Morgunblaðið - 27.11.1977, Page 13
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVBMBER 1977
#
GEIR HALLGRIMSSON
á fundi flokksráðs
Sjálfstæðisflokks:
raun og veru er þetta mál Og þannig hefur
Sjálfstæðisflokkurinn litið á það fram til þessa
Ég vona að þessi stefna eigi ekki eftir að
breytast á þann veg, að fjárhagssjónarmiðið nái
yfirhöndinni. Ef þannig færi, hefðum við glat-
að þeirri sjálfsbjargarviðleitni, sem felst í því
að vinna hörðum höndum fyrir lífsviðurværi
okkar og leysa vanda okkar sjálf. Með sjálfs-
bjargarviðleitninni hyrfi síðan sjálfstæðið Sjálf-
stæðisflokkurinn mundi ekki þá rísa undir nafni
unni Við höfum haft kjark í okkur bæði til að
tala við aðrar þjóðir og gera samninga þrátt
fyrir andstöðu En hver efast um það, að rétt
hefur verið haldið á málum á þessu sviði, nú
þegar árangurinn er kominn i Ijós
Það hafa verið gerðar margar og miklar
samþykktir í hita baráttunnar, en miklu skiptir
að hafa yfirsýn yfir málin til lengri tíma, og ég
hika ekki við að segja að það hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn haft, og rikisstjórnin í heild Nú eru
samþykktar yfirlýsingar um það, að það megi
VIÐISLENDINGAR GREIÐUM EK
VEGNA ÖRYGGIS OG VARNA
Þyrftum að greiða 13,5 milljarða
ef við hefðum sömu
útgjöld og Norðmenn
og Danir vegna landvarna
Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti
á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrradag:
Á þessum flokksráðsfundi er ástæða til þess
að við hugleiðum nokkuð hvað hefur áunnist á
þessu kjörtímabíli, hver hefði staðan orðið ef
Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið utan ríkis-
stjórnar og hvaða árangur hefur orðið af aðild
og forystu Sjálfstæðisflokksins i rikisstjórninni
á þessu kjörtímabili
Ég vil biðja menn að leiða hugann að þvi
hvað hefði orðið um varnir landsins, ef vinstri
stjórnin hefði setið áfram við völd þetta kjör
tímabil Varnarliðið væri farið af landi brott
Efast má um að við værum i Atlantshafbanda-
laginu Landið væri opið og óvarið
Ég tel raunar, að það sé tímabært fyrir okkur
íslendinga að láta af sifelldum deilum um
veruna i Atlantshafsbandalaginu og varnar
samstarfi við Bandaríkin. Tæplega 30 ára
reynsla hefur sannað okkur rættmæti þeirrar
stefnu, sem fylgt hefur verið Reynsla samaðila
okkar að bandalaginu er sú sama og þeir
viðurkenna hana með samstöðu um öryggis-
og varnarstefnuna inn á við og út á við, Ekki
sæmir lengur, að hér á landi sé verið dð deila
um jafn augljósa staðreynd og þá, að Atlants-
hafsbandalagið er helsta forsenda þess, að
friður haldist i okkar heimshluta og varnarvið-
búnaður bandalagsþjóðanna er til þess fallinn
að koma i veg fyrir styrjöld. Aðíldm að banda-
laginu og dvöl varnadiðsins hér á landi á
grundvelli aðildarinnar, eiga að vera hornstein-
ar islenskrar utanríkisstefnu að óbreyttu
ástandi, en ekki sifellt þrætuepli þeirra, sem
ekki vilja viðurkenna staðreyndir
Um leið og ég segi þetta, verðum við
Sjálfstæðismenn þó að vera þess albúnir að
halda uppi rökræðum og umræðum um nauð-
syn þess að vernda öryggi okkar og stuðla að
