Morgunblaðið - 07.12.1977, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.12.1977, Qupperneq 32
Lækkar hitakostnaðinn UTVEGSSPILIÐ sölusími 53737 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977 Skylduspamaðar- fjárhæðin hefur hækkað um 80% FRA OG með 1. febrúar 1978 verður unnt að innleysa þann skyldu- sparnað, sem lajíður var á skattgreiðendur samkvæmt lögum nr. 11 frá 1975, en álagður skyldusparnaður varð þá 238.551.000 krónur. Bréfin, sem gefin voru út af þessu tilefni, bera vexti frá og með 1. janúar 1976 til 1. febrúar 1978 eða lengur, þar sem mönnum er eigi skylt að innleysa bréfin strax. Með vöxtum og verðtryggingu er þessi upphæð orðin um 440 milljónir króna, ef allir kysu að leysa út bréfin 1. febrúar. Hinn 1. nóvember 1975 var vísi- tala framfærslukostnaðar 491 stig, en nú í nóvember 1977 er þessi sama vísitala 840 stig. Eins og áður segir bera bréfin 4% árs- vexti. Lætur þvi nærri að hvert 10 þúsund króna bréf verði innleys- anlegt i febrúar af 18 þúsund krónum. Upphaflega var skyldusparnað- ur tekinn af skattgreiðendum, sem höfðu skattgjaldstekjur um- fram ákveðið mark, en með skatt- gjaldstekjum er átt við tekjur að frádregnum persónufrádrætti. Einstaklingar, sem höfðu skatt- gjaldstekjur umfram eina milljón króna, greiddu 5% í skyldusparn- að, en hjón greiddu 5% af fjár- hæð, sem var umfram 1.250.000 krónur. Við hvert barn hækkaði þessi upphæð um 75 þúsund krónur. Ef hjón töldu fram til skatts hvort í sínu lagi var mark hvors um sig 750 þúsund krónur. J ólatr éssalan hefst á föstudag Sá mikli eggjaskortur, sem herjað hefur á íbúa höfuðborgarsvæðisins að undanförnu, hefur leitt til þess að miklar biðraðir hafa myndazt þegar von hefur verið á eggjum, eins og f Hagkaup þar sem Friðþjófur tók þessa mynd við slfkt tækifæri. Verzlunarstjóri Hagkaups, sagði að nær 500 manns hefðu beðið f biðröð þegar mest var. Júní seldi í Bremerhaven; Aflaverð- mætið jókst um 1 imlljón í hádeginu TOGARINN Júníseldi 169 tonn af góðum fiski í Bremerhaven í gærmorg- un fyrir 32,7 milljónir króna. Meðalverðið var 193,40 krónur kg, sem er mjög gott verð. Samkvæmt upplýsingum Jónasar Haraldssonar hjá LÍÚ var sala Júní gerð á því gengi, sem gilti í gær- morgun. Á hádegi í gær var tilkynnt nýtt gengi og hafði heildarsöluverðmæt- ið þá hækkað um tæpa milljón vegna sigs islenzku krónunnar gagnvart þýzka markinu og meðalverðið hefði orðið 196,70 krónur, ef gert hefði verið upp á nýja genginu. Verdhækkunin 18-26% frá því í fyrra JÓLATRESSALA hofst á föstu- daginn, samkvæmt upplýsingum Kristins SkærinKSSonar fram- kvæmdastjóra hjá Landgræðslu- sjóði. Nokkur hækkun hefur orðið á trjánum frá jólunum í fyrra og er hækkunin á bilinu 18—26%. Jólatré af algengustu stærð, 1,25—1,50 em og 1,50—1,75 em, kosta 2800 og 3000 krónur stykkið og hafa hækkað um 3—400 krón- ur frá í fyrra. Hinsvegar verður engin hækkun á jólagreinum. Að sögn Kristins er þriðjúngur trjánna, sem seld eru í Reykjavík, úr Skorradal og Þjórsárdal en af- gangurinn er innflutt tré, að mestu leyti frá Danmörku. Sem fyrr segir hefst sala trjánna á föstudaginn og verða þau tíl sölu víða á höfuðborgar- svæðinu en aðalsalan verður úr birgðastöð Landgræðslusjóðs við Fossvogskirkjugarð. 2 menn dæmdír í örygg- ísgæzlu fyrir manndráp DÓMUR var í gær kveðinn upp í sakadómi Reykjavík- ur í máli, sem ákæruvaldið höfðaði hinn 1. nóvember s.l. gegn Guðmundi Antonssyni og Grétari Vilhjálmssyni fyrir mann- dráp. Niðurstaða dómsins var sú, að talið var sannað að ákærðu hefðu orðið Hrafni Jónssyni, Bjargarstíg 6, Reykjavík, að bana í fanga- geymslu lögreglunnar við Hverfisgötu í Reykjavík að kvöldi 19. júlí í sumar með því að slá hann og herða ól að hálsi honum. Hins vegar þótti andleg- um þroska og geðheilbrigði hinna ákærðu þannig hátt- að, að refsing væri tilgans- laus, og voru báðir dæmdir til þess að sæta öruggri gæzlu á viðeigandi stofnun. Þeir voru einnig dæmdir til að greiða kostnað sakar- innar. „Greinilegur áhugi á þvi að aflétta löndunarbaImi,, —sagði Kristján Ragnarsson eftir viðræður við Breta ingur L.