Morgunblaðið - 14.12.1977, Page 1
32 SÍÐUR
269. tbl. 64. árg.
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Myndin var tekin í Miinchen í gær skömmu áður en réttarhöld
voru sett yfir bankaræningjanum Ludwig I.ugmeier (til hægri)
og Gerhard Linden. Þeir eru ákærðir fyrir aö hafa rænt banka í
Munchen og Frankfurt árin 1972 og 1973. Höfðu þeir upp úr
krafsinu um 2,6 milljónir marka. Þeir náðust í Mexico og voru
framseldir til V-Þýzkalands árið 1974. Lugmeier tókst síðan að
sleppa úr réttarsal þá og var leitað að honum með milligöngu
Interpol unz hann var handtekinn hér á tslandi á þessu ári.
Healey leikur
galdrakarl
London, 13. des. Reutrr.
DENIS Healey fjármálaráð-
herra Bretlands mun leika tit-
ilhlutverkið í Galdrakarlinum
f Oz sem flutt verður f sjón-
varpi á mánudaginn sem liður
f sérstakri jóladagskrá. Var
þetta tilkynnt f dag.
Healey
Eanes ræddi vid
Schmidt í gær
I Lissabon komu fulltrúar flokkanna saman
Deila um „auðu stólana”
kom upp á síðustu stundu
Waldheim hafnaði tillögu um að Siilavsuo yrði í forsæti
Kaín, TelAviv Amman, Damakus
ÞEGAR Kairóráðstefnan hefst kl.
níu í fyrramálið verða fimm
bekkir auðir þar sem ætlað var
sæti fulltrúum Sovétríkjanna,
Sýrlands, PLO, Jórdanfu og
Líbanon. Tvö sfðastnefndu ríkin
hafa borið við diplómatiskum
ástæðum fyrir að koma ekki á
fundinn.
Forsvarsmaður egypsku sendi-
nefndarinnar er dr. Maguid og er
sagt að Sadat forseti hafi brýnt
fyrir honum að sýna sveigjan-
leika, svo að engum hurðum yrði
skellt f lás og síðar yrði hægt að
færa slfka ráðstefnu upp á utan-
ríkisráðherrastig og þá ef til vill
einnig með þátttöku þeirra sem
nú sitja heima.
í kvöld var ákveðið að Egyptaland
yrði i forsæti. Búizt er við að
ráðstefnan standi a.m.k. 10 daga.
t fréttum frá Kairó i kvöld sagði
að nokki rt missætti hefði á sið-
ustu stundu komið upp við undir-
búning vegna ,,auðu stólanna"
sem ætlaðir voru Palestínumönn-
um. Var þetta haft eftir heimild-
um innan egypsku og ísraelsku
sendinefndanna en bætt við að
Bandaríkin hefði gengið í málið
og reyndu eftir megni að jafna
ágreininginn sem ekki er sagður
alvarlegs eðlis. Deilan snýst að
sögn heimilda um hvort standa
eigi á spjaldi við sæti hinna fjar-
stöddu „Palestina" eða „Frelsis-
samtök Palestinumanna — PLO“.
Egypskir embættismenn hafa
sagt að útbúnir verði stólar og
borð með skiltum yfir alla þá að-
ila sem til fundarins voru boðaðir
þar á meðal Sovétrikjanna. Israel-
ar hafa á hinn bóginn alltaf neit-
Framhald á bls. 12
Dollarinn
lækkar
London, 13. des. AP.
BANDARÍKJADOLLAR
lækkaði mjög í verði gagn-
vart ýmsum gjaldmiðlum í
dag, einkum þó gagnvart
þýzka markinu, hollenzku
guilderni og svissneskum
og belgískum frönkum.
Þessi snögga lækkun sem
varð enn á dollar í dag er
sögð eiga rætur sínar að
rekja til umræðna þeirra
sem farið hafa fram á fundi
bankastjóra í Basel í Sviss,
en þar hefur komið fram
að Bandaríkin hafa engin
áform á prjónunum að svo
stöddu er styrkt gætu á ný
stöðu dollarans. Segir AP-
fréttastofan að þessi af-
staða Bandaríkjanna hafi
vakið bæði kvíða og von-
brigði og sé búist við
áframhaldandi ókyrrð á
gjaldeyrismálunum vegna
þessa.
Verð á gulli var svipað og
áður.
Bonn, Lissabon 13. desember. AP.
