Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977 Læt eins og ég spili píanókonsert með stórri hljómsveit á hverjum degi „Ég kalla þennan fyrsta píanókonsert minn „Sláttu" samanber hörpuslátt," sagði Jórunn Viðar tónskáld og píanóleikari í samtali við Morgunblaðið i gær. Annað kvöld, fimmtudag, flytur Jórunn pianókonsert þennan á fimmtu tónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands i vetur. Um píarrókonsert sinn hafði Jórunn þetta að segja: „Slátta" er píanókonsert ? hefðbundnu formi í þremur þáttum og tekur hálftíma í flutningi. Konsert þessi var saminn að frumkvæði stjórn- ar Tónskáldasjóðs Ríkisút- varpsins og hlaut ég styrk úr þeim sjóði fyrir tveimur ár- um. Siðastliðið ár hef ég svo einbeitt mér að samningi verksins og æfingu. Mín upphaflega hugmynd var sú að semja verk, sem samein- aði hefðbundið form píanó- konserts minni frumstæðu ís- lenzku hugsun. Þetta er stærsta form, sem ég hef enn ráðist i. Upphaf- lega var ráðgert að hafa kon- sertinn fyrir píanó og strengjasveit en ég bætti sið- ar við tveimur hornum, bá- súnu og xylófón. Byggingin á köflum er mjög stór i sniðum. Fyrsta stefið í 1. þætti er mjög einfalt, ber í sér hið einfalda lag stemmunar, en hleður brátt utan um sig. Annað stefið er söngrænna og síðan leik ég dálítið með taktskipti. Annar þáttur er hægur og syngjandi og þriðji þáttur er vikivaki í rondóformi. Jú, konsert þessi er vanda- samur i flutningi og töluvert erfiður í samleik en á sam- leikinn hefur enn ekkert reynt, þar sem fyrsta æfing mín og Sinfóniuhljómsveitar- innar saman er á morgun, miðvikudag. Annars vil ég sem minnst gera úr þessu. Eg nenni ekki að standa i bardaga," og Jór- unn hlær. „Þetta er leti i mér en ég vil fá að vinna mina hluti í friði. Óneitanlega kvíði ég ofur- litið fyrir flutningnum á fimmtudagskvöld, en ég læt bara eins og ég spilí minn eigin píanókonsert með stórri hljómsveit á hverjum degi. Þó veit ég ekki hvaðan mér kemur þessi kraftur, því þetta verður eldraun og mað- ur verður að hafa kjark til að gera svona hluti. Ég hef spilað oft áður með Sinfóniunni. Þetta er tiundi píanókonsertinn. ísland gef- ur ekki mikla möguleika til flutnings á pianókonsertum og ræður fólksfæðin þar mestu um, samanber að það er alltaf sama fólkið sem sækir tónleika hér, fólk úr kammermúsikklúbbum og Tónlistarfélaginu. Jú, ég hef samið fjölda tónverka til flutnings. Það er þvi hægt að kalla mig tón- skáld. Ég kalla mig bara starfskraft . ." Jórunn hlær aftur, „ég hef alla vega starfskraftana i lagi." Jórunn samdi tónlistina Jórunn ViSar. við kvikmyndina „Siðasti bærinn í dalnum", við ballett- inn „Eldur", sem fluttur var á fysta listamannaþingi, sem haldið var i Þjóðleikhúsinu við opnun þess og endur- fluttur var af Sinfóníuhljóm- sveitinni fyrir ári. Þá samdi hún tónlistina við ballettinn „Ólafur Liljurós", sem frum- sýndur var í Iðnó árið 1953. Jórunn Viðar er fædd og uppalin, stundaði nám i M.R. og' Tónlistarskólanum sam- timis. Að afloknu fullnaðar- prófi