Morgunblaðið - 14.12.1977, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
J®ltri0ntiwMííífoiiííi>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
R itst jórnarf u lltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
M atthías J ohannessen,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjórn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi GarSar Kristinsson.
ASalstræti 6, slmi 10100.
ASalstræti 6. simi 22480.
Áskriftargjald 1500.00 kr. á minuSi innanlands.
j lausasölu 80.00 kr. eintakiS.
Morgunblaðið-
sjálfstætt blað
Sú skoðun, sem Iengi var út-
breidd, að Morgunblaðið sé
sérstakt málgagn Sjálfstæðis-
flokksins, að forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins stjórni skrifum
Morgunblaðsins og að þau sjónar-
mið, sem fram koma í forystu-
greinum Morgunblaðsins og öðr-
um stjórnmálaskrifum beri að lita
á sem stefnu Sjálfstæðisflokksins
á sér ekki lengur fylgismenn.
Lesendur Morgunblaðsins og al-
menningur í landinu hafa fyrir
löngu gert sér grein fyrir því, að
Morgunblaðið er sjálfstætt blað,
sem markar sjálfstæða stefnu til
þeirra mála, sem á döfinni eru
hverju sinni. Því heyrist ekki
lengur fleygt, að Morgunblaðið sé
málgagn Sjálfstæðisflokksins og
raunar keppast ýmsir trúnaðar-
menn Sjálfstæðisflokksins við að
afneita blaðinu sem slíku.
En nú þegar ekki er lengur
stætt á því að halda því fram, að
Morgunblaðið sé sérstakt mál-
gagn Sjálfstæðisflokksins finna
menn upp á því að halda því fram,
að Morgunblaðið sé sérstakt mál-
gagn Geirs Hallgrímssonar for-
sætisráðherra, sem jafnframt er
stjórnarformaður útgáfufélags
Morgunblaðsins, Arvakurs hf. 1
útvarpsþætti fyrir skömmu sagði
einn af þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, Albert Guðmundsson,
um Morgunblaðið: „Ja, það má nú
segja að það sé blað forsætisráð-
herrans, sem er formaður stjórn-
ar Arvakurs og Arvakur hefur
engu öðru hlutverki að gegna en
að gefa út Morgunblaðið." Eftir-
farandi orðaskipti fara síðan fram
milli þingmannsins og fyrirspyrj-
anda: „Þannig að Morgunblaðið
túlkar fyrst og fremst og ein-
göngu stefnu Geirs Hallgrímsson-
ar? — Ég vil ekki segja að það
túlki eingöngu stefnu Geirs Hall-
grímssonar. — En þetta er blað
hans sem sagt. — Það hlýtur að
segja sig sjálft.“ Þessi ummæli
þingmannsins benda til þess, að
ýmsir eigi afar erfitt með að sætta
sig við þá staðreynd, að Morgun-
blaðið lúti sjálfstæðri ritstjórn,
sem óháð er sjónarmiðum útgáfu-
stjórnar.
Ritstjórar Mbl. eru hvorki vika-
drengir stjórnmálamanna né ann-
arra.
Sú hefð er gömul og rótgróin á
Morgunblaðinu, að útgáfustjórn
Árvakurs ræður ritstjóra að blað-
inu og i þeirri ráðningu felst að
þeir hafa algerlega frjálsar
hendur um að móta afstöðu blaðs-
ins til manna og málefna hverju
sinni. Hvorki formaður útgáfu-
stjórnar né aðrir eigendur
Morgunblaðsins gera nokkru
sinni tilraun til þess að hafa áhrif
á stefnumótun blaðsins. Hún er
eingöngu í höndum ritstjóra
blaðsins, þeir einir bera á henni
ábyrgð og það er út í hött, þegar
tilraun er gerð til þess að gera
aðra menn ábyrga fyrir þeim
ákvörðunum og þeirri stefnu-
mörkun, sem ritstjórar Morgun-
blaðsins einir standa að og bera
ábyrgð á. Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra og formaður út-
gáfustjórnar Morgunblaðsins
heldur fast við þessa hefð og þessi
vinnubrögð, sém eru í samræmi
við þau lýðræðissjónarmið, sem
Sjálfstæðisflokkurinn byggír á.
