Morgunblaðið - 14.12.1977, Side 7

Morgunblaðið - 14.12.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 7 Atvinnugreinar og mannafli Það er fróðlegt að virða fyrir sér þá þróun sem orðið hefur í skiptingu vinnuafls þjóðarinnar milli hinna einstöku atvinnu- greina þjóðarbúskaparins sem og spár um slíka skiptingu fram í tímann Frumvinnsla, þ.e. land- búnaður og sjávarútveg- ur, tók til sín 22.000 mannár árið 1910, af 35.000 mannárum alls, eða 62.9%. 1975 er sam- svarandi tala 13.900 mannár af 94.300 alls eða 14.7%. Spá iðnþró- unarnefndar fyrir árið 1985 er 12.500 mannár af 109.700 eða 11.4%. Iðnaður hvers konar, þar með talin úrvinnslu- iðnaður hráefna frá land- búnaði og sjávarútvegi, tók til sín 4.270 mannár 1910 eða 12.2%. Árið 1975 er þessi tala komin i 35.100 mannár eða 37.3%. Spá fyrir 1985 er 38.900 mannár eða 35.5%. Þjónusta hvers konar, þ.m.t. samgöngur, við- skipti, bankastarfsemi, og opinber stjórnsýsla, tók til sin 8.715 mannár 1910 eða 24.9%. 1975 tekur þessi starfsemi 45.300 mannár eða 48%. Spá iðnþróunarnefndar fyrir árið 1985 er 58.300 mannár eða 53.1%. Þessar tölur eru ihug- unarefni, þó ekki verði hér lagt út af þeim. Ef spár rætast verður árið 1980 timamótaár að þvi leyti, að þá fer það hlut- fall vinnuafls þjóðarinnar yfir 50%, er sinnir ýmis konar þjónustustörfum. Sparnaður í fjármálakerfi Tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Eyjólfur Konráð Jónsson og Pétur Sigurðsson, hafa flutt til- lögu til þingsályktunar, sem gerir ráð fyrir þvi „að rikisstjórnin beiti sér fyrir sparnaði í fjármálakerf- inu". „Skal stjórnin að loknu jólaleyfi þingmanna leggja fram tillögur um fækkun starfsmanna ríkis- banka, Framkvæmda- stofnunar ríkisins og opin- berra sjóða um allt að tí- unda hluta og samræmdar aðgerðir til sparnaðar og hagkvæmari rekstrar, þ.á m. um sameiningu lána- stofnana, skorður við óhóflegum byggingum og fækkun afgreiðslu- stöðva." í greinargerð er vakin athygli á þeirri „kaldhæðnislegu stað- reynd, að fjármálastofn- anir hafi þanizt einna mesta út allra rikisfyrir- tækja á sama tima og sparifjármyndun minnk- ar. . ." Ennfremur: „Sjóðakerfið og hag- stjórnarbáknið í heild þarf lika að taka til gagngerðr- ar endurskoðunar, enda enginn efi á þvi, að þann frumskóg má grisja, eng- um til meins, en öllum til góðs. Þessi aðgerð þyrfti að spanna allt sviðið frá Þjóðhagsstofnun til minnsta sjóðsins." Viðbrögð Framkvæmda- stofnunar og bankastjóra Jónas Haralz, banka- stjóri Landsbanka, sagði forráðamenn bankans hlynnta hagræðingarað gerðum. „Hins vegar tel ég að við séum sjálfir dómbærastir á það, hvernig ætti að standa að sliku. og ég skil ekki hvað svona tillöguflutningur á Alþingi á að þýða." Magn- ús Jónsson, bankastjóri i Búnaðarbanka, segir m.a: „Ef við gætum fækkað okkar starfsfólki eitthvað, ég tala nú ekki um 10%, þá yærum við þegar búnir að þvi. Við höfum reynt að halda starfsmannafjölda okkar i algjöru lágmarki og ég held að hann sé i sam- ræmi við stærð bankans og fjölda útibúa." Magn- ús benti og á að á vegum bankanna starfaði nú samstarfsnefnd um sparn- að í bankarekstrinum og ætti hún að skila tillögum fyrir árslok. Nefndin myndi kanna sérstaklega opnunartíma útibúa og aðrar leiðir til að draga úr rekstrarkostnaði bank- anna. . . Ármann