Morgunblaðið - 27.11.1977, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977
Fiskveidisamningurinn vid
Þjóðverja rennur út á morgun:
Á MORGUN, mánudaginn 28. nóvember klukkan 18,
rennur út 2ja ára fiskveiðisamningur, sem íslendingar
gerðu við Þjóðverja um heimildir fyrir allt að 40 ísfisk-
togara til veiða í 200 mílna lögsögu landsins. Hefur
Islendingum þá tekizt að ýta með samningum tveimur
stórþjóðum úr fiskveiðilandhelginni. Eftir eru Belgar,
Norðmenn og Færeyingar. Þessar þrjár þjóðir veiddu á
síðastliðnu ári, 1976, tæplega 10 þúsund lestir og var
hlutur Færeyinga þar langstærstur, en þeir fylltu þorsk-
veiðiheimild sína og veiddu rúmlega 8 þúsund tonn.
Þessar veiðiheimildir gilda áfram, þar sem þeim hefur
ekki verið sagt upp og má því gera ráð fyrir að þessar
þrjár þjóðir haldi áfram að veiða svipað magn. í saman-
hurði við þessa tölu má þá og geta þess að þegar bezt lét
veiddu útlendingar á tslandsmiðum fyrir nokkrum ár-
um um 200 þúsund tonn af þorski.
Nýleg mynd af miðunum. Varð-
skipsmenn búast til að fara um
borð f vestur-þýzkan togara til
þess að ganga úr skugga um að
þar sé allt samkvæmt fiskveiði-
samningi landanna. Slfk mynd
heyrir einnig sögunni til á morg-
un, mánudag.
Erlend veiðiskip
náð um 7% þess
Heildarbotnfiskafli þessara
fjögurra þjóða að Bretum með-
töldum var á íslandsmiðum árið
1971 samtals 367.700 smálestir.
Eftir að Þjóðverjar og Bretar eru
á brott má gera ráð fyrir að þeir
geti hæst náð um 25 þúsund lest-
um. Er það aðeins 6,8% þess afla,
sem þessar þjóðir veiddu árið
1971.
Þegar íslehdingar færðu fisk-
veiðilögsöguna út í 200 mílur
hinn 15. október 1975, sagði Geir
Hallgrímsson, folrsætisráðherra í
ávarpi, sem hann flutti: „Við
munum ekki gera neina samn-
inga, sem ekki eru í fullu sam-
ræmi við hagsmuni okkar og ann-
aðhvort munum við semja til sig-
urs, eða ef það verður hlutskipti
okkar, berjast til sigurs.“ Segja
má að þessi orð forsætisráðherra
hafi orðið að áhrínsorðum — ís-
lendingar urðu að berjast, en
fullnaðarsigur þeirra vannst við
samningaborðið og þær tvær þjóð-
ir, sem sýndu okkur mesta mót-
spyrnu eru nú á brott af miðun-
um. Sá bardagi, sem Islendingar
urðu þó að heyja, var ekki gagn-
vart Þjóðverjum, heldur fyrst og
fremst ‘gagnvart Bretum, sem
hreinlega beittu herva'ldi gegn Is-
lendingum. Með sanni má segja
að Þjóðverjar, þrátt fyrir mót-
mæli sín og áframhaldandi veið-
ar, hafi sýnt íslendingum fulla
kurteisi í raun, þar sem þeir yfir-
leitt hífðu inn vörpur sínar, er
varðskip bar að. Það gerðu þeir
auðvitað fyrst og fremst vegna
þess að þeir vildu halda veiðar-
færum sínum, en þeir beittu
aldrei valdi og gerðu ekki tilraun
til þess að vernda togara sína
fyrir íslenzkum varðskipum. All-
geta nú aðeins
afla, sem var 1971
Hinn 27. október 1975 komu sið-
an tveir þýzkir ráðherrar til
Reykjavíkur, Hans-Júrgen
Wischnewski, aðstoðarutanríkis-
ráðherra, sem siðar varð heims-
frægur, er hann stjórnaði frelsun
flugránsgíslanna í Mogadishu í
Sómalíu fyrir nokkru, og Fritz
Logemann, aðstoðarfiskimálaráð-
herra. Attu þeir síðan viðræður
við Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra, Gunnar Thoroddsen, iðnað-
arráðherra, sem kom inn í viðræð-
urnar i veikindaforföllum
Matthisar Bjarnasonar, sjávarút-
vegsráðherra, Hans G. Andersen
sendiherra, Má Elisson, fiskimála-
stjóra, Jón Jónsson, forstöðu-
mann Hafrannsóknastofnunar-
innar og þingmennina Guðmund
H. Garðarsson, Þórarin Þórarins-
son. Einnig tóku þátt í viðræðun-
um Jó. L. Arnalds, ráðuneytis-
stjóri, Þórður Ásgeirsson, skrif-
stofustjóri, Ólafur Egilsson, deild-
arstjóri og Árni Tryggvason,
sendiherra í Bonn. Gott andrúms-
loft var á fundunum og
Wischnewski sagði eftir viðræðu-
fundina, að hann væri sannfærð-
ur um að samningsaðilar næðu
samkomulagi næst þegar þeir
hittust. Á sama tíma hafði annar
aðstoðarutanrikisráðherra i hót-
unum við íslendinga um her-
skipavernd, það var Roy Hatters-
ley hinn brezki. Þá giltu enn þær
fiskveiðiheimildir, sem Bretar
fengu með samningnum, sem
Ólafur Jóhannesson hafði gert við
Edward Heath, forsætisráðherra
Breta í London tæplega tveimur
árum áður. Þessar veiðiheimildir
runnu síðan út 15. nóvember
1975.
