Morgunblaðið - 14.12.1977, Side 18

Morgunblaðið - 14.12.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 Stéttarsamband bænda kærir til Jafnréttisráðs A FUNDI Jafnréttisráðs í gær- morgun var tekið fyrir erindi frá þremur forustumönnum Stéttar- sambands bænda, þar sem þeir skjóta tilteknu atriði í úrskurði yfirnefndar Framleiðsluráðs landbúnaðarins til jafnréttisráðs þar sem þeir telja að í úrskurðin- um felist mismunun kynjanna. í stuttri greinargerð með kæru Stéttarsambandsins kemur fram að stéttarsambandið telur úr- skurðinn i heild sinni óviðunandi, en til Jafnréttisráðs skjóta þeir sérstaklega úrskurði yfirnefndar varðandi kröfu bændasamtak- anna um jöfn laun bænda og hús- freyja. í úrskurði yfirnefndar var hins vegár ákveðið að bóndinn skyldi fá rúmlega 611 kr. á tím- ann en húsfreyjan liðlega 560 krónur. í þessu telja forráðamenn Stéttarsambandsins fólgið launa- legt misrétti. Að sögn Guðrúnar Erlendsdótt- ur, formanns Jafnréttisráðs, hefur ráðið þegar óskað eftir frekari greinargerð viðkomandi aðila. Léttsteypan í Mývatns- sveit enn rafmagnslaus Björk Mývatnssveit, 13. des. MJÖG hagstætt veður hefur verið hér um slóðir það sem af er des- ember, og færð góð á öllum veg- um. 1 óveðurskaflanum í nóvemb- er varð að hætta dælingu úr Mý- vatni upp í þrær kísiliðjunnar. Nú er hins vegar dæling hafin á ný fyrir nokkru og dælt á vöktum allan sólarhringinn. Ég minnist þess ekki að áður hafi verið dælt hráefni úr Mývatni á vegum Kís- iliðjunnar í desember. Enn er léttsteypan í Bjarnar- flagi rafmagnslaus og ekkert ver- ið framleitt síðan rafmagnið fór í nóvember, þegar staurar brotn- uðu í rafmagnslínunni vegna ís- ingar. Ljóst er að tjón er orðið mikið af þessum sökum, og ekki óeðlilegt þó að spurt sé hver beri það tjón. Vart hefur orðið mikill- ar óánægju hér, að ekki skuli vera búið að leysa þetta mál, t.d. með dísilstöð eða þá með þvi að styrkja línuna með fleiri staurum. En Telex-skákkeppnin; ísland mætir A-Þýzkalandi DREGIÐ hefur verið í undanúr- slitum Ölympíumótsins í telex- skák. Varð niðurstaðan sú, að ís- land mætir Austur-Þýzkalandi og Sovétríkin mæta Hollandi. Að sögn Einars S. Einarssonar, forseta Skáksambandsins, eru töluverðar líkur á því að ísland komist í úrslit keppninnar, þar sem ísland og A-Þýzkaland eru talin áþekk að styrkleika í skák. Hvor þjóð hefur á að skipa tveim- ur stórmeisturum, ísland þeim Friðrik Ólafssyni og Guðmundi Sigurjónssyni, en A-Þýzkaland þeim Uhlmann og Vogt. Líklegt er að keppnin fari fram 21. janúar n.k. sem sagt: nú þarf án tafar að koma rafmagni í Léttsteypuna á ný. Samkvæmt síðustu mælingum er vatnið í Grjótagjá nú orðið 49 stiga heitt C, og spáð er að það muni verða orðið 50 stig um ára- mót með sama áframhaldi. Kristján — Spassky er baráttumaður Framhald af bls. 32. Timman. Nú, og kannski hefur hann vanmetið mig fyrir þetta einvígi, því að hann hafði ekki teflt við mig í langan tíma og þá var ég snöggtum veikari skák- maður en ég er núna.“ — Hefur þú nokkru sinni teflt betur en í þessu einvígi? „Já, mér fannst ég sjálfur ekki tefla illa i einvíginu við Poluga- evsky, en ég er auðvitað hæst- ánægður með hvernig framvinda þessa einvigis er. Nú legg ég áherzlu á að halda mér í þessu formi og jafnvel að bæta mig þar til þetta einvígi er í höfn. — En ef þú berð saman þessi tvö einvigi — við Polugaevsky og við Spassky núna — teflir þú þá betur núna? „Ahh — það er dálítið erfitt að bera þessi einvígi saman. Spasslty berst meira og er meiri baráttu- maður en Poiugaevsky og þess vegna einkennist þetta einvigi okkar af meiri baráttu en hin fyrri. En hvað mig sjálfan snertir held ég að þessi einvígi séu mjög áþekk.“ AUGLÝSINfiASÍMINN ER: ^22480 / JHareanblabiö MYNDIN AF KÓNGINUM heitir hún, nýja bókin eftir Gunnar M. Magnúss. Þetta er fimmtugasta bók Gunnars. Snjallar og skemmti- legar smásögur. Auðugt mál og lifandi mannlýsingar. BIÐSTÖÐ 13 eftir Orn Bjarnason er lífsreynslusaga ungs manns sem sekkur djúpt — en stendur á vegamótum í bókar- lok. HULIÐSHEIMUR eftir Árna Óla er bók um íslensk þjóðfræði. Hér sýnir höfundur hin nánu tengsl milli trúar og hjátrúar frá örófi aida. SETBERG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.