vörnum landsins meðan á móti þeim er mælt
En andstæðingar okkar á þessum vettvangi eru
á undanhaldi Það sýna viðbrögð Alþýðu-
bandalagsins sem nýverið hefur haldið lands-
fund sinn hér í Reykjavik, þar sem þetta mál
var ekkert aðalatriði í stefnuskrá bandalagsins
og ætti það að vera nokkur vitnisburður um,
hvað sá flokkur telur vænlegt að hafa á kosrv
ingastefnuskrá sinni, til þess að afla fylgis. bað
er Ijóst, að ef við höldum uppi merki öryggis
og varna, þá verður það til þess að afla okkur
fylgis
Æskilegast væri, að við hættum þó að deila
um þessi einfóldu grundvallaratriði og gætum
heilshugar snúið okkur að hinu. sem ávallt á
að vera íhugunar- og umhugsunarefni, hvort
gera þurfi frekari ráðstafanir til varnar i landinu
en nú er. Verði níðurstaðan sú, t.d., eftir slíkt
mat, að byggja þurfi nýjan flugvöll. t d á
Austurlandi eða annars staðar og leggja vegi
sem tengi flugveHina, verðum við að gera
okkur grein fyrir því, að við verðum að sætta
okkur við aukin umsvif varnarliðsins Slikur
nýr flugvöllur reistur i varnanna þágu, kallar á
lið og herbúnað til þess að hann komi að
gagni Allar aðrar þjóðir hafa í raun og veru
þurft að framkvæma slikt mat og meta hve
mikil umsvif og höft þær vilja leggja á daglegt
líf sitt á friðartimum til þess að vera viðbúnar
árás eða ófriði eða koma i veg fyrir ófrið
Við stöndum (slendingar frammi fyrir sama
vanda þótt við höfum ekki eigin her. Aðrar
þjóðir verða að svara þeirri spurningu þegar
þær gera fjárlög sín hvað mikið þær vilja borga
í skatt til þess að halda við her sínum og
varnarviðbúnaði Við íslendingar erum það
heppnir, að aðrar þjóðir, og sérstaklega Banda-
ríkjamenn, hafa létt þessum útgjöldum af okk-
ur Við greiðum ekki eina krónu af okkar
fjárlögum tíl varna og öryggis landsins
Við skulum hafa þetta í huga, þegar talað er
um, að við eigum að taka gjald fyrir varnar-
stöðina Bandarikjamenn vörðu 6% af þjóðar-
framleiðslu sinni tif varnarmála 1976, Bretar
5,1%, Norðmenn 3,1% og Danir 2.8% i
þessu sambandi er því rétt að benda á, að ef
við hefðum þessi útgjöld, islendingar og þyrft-
um á næsta ári að verja 3% af þjóðarfram-
leiðslu okkar i þessu skyni, mundi það nema
um 13,5 mill|örðum islenskra króna
í Bandaríkjunum er 4,9% af landsmönnum
á aldrinum 18—45 ára i hernum, 3,2% i
Bretlandi, 3.4% i Danmörku og 5,2% i Nor-
egi. Ef jafn margir íslendinga; hlutfallslega og
Norðmenn væru bundnir við þessi störf, þá
væri fjöldi þeirra 2,300 Sá mannafli mundi
bæði duga skammt til varna landsins og væri
okkur dýrkeyptur miðað við þá eftirspurn eftir
vinnuafli, sem nú er En til þess getur komið,
að við þurfum að hafa mannafla, sem að
einhverju leytí gegndi varnarstörfum og
öryggisgæslu Til þess gæti komið, að við
þyrftum að efla landhelgisgæslu okkar og
löggæslu með þeim hætti, að við værum ekki
uppnæmir fyrir einni hleypiskútu. eða fáeinum
vopnuðum bófum^ef að landi kæmi. og áhöfn-
in gengi á land, eins og Jón Sigurðsson benti
raunar á á siðustu öld Og meðal annars gæti
til þessa komið, þegar ástand í heimsmálum er
orðið slíkt, að við teldum timabært að varnar-
liðið færi af landi brott.
