Morgunblaðið - 07.12.1977, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.12.1977, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGIÍR 7. DESEMBER 1977 Brauð handa hungruðum heimi Söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar UM ÞESSAR mundir stendur yfir herferð Hjálparstofnunar kirkjunnar undir kjörorðinu „Brauð handa hungruðum heimi“ og er það f fyrsta sinn sem stofnunin stendur að slfkri söfnunarherferð á jólaföstu. Til að vekja athygli lands- manna á herferðinni hefur Hjálparstofnunin gefið út blað sitt, Höndina, f yfir 50 þúsund eintökum og verður þvf dreift til heimila í landinu í þessari viku. Með blaðinu fylgir söfn- unarhaukur, sem má láta fram- iög í og koma síðan til skila til sóknarpresta, á skrifstofu Hjálparstofnunarinnar eða leggja á gíróreikning hennar, 20005. Guðmundur Einarsson frkvstj. Hjálparstofnunar kirkjunnar sagði i samtali við Mbl., að Hjálparstofnunin hefði ekki haft þennan starfslið á stefnuskrá sinni, en nú hefði Verið ákveðið að fara að dæmi grannþjóðanna og efna til söfn- unar árlega undir kjörorðinu Brauð handa hungruðum heimi, og verður söfnunin á jólaföstunni. Sagði Guðmundur að sá tími væri einmitt valinn til að minna á þau forréttindi sem fælust í því að eytt væri miklum fjármunum til að gera sér dagamun og væri það mikill minnihluti mannkyns, er byggi við þessi forréttindi. Talið er að um 650 milljónir barna séu vannærðar og svelt- andi og að % hlutar þessa hóps muni aldrei ná að vaxa úr grasi og ná fullorðinsaldri. Talið er einnig að um 34—40 milljónir manna látist áriega af hörgul- sjúkdómum og tæki það mjög langan tfma fyrir þróunarlönd- in að ná sömu lífskjörum og eru t.d. i Bandaríkjunum. Þessar upplýsingar koma fram í grein í Höndinni er Guðmundur hefur tekið saman en þar kemur einn- ig fram að t.d. eru i Afganistan 5.800 manns um hvert sjúkra- rúm en um 100 á Norðurlönd- unum. 1 Höndinni er einnig grein eftir hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, þar sem hann fjallar um kall jólaföstunnar og segir m.a: „Hjálparstarf kirkjunnar minnir á staðreyndir, sem eru óþægilegar, en óafsakanlegt að loka augunum fyrir . . . Lítill af- sláttur af kröfum þínum til lífs- gæða, þegar þú ert að búa þig undir jólin, gæti nægt til þess að veita soltnum bróður eða systur viðurværi til lífsbjargar i bili.“ Veggspjald er stofnunin hefur látið gera verður hengt upp á almannafæri. Talið er að um 650 milljónir barna séu vannærðar f heimin- um. Settur fjár- málastjóri Ríkisút- varpsins HINN 29. nóvember sl. setti menntamálaráðuneyt- ið Hörð Vilhjálmsson, við- skiptafræðing, fram- kvæmdastjóra fjármála- deildar Ríkisútvarpsins um eins árs skeið frá 1. desem- ber 1977 að telja. Kristján Thorlacius í launalaust leyfi MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu: Að tilmælum Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hefur fjár- málaráðherra veitt Kristjáni Thorlacius, deildarstjóra, launa- laust leyfi frá störfum í fjármála- ráðuneytinu frá 1. janúar 1978 og út núverandi kjörtímabil hans sem formanns BSRB. Kristján Thorlacius tekur í b.yrjun næsta árs við fullu starfi hjá BSRB en mun að leyfi loknu taka aftur við starfi sínu í ráðuneytinu. Er það samdóma álit fjármálaráðherra og stjórnar