Morgunblaðið - 14.12.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.12.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 — Haukur Guðmundsson Framhald af bls. 2 yrði tekin einhver afstaða af háifu ráðuneytisins í dag. Jón E. Ragnarsson, lögmaður Hauks Guðmundssonar, sagði að þar sem það lægi nú fyrir, að af hálfu ákæruvaldsins væri ekki krafizt frekari aðgerða vegna handtökumálsins svonefnda, handtöku og yfirheyrslu á tveim- ur varnarliðsmönnum né vegna rannsóknar á meðferð Hauks á máli varðandi innstæðulausar ávísanir Hauks sjálfs, hefði hann fyrir hönd Hauks sett fram kröfu um að Haukur tæki við starfi sínu að nýju og fengi uppgerð van- greidd laun á yfirstandandi ári. ,,Það virðist ekkert þvi til fyrir- stöðu að Haukur hefji störf á ný og það er sjálfsögð réttlætiskrafa að rikissjóður greiði honum strax þau laun, sem hann á inni fyrir yfirstandandi ár,“ sagði Jón. „Varðandi tékkamálið sjálft þá virðist mér það ekki stórvægilegt, enda miklar málsbætur fyrir hendi, sagði Jón ennfremur“. Saksóknari hefur þó gefið út ákæru í málinu, sem er mjög óvenjulegt, þar sem venjulega er heimilað að Ijúka slíkum málum með sómssátt. Eg tel þetta tékka- mál fráleitt vera með þeim hætti að það eigi að varða Hauk stöðu- missi, enda efast ég mjög um að nokkur fordæmi séu fyrir slíku.“ Þá kvaðst Jón vilja benda á, að enn hefði saksóknari ekki tekið ákvörðun um hvort höfðað yrði mál á hendur ábyrgðarmanni Tímans eða ekki vegna skrifa í því blaði um embættismenn í starfi, þ.e. Hauk Guðmundsson og Kristján Pétursson, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um það. Slík ákvörðun virtist þvi ekki um- fangsmikið verk, þegar litið væri til þess fordæmis, þar sem væri málshöfðun ákæruvaldsins gegn ábyrgðarmanni Morgunblaðsins vegna birtingu skopmynda af Karli Schútz, hinum þýzka rann- sóknarlögreglumanni, en þar væri um að ræða sömu refsilaga- grein og að því er virtist svipaðar málsástæður. — Iðnrekendur Framhald af bls. 2 vænta þess að rikisstjórnin beiti sér fyrir þvi að slíkt leyfi fáist,“ sagði Davíð Sch. Thorsteinsson ennfremur. „Það er enginn vafi á þörfinni fyrir þessari ráðstöfun og hún verður okkur nauðsynleg, helzt núna strax því að annars óttast ég að sá tollur sem eftir stendur eftir áramótin, verði okk- ur hreinlega ekki nægilegur. Þetta er óumflýjanleg ráðstöfun vegna hinna ríkjanna innan EFTA og EBE, því að þessi lönd eru sjálf búin að þverbrjóta alla þessa samninga og við sitjum ein- ir eftir, sem höldum þessa samn- inga, og hverjum dettur virkilega í hug að halda að íslenzkur iðnað- FAGURRAUÐ DELICIOUS fást í næstu matvöruverzlun Einkaumboð: Björgvin Schram heildverzlun — Reykjavík— Sími 24340 Söluumboð: AKUREYRI: Valgarður Stefánsson hf., heildverzlun VESTMANNAEYJAR: Heiðmundur Sigurmundsson — heildverzlun ur sé svo langtum fremri iðnaði nágrannalandanna, að hann geti þarna keppt á jafnréttisgrund- velii. þegar iðnaðurinn úti í hin- um stóra heimi nýtur hvers kyns forréttinda." Davíð sagði ennfremur, að iðn- rekendur hefðu lagt fleiri mál fyrir ríkisstjórn til úrlausnar, en ekki hefðu enn fengizt svör við þessum atriðum heldur. „Eitt helzta málið er að við viljum fá til að bæta upp þann mismun sem stafar af því að hér er ekki virðis- aukaskattur heldur söluskattur. Við leggjum til að lagt verði jöfn- unargjald á innflutning, alveg eins og gert er i Finnlandi og hefur þar verið gert frá 1971, og eins og gert var í V-Þýzkalandi þar til þar var tekinn upp virðis- aukaskattur, þvi að það er algjör- lega vonlaust að keppa með þenn- an bagga sem söluskatturinn er á herðunum. Við erum ekki búnir að fá svör við þessu, eins og ég sagði, en ég er bjartsýnn á þetta atriði,“ sagði Davíð. Davíð kvaðst þó vilja undir- strika að hvorug ráðstöfunin, sem hér á undan er nefnd, væri til nokkurs gagns nema allir fjár- munir sem á þennan hátt fengjust yrðu látnir renna beint til upp- byggingar iðnaðarins. — Ríkisútgjöld hækki ekki í. . . Framhald af bls. 2 stjórnarinnar og gera frekari grein fyrir aðhaldsaðgerðum og tekjúöflun til að mæta sýnileg- um útgjaldaauka. Dregið verð^ ur úr framkvæmdum opinberra aðila með ýmsum hætti og það haft að endanlegu marki að tryggja greiðslujöfnuð hjá ríkissjóði á næsta ári, viðskipta- jöfnuð við útlönd og koma í veg fyrir hækkun eriendra skulda. Formaður fjárveitinganefnd- ar gerði síðan grein fyrir breyt- ingartillögum við fjárlagafrum- varp, sem nefndin hafði orðið sammála um, sem og breyt- ingartillögum meirihluta fjár- veitinganefndar, og vísast um þau atriði til ræðu hans, sem birt verður í heild í Mbl. á morgun, fimmtudag. — Kröfluvirkjun Framhald af bls. 2 og véla,“ sagði Gísli, „og 279 milljónir í afborganir og vextir vegna borhola og aðveitukerf- is.“ Páll Flygenring, ráðuntfytis- stjóri i iðnaðarráðuneytinu, sagði, að engin rekstraráætlun lægi fyrir varðandi Kröflu- virkjun á næsta ári, „enda ligg- ur ekki ljóst fyrir með hverj- um hætti reksturinn verður." — Ásbjörn Ólafsson Framhald af bls. 2 dauðadags. Asbjörn var kunnur fyrir að gefa iðulega rausnarlegar peningagjafir til ýmiss konar líknarmála. Hann stofnaði einnig sjóð í minningu um foreidra sína til að styrkja læknanema til náms og hafa margir læknar notið styrks úr þessum sjóði. Asbjörn var fráskilinn en lætur eftir sig tvær dætur. — Argentína Framhald af bls. 17 árum hafa þúsundir manna horf- ið, án þess að frekar hafi til þeirra spurzt. Er hér í langfelstum til- vikum um að ræða vinstrisinna, að þvi er talið er, og er vitað um fjölmarga sem rænt hefur verið af vopnuðum mönnum, sem hafa sagzt vera á vegum öryggissveita hersins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.