margir vestur-þýzkir togarar
misstu vörpur sínar á meðan á
þessu ástandi stóð á miðunum.
Vildu skapa
jákvætt andrúmsloft
Vestur-þýzka ríkisstjórnin mót-
mælti harðlega útfærslunni í 200
sjómílur, er hún átti sér stað og
embættismenn í Bonn lýstu því að
þýzkir togarar myndu virða hin
nýju fiskveiðimörk að vettugi,
þar sem þau ættu að mati Bonn-
stjórnarinnar ekki stoð í alþjóða-
lögum. Viðbrögð togaranna
sjálfra urðu þó þau, að þeir héldu
sig nokkuð dýpra en áður og kom
það í ljós strax fyrsta daginn, sem
hin nýja 200 milna reglugerð gilti.
Áður höfðu þýzku togararnir, sem
eru allmiklu stærri en hinir
brezku, haldið sig rétt utan við
gömlu 50 mílna mörkin, en þenn-
an dag höfðu þeir færzt út í um
100 mflur frá grunnlínupunktum.
Vestur-Þjóðverjar höfðu sett
löndunarbann á íslenzk skip í
hafnarborgum Þýzkalands. Að-
eins tveimur dögum eftir útfærsl-
una aflétti Bonnstjórnin þessu
löndunarbanni til þess að „skapa
jákvætt andrúmsloft“ í deilunni
við Islendinga. Samtímis var til-
kynnt í Reykjavík og Bonn að
ákveðið hefði verið að hefja við-
ræður milli landanna og freista
þess að ná samkomulagi um 200
milurnar. Viðræðurnar voru
ákveðnar í Reykjavík 28. október
og vestur-þýzkir embættismenn
fullyrtu við blaðamann Morgun-
blaðsins, að tillögur Þjóðverja til
lausnar deilunni yrðu aðgengileg-
ar fyrir Islendinga.
VPStiir-þýzkii shnlto.L-zr
or i telöutti í ftc'kjanrs-
hrygg f g»r> nokkrur mfl-
ur fyrir ulatl gömlu 5<»
mllna muikin ten*'t ttl
vinstri «*r uðsioðmsUi|>ið
MtH-rkulzc.
Fiskveiðilögsagan 200 mílur:
Semjum til sigurs —
eða berjumst til sigurs
segir Geir Hallgrímsson, íorsætis-
HsSSœr- ráðherra, í ávarpi til þjóðarinnar
1 ávw»4 6elr» IUtI*rfm***»B»r. for**tIwáöherrik Ul mtuM «*,» suuun.oit., *on> «" •*»**"‘ **r "* m*’*“^*r ^SÍtr
JStvasn StSStsSS
óuf ****&**( tlpt>k^)*«* w l*H>mkur fx>fa>6uur **■T h/iáM hfM
. VKI i»Ml. ft* vtd HvWhA r»a» ftolr n«*t l»>rt< t w«a* •mrkiMtW#. •»
a btMH Orotkir or OýrUr MKum nU« t* «>* »0 pitlM > f.roo.io a »1«. j
.. ...b »»»»> < ■ > "o -
>Uk*r *Wrkor, *f*ur tnun vfnnwt tneA fnltoin
flrráOum yffr ff*kIml*t.*Utt.** Forvtrffsrá*-
:*rr» »*ttr eÍMf« »6 busíKOltgom *»«tmfn*um vfá
<*r»r þJ4ðfr »t *e*tr. -Vlft mnnum •Ukf *er« tteltt*
■tmniugk, eákf *m* < s*«no»I vW h»«*munt
>Ukar «* anntftftvorl tnuttum yiá «emj» U1 *lltt»r», éftft Of
>»ft rrrftur hluUklptl ok»«r, brrjMt ftt *t*»r*".