í þessu sambandi er þó aðalatriðið að gera
sér grein fyrir því, að ísiand er mikilvægur
hlekkur í varnarkerfi hins frjálsa heims. En það
mikilvægi er ekki siður mikilvægi fyrir framtið
okkar en annarra þjóða Eigum við að nota
mikilvægi íslands fyrir aðrar þjóðir til þess að
setja verðmiða á (sland? Ég svara nei Til þess
má aldrei koma Við getum í raun og veru með
sama hætti sett verðmiða á Þýzkaland og síðan
spurt Hvers vírði er Noregur, hvers virði er
Bretland eða Bandarikin? Þegar við gerum
dæmið upp. þá erum við öll hin vestrænu,
frjálsu ríki, mikilvæg Við erum mikilvæg hvert
öðru og hvert fyrir sig Við erum hvert öðru
þanmg háð og gerum varnarsamninga vegna
gagnkvæmra hagsmuna og vegna þess að við
viljum tryggja öryggi okkar
Auðvítað vitum við það, að Bandarikin eru i
sjálfu sér ekki að leggja í þann kostnað, sem
þau hafa af varnaraðstöðunni i Keflavík, okkar
vegna út af fyrir sig Þau eru að gera það fyrír
sjálf sig Við víljum Ijá þeim þessa aðstöðu,
ekki vegna Bandarikjanna, heldur vegna okkar
eigin hagsmuna. Hér er um gagnkvæma hags-
muni að ræða, sem við skulum ávallt hafa i
huga Sumir hafa sagt, að tilvist varnarliðs hér
á landi værí í raun og veru til þess falín að við
værum nokkurs konar fallbyssufóður og við
ættum þess vegna að taka gjald fyrir varnar-
stöðina En ef varnarstöðin gerir hættuna meiri
og öryggið minna, þá eigum við auðvitað að
láta varnarliðið fara Sannleikurinn er sá, að
varnarliðið er hér til þess að koma í veg fyrir að
við séum fallbyssufóður Ef við ætlum að taka
fjármuni fyrir það að aðrir leggja nokkuð á sig
til að tryggja öryggi okkar, þá hefðum við
engan varnarsamning átt að gera Og þá
eigum við að láta varnarliðið fara Svo einfalt i
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKURINN
OG LANDHELGISMÁL
Næst er ástæða til þess að gera sér grein
fyrir því, hvernig ástandið væri í landhelgís-
málunum, ef atbeina Sjálfstæðisflokksins hefði
ekki notið við Við siðustu kosningar voru það
taldar skýjaborgir, þegar Sjálfstæðisflokkurinn
hafði það á stefnuskrá sinni að færa fiskveiði
lögsöguna út í 200 mílur. Við munum það, að
Lúðvik Jósefsson sagði að það gæti nú beðið
Það gæti beðið eftir að Hafréttarráðstefnunni
lyki og ekkert lægi á Hafréttarráðstefnunni er
enn ekki lokið. og það er vist og áreiðanlegt að
það væri ekki búið að færa fiskveiðilögsöguna
út i 200 milur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði
ekki einmitt sett það á stefnuskrá sina við
síðustu kosningar og það hefði verið sett í
stefnuskrá rikisstfórnarinnar Við munum, að
þá var jafnvel ekki búið að vinna sigur i
baráttunni fyrir 50 milunum Þá var í gildi
samningur við Breta um að þeir gætu fiskað
hér 1 30 000 tonn á ári hverju Og við munum
að þegar þeim samningi lauk. var gerður
samningur við Vestur-Þjóðverja, en það tókst
ekki að ná samkomulagi við Breta Þá sögðu
sumir. og ekki sist stjórnarandstaðan, að það
mætti ekki tala við aðrar þjóðir Að það mætti
ekki undir neinum kringumstæðum semja um
deilumál Það var fyrir neðan virðingu okkar
(slendinga að hafa slíkt á stefnuskrá okkar Við
viljum leysa deilumál með samningum Og
það tókst
Fyrst tókst að gera samning við Vestur-
Þjóðverja og siðan. eftir hatramma deilu, við
Breta 6 mánaða samkomulag náðist við þá,
sem rann siðan út án þess að það væri
endurnýjað, þrátt fyrir að andstæðingar okkar
segðu að það mundi verða gert, og það hefði
ríkisstjórnin i hyggju Með sama hætti rennur
nú út samkomulagið við Vestur-Þjóðverja á
miðnætti næstkomandi mánudag Það er búið
að hreinsa islenska fiskveiðilögsögu út i 200
milur af erlendum fiskiskipum. ef undan eru
tekin örfá norsk, belgisk og færeysk skip Er
þetta ekki árangur? Eigum við ekki að minnast
þessa árangurs? Og hver okkar efast um að
það er ekki sízt Sjálfstæðisflokknum að þakka, að
