Morgunblaðið - 14.12.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
17
Ekkert hey rist
f rá ræningjum
Lotte Böhm
Vínarborg, 13. des.
Reuter AP.
í KVÖLD hafði enn ekkert
heyrzt frá mönnum þeim
sem rændu Lottu Höhm,
eiginkonu auðusgs austur-
ríks kaupsýslumanns af
Gyðingaættum. Erwin
Lanc innanríkisráðherra
sagði að enn væri of
snemmt að segja til um
hvort hér væru á ferðinni
pólitískir öfgasinnar sem
hefðu ef til vill í huga að
krefjast lausnargjalds fyr-
ir hönd einhverra skæru-
liðasamtaka er stæðu að
baki ráninu á konunni.
Talsmaður lögreglunnar sagði
að það hefði valdið þeim furðu að
enn heyrðist ekkert frá ræn-
ingjunum, en verið væri að kanna
hvort hugsanleg tengsl kynnu að
vera þarna á milli og mannráns
sem framið var I Vínarborg í sl.
mánuði. Þá stóðu vestur-þýzkir
borgarskæruliðar fyrir ráni á
Walter Michael Palmers,
milljónamæringi, einnig af
Gyðingaættum. Hann var látinn
laus fjórum dögum siðar eftir að
greitt hafði verið lausnargjald
fyrir hann, tvær milljónir dollara.
Eiginmaður Lotte Böhm var
staddur á Italíu, þegar konu hans
var rænt, en fór samstundis flug-
ieiðis til Vínarborgar er honum
voru færðar fréttir af ráninu.
Grikkland:
Þingforseti
kjörinn
Aþenu, 13. des. AP.
DIMITRIOS Papaspyrou var í dag
kjörinn forseti hins nýja gríska
þings. Hann var frambjóðandi
stjórnarflokks Raramanlis Nýja
Demókrataflokksins en fékk að-
eins 157 atkvæði af þeim 172 sem
flokkurinn ræður yfir á þingi.
Þykir þetta gefa vísbendingu um
að ólga og ágreiningur sé að byrja
að gera vart við sig innan flokks
Karamanlis er geti haft afdrifa-
ríkar afleiðingar, ekki hvað sízt
þegar það er haft í huga að Kara-
manlis Iagði áherzlu á að þing-
menn flokks síns greiddu
Papaspyrou atkvæði.
Ioannis Alevras, þingmaður
PASOKS, fékk öll 93 atkvæði
flokks síns á þinginu.
Fundum Callaghans
og Giscards lokið
London, 13. des. AP.
JAMES CALLAGHAN
forsætisráðherra Bret-
lands og Giscard d’Estaing
Frakklandsforseti luku í
dag tveggja daga viðræð-
um sínum og í tilkynningu
sem beir gáfu út um fund-
inn létu þeir í ljós þá ein-
dregnu von að Frakkar og
Bretar efli samstarfið á
sem flestum sviðum, svo
sem efnahags- og fjármál-
um, iðnaðarmálum og
varnarsamstarfi.
Gallaghan
Giscard.
Þetta gerðist
Þettagerðist 14. des. AP.
1976 — Kommúnistaflokkur
Vietnam hélt sitt fyrsta þing,
síðan árið 1960.
1973 — Henry Kissinger utan-
ríkisráðherra Bandarikjanna
hvatti Faisal konung Saudi
Arabíu til að aflétta olíusölu-
banninu á Bandaríkin.
1972 — Geimfarar Apollo 17
yfirgáfu tunglið eftir að hafa
rannsakað yfirborð þess í þrjá
daga.
1971 — Richard Nixon forseti
Bandaríkjanna og Georges
Pompidou Frakklandsforseti
gerðu samning um áætianir um
að bæta gjaldeyrisstöðuna i
heiminum.
1967 — Konstantine Grikk-
landskonungur var gerður út-
lægur af herforingjastjórninni
í Aþenu.
1946 — Þihg Sameinuðu þjóð-
anna greiddi atkvæði með því'
að reisa höfuðstöðvar sínar i
New York.
1939 — Rússar voru reknir úr
Þjóðabandalaginu.
1916 — Þjóðaratkvæði í Dan-
mörku um að selja Bandarikj-
unum dönsku Vestur-Indiur
fyrir 20 milljónir dollara.
1911 — Norski landkönnuður-
inn Roald Amundsen komst
fyrstur manna á Suður-
Heimsskautið.
1542 — Maria Stuart komst til
valda i Skotlandi, eftir lát Jam-
es V.
Afmæli: Tycho Brahe, danskur
stjörnufræðingur
(1546—1601), James Bruce,
skoskur landkönnuður
(1730—.1794), Roger Fry,
breskur listamaður
(1866—1934), Lee Remick,
bandarísk leikkona (1935—.).
Setning dagsins: „Sá sem þekk-
ir aðra er vitur. Sá sem þekkir
sjálfan sig er upplýstur". Lao
Tse, kínverskur heimspeking-
ur, (604—531 f. kr.).
Myndin er af sovézku geimförunum Romanenko og
Greehko skömmu áður en þeir lögðu upp í geimferð
sína, sem virðist ætla að ganga að óskum. Hefur
þeim tekizt að tengja far sitt við SaljutgeimstÖðina
og vinna þar nú að ýmsum rannsóknarstörfum.
