Morgunblaðið - 14.12.1977, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
29
G3P SlGtA V/óGAÍjUyERAW
Undirritaður er eindregið fylgj-
andi þvi, að zeta og ypsilon haldist
áfram i málinu með þeirri skipan
er þáverandi dóms- og kirkju-
málaráðherra, Jónas Jónsson,
kom á þau mál árið 1929. Allar
breytingar á þeim reglum er þá
voru settar eru aðeins til óþurftar
íslenzku máli. Sverrir Hermanns-
son á miklar þakkir skildar fyrir.
sin málverndunarsjónarmið á
tungu feðra vorra og mæðra.
Þá er undirritaður þeirrar skoð-
unar, að samþykktir undanfar-
andi kirkjuþings varðandi prests-
kosningar verði lögfestar á Al-
þingi er nú situr. Slik löggjöf
myndi áreiðanlega til heilla
horfa.
% Árangursríkar
aðgerðir
Fiskfriðunarmál hafa
mjög verið á oddinum að undan-
förnu og er það mjög að vonum
svo mjög sem efnahagslegt sjálf-
stæði okkar Islendinga er komið
undir sjávarafla alls konar. Onýtt-
ar og litt nýtanlegar fisktegundir
hafa nú skotið upp kollinum allt í
einu. Ekki eru rneira en tvö til
þrjú ár liðin frá þvi þessar til-
raunaveiðar byrjuðu fyrst með
sumarveiddri loðnu svo og siðar
komu til sögunnar kolmunni og
spærlingur. Allar þessar veiðar
hafa gengið vonum framar og
kemur þorskstofninum til góða,
a.m.k. að nokkru marki. En fyrir
ötula forgöngu og aðgerðir okkar
harðduglega sjávarútvegsráð-
herra, Matthiasar Bjarnasonar,
þá hefur þessi afli mjög létt ásókn
í þorskinn og er það vel. Sjómenn
allir svo og aðrir landsmenn
þakka ráðherra þessar aðgerðir
öllum sjávarútvegi til hagsældar
og sem áreiðanlega munu bera
mikinn árangur er timar liða
fram.
Nú „nálgast jólin helg og há“.
Og kirkjur fyllast af prúðbúnu
fólki til að hlýða á fagran jólasöng
og skörulegar ræður prestanna.
Sakna ég þá oft hve hinn gullfall-
egi jólasálmur Stefáns frá Hvita-
dal er sjaldan sunginn á jólum.
Sálmurinn er nr. 74 i nýju sálma-
bókinni og með hrifandi fögru
lagi eftir okkar vinsæla tónskáld
Sigvalda Kaldalóns. Mér finnst að
þessi sálmur gæti vel skipað sæti i
okkar jólasöng við hliðina á
„Heims um ból“, sem ávallt
hljómar sem nýr og ferskur söng-
ur á hverjum jólum. Sama máli
gegnir um ljóð og lag skáldsins
frá Hvitadal. Að lokum:
„Þó desember sé dimmur
þá dýrðleg á hann jól.
Með honum endar árið
og aftur hækkar sól.“
Þorkell HjaItason.“
0 Ekki vör
við drauga
Frá konu nokkurri ættaðri
úr Aðalvík hefur þetta borizt:
„Mig langar til að vekja athygli
á að i þættinum Veiztu svarið
þann 4. desember s.l. i útvarpi var
talað um að Látrar og Sæból i
Aðalvik væru draugaþorp, og að í
Aðalvik væri ekkert að sjá. Það
væri varla eins mikil ásókn af
ferðafólki eins og raun ber vitni
ef það væri ekkert að sjá á þess-
um stöðum. Ég hefi dvalið þarna
sumarlangt i leyfum mínum og
hefi aldrei orðið vör við drauga.
Ein úr Aóalvik.“
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Argentínu í fyrra
kom þessi staóa upp í skák þeirra
Manginis, sem hafði hvítt og átti
leik, og Teiseiras
HÖGNI HREKKVÍSI
Skárri eru það nú jóla-gæðin!
Mývatnselda-
sprungan
hefur gliðnað
um 4mm á viku
MIKLAR breytingar hafa orðið í
siðustu viku á Mývatnselda-
sprungunni, sem gaus 1724—29.
