Morgunblaðið - 14.12.1977, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
Maðurinn minn og faðir okkar, +
guðmundur kr. guðjónsson.
lézt þann 1 2 desember Geirþóra Ástráðsdóttir og börn.
+
guðlaug stefánsdóttir
frá Skaftafelli í Öræfum
lést aðfaranótt 1 2 desember á Borgarsjúkrahúsinu
F.h. bræðra og annarra aðstandenda
Stefán Benediktsson.
+
Eiginkona mín, móðir okkar. tengdamóðir og amma,
SIGURBJORG JÓNA MAGNÚSDÓTTIR,
sem andaðist 7 þ m verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. fimmtudag-
inn 1 5 des kl 3 e h
Pétur J. Guðmundsson,
GunnarC. Pétursson, Þórey Hannesdóttir,
Magnús V. Pétursson, Eyþóra Valdimarsdóttir
og barnaborn
+
Minningarathöfn um
INDRIÐA BRYNJÓLFSSON,
frá Ytri-Ey,
sem andaðist á Borgarsjúkrahúsinu þann 8 desember, fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 5 desember kl 1 3 30
Jarðsett verður á Höskuldsstöðum, A-Hún . laugardaginn 17 desem-
ber kl 2 síðdegis
Fyrir hönd vina og vandamanna.
Haukur Indriðason,
Indriði Indriðason, Steinunn Hákonardóttir,
Þórarinn Indriðason
systkini og barnabörn.
Minning-Enok Helga-
son rafvirkjameistari
Fæddur 28. maí 1895
Dáinn 4. desember 1977
Einn af þekktari iðnaöarmönn-
um þessa lands, Enok Helgason
rafvirkjameistari í Hafnarfirði,
er nú fallinn frá á níræðisaldri.
Honum varð að þeirri ósk sinni að
mega kveðja þennan heim á
bernskustöðvum sínum, Akra-
nesi, en þar fæddist hann spöl-
korn ofan við sjálft þorpið árið
1895. Foreldrar hans voru hjónin
Helgi Jörgensson og Guðríður
Guðmundsdóttir sem bjuggu í
Höfðavík og á Elínarhöfða, en þar
ólst einnig faðir minn upp, og
voru þeir Enok báðir af sömu ætt
sem tengd háfði verið Elínar-
höfða frá því á 18. öld. Bundust
þeir frændur sterkum vináttu-
þöndum, voru saman til sjós á
ungum aldri og störfuðu seinna
saman að rafvirkjun.
I rauninni átti sveinninn sem
fæddist 1895 þarna á höfðanum
að heita Jörgen eftir afa sínum,
en ekki leist öllum í fjölskyldunni
vel á það nafn. Eldri bróðir
sveinsins nýfædda stakk upp á
því að hann yrði látinn^heita
Enok, sagðist hafa lesið í Bibli-
unni að það merkti þjónn guðs,
það hlyti að vera gott nafn. Urslit-
in urðu þau, að sveinninn var
látinn heita Jörgen Enok, og fest-
ist seinna nafnið við hann. Það
var ekki fyrr en á síðustu árum að
hann virtist hafa sjálfur nokkurn
hug á að taka upp fyrra nafnið, og
skrifaði þá stafinn J fyrir framan
Enoksnafnið. Þá varð honum tíð-
hugsað til ættföður okkar frænd-
anna, Hans Jörgenssonar
Klingenbergs, sem hingað hafði
komið frá Danmörku um miðja
18. öld og sest að á Akranesi, eftir
að hafa náð sér í íslenska bónda-
dóttur, Steinunni Asmundsdóttur
frá Ásgarði í Grimsnesi, og þreytt-
ist Enok aldrei á að tala um hví-
Iíkur skörungur sú kona mundi
hafa verið, eftir þvi sem hann
hafði heyrt og lesið.
Enok Helgason ólst upp við
kröpp kjör, stundaði sjó á yngri
árum, en tókst síðan með harð-
fylgi og dugnaði að læra raf-
magnsfræði og þá iðngrein stund-
aði hann fram á elli ár, einkum i
Hafnarfirði, þar sem hann var
búsettur meginhluta starfsævinn-
ar, en kona hans, Sveinbjörg
Sveinbjörnsdóttir, var ættuð það-
an úr grenndinni. Hún lést fyrir
nokkrum árum. Börn þeirra þrjú
að tölu, Danhildur, Helgi og
Sveinbjörn, eru öll búsett í Hafn-
arfirði.