Það er því rangt, þegar nú er
gerð enn ein tilraun til þess að
halda því fram, að Morgunblaðið
sé sérstakt málgagn núverandi
forsætisráðherra. Hins vegar er
það alveg ljóst, að Morgunblaðið
styður eindregið þá stjórnmála-
stefnu, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn og Geir Hallgrímsson berjast
fyrir, enda þótt ágreinings geti
gætt í ýmsum atriðum. En sá
stuðningur kann að koma fram
með öðrum hætti en ýmsir stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisfiokksins
frekast vildu, enda ríkir ekki, sem
betur fer, ein skoðun í flokknum í
öllum málum(!) Það er líka ljóst,
að Morgunblaðið styður stefnu
þeirrar ríkisstjórnar, sem Geir
Hallgrímsson er í forsæti fyrir,
enda telur Morgunblaðið, að sú
ríkisstjórn sé trausts verð og hafi
unnið gott endurreisnarstarf í ís-
lenzkum þjóðmálum á þeim rúm-
lega þre'mur árum, sem hún hefur
setið að völdum, og i sumum mál-
um hefur rikisstjórnin unnið stór-
virki eins og i landhelgismálinu.
Um það fjallaði blaðið sérstaklega
á sinum tíma og voru þá ékki allir
sjálfstæðismenn á einu máli um
skoðun blaðsins.
Það breytir engu um þennan
stuðning Morgunblaðsins við nú-
verandi ríkisstjórn, þótt hún hafi
átt taisverðum andbyr að mæta í
störfum sínum og eigi enn. Það er
ekki háttur Morgunblaðsins að
hlaupa eftir hvaða goluþyt sem er
eins og ýmsir aðrir.
A Morgunblaðinu hvílir mikil
ábyrgð og ritstjórar blaðsíns og
aðrir starfsmenn gera sér þá
ábyrgð ljósa. Stundum kemur það
fram, að menn furða sig á því að
Morgunblaðið fylgi fram sjónar-
miðum sem litlum vinsældum
eiga að fagna þá stundina. En
skoðanir Morgunblaðsins eru
ekki til sölu, hvorki í blaðsölu-
turnum né annars staðar.
Morgunblaðið fylgir ákveðinni
grundvallarstefnu í málefnum is-
lenzku þjóðarinnar, það berst
fyrir ákveðnum hugsjónum og
þeir, sem vita, að þeir hafa fyrir
góðum málstað að berjast, hafa
ekki áhyggjur af því, þótt þeir fái
stundum mótbyr og þótt almenn-
ingsálitið fari um stundarsakir í
annan farveg. Það er-eðlilegt og
lýðræðislegt og af þvi hefur
Morgunblaðið engar áhyggjur, en
blaðið breytir ekki stefnu sinni til
þess eins að þóknast skyndiskoð-
unum, sem uppi kunna að vera
við og við.
A þessi meginatriði í viðhorfum
Morgunblaðsins til þjóðmálabar-
áttunnar er ástæða til að minna
nú, þegar úr ýmsum áttum er
vegið að Morgunblaðinu og þeim
stefnumálum, sem það vill berjast
fyrir. Sjálfstætt blað, sem gerir
sér grein fyrir ábyrgð sinni, hvik-
ar ekki frá stefnumálum sínum og
óttast ekki hávaðasamar umræð-
ur, sem of oft einkenna þjóðlíf
okkar. Morgunblaðið lætur sér
ekki sízt í léttu rúmi liggja merk-
ingarlaus vígorð eins og „sér-
trúarsöfnuður", „flokkseigenda-
málgagn", „rikismanna fjölmið-
ill“ og annað þess háttar, sem
frekar á heima í Speglinum en
alvöru blöðum. En það skilur slík-
ar freistingar — og svarar að-
hrópsmönnum sínum í gaman-
sömum tón með tilvitnun í Tómas
skáld, að þeir skuli halda iðju
sinni áfram því að freistingar séu
ekki til að standast þær(!)
Vopnin snerust í
höndum Spasskys
LÁNIÐ lék svo sannarlega ekki við
Boris Spassky fyrrum heimsmeistara
í skák í gær Eftir að hafa unnið vel
úr betri biðstöðu missti hann algjör-
lega þráðinn í skákinni. Fyrst varð
hönum á töluverð ónákvæmni í yfir-
burðastöðu Við það virtist hann fara
gjörsamlega úr jafnvægi og næsti
leikur hans var sennilega grófasti
afleikur í einvíginu til þessa Þar
með var vinningsstaða orðin að tap-
aðri og Viktor Korchnoi veittist létt
að notfæra sér mistökin Þessi
óvænti ósigur heimsmeistarans fyrr-
verandi hefur líklega gert allar vonir
hans um að honum takist að jafna
metin í einvíginu að engu, því for-
skot Korchnois er orðið ógnvekj-
andi. Korchnoi hefur nú hlotið sex
vinninga, en Spassky aðeins tvo, en
sá sem verður fyrri til að hljóta 1 0
og hálfan vinning ber sigur úr být-
um í einvíginu.