BSRB að æskilegt sé að formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja eigi jafnan kost á slíku leyfi og hér um ræðir til starfa fyrir samtök sin án þess að til skerðingar á réttindum hans komi er hann tekur aftur við fyrra starfi sfnu. Fjármálaráðuneytið 6. desember 1977. Vaxmyndin Stafafell gefur út 8. bók Cannings STAFAFELL hefur gefið út nýja bók eftir brezka rithöfundinn Victor Canning. Nefnist hún „Vaxmyndin" og er áttunda bókin sem Stafafell hefur gefið út eftir höfundinn. „Vaxmyndin” fjallar um einkaspæj- ara í Londón, sem tekur að sér verkefni fyrir auðkýfing nokkurn Atburðarásin í söogunni er hröð og endalokin óvænt eins og gjarnan er i skáldsögum Cann- ings Bókin er þýdd af Hersteini Páls- syni Fyrir jólin í fyrra gaf Stafafell út bók Cannings, Eldskúfurinn, og þar áður Mannránin „Vaxmyndin" er 208 blaðsíður að stærð, prentuð í Skákprent og bundin inn hjá Nýja bókbandinu SKÁLA JÓHANNESIIEIGI GívNGUR Avrr ,1‘ORI.FJI’S JONSSONAR „Ég hef aldrei kynnst ókvalráðari manni, aldrei jafn hreinskiptnum, aldrei ís- lenzkari manni“, segir höfundurinn um Skálateigs- strákinn, Þorleif Jónsson. Þorleifur hefur víða komið við og kann sæg af skemmti- legum sögum. Hann er fædd- ur og uppalinn á Norðfirði, var um tíma lögregluþjónn í Hafnarfirði, síðan hægri hönd Geirs Zoéga, umboðsmanns erlendra skipa á stríðsárun- um, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði á þriðja áratug, gler- harður sjálfstæðismaður og ritstjóri bæjarmálablaðs. Fékkst um tíma við málflutn- ingsstörf, var útgerðar- og sveitarstjóri á Eskifirði, framkvæmdastjóri í Stykkis- hólmi og sat átján ár í stjórn Fiskimáíasjóðs. — Það heyrir undir brýn þjóðþrif í dag að bóka ævi manna eins og Þorleifs Jónssonar og það er dauður maður, sem lætur sér leiðast undir tungutaki hans og efnistökum Jóhannesar Helga. Nokkrar sögur um bróður Ástvald, Grafarráðskonurnar, stúlkurnar í tjöidunum, guð- ina í Sporöhúsum, fólkið á Kormáksgötunni og kjallar- ann í Hartmannshúsinu. — Jóni Helgasyni lætur flestum höfundum betur sá leikur að lífsmyndum, sem einkennir þessar sögur hans, en höfuð- einkenni þeirra er fagurt mál, stflsnilld og óvenjuleg frá- sagnarlist. Fyrri smásagna- söfn hans, Maðkar í mysunni og Steinar í brauðinu, töldust til tíðinda, er þau komu út, og víst er að eins mun fara um þessa bók hans, svo frábær- Iega vel sem þær sögur eru sagðar, sem hún hefur að geyma. JEIi.AH HANN AIDREUB ÞACMA Þessi bók spannar 60 — 70 ár af ævi Magnúsar Storms, hins ritsnjalla og glaðbeitta gleði- manns, sem allir er kynnst hafa dá fyrir hreinskilni og hvassan penna. Á fyrri hluta þessa tímabils lifði hann „hinu Ijúfa lífi“ við drykkju og spil, naut samvista við fagrar konur og átti 10 — 12 gangandi vfxla í bönkum. Nú hefur hann söðlað um og breytt um lífsstíl. Heims- listarmaðurinn er orðinn lystarlaus á vín og konur, safnar fé á vaxtaaukabók og hugleiðir ráð Sigurðar Nordals um undirbúning undir ferðina miklu. Friðþæg- ing hans við almættið er fólg- in í þessari bók, en í hana hefur hann valið til birtingar sitthvað af því bezta, sem hann hefur ritað, — og víst er að bókin svíkur engan, sem ann fslenzku máli eða snjöll- um og tæpitungulausum texta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.