Í.U., og Jón Olgeirsson ræðismaður Islands í Grimsby og umboðsmaður okkar hér. Af hálfu Breta tóku þátt í viðræðun- um þingrpennirnir John Prescott frá Hull, Austin Mitchell frá Grimsby, David Cairns frá sam- tökum flutningaverkamanna og fleiri verkalýðsleiðtogar auk fisk- kaupmanna. — Það kom greinilega fram hjá öllum þessum mönnum mjög greinilegur áhugi á því að löndun- Framhald á bls. 15 — ÞAÐ VAR greinilegur áhugi allra þeirra, sem við ræddum við i morgun, á að aflétta löndunar- banninu og fá íslenzkan fisk á brezkan markað aftur, sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands fslenzkra útvegs- manna í gærkvöldi, þegar Morgunblaðið ræddi við hann úti f Grimsby. Kristján og þrír aðrir fulltrúar útgerðar á Islandi áttu í gærmorgun fund með brezkum þingmönnum, verkalýðsleiðtog- um og fiskkaupmönnum um möguleikana á því að aflétta lönd- unarbanninu, sem hefur verið I gildi gagnvart íslenzkum fiski- skipum í Bretlandi frá síðasta þorskastríði. íslendingarnir munu hitta brezku fulltrúana aft- ur að máli í þinghúsinu f London á föstudaginn, en fundurinn i ga*r var haldinn skammt frá Hull. — Ég vil taka það fram, sagði Kristján Ragnarsson, að þessi fundur er haldinn að beiðni brezkra aðila og þá fyrst og fremst Johns Prescott þing- manns, sem kom til íslands fyrir skömmu. Fundurinn var haldinn á hótéli nálægt Hull í morgun, (þ.e. þriðjudagsmorgun) og stóð hann í um það bil eina og hálfa klukkustund. Við vorum þarna fjórir af íslands hálfu, ég, Vil- helm Þorsteinsson formaður Fé- lags íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda, Ágúst Einarsson hagfræð- Lézt eftir umferðarslys KONAN, sem slasaðist lífshættu- lega er hún varð fyrir bifreið í Alfheimum í Reykjavfk fimmtu- daginn 24. nóvember s.l., lézt af völdum meiðsla sinna á gjör- Nýtt búvöruverð: Nær sama verð á ný- mjólk og undanrennu Vörur sem seljast dræmt, hækka lítið sem ekkert í verði NÝTT búvöruverð tekur gildi í dag, en Framleiðsluráð landbún- aðarins auglýsti hið nýja verð í gærkvöldi. Afurðaverðið sem nú tekur gildi er byggt á ákvörðun- um yfirnefndar framleiðsluráðs- ins um bækkun á verðlagsgrund- velli landbúnaðarins og felur í sér rösklega 18% hækkun á grundvallarverði búvaranna, að því er Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri framleiðsluráðsins, sagði í samtali við Mbl. í gær- kvöldi. Hækkun cinstakra vara er þó nokkuð mismunandi og t.d. hækka þær vörur þar sem veru- legrar sölutregðu hefur gætt, svo sem smjör og rjómi, lítið sem ekki neitt en undanrennan ha'kk- ar hins vegar um 66% svo að litlu munar á verði hennar og ný- mjólkur, en neyzla undanrennu hefur farið sívaxandi síðustu misseri. I samtali vió Morgunblaðið um forsendur þessa nýja afurðaverðs sagði Sveinn Tryggvason að flest- ir liðir landbúnaðargrundvallar- ins hefðu hækkað, t.d. viðhald og fyrning útihúsa um 59%, kostnað- ur við búskapinn um 68% og launaliður bóndans og skylduliðs hans hefði hækkað um 17.8%. Sveinn sagði, að ásamt þeim drætti er orðið hefði á verðlagn- ingu búvöru og gert væri ráð fyrir hefði framangreint í för með sér 18.14% hækkun á grundvelJinum. Auk þess hefði vinnslu- og dreif- ingarkostnaður mjólkur hækkaö um 3.09 kr. á hvern lítra eða um 12.2 prósent. Um verðhækkun á einstökum vörum sagði Sveinn m.a. að t.d. hefði verið ákveðið að hækka smjör ekki fyrst um sinn, en tölu- Framhald á bls. 20 gæzludeild Borgarspítalans 1 gær- morgun. Hún hét Guðrún Ögmundsdótt-' ir, Goðheimum 9, Reykjavík. Guð- rún heitin var 68 ára gömul, fædd 6. nóvember 1909. Guðrún var ekkja Friðriks A. Jónssonar stór- kaupmanns og lætur hún eftir sig uppkomin börn. Guðrún ögmundsdóttir er 38. Islendingurinn, sem lætur lífið af völdum umferðarslyss hér heima og erlendis það sem af er þessu ári. Hafa banaslys í umferðinni aldrei orðið fleiri. Guðrún Ögmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.