Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 1
96 SIÐUR
273. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Begin brátt til Egyptalands
Mikil leynd yfir tillögum Begins
unz hann hefur rætt við Sadat
Eþíópía:
300
manns
drepnir
Lík eins og hrá-
viði í Addis Abeba
Nairobi 17. des. Reuter.
DIPLÖMATtSKAR heimildir f
Addis Abeba sögðu f morgun að
tala þeirra sem létust f hinum
miklu óeirðum í höfuðborginni
aðfararnótt föstudags hafi ekki
verið undir þrjú hundruð. Lfk
liggja eins og hráviði um alla
borgina að sögn þessara heimilda
og við sum þeirra hafa verið fest
spjöld sem á stendur: „Þetta er
hefndarráðstöfun. Við erum orð-
in leið á að grafa byltingarsinna."
Þessi manndráp eru talin síð-
asta aðgerð marxistastjórnar
landsins gegn andstæðingum
stjórnarinnar, sem er mislitur
hópur pólitískt séð.
Tveir bandarískir þingmenn
sögðust hafa séð nokkur lík liggja
á götum Addis Abeba og sögðu
þeir að „hryllingsstjórn“ væri í
borginni.
Annar þingmannanna, Don
Bonker, sagði að þjóðhöfðingi
landsins, Haile Mariam hershöfð-
ingi, hefði sagt þeim að miklar
framfarir hefðu orðið í Eþíópíu
hvað mannréttindi snerti. Þetta
hefði farið framhjá þeim þing-
mönnum gersamlega þar sem
menn virtust teknir af lífi í
fjöldamorðum og aftökum án
dóms og laga og ekki væri svo
mikið við haft að rannsaka mál
manna, sem væru í ónáð stjórnar-
innar.
Risaolíuskipin:
Eldur slökktur
og leki stöðvaður
Porl Elizabeth S-Afriku
1 7. desember AP. Reuter.
I NÓTT tókst að ráða niðurlögum elds
og stöðva leka í risaoliuskipunum
tveimur, sem rákust á undan strönd
S-Afriku í gær. og björgunarskip hafa
tekið bæði skipin i tog Verða skipin,
335 þúsund brúttólestir hvort, dregin
á haf út, þar sem nákvæm skoðun
verður framkvæmd á þeim áður en þau
fá að koma til hafna Annað skipanna
var fullhlaðið oliu, um 250 þúsund
lestum, en geymar hins voru tómir
Virðist hafa tekizt að koma i veg fyrir
að mesta oliumengun sögunnar hlytist
af þessum árekstri. 82 skipverjum var
bjargað af skipunum, en tveggja er
saknað og talið að þeir hafi farizt i
árekstrinum
Kairó. Washington
17. des. AP. Reuter.
ANWAR Sadat, forseti Egypta-
lands, greindi frá þvf f dag að
Menachem Begin, forsætisráð-
herra tsraels, myndi koma til
Egyptalands alveg á næstunni til
samningaviðræðna. Sadat sagði
þetta á fundi með fréttamönnum
en bætti þvf við að hann myndi
ekki tjá sig nánar um málið að
svo stöddu og hefði um það samizt
í símtali þvf sem hann og Carter
Bandarfkjaforseti áttu eftir að
Begin hafði kynnt Carter friðar-
tillögur sínar.
Fyrr hafði verið búizt við að
Sadat kynni að segja eitthvað um
friðartillögurnar, en hann tók af
skarið með það á fundinum og
sagðist ekkert láta uppi. Hann
sagði þó að Bandaríkjaforseti
hefði ekki kynnt sér neina sam-
fellda áætlun, heldur „einstaka
þætti“. Egypski leiðtoginn
kvaðst hafa tjáð Bandaríkjafor-
seta skoðun ’ sina á þessum
„þáttum" en fór síðan ekki nánar
út í þá sálma. Þegar hann var
spurður hvort þetta boðaði að
ísraelar hefðu ákveðið að gera
verulegar tilslakanir endurtók
Sadat fyrri orð sín um að allir
aðilar hefðu ákveðið að láta þetta
ekki fara hátt fyrr en þeir Begin
hefðu hitzt og rætt málin. Hann
sagði að það yrði einkafundur og
vinnufundur umfram allt en ekki
nein opinber heimsókn. Sadat
vildi ekki segja til um hvar þeir
Begin myndu ræðast við en lét að
þvi liggja að það yrði ekki i Kairó.
Carter Bandaríkjaforseti mun
að öllum likindum tjá sig um hvað
honum finnist um efni tillagna
Begins þegar þeir ræðast við á ný
í kvöld, laugardag. Vegna þess
hve Mbl. fer snemma í prentun á
laugardögum, höfðu fréttir ekki
borizt af því hvort Carter