Jakobs- son, bankastjóri Útvegs- banka, sagðist sammála þvi að kannað yrði, hvort ekki væri hægt að koma á einhverri hagræðingu i bankakerfinu og hjá Framkvæmdastofnun. „Ég tala ekkert sérstak- lega um Útvegsbankann, þegar ég segist álita, að það megi fækka starfs- mönnum bankanna. Held- ur á ég við bankakerfið i heild." Davið Ólafsson, seðla- bankastjóri, minnti á til lögur Seðlabanka um sameiningu banka og fækkun þeirra. „Það var lagt til að Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn yrðu sameinaðir og einnig var rætt um fleiri möguleika i þvi sambandi," sagði Davið. Umspurða tillögu eða greinargerð með henni hefði hann hins vegar ékki enn séð. „Mér lízt ágætlega á það að skera eitthvað nið- ur mannahald hjá bönkum og öðrum rikisstofnunum og draga úr ofvextinum, sérstaklega hjá bönkun- um. . sagði Tómas Árnason, forstjóri Fram- kvæmdastofnunar. „En ég lit nú á þessa þings- ályktunartillögu sem hverja aðra kosninga- brellu, þvi ef einhver al- vara fylgdi málum. þá ætti auðvitað að setja lög um þetta. Auðvitað þarf að meta málið gaumgæfi- lega, en ekki skjóta á 10% i blindni. Athugun gæti leitt i Ijós, að sums staðar mætti skera meira niður. . . sums staðar minna," sagðiTómas. Viö SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtrafylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og limgerðis- klippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina meðeinkarauðveld- um hætti, svo nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð uppfinning SKIL verksmiðjanna. Ekkert þarf að fikta með skrúfjárn eða skiptilykla heldur er patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið itengi- stykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr hring, eða þar til vélin smellur í farið. Fátt er auðveldara; og tækið er tilbúið til notkunar. Auk ofangreindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagar- borð, láréttir og lóðréttir borstandar, skrúfstykki, borar, vírburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira, sem eykur stór- lega á notagildi SKIL heimilisborvéla. Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upþlýsingum og athugið hvort SKIL heimilisborvél og fylgihlutir eru ekki hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar. ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA SK/t Einkaumboð á Islandi fyrir SKIL rafmagnshandverklæri: FALKIN N SUÐU RLAN DSBRAUT 8, SÍMI 84670 IlHIINIlllill^^ Flutningur til og frá Danmörku og frá húsi til húss Skipaafgreiðsla Jes Símsen. Skapraunið ekki sjálfum yður að 'oþörfu — Notið margra ára reynslu okkar Biðjið um tilboð það er okeypis — Notfærið yður það, það sparar. Uppl. um tilboð. Flyttefirmaet AALBORG Aps., Lygten 2—4, 2400 Köbenhafn NV. simi (01) 816300, telex 19228 NÝ KYNSLÓÐ Auglýsum nýja kynslóð af snúningshraðamæl- um. Ljósgeisli plús rafeindaverk. Fáanlegt hvort sem er, með skífu eða vísi, eða skífulaus með Ijós-tölum. Mæíisvið 25.000, 50.000, 100.000. SQwfeMDtyiB* cJ(6)(rQ©©®ini <& REYKJAVIK, IdLAND VESTURGOTU 16-SÍMAR 1 4 6 8 0 -1 3 2 80 - TELEX: 2057 STURIA 1S K AS SAKÚLAN BÝR TIL: KASSAKULUKASSA KASSAKÚLUKÓRÓNU** KASSA- KULUHÚS,° KASSAKÚLUSKUTLU KASSAKULURAOKUBB°KASSA- KÚLUGESTAÞRAUT0 OG FLEIRA FÆST í ÖLLUM BÓKABÚÐUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.