Corvalan:
Enn má efla
mannréttindin
París 13. dos. Reuter.
LUIS Corvalan, fyrrver-
andi forystumaður komm-
únistaflokks Chile, sem býr
nú í Sovétríkjunum, sagði í
dag að meira mætti að gera
til að efla mannréttindi. Á
blaðamannafundi í París
var hann spurður hvort
hann teldi að mannréttindi
væru í heiðri höfð í Sovét-
ríkjunum og svaraði hann
þá: „Rannsókn mannsins á
manninum er stærsta tak-
markið í baráttunni fyrir
mannréttindum. Það hefur
ekki leyst öll vandamálin,
en ég tel að framfarir hafi
orðið töluverðar, en meira
megi enn gera.“
Corvalan var sleppt úr chile-
önsku fangelsi árið 1976 í skipt-
um fyrir Vladimir Bukovsky sem
var þá leyft að fara til Vestur-
Luis Corvalan
landa. Corvalan sagðist líta svo á
að Bukovsky hefði verið pólitísk-
ur fangi samkvæmt skilgreiningu
sovézkra laga. Þegar hann var
inntur eftir þvi hvað hann segði
við Bukovsky ef þeir hittust
kvaðst Corvalan ekki ala með sér
neinar óskir um að verða á vegi
Bukovskys.
Argentína:
15-25 manns teknir
í nafni lögreglmmar
Buenos Aires.10. desember. Reuter.
ÖEINKENNISKLÆDDIR menn,
sem sögðust vera lögreglumenn,
yfirbuguðu ættingja manna, sem
saknað er í Argentínu, eftir fund,
sem haldinn var i húsakynnum
kirkjunnar í útjaðri Buenos
Aires s.l. fimmtudagskvöld, að
því er sjónarvottar hafa skýrt frá.
Höfðu árásarmennirnir að
minnsta kosti sex bifreiðar til
umráða, og var fólkinu hrundið
inn í þær, og síðan ekið á braut.
Hefur ekkert til fólksins spurzt
síðan, en þarna var um að ræða
ntilli 15 og 25 manns, sein flest
voru konur, að sögn heimildar-
mannanna.
Rómversk-kaþólskur prestur er
einn sjónarvottanna, og segist
hann hafa horft á er tvær kvenn-
anna voru dregnar á hárinu að
bifreiðunum.
Ættingjar manna, sem saknað
er, og talið er að nú séu ýmist
pólitískir fangar eða ekki lengur i
tölu lifenda, hafa um nokkurt
skeið komið reglulega saman á
þessum fundarstað, jafnframt þvi
sem þeir hafa gengizt fyrir viku-
legum mótmælaaðgerðum og
krafizt þess að fá fólkiö levst úr
haldi.
P’rá því að herforingjastjörnin
tók sér völd i landinu fyrir fjörum
Framhald á bls 14.
Leikskáld
segist son-
ur Musso-
linis
Rómarborg 13. d«»s. Rpulcr.
GLAllCO di Salle, 57 ára gamall
leikritahöfundur og gagnrýnandi
lýsti því yfir í dag að hann væri
óskilgetinn sonur Benitos Musso-
linis fyrrum einræðisherra ítalíu.
Glauco sagði blaðamönnum að
móðir sín Bianca Ciccato hefði átt
ævintýri með Mussolini t eitt ár
eða svo, 1919—1920, en hann var
þá ritstjóri blaðs fasista sem hét
II Popolo d’Italia. Rithöfundurinn
sem er fæddur þann 20. október
1020 kvaðst vera ávöxtur þessa
sambands og hefði móðir sín
skýrt sér frá því þegar hann var
ungur drengur.
Di Salle hefur ritað frásögn um
málið sem birtist í ítölsku blaði og
hann sagði að hefði síðar tekið
nafn stjúpföður síns eftir að
móðir hans giftist.
Di Salle kvaðst hafa haldið
þessu leyndu þar til nú af ýmsum
ástæðum, bæði persónulegum og
svo þeim að hann hefði álitið að
þessi uppljóstrun myndi skaða sig
meðan hann væri að ryðja sér
braut til frama.
Mussolini var drepinn af þjóð-
ernissinnum 1945. Hann var
kvæntur Rachele Mussolini og
áttu þau saman fjögur börn.
Ekkja Mussolinis lifir enn, 86 ára
gömul.
VEÐUR
víða um
heim
Amsterdam 8 skýjað
Aþena 6 skýjað
Berlin 6 skýjaS
Brússel 12 rigning
Kairó 20 skýjað
Chicago 5 rigning
Kaupmannah. 4 skýjað
Frankfurt 6 rigning
Genf 10 sól.
Helsinki 1 snjókoma
Jóhannesarborg 30 sól
Lissabon 16 skýjað
London 12 skýjað
Los Angeles 19 skýjað
Madrid 13 skýjað
Miami 23 skýjað
Moskva +10 bjart
New York + 2 skýjað
Ósló 2 skýjað
Paris 12 bjart
Rómaborg 9 skýjað
Stokkhólmur 3 skýjað
Tel Aviv 18 rigning
Toronto O skýjað
Vancouver 8 skýjað
Vínarborg 0 bjart