f nnki>s*mt*l« vlft MorsnnbUWö. birt tr áb»k<.I«u
Oizteim » dkg tegir Amtrnttmghr. fomtl h«lré t»rráA-
•lcfnurmar. „ryígí vH ÍW »0«» ofn»ft«**Wff*ft«tt
f*r t>r«rtv«i»nd> og hefftt **rt ft»4. ftvurf sem v«r.“
tt->'*«ltWM>* f«* f **T <*«»**« Þrft W.kmj’
tv.juu ttl* U>**r*r ro*u * «l»«* »«*» v*» **
>»• tr-mí >*<* 1 itttw *>* *««* «WtUli>
U*S* t ttfdnnH H ».«urOyi*ir »o*M»r *or« *
»«tó*i>«Kf*> l«v*M»r-Mx*b,* **iftw» yiftlwxliðt ****** *<n>r*
:*-»r«»ro*S»*Í«Wii« < h*ii»t*iO *f l*i*«l«***>» 1 •'
t<é*r*r*ir v*ft» 4«*«*»' Þuuxö lo*urv« **ru * ««>»1*
»<"•* Irí nmtvt «*■ *» o« » roru t
:«<>r.»IW. riMllf »orv t <ft»l <lv*l*»* •"“LJÍT
0*rZ*r)|«u*<U. n l«*»f*r, »1 *»*« l'Wir «t.« 90 mHn* *>»*»>»
:«í*r»f mS mM 4 WrMM- «• «11 M »»<»*** ««** «»
Forsíða frá 15. okt. 1975.
bt» «
I ttM*4 »f MÞrt.iu ttfoMtu «ok*tóftll**i**ww«■ f
M I ttor«wWv»n>u I M»««aJil *>*l«.«»< UMWI*»«t>«rtt*-
im«u «a* árw »*m * »9»U>l»»i<«> »"♦«» »1*«»'®“ *»
M|»ruin*Um»no» »*« ftlUsrMuoiur Kfn* M*ft»rt*a* t* *o»»»
«0*1 h*f ttépr :
0 Dagúr SltOi »R tn*gí» VSft«T r* Mor'UUs
Bl»rn*SMt íllrrrúntttrióhr-rro
0 rimtofxsg n*en»ff*ir vi0íijiíri>*»iif>8
0 8»r*o þOrfío rCllof >ntc t ll*>r>l»f (UoftrUo
fUU\*lft(Un0hol*l>'«»'
• B«r*tt» fyrlr ouklit vOllrrásirBtai VHial
•10 lun»<5. AnöruoH, s*nOih««r«
0 «6 wftúrnw »k 9ö Bxuuti »*<<««<<
• t.ar.<0w>l*<s*x'zl>«< hlýntr »Htor •■> *or»<l ir
0 M«»tiA*n I9M »9, i9ndt»i*rl>a>xiM I BrtlUmli
• t^Mffi*(«i»t«*ttm I tayaftitm
2 L2 m«umw HlM
Þýzkur verksmiðjutogari á Islandsmiðum. Samningurinn útilokaði hann frá miðunum.
Mismunandi viðbrögð
Þjóðverja og Breta
Um leið og veiðiheimildirnar
runnu út og íslendingar fóru að
stugga við Bretanum á Íslands-
miðum kom þessi sami Hattersley
til Islands ásamt Edward Bishop
aðstoðarsjávarútvegsráðherra
Breta.
Fundur þeirra með íslend-
ingum í þessari ferð var heldur
sögulegur, því að hann stóð i að-
eins 40 mínútur. Fóru Bretarnir í
fússi frá Reykjavik eftir fundinn,
en skömmu fyrir brottförina frá
Reýkjavíkurfiugvelli höfóu þeir
gengið út úr hádegisverðarboði,
sem þeim var haldið að Hótel
Sögu. Varð heldur fátt um kveðj-
ur og synd væri að segja um Hatt-
ersley að hann hafi komið til ís-
lands séð það og sigrað. Um Hatt-
ersley reit Morgunblaðið í leiðara
um leið og hann fór: „Öll fram-
koma þessa aðalsamningamanns