þessi árangur hefur náðst
Ég vil ekki setja neinn skugga á samstarfs-
flokk okkar í rikisstjórn i þessu máli Hann ætti
það ekki skilið vegna þess að rikisstjórnin
hefur saman unnið að þessum sigri. En það er
engum vafa bundið. að við höfum sam-
eiginlega markað þá stefnu með samning-
um, þegar því var að skipta. sem hefur lyktað
þannig, að við sitjum einir að fiskveiðilögsög-
ekki hafa samninga áfram við Færeyinga, við
Belga og við Norðmenn Og mér er sagt, að
síðan hafi t.d. verið látið að því liggja að við
mættum ekki semja um að leyfa Færeyíngum
að veiða nokkra loðnu hér við land Fiskifræð-
ingar segja. að það megi veiða milli milljón og
hálfa aðra milljón tonn af loðnu hér við land
Yfirstandandi ár hefur verið mjög gott veiðiár
og við höfum fiskað samtals um 750 — 800
þúsund tonn af loðnu Og öll þau skip, sem
hafa getað og viljað stunda loðnuveiðar hafa
verið að því Samt höfum við ekki fiskað meir
í frumvarpi að Hafréttarsáttmála, sem við
erum að berjast fyrir að fá samþykkt á Haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eru þau
ákvæði okkar mikilvægust í fyrsta lagi. að það
sé strandríkið. sem ákveði hvað mikið megi
veiða innan fiskveiðilögsögu þess I öðru lagi
að strandríkið sjálft ráði þvi og ákveði og dæmi
um, hvort það er megnugt að fiska þetta
magn Og í þriðja lagi sé það strandrikið sjálft,
sem semji um umframafla, sem það telur sig
ekki geta veitt, við aðrar þjóðir, til þess að
fullnægja fæðuþörf sveltandi heims Ef við
núna höguðum okkur þannig. að við brytum á
móti þriðja boðorðinu i þessum Hafréttarsátt-
mála eða frumvarpi að honum, hvaða svip setti
það á okkur á þeirri ráðstefnu? í hvaða hættu
stofnuðum víð þvi ákvæði í heild? Það er
vissulega fylgst með okkur íslendingum á
þessu sviði Þröngsýni, einsýni, verður að víkja
i þessum efnum sem öðrum. Og við verðum að
hafa kjark til þess að sannfæra fólkið um það
rétta i hverju máli fyrir sig Það er einfaldara að
hefja áróður fyrir þvi, að við eigum einir að
sitja að öllu. Það er fyrírhafnarmeira að sýna
fólki fram á rök þess að til lengdar þjónar
samningur t.d við Færeyinga hagsmunum
okkar betur
Við Sjálfstæðismenn höfum yfirleitt þann
málstað, sem erfiðara er að flytja, vegna þess
að hann skyggnist dýpra undir yfirborðið en
yfirborðsmennska og áróðursyfirlýsingar
stjórnarandstöðuflokkanna Og það er út af
fyrir sig gott og göfugt hlutskipti Það er t d
skammsýni að segja upp samningunum við
Belga, sem eru hér með innan við 10 smáskip
að veiðum sem eru að syngja sitt síðasta Þau
veíða 5—6 þúsund tonn og þar af innan við
1000 tonn af þorski Og þetta magn fer
minnkandi Það er skynsamlegt að heimila
þessar veiðar áfram út frá því sjónarmiði, að
það er e.t.v. gott að hafa eitt land innan
Efnahagsbandalagsins, sem við höfum tengsl
við á þessu sviði. um leið og við höfum sagt
við Bretland bg við Vestur-Þýskaland og Efna-
hagsbandalagið í heild, að eins og á stendur
höfum við ekki aðstöðu til þess að gera fisk-
veiðisamninga Nörðmenn fiska hér frá 1 500
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977
til 2500 tonn með litlum skipum og sama og
ekki neitt af þorski heldur tegundir sem við
höfum lítið lagt okkur eftir að veiða Við höfum
emnig hagsmuna að gæta gagnvart Norð-
mönnum Við höfum samskipti við þá t d við
skiptingu hrefnuafla hér á norðurhöfum. En
þessum tveim þjóðum hefur verið falið að
skipta sín á milli þunnum afla af alþjóðahval-
veiðiráðinu Þess vegna verðum við að hugsa
málin frá öllum hliðum áður en við samþykkj-
um slikar yfirlýsingar sem hafa verið alltof
núverandi stjórn tekur við völdum og fær i arf
yfir 50% verðbólgu og skuldir og hallarekstur
alls staðar. versna viðskiptakjörin á fyrstu
tveim árum, sem þessi ríkisstjórn er að störf-
um, um þriðjung Það er von að þessi þróun
hafi komið illa við margan manninn.