Enok Helgason var þekktur
langt út fyrir Hafnarfjörð, enda
vann hann víða að rafvirkjaiðn
sinni og tók að sér mikilvæg verk-
efni í greininni, ekki aðeins í
Firðinum, heldur á ýmsum öðrum
stöðum, svo sem á Akranesi og við
Andakílsárvirkjunina í Borgar-
firði, og mun ég ekki fjalla frekar
um þau mál hér, enda aðrir þeim
kunnugri. En auk þessa var Enok
mikill framfaramaður í hugsun
og ódeigur að láta þau mál til’sfn
taka í ræðu og riti sem hann taldi
að vera mundu þjóðinni heilla-
vænleg. Einkum beindist hugur
hans að þvi að efla íslenskan iðn-
að. Var hann einn helsti hvata-
maður þess að stofnsetja raf-
tækjaverksmiðju í Hafnarfirði, og
bar hann hag Rafha-
verksmiðjunnar mjög fyrir
brjósti alla tið, gegndi jafnvel
trúnaðarstörfum á þeim vett-
vangi, þótt kominn væri hátt á
áttræðisaldur. Gladdi það hann
mjög að hljóta heiðursmerki iðn-
aðarmanna á efri árum. En þrátt
fyrir það sem nú hefur verið sagt,
var Enok ekki með allan hugann
við Hafnarfjörð. Hálfur. hugur
hans var jafnan á æskustöðvun-
um uppi á Akranesi, og allur hug-
ur hans, þegar líða tók á ævina.
Var honum alla tíð mjög um það
hugað, að Akranes mætti blómg-
ast, og á efri árum var það helsta
gleði hans að rifja upp ýmis atvik
frá bernskustöðvunum. Hann var
að eðlisfari glaðlyndur maður og
skrafhreifur, kunni vel að bregða
kímileitum blæ á hversdagsleg-
ustu hluti og hafði yndi af að
segja frá. Eitt sinn fór hann með
okkur hjónum inn að Elínar-
höfða, þar sem voru bernsku-
stöðvar hans og föður míns. Hann
gekk með okkur um svæðið léttur
í spori, virtist ekki finna fyrir því
að hann var kominn undir átt-
rætt, benti á þennan blettinn og
hinn blettinn og sagði okkur ná-
kvæmlega hvar bæirnir höfðu
verið, Elínarhöfðabærinn, Suður-
bærinn o.s.frv., þekkti svæðið
eins og fingurna á sér,,sýndi okk-
ur hvað þjóðleiðin hafði legið áð-
ur fyrr og fór með okkur að upp-
sprettulind i fjörukambinum,
lind sem aldrei hafði þrotið, en nú
var á kafi I vanhiröu. Það var
eftirminnileg stund að ganga með
þessum aldna frænda mínum um
þær slóðir ættar minnar sem
hann einn allra manna gat kallað
til lífsins.
Þegar æskan og manndómsárin
voru að baki og ellin tekin að gera
Enok stirðara um gang, fór hann
að yrkja sér til hugarhægðar,
einkum bernskuminningar og
saknaöarljóð um æskustöðvarnar.
KRISHNAMURT
hefur aldrei glatað þeim fögnuði
sem fyllti hann snemma á fjórða
tug aldarinnar og það er þessi
fögnuður sem hann þráir að deila
með öðrum. Hann veit að hann
hefur fundið lækningu við
sorginni og eins og góðum lækni
sæmir langar hann til að láta
mannkynið njóta hennar.
KRISHNAMURT
heldur því fram, að frelsi sé
einungis hægt að öðlast með
gjörbreytingu mannsandans og að
sérhver einstaklingur búi
yfir afli til að breyta sjálfum sér
frá rótum, ekki einhvern tíma
í framtíðinni, heldur á stundinni.
Krishnamurti leysir upp Stjörnufé/agid
í Ommen 1929
DOGUNIN
myndir*fc
ÞJÓÐSAGA
þJngholtstræti 27 ■ Símar 13510 ■ 17059
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR ÁRNASON,
símaverkstjóri,
Alfheimum 54,
verður jarðsunginn frá Fosávogskirkju fimmtudaginn 15. desember kl
1 0 30 Blóm og kransar afbeðnir, þeim sem vildu minnast hins látna er
vinsamlegast bent á Hjartavernd
Júlíana Sigurjónsdóttir og börn.
+
Faðir okkar
RAGNARGUÐLAUGSSON
bryti,
Víðimel 59,
sem lést sunnudaginn 1 1 desember, verður jarðsunginn þriðjudaginn
20 desember kl 3 frá Fossvogskirkju
Börnin.
+
Þökkum ættingjum og vinum okkar hluttekningu við andlát og jarðarför
VILBORGAR OCTAVÍU NOROFJÖRO
(STELLU GRÖNVOLD)
Þakkir eru og færðar læknum og starfsfólki 5 deildar Landakotsspitala
Hilmar Norðfjörð Steinunn Norðfjörð,
Margrét Magnúsdóttir, Karl Grönvold,
og barnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTENSU KRISTÓFERSDÓTTUR,
Snorrabraut 42.
Aðalheiður Bjargmundsdóttir, Björgvin Ingibergsson,
Ingólfur Bjargmundsson,
Edda Ingólfsdóttir.
Bjargmundur Ingólfsson,
Bjargmundur Björgvinsson.
Asdís Björgvinsdóttir
Yrsa Benediktsdóttir,
Guðmundur Bjarnason,
Aðalbjörg Karlsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir.
Páll Jónsson
AðalheiðurB. Björgvínsdóttir og harnabarnabörn.