A sjö dögum gliðnaði sprungan
um 4 mm, eða jafnmikið og hún
hefur gert á síðustu 12 mánuðum.
Þessar upplýsingar fékk Morgun-
blaðið á skjálftavaktinni f Mý-
vatnssveit i gærkvöldi.
A sama tima og Mývatnselda-
sprungan hefur gliðnað ört, hefur
vatn í Grjótagjá hitnað enn og í
gær mældist vatnshitinn 49 gráð-
ur C og er því ekki hægt að baða
sig í þessari gjá lengur. Um leið
og þetta hefur átt sér stað hefur
gufuútstreymi í Bjarnarflagi virzt
vaxa nokkuð og virðist aukningin
vera mest til suðurs frá Bjarnar-
flagi.
Landris heldur áfram á Kröflu-
svæðinu með sama hraða og áður,
skjálftar eru frekar fáir og um
leið litlir.
FRAKKAR FRA ELC
bæði úr þykkum ullarefnum 09
terylene efnum. Íslensk gæðavara.
Adam Laugavegi 47.
/*-/»
leiðin til að fækka slysum þarna
væri að setja virnet beggja vegna
vegarins. Og væru svo með vissu
millibili og þar hafðar vel upp-
lýstar gangbrautir. Þá kom henni
spánskt fyrir sjónir að lögreglan
skyldi mæla með þvi, að foreldrar
aki með börn sin inn á lóð barna-
skóians. „Þar hlýtur alltaf að vera
fjöldi barna, og er þeim ekki
stefnt i voða með bflaumferð á
skólalóðinni?“ spyr hún. Engin
lausn sé að koma í veg fyrir slys á
einum stað með þvi að bjóða hætt-
unni heim á öðrum.
Svo virðist sem margir öku-
menn liti á Vffilsstaðaveginn sem
hraðbraut. Koma verði öllum i
skilning um að svo sé ekki. Gatan
er i miðju barnmörgu ibúða-
hverfi.
KOKUK
, <bLmí \imtiXJAWER!
v/p MDöTuvl /W V/NN4 m'övKH
YArtNÁ <ÖILmrt 'RtN/\/\MS£
©1977
McNuclit
SradktU, 1k.
25. Ilxd7! — Kxd7, 26. I)xf7+ — .
Ke6
(Eða 26. ... Be7, 27. Bxb5+ ! —
axb5, 28. Hdl+ og vinnur)
27. Bd3 — De3 + , 28. Kbl — Kb6,
29. Rd5+ og svartur gafst upp.
% Ekki mönnum
sinnandi?
„Kæri Velvakandi:
Er það ekki svolitið hlálegt (eóa
heilmikið hlálegt jafnvel) að á
sama tíma sem þeir eru með z-
bröltið I þinginu og allt rausið um
að þeir séu að bjarga blessaðri
íslenskunni, skuli rikisstofnun —
nefnilega sjónvarpið i þetta skipt-
ið — þriðja árið í röð vera tekið til
við að hella yfir okkur auglýsingu
sem einhver náungi hefur böggl-
að saman, sem skilur alls ekki
blessaða islenskuna? Ég við aug-
lýsi'nguna makalausu þar sem
kvenmaður er látinn lýsa yfir með
fagnaðarraust, að maðurinn henn-
ar sé „ekki mönnum sinnandi“
siðan hann eignaðist tiltekið
hljómburðartæki. Höfundur aug-
lýsingarinnar hefur augljóslega
ekki hugmynd um að þeir sem eru
„ekki mönnum sinnandi" eru í
QGirða Vífils-
staðaveginn
Kona f Garðabæ hringdi i
sambandi við þá slysahættu, sem
er á Vifilsstaðaveginum og m.a. er
rætt um i uipferðarþætti í
Morgunblaðinu 9. des.
Hún sagði að eina raunhæfa.
Þessir hringdu . .
öngum sinum, örvilnaðir — jafn-
vel albúnir að ganga út og hengja
sig. Það er svona sfendurtekið
þrugl sem spillir tungunni okkar,
ekki einn vesæll bókstafur.
Hvernig væri að þingheimur sam-
þykkti ályktun gegn dreifingu
markleysu i fjölmiðlum þess opin-
bera?
Strákur.“