Fréttamaður Morgunblaðsins í
Belgrad. Miroslav Milanovich sagði
í skeyti til blaðsins í gær að Spassky
hefði teflt fyrstu leikina eftir bið hratt
og vel, en síðan hafi honum greini-
lega verið mjög brugðið er hann
hafði leikið gróflega af sér í 50 og
51 leik
Aðalaðstoðarmaður Korchnois,
enski stórmeistarinn Raymond
Keene, sem dregur ávallt að sér
mikla athygli í skákskýringasölum,
fyrir djarflegar yfirlýsingar um stöð-
una á borðinu og hnyttin tilsvör, var
að sögn Milanovichs mjög þögull í
gær meðan fyrstu leikir biðskákar-
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
(Hvitur verður að fórna skiptamun
til að halda vinningslikum sinum,
því að eftir 46 Rxf7 — Rxh4 blasir
jafnteflið við)
Ha7, 47. h5 — Hda2, 49. f4 —
(Eftir 48 h6 — H2a6 heldur
svartur sinu Hins vegar kom 48
Kg3 sterklega til greina)
d4. 49. h6 — d3.
jafntefli eftir 50. Hg7!? — H2a6l,
þvi að 51. Hxa7 — Hxa7. 51. g4
gengur ekki vegna 51. . . Hh7!, en
50 f5! gefur hvitum vinningsmögu-
leika T.d. 50. d2, 51. Re4+ —
Kd4, 52. Rxd2 — Hxd2. 53 Hg7
— Ha8, 54 f6! með góðum vinn-
ingshorfum Sama er upp á teningn-
um eftir 51 Kc4, 52 Hd6! og
51 Kb5, 52 Rc3 + — Kc4, 53
Hc6+ Svartur verður þvi e.t.v. að
reyna 50 . H2a6, en vandamál
hans eru enn óleyst eftir 51 f6
50. Kc4 yrði svarað með 51
Rf3)
H2a6!, 51. h7?7
(Hörmulegur afleikur, sem minnir
reyndar mikið á mistök Spasskys i
13. einvigisskák hans við Fischer
1972 Nauðsynlegt var 51 Hh8,
sem leiðir að öllum likindum til
jafnteflis)
Hxh7 + !
(Þar með er draumurinn búinn
Lokin eru aðeins tæknilegt atriði
fyrir svartan)
52. Kg3 —
(Eftir 52 Rxh7 — d2, 53 Hd7
— Hd6 rennur svarta peðið upp)
Hd7, 53. Hc8+ — Kb4, 54.
Hb8 + — Ka3, 55. Re4 — d2,
56. Rxd2 — Hxd2, 57. Hg8 —
Kb4, 59. g3 — Ha3 + , 60. Ke4
— He2 + , 61. K«5 — Kd6. 62. g4
— Ha5 + , 63. Kg6 — He6 + , 64
Kh7 — Ha7 + , 65. Hg7 —
Hxg7 + , 66. Kxg7 — He4. Hvitur
gafst upp Þessi biðskák fór því á
annan hátt en ætlað var i upphafi
hennar og úrslit hennar hafa orðið
Spassky sár vonbrigði, þvi að hann
mætti til leiks fullur sjálfstrausts
Hér sjást þeir Spassky og Korchnoi fyrir hina afdrifaríku áttundu skák. Spassky
er á leið á skákstað ásamt eiginkonu sinni, Marinu, en Korchnoi giettist við
einkaritara sinn.
innar voru tefldir. Hann játaði síðar
að þrátt fyrir að þeir Korchnoi og
Stean hefðu rannsakað biðstöðuna í
tólf klukkustundir hafi þeim ekki
tekist að finna jafnteflisleið Sigur
Korchnois kom því honum eins og
flestum öðrum mjög á óvart
Framhald skákarinnar eftir bið var
þannig:
Svart: Viktor Korchnoi
42. . Hf7,
(Biðleikurinn Svartur átti ekki
annars úrkosta en að láta peðið á h7
af hendi)
43 Rxh7 — Kc5, 44 Hxg6 —
Re5, 45. Rg5 — Hxg6, 46. Hxg6