HELMUT Sehmidt, kanslari Vest-
ur-Þýzkalands, og Antonio
-Ramalho Eanes Portúgalsforseti
áttu viðræður í dag og Schmidt
fullvissaði þar Portúgalsforseta
um að Vestur-Þjóðverjar væru
áfram um að lýðræðið fengi að
styrkjast og eflast sem mest í
Portúgal. Þeir ræddu saman í
eina og hálfa klukkustund og þar
staðfesti Schmidt fyrri heit Vest-
ur-Þjóðverja um að þeir myndu
veita Portúgölum verulega efna-
hagsaðstoð-á næstunni. Er talið að
sú hjálp verði Portúgölum geysi-
lega mikilvæg, enda má ráða þýð-
ingu ferðar Eanesar af því að
hann fór í Þýzkalandsferðina þó
svo að stjórnarkreppa væri heima
fyrir.
Talsmaður kanslarans sagði að
málin hefðu verið rædd af mikilli
hreinskilni, Vestur-Þjóðverjar
gerðu sér grein fyrir því hversu
nauðsynlegt væri að Portúgal
væri í hópi lýðræðisþjóðanna í
Evrópu og Eanes hefði gert ítar-
Framhald á bls. 12
Kairófiindurinn hefst í dag:
Egypskur vegabréfseftirlitsmaður á flugvellinum í Kairó kannar hér
vegabréf ísraela við komu þeirra þangað í gær.
Handrit fundið
eftir Jane Austen
London, 13. des. AP.
HANDRIT að áður óþekktu
leikriti eftir Jane Austen, hinn
þekkta 19. aldrar rithöfund var
selt fyrir 17 þúsund sterlings-
pund eða um það bil sex og
hálfa milljón ísl. króna á upp-
boði hjá Sothebys f London í
dag. Leikritið heitir „Sir Charl-
es Grandson’s or The Happy
man — gamanleikur.” Er talið
að það sé skrifað I kringum
1800 eða um svipað leyti og hið
fræga verk hennar „Pride and
Prejudice.”
Handritið var sett í sölu af
niðjum skáldkonunnar. Sf sem
festi kaup á því var bókabúðar-
eigandi í Oxfordshire, David
Astor að nafni. Hann sagðist
hafa keypt það vegna þess hann
hefði jafnan dáð verk Jane
Austen og hann vildi ekki að
handritið lenti utanlands.
Stjórn Schmidts
hefur veikzt í sessi
Guillaumemálið barnaleikur hjá njósnamálinu nú
Bonn, 13. des. Reuter.
RÍKISSTJÖRN Helmut Schmidt
kanslara er óstöðugri í sessi en
nokkru sinni allan valdatíma
sinn eftir að skýrt var frá þvl, að
njósnahringur hefði komið
hundruðum leyniskýrslna og
skjala í hendur A-Þjóðverja.
Nokkur dagblöð lýstu njósna-
hneykslinu sem því mesta og al-
varlegasta í sögu Þýzkalands frá
strfðslokum og stjórnarandstaðan
hefur krafist róttækra ráðstafana
á æðri stöðum.
Varnarmálaráðherrann Georg
Leber tilkynnti í dag, að yfirmað-
ur deildar innan ráðuneytisins
yrði settur frá starfi á meðan
rannsókn þessa máls stæði yfir.
Ráðherrann sagði á fundi með
blaðamönnum að málssókn yrði
hafin gegn embættismanninum
Herbert Laabs, að hluta að kröfu
hans sjálfs, en einkaritari hans,
Renate Lutz, hefur verið tilgreind
sem höfuðpaurinn i málinu.
Renate Lutz, 37 ára gömul, er
sökuð um að hafa látið A-
Þjóðverjum í té yfir þúsund leyni-
skjöl Nato og v-þýzkar hernaðar-
áætlanir. Hún var handtekin
ásamt eiginmanni sinum Lothar-
Erwin og þriðja vitorðsmannin-
um, Juergen Wiegel, i júní í
fyrra.
Ríkissaksóknarinn Kurt
Rebmann lét hafa það eftir sér í
gær, að þetta njósnamál hefði
orsakað langtum meiri hernaðar-
•tjón fyrir V-Þýzkaland heldur en
þegar upp komst um a-þýzka
njósnarann Guillaume á skrif-
stofu Willy Brandts þáverandi
Framhald á bls. 12