornum. I leik Vals í Ungverja- landi sneri hann hvað eftir annað á varnarmenn Vals, svo við lá að þeir sætu eftir á fjórum fótum eða flygju upp í áhorfendastúkur. Þjálfari liðsins er Dekan Resjó og hefur hann veriö við stjórnvölinn í tæpa tvo áratugi. Josef Kenyeres, einn snjallasti leikmaður Honved, með 86 landsleiki að baki. Valurog Leikn- ir sigruðu TVEIR íeíkir fóru fram i Reykjavíkur mótinu i handknattleik í gærkvoldi Fyrst léku ÍR og Valur og lauk leikn- um með sigri Vals 24 — 20. eftir að staðan hafði verið 11 —7 i hálfleik, Val í hag. Siðan sigraði leiknir Fylki 30 — 26. eftir að staðan hafði verið jöfn, 16 — 16, i leikhléi. IR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og höfðu yfir allt fram á síðustu tiu minútur fyrri hálfleiks. síðast 7 — 5. en Valur skoraði síðan siðustu sex mörkin fyrir hlé og var þvi staðan 1 1 — 7 fyrir Val i hálfleik eins og áður sagði. í siðari hálfleik var nokkur spenna i lokin, er ÍR-ingar náðu tvi- vegis að minnka muninn i eitt mark, en Valsarar reyndust sterkari á loka- sprettinum, skoruðu 3 siðustu mörk- in og sigruðu verðskuldað 24 — 20. Gisli Blöndal. Bjarni Jónsson Steindór Gunnarsson og Bjöm Björnsson voru góðir hjá Val og var Gisli markhæstur með 9 mörk, Bjöm skoraði 6 mörk, en aðrir minna. Asgeir Eliasson var mjög góður hjá ÍR og Vilhjálmur Sigurgeirsson var einnig góður, einkum i síðari hálf- leik Vilhjálmur var markhæstur ÍR- inga með 4 mörk. í siðari leik kvöldsins, milli Fylkis og Leiknis, var næstum skorað mark á minútu, er Leiknir vann sinn fyrsta sigur i Reykjavikurmótinu. Leiknir hafði oftast yfir i fyrri hálfleik, en þó aldrei meir en 3 mörk og oftast minna en það. Stundum var jafnt og i leikhléi var staðan 16 — 16. í síðari hálfleik gekk fæst upp, sem Fylkismenn reyndu og sigu Leiknis- menn þá framúr og sigruðu örugg- lega 30 — 26 eins og áður segir. Hafliði Pétursson var besti maðúr á vellinum og var hann einnig mark- hæstur hjá Fylki, einnig með níu mörk, en Gunnar Baldursson var markhæstur hjá Fylki, einnig með 9 mörk. Oómgæsla i báðum leikjunum var hvorki góð né slæm. — gg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.