Það er von að núverandi rikisstjórn hafi átt
við ramman reip að draga Auðvelt er að benda
á, hvaða árangri núverandi rikisstjórn hefur
náð við þessar kringumstæður og þessi skil-
yrði Það er hægt að telja það upp í nokkrum
Kl EINA KRONU
LANDS OKKAR
mikið i tisku i ýmsum félagssamtökum hér á
landi, með þvi er í raun og veru skákað i þvi
skjólinu. að ábyrgðin sé ekki á hverjum ein-
stökum fundarmanni eða félagsmanni heldur
ræður sá sem hæst gellur
Við skulum að þessu athuguðu slá þvi föstu,
að aðild og forysta Sjálfstæðisflokksins í rikis-
stjórn, þar sem sjávarútvegsráðherrann hefur
verið Sjálfstæðisflokksmaður, hefur haft úr-
slitaþýðingu um þann mikla árangur, sem víð
höfum náð i landhelgismálinu
EFNAHAGSMÁL
Þá er rétt að víkja að efnahagsmálunum Og
ég held að rétt sé og nauðsynlegt, að rifja upp,
hvernig ástandið var þegar núverandi rikis-
stjórn tók við völdum Ég ætla ekki að fara
mörgum orðum um það, en við munum að
verðbólgan var yfir 50% á þvi ári Við munum,
að þá var taprekstur á atvinnuvegum lands-
manna. Það var 25% tap á frystihúsunum i
landinu Það var milljarðatap á útgerð togara
og fiskiskipa. Allir sjóðir voru tómir og marga
milljarða vantaði bæði i atvinnulánasjóðina og
t d Byggingasjóð ríkisins Halli ríkissjóðs var I
milljörðum talinn Og halli rikisfyrirtækja og
skuldasöfnun sömuleiðis Póstur og simi var
búinn að eyða öllu orlofsfé og Rafmagnsveitur
rikisins voru i mörghundruð eða milljarða
króna halla. Til þess að bjarga því máli þá
þurfti auðvitað að setja á nýjan skatt Hækka
verðjöfnunargjald rafmagns Fjórfalda eða
fimmfalda að þvi er mig minnir. Áburðarverk-
smiðja ríkisins og Sementsverksmiðja rikisins
voru reknar með miklum halla Rikisútvarpið
var búið að éta upp myndarlegan húsbygging-
arsjóð sinn og stofna til hundruð milljón króna
skulda í bönkum landsins Sveitarfélögunum
hafði verið neitað um gjaldskrárhækkanir
þannig að það varð að auka erlendar lántökur
til Hitaveitu Reykjavikur og Rafmagnsveitu
Reykjavikur, sem siðan hefur komið niður á
notendum i hærra gjaldi fyrir þessa þjónustu
Sveitarfélögin söfnuðu skuldum i viðskipta-
bönkunum og öll fyrirtæki i landinu raunar
lika, þannig að svo mikill halli varð á peninga-
markaðnum að hann hafði aldrei áður verið
meiri fyrr eða siðan
Ég held að það sé rétt að við munum þetta
allt saman, vegna þess að ráðm við þessu voru
engin önnur heldur en að jafna stöðu rikis-
sjóðs, rikisfyri rtækja og sveitarfélaga með
hækkun skatta, með hækkun gjaldskrár og þvi
er sú dýrtiðarþróun, sem átti sér stað eftir
stjórnarskiptin að miklu leyti af völdum fyrri
stjórnar En það er ekki nóg með þetta Eftir að
mjög mikilvægum atriðum I fyrsta lagi var
verðbólgan komin niður í 26% á fyrra helm-
ingi þessa árs. Viðskiptajöfnuður er að nást
þvi að við bjuggum við 11 —12% halla
miðað við þjóðarframleiðslu Jöfnuður náðist í
ríkisfjármálunum á síðasta ári, á peningamark-
aðnum hvað snertir útlán og sparifjármyndun
árinu áður
Þetta er auðvitað þvi að þakka, að rikis-
stjórnin hafði kjark i sér til að beita sér fyrir
aðhaldsaðgerðum, draga úr þjóðarútgjöldum
Sá samdráttur kom þyngst niður á einkaneysl-
unni Það skal játað. Kjararýrnun einstakling-
