Morgunblaðið - 14.12.1977, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.12.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 3 Nýtt happdrættisár HHI: Hæsti vinningur á eitt númer 45 miUjónir kr. HAPPDRÆTTI Háskóla Islands Breytingar, sem gerðar hafa ingarnir um 50% og verða 15.000 auglýsir nú nýtt happdrættisár og er það 45. starfsár happdrættis- ins. Vinningshlutfall happ- drættisins er 70 eða „hæsta í heimi“ eins og það er orðað í bæklingi. Hæsti vinningur, sem komið getur á eitt númer er nú 45 milljónir króna, en til þess þurfa menn að eiga heila númeraröð, þ.e.a.s. fjóra heilmiða og einn trompmiða. Heildartala vinninga á árinu 1978 er 135.000, að upp- hæð 3.175,2 þúsundir króna. verið milli happdrættisára eru að söluverð og endurnýjunarverð hvers miða hækkar úr 500 krón- um í 700 krónur eða um 40%. Við bætast auk 45 milljón króna vinn- ingsins, sem áður er getið, að vinningum að upphæð 2 milljónir, 1 milljón og 500 þúsund krónur fjölgar og verða tvöfalt fleiri én áður. 2ja milljón króna vinningar verða 18, einnar milljón króna vinningar verða 198 og 500 þús- und króna vinningar verða 216 að tölu. Þá hækka lægstu vinn- krónur i stað 10.000 króna áður. Eins og áður segir geta menn fengið nífalda vinninga, ef menn eiga alla miðana í sama númeri. Endurnýjunarverð á einu númeri er nú 6.300 krónur á ári og árs- miði i einu númeri kostar nú 75.600 krónur. Fimm milljón króna vinningurinn er í 12. flokki, sem útdreginn er að ári og gefur hann nífaldur 45 milljónir, sem mun vera hæsti happdrættis- vinningur á eitt númer í happ- drætti á Islandi. Margeir með á alþjóðamótinu STJÓRN Skáksambands íslands hefur samþykkt að bjóða Mar- geiri Péturssyni að taka þátt f alþjóðamótinu í skák, sem haldið verður í Reykjavík i febrúar n.k. Þar með eru öll 1 4 sætin skipuð Islenzkir skákmenn verða 6 og er- lendir skákmenn 8 Af þessum 14 skákmönnum eru 9 stórmeistarar og 2 alþjóðlegir meistarar. Sigurvegarinn jj§% b | n | wr niLI wr Bisr Atli Heimir Aitken leikur flautu- konsert Atla Heimis ALDREI þessu vant verða næstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar tslands haldnir á föstudegi en ekki fimmtudegi, þar sem af óvið- ráðanlegum orsökum var ekki hægt að halda þá nk. fimmtu- dag, eins og auglýst hafði verið og þeim því frestað um einn dag. Einleikari á þessum tón- leikum verður kanadíski flautuleikarinn, Robert Aitk- en en hljómsveitarstjóri er J.P. Jacquillat. A efnisskrá þessara tónleika er Sinfónía nr. 31 eftir Mozart, Aitken Flautukonsert í G-dúr eftir Mozart einnig, Flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson og loks Þrihyrndi hatturinn eftir De Falla. Sem kunnugt er hlaut Atli Heimir verðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir flautukonsert sinn, og tónlistarunnendum hér gefst nú tækifæri til að hlýða á þennan konsert öðru sinni í túlkun Robert Aitkens, sem ér Islendingum að góðu kunnur frá fyrri tíð. Hljómsveitarstjórinn Jacquillat kemur hingað til iands beint frá Brússel, en þar hefur hann verið undanfarnar vikur og stjórnað við ríkisóper- una þar. Jacquillat hefur margsinnis stjórnað hér áður, m.a. stjórnaði hann tvennum tónleikum Sinfóniúhljóm- sveitarinnar á sl. starfsári. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3. SÍMI 20455 — SÆTÚNI 8. SÍMI 15655 i litsjónvarp með eðlilegum litum Umboðsmenn um land allt: Akranes Borgarnes Bolungarvík ísafjörður Hvammstangi Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Verslunin Valfell Kaupfélag Borgnesinga Virkinn hf Póllinn hf K/F V-Húnvetninga K/F Húnvetninga K/F Skagfirðinga Aðalbúðin Ólafsfjörður Akureyri Akureyri Húsavík Vopnafjörður Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Verslunin Valberg Akurvik hf KEA Þ. Stefánsson K/F Vopnfirðinga Stál hf Kristján Lundberg Elfs Guðnason Fáskrúðsfjörðu Hornafjörður Hella Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Selfoss Keflavík Hafnarfjörður Guðmundur Hallgrímsson KASK Mosfell Kjarni Stafnes Radio- og sjónvarpsstofan Stapafell hf Ljós og raftæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.