og stúdenstprófi fór hún til framhaldsnáms við „Hoch- schule fur Músik" í Berlin. „í Berlín var ég í tvö ár rétt fyrir strið. Þar var gott að vera, enda Berlín miðpunktur tón- listarlífs Evrópu ásamt Vin á þeim timum. Ég man þann dag, þegar ég opnaði dag- blað og fyrirsögnin sagði að Pólverjar hefðu ráðist inn i Þýzkaland . . . þótt hlutunum hafi verið snúið við — þá vissi ég að mér var ekki leng- ur vært að stunda nám þarna, þar sem stríðið var að skella á. En ég hafði upphaf- lega hugsað mér að stunda tónlistarnám í Berlin i fleiri ár. Ég komst til íslands með togara frá Bremen. Næst fór ég til New York, sem tók við hlutverki Berlinar og Vinar á stríðsárunum. Þar nam ég við Juillcard tónlistarskólann í tvö og hálft ár og var einnig í einkatímum. Siðan fór ég tvo vetur til námsdvalar i Vínarborg." Aðspurð um hvort einhver stórverkefni önnur væru á döfinni, svaraði Jórunn Við- ar, að hún biði þess bara að innblásturinn guðaði á gluggann. — H.Þ. Fiðrið úr sæng Daladrottningar Ný ljóðabók Þorsteins frá Hamri KOMIN er út hjá bókaútgáfunni Ljóðhús ný Ijóðabók eftir Þorstein frá Hamri — Fiðrið úr sæng Daladrottningar. Þorsteinn hefur skipt bók sinni í þrjá flokka, þ.e. Ljóð um land og fólk, Fjallað um fjarlægð og nánd og loks Bundnir dvergar, en alls eru Ijóðin í bókinni nær SO talsins. Bókin er alls 64 bls. Fiðrið úr sæng Daladrottningar er tíunda bók Þorsteins frá Hamri. Á bókarkápu segir svo: „Þegar Þorsteinn frá Hamri hóf skáld- feril sinn fyrir tæpum tuttugu árum lögðu menn þegar við hlust- ir því þessi skáldraust var ekki lík neinum sem þeir höfóu hevrt áð- ur. Jafnframt skynjuðu menn að skáldskapurinn var þessu skáldi alveg eðlilegt tungumál, og að hann hirti hvorki um aó sýnast né látast. A þeirri braut sem Þor- steinn markaði sér í upphafi hef- ur hann gengið síðan, og aukizt að Þorsteinn frá Hamri iþrótt og vizku með hverri nýrri bók, — trúr sjálfum sér og lesend- um sínum . .. “ Alþýðuflokkurinn í Norðurlands- kjördæmi eystra: Bragi, Árni og Jón Helgason í efstu sætunum ALÞYÐUFLOKKURINN hefur tilkynnt framboðslista sinn f Norðurlandskjördæmi eystra vegna þingkosninganna næsta vor. Listinn er þannig skipaður. 1. Bzagi Sigurjónsson, banka- útibússtjóri, Akureyri, 2. Arni Gunnarsson, ritstjóri, Reykjavik, 3. Jón Helgason, formaður verka- lýðsfélagsins Einingar, Akureyri, 4. Ásta Jónsdóttir, kennari, Húsa- vík, 5. Hreinn Pálsson, lögmaður, Akureyri, 6. Hrönn Kristjánsdótt- ir, húsmóðir, Dalvik, 7. Sigtrygg- ur V. Jónsson, húsasmiður, Dal- vík, 8. Pálmi Ólason, skólastjóri, Syðri-Brekku, Langanesi, 9. Ás- laug Einarsdóttir, húsmóðir Akureyri, 10 Sigurður Gunnars- son, sjómaður, Húsavík, 11. Frið- rik Gylfi Traustason, bóndi, Gás- um, Glæsibæjarhreppi, og 12. Steindór Steindórsson, fyrrver- andi skólameistari, Akureyri. r Ein ferð í Torgiðlj og þú ert koniinn áleiðis með j ólagjafainnkaupin Allur fatnaður og skór á fjölskylduna simi:27211 Austurstræti 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.