anna varð þvi tilfinnanleg En samt tókst með
viðunandi hætti að ná samkomulagi við sam-
tök launþega, er gerðu sér grein fyrir nauðsyn
þessara ráðstafana Við settum það aftur á
móti á stefnuskrá rikisstjórnarinnar að auka
framkvæmdir á ákveðnu sviði sérstaklega,
þ e.a.s. á sviði orkumála, til þess að koma því
svo fyrir að við þyrftum minna á erlendum
gjaldeyri að halda en áður vegna verðhækkana
á oliu Þetta hefur að vissu leyti haft það i för
með sér, að eftirspurnarþensla hefur verið hér
innanlands á vinnumarkaðnum annars vegar,
og við höfum fjármagnað þessar framkvæmdir
með erlendum lántökum hins vegar. Það má
vissulega ræða það og ég get út af fyrir sig
fallist á, að við hefðum þurft að draga meira úr
framkvæmdum hins opinbera almennt heldur
en gert var En hins vegar var þarna um þann
kost að velja, að reyna að ná ákveðnum
áföngum i framleiðslu orku i landinu til þess að
spara þegar til lengdar léti
Það er rétt, að frá miðju þessu án hefur það
valdið okkur vonbrigðum, að verðbólgan hefur
aftur farið i vöxt Og það er engum blöðum um
það að fletta, að auðvitað hafa launasamning-
arnir átt drýgstan þátt i þeirri breytingu Með
þessu er ég ekki að segja, að það væri ekki
eðlilegt að launastéttir landsins fengju nokkra
kjarabót þegar viðskiptakjörin snérust til hins
betra seinni hluta siðasta árs og á þessu ári
Sérstaldega vegna þess að kjararýrnun, minnk-
un þjóoarútgjalda, hafði einkum lent á laun-
þegum landsins og á einkaneyslunni Þess
vegna var augljóst, að þarna þurfti að eiga sér
stað breyting. En því miður tókst ekki að ná
samstöðu um hóflegri kauphækkanir i krónu-
tölu Það tókst ekki að ná samstöðu um að
ætla sér bætt lífskjör á lengri tima og þvi
verður nú launahækkunin i krónutölu á yflr-
standandi ári, frá byrjun til loka árs, um 60%
Það segir sig sjálft, að það er ekkert efnahags-
kerfi sem getur gleypt slíka kauphækkun i
krónutölu án þess að hún komi fram í verðlag-
inu Og það er út af fyrir sig sárt til þess að
vita, að með slíkri krónutöluhækkun kaups
náist ekki nema 6—8% kaupmáttaraukning
Markmið hlýtur að vera að ná þeirri kaupmátt-
araukningu, sem viðskiptakjör út á við leyfa
eða aukin framleiðni inn á við gefur skilyrði til
með öðrum hætti Og að þvi verðum við að
stefna En umfram allt skulum við, Sjálfstæðis-
menn, ekki láta þetta hafa þau áhrif á okkur, að
allt sé ómögulegt og ekki sé um neitt annað að
gera en að gefast upp í baráttunni við verð-
bólguna Við höfum að vísu þurft að sætta
okkur við, að sóknin gegn verðbólgu beri ekki
þann árangur, sem við höfðum vonað, en það
er lífsnauðsyn að við látum ekki hugfallast.
missum ekki sjónir á markmiðinu og höldum
baráttunni ótrauðir áfram. þótt hún taki lengri
tima en við héldum í upphafi Og að því leyti
höfum við orðið fyrir vonbrigðum
_______STAÐANI DAG
Þá liggur næst fyrir að átta sig á hver staðan
er i dag. Og hvað beri að gera nú, og i þeim
efnum er auðvitað eðlilegt að ég geri ykkur
grein fyrir þvi, við hvaða vanda rikisstjórnin og
Alþingi er nú^að berjast einkum og sér i lagi
Og þá nefm ég fyrst afgreiðslu fjárlaga. en útlit
er fyrir, að þegar áhrif kauphækkana, sérstak
lega vegna samninga við opinbera starfsmenn.
