Morgunblaðið - 07.12.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 07.12.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977 Hefur einhver fundið banka- bók og peninga? UNG HJÓN urðu fyrir því óláni á mánudaginn að týna aleigu sinni í peningum, 180 þúsund krónum, og bankabók að auki. Ungu hjónin tóku sér far með strætisvagni um tvöleytið um dag- inn frá Grensásstöð að Hiemmi. Fóru þau í verzlanir við Laugaveg en þá uppgötvaðist hvarfið. Þeir, sem vita um veski eigin- konunnar með peningunum og bankabókinni, eru beðnir að hafa samband við lögregluna. Þungt hald- inn eftir fall ÁTTRÆÐUR maður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að hafa fallið á gangstétt við Gunnarsbraut á mánudagsmorg- uninn. Afleiðingar fallsins urðu þær, að gamli maðurinn fékk heilablæðingu og er hann nú lífs- hættulega sjúkur. Liverpool vann Hamburger 6:0 ÚRSLITALEIKURINN í „Super- cup" Evrópu, milli Liverpool, Evrópumeistara félagsliða og Hamburger SV, Evrópumeistara bikarliða fór fram í Liverpool í gærkvöldi og lauk með stórsigri Liverpool 6:0. Mörk liðsins skor- uðu Mc Dermott 3, Thompson, Fairclough og Daglish. Áhorfend- ur voru tæplega 40 þúsund. Sjálfsbjörg: Mjög fatlaðir öku- menn fái talstöðv- ar í bíla sína MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt frá Sjálfs- björg, félagi fatlaðra i Reykjavik: Félagsfundur Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra i Reykýavík, haldinn 1. nóvember 1977, beinir þeim tilmælum til hæstvirts alþingis, að unnið verði að því á þessu alþingi, sem nú situr, að mjög fatlaðir ökumenn fái talstöðvar i bifreiðar sinar, þeim að kostnað- arlausu. Lilja fer í sveitina STAFAFELL hefur gefið út unglingasöguna „Lilja fer í sveit- ina“ eftir Catherine Woolley. Þýðingu gerði Oddný Björgúlfs- dóttir. Margre teikningar prýða bókina, sem er 148 blaðsíður að stærð. Sagan segir frá Lilju. 12 ára borgarbarni, sem dvelst í sveit sumarlangt og þeim nýja heimi sem opnast henni. Bókin ér prentuð í Félagsprent- smiðjunni,. . — Löndunar- bannið... Framhald af bls. 32. arbanninu á islenzk fiskiskip verði aflétt en það var á sinum tíma sett á fyrst og fremst að kröfu löndunar- og flutninga- jverkamanna. I þvi efni voru þeir að ieita eftir hve mikið við gætum selt af fiski til Bretlands á næst- unni. Kom greinilega í ljós i við- ræðunum, hve mikill skortur er á fiski í Bretlandi eftir að Bretar hættu veiðum á Islandsmiðum. — I þessum efnum gátum við ekki gefið nein fyrirheit, heldur aðeins visað til þess að þegar ástandið var eðlilegt á árunum 1960 —'70 seldum við milli 10 og 15 þúsund tonn af fiski á brezkum markaði. En við gáfum engin fyrirheit en sögðum að það færi eftir okkar eigin veiðum og verði á markaðnum, hve mikið við gæt- um selt þeim af fiski. Þeir sýndu sérstakan áhuga á þvi að fá aukið magn af kola. Við bentum þeim aftur á móti á, að í samningum okkar við Efnahagsbandalagið væri tollur á kola svo hár, þ.e. 15%, að það stæði i vegi fyrir því að við gætum seit þeim kola svo nokkru næmi. Þetta atriði tóku þingmennirnir sérstaklega upp og sögðust ætla að beita sér fyrir því að þetta yrði lagfært. I öðru lagi bentum við á, að i Bretlandi yrð- um við að greiða hærri löndunar- kostnað en Bretar sjálfir og vísuð- um í þvi efni til samnings við Þjóðverja frá 1975, en samkvæmt honum greiðum við sama i löndunarkostnað i Þýzkalandi og Þjóðverjar sjálfir og aðrar þjóðir í EBE. Ætluðu þeir að taka þetta til sérstakrar athugunar. — Það var ákveðið að við myndum hittast að nýju i þing- húsinu í London á föstudaginn og ætla brezku aðilarnir að nota tím- ann til þess að kanna skoðanir fulltrúa annarra stétta á því að aflétta löndunarbanninu svo og á fleiri atriðum, en þetta mál er nokkuð erfitt, þar sem margir hér i Hull og Grimsby og þá aðailega sjómenn eru ennþá æstir vegna þorskastriðsins siðasta. En það var greinilegur vilji allra þeirra, sem áttu fulltrúa á fundinum hér i morgun, að aflétta banninu og fá fisk frá Islandsmiðum á brezkan markað aftur, sagði Kristján Ragnarsson að iokum. DESEMBERTILBOÐ Graskögglar feitiíblandaðir kr.42.000 tonnið við verksmiðju : Þetta verð gildir fyrir alla köggla sem greiddir eru í desember Hannes Pétursson KVÆÐASAFN 1951-1976 Ileúdarúlgiifa á kiwðutn Ilannesar frá 25 e'tra skáldferli, [>ar sem birtast kvœðt úr öllum Ijóðabókutn skáldsins, kvaði úr bókinni I 7 hugskoti, kva'ði sem birst hafa I tírnariturn en ekki verið prentuð í bókum og /oks nokkur áður óbirt kvatði. I bókinru er skrá urn kveeðin i átraröð og skrá urn kvceðaheiti og uþphafsorð í stafrófsröð. Jóhannes Geir listmálari myndskreytti bókina og gerði kápumvnd. Fögur og vegleg heildarútgáfa á ljóðum eins okkar albesta skálds. Kjiirgripur á sérhverju menningarheimili. „11 ■ mmn Bræöraborgarstíg 16 Slmi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.