eru útreiknuð. þá muni vera um 7 milljarða
króna f|árhagsvanda rikissjóðs að ræða Ef við
svo setjum okkur það markmið að erlendar
lántökur fari ekki fram úr afborgunum erlendra
lána og mögulega einhverri lántöku erlendis til
viðbótar til þess að bæta gjaldeyrisstöðu lands-
ins, þá setur þetta þröngar skorður bæði fyrir
Geir Hallgrimsson flytur ræðu sina á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins i fyrradag
lánsfjármögnun lánsfjár- og framkvæmdaáætl
unar landsins i heild Þetta þýðir að við verð
um að skera niður ýmsar þær framkvæmdir,
sem við teljum út af fyrir sig æskilegar, sem
e.t.v. er hægt að segja að skili arði En þetta er
nauðsynlegt, ef við viljum standa við það heit
að auka ekki erlendar skuldir landsins og það
er ennfremur. og ekki sllður nauðsynlegt. ef við
viljum draga úr þenslunVi innanlands. og eftir
spurninni bæði eftir vinnuafli og þjónustu,
vegna þess að við höfum ekki stjórn á stefn-
unni i launa- og tekju og verðlagsmálum, ef
við höfum ekki stjórn á eftirspurninni innan-
lands
Af hálfu ríkisvaldsins er okkur einkum á
tVeim sviðum mögulegt að leggja okkur fram i
baráttunni gegn verðbólgu, og það er annars
vegar við stjórn rikisfjármála. með því að sjá
um að jöfnuður sé á rikissjóði. hins vegar með
stjórn á peningamarkaðnum með þvi að sjá
svo um að sjjarifjármyndunin sé eins mikil eða
meiri en útlánin
Hvað hið fyrra snertir, þá þýðir það, að við
verðum að hafa kjark til þess að skera niður
annað hvort opinberar framkvæmdir eða þjón-
ustu. þótt nauðsynlegar séu Hvað peninga-
markaðinn snertir. verðum við að hafa kjark til
þess að koma á jafnvægi á lánamarkaðinum
með þvi að örva sparifjármyndunina og hækka
vexti eða verðtryggingu i þvi skyni Það hafé
verið skiptar skoðanir um hávaxtastefnu eða
lágvaxtstefnu Það hafa verið skiptar skoðanir
um það, hvort verðtryggja beri lánsfjármagn
eða hækka vexti í mínum huga er þetta eitt og
hið sama Það er sama að verðtryggja pening-
ana og að taka vexti, sem samsvara að upp-
hæð til verðbólguþróuninni á hverjum tima. En
hins vegar getur verið auðveldara að sannfæra
fólk um að verðtryggingin sé réttlátari én háir
vextir M a þess vegna hefur verið tekinn upp
verðbótaauki, verðtryggingarálag á vexti. til
þess að fara þessa verðtryggingarleið Það er
sagt að atvinnuvegirnir hafi ónógt fjármagn,
og vissulega hafa þeir ónógt fjármagn meðan
sparifjársöfnunin er ekki til staðar Til þess að
örva hana verðum við að sjá svo um, að fólk
sem sparar sé jafn vel sett eða betur þegar til
peninganna þarf að gripa og þegar það lét
peningana af hendi. Ella kaupir þetta fólk vörur
og þjónustu. setur peninga sina i steinsteýpu,
sem örvar eftirspurnarjjensluna innanlands og
eykur á verðbólguna Þetta held ég að okkur sé
i raun og veru öllum Ijóst, en þetta eru
staðreyndir, sem nauðsynlegt er að tengja
úrlausn einstakra mála Þetta er skýrmg á þvi
af hverju ekki er unnt að gera allt i einu
Skýringin á þvi að við verðum að velja og
hafna, skýringin á þvi, að þið, forystusveit
Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. getið
staðið frammi fyrir þvi að geta ekki lofað
kjósendum öllu sem kjósendur óska eftir að fá
_______VERÐBÓLGAN
Að störfum er svokólluð Verðbólgunefnd
sem sett var á stofn fyrir rúmu ári og við
gerðum okkur vomr um að lyki störfum s I
vetur Þá fóru kjarasamnmgar i hond og það
reyndist ekki unnt að ná samstöðu um lúkn
mgu á nefndarstorfum við þær kringum
stæður, svo æskilegt sem það hefði ella verið,
einmitt til þess að byggja á niðurstoðum
nefndarinnar við stefnumorkun i launa og
tekjumálum Þessi nefnd hefur aftur tekið til
starfa og ætlunin er að hún starfi sleitulaust nú
fram að jólum og hafi þá lokið störfum sinum
að öðru leyti en að taka ákvarðanir eða draga j
ályktanir og ganga úr skugga um hvort sam-
staða næst. eða nauðsynlegt reynist að ganga
frá meiri hluta og minni hluta ályktun Og j
verður að þvi stefnt að þessu Verði lokið áður
en þing kemur aftur saman að loknu jólaleyfi
Hvermg sem fer um storf þessarar nefndar.
hljótum við Sjálfstæðismenn að fylgjast mjög
vel með störfum Tiennar Jafnhliða og hún
situr að störfum hljótum við að marka stefnu
okkar i efnahagsmálum Þá stefnu sem við
flytjum kjósendum i kosningabaráttunni á vori
komanda Sú stefna hlýtur að fela i sér það
sem ég hef gert grem fyrir. jöfnuð i rikisfjár
málum, jöfnuð á peningamarkaðnum, jofnuð i
viðskiptunum við útlönd Og hún hlýtur einnig
að snerta tekju- og launastefnuna ! landinu
Það er að visu ekki á valdi stjórnvalda heldur
frjálst samnmgsefm milli launþega og vmnu
veitenda hvert kaupgjald skuli vera á hverjum
tíma Þessi samtök taka það stundum óstinnt
upp, ef stjórnvöld skipta sér af þeirri stefnu-
mörkun Launþegar skiljanlega þegar stjórn
völd segja að kaup megi ekki hækka Vinnu-
veitendur skiljanlega þegar stjórnvöld segja að
kaup eigi að hækka og megi hækka En
sannleikurinn er sá. að við verðum að koma
þessum aðilum saman. og stjórnvöfd geta ekki
verið afskiptalaus með öllu, heldur verða þau
að efna til samráðs og sameigmlegrar stefnu
mótunar á þessu sviði Við getum ge'ngið út frá
því sem visu, að fari kauphækkamr innanlands
fram yfir framleiðsluaukningu eða viðskipta-
kjarabata leiðir það til verðbólgu Og verð
bólga er engum til hagsbóta, launþegum e t v
allra sist
FRJALSRÆÐIS
STEFNAN
Aður en ég lýk máli minu er gott að minna á
að samkvæmt stefnu okkar Sjálfstæðismanna
skiptir mestu máli að skapa skilyrði fyrir frjáls
um samskiptum einstaklinga hvers þjóðfélags
á efnahagssviðinu Gagnstætt þvi sem er
stefna ándstæðinga okkar, að rikisvaldið eigt
að skijtta sér af öllum hlutum og ákvorðunum
Við rifjum upp gjarnan. S|álfstæðismenn
þann mikilvæga árangur, sem náðist með
myndun Viðreisnarstjórnarmnar 1960, þegar
voruinnflutmngur var gefinn frjáls og engmn
hafði trú á að það væri mögulegt En það var
mögulegt Skrefið var stigið og hver vill hverfa
aftur til hafta? Jú. það eru ýmsir sem vilja
hverfa aftur til hafta Og ég staðhæfi að ef
Sjálfstæðisflokksins hefði ekki notið við stjórn
völinn og vinstri stjórn setið að voldum vær
um við búnir að fá gjaldeyrishöft á þessum
siðustu 3 — 4 erfiðleikaárum En við verðum
að halda áfram. Sjálfstæðismenn. og við ger
um okkur ekki ánægða með það að halda þvi
frelsi sem komið var áður en þessi stjórn var
skipuð Við ætlum okkur að skapa meira frelsi
og það frelsi verðum við að skapa á peninga-
markaðnum, á lánamarkaðnum með jafn
vægisstefnu okkar i peningamálunum Við
verðum að auka frelsi i gjaldeyrismálunum
með þvi að koma þvi til leiðar að islensk króna
sé jafn verðmæt hvar sem er i heiminum og
launþeginn geti tekið úr launaumslagi sinu og
eytt sinum penmgum hvar sem er i heiminum.
en það verður aðems gert með þvi að gera það
aðlaðandi að eyða þeim hér eða spara þá hér á
landi Það gerum við ekki nema koma á
jafnvægi i viðskiptunum við útlond Og við
verðum i þrið|a lagi að koma á frelsi i
verðmyndun. sem em getur tryggt húsbórida
vald neytenda og launþega á markaðnum Þá
eru þeir ráðandi um það hvaða vorur eru á
boðstólum eða við hvaða verði þær eru seldar
Þessi þrjú markmið frjálsræðisstefnunnar
komu fram i stefnuræðu minni á Alþmgi i
haust með fullu samþykki og samkomularji
samstarfsmanna okkar í ríkisstjórn Og nú
skulum við fylgia á eftir Sjálfstæðismenn i
<jóðu samstarfi við okkar samstarfsflokk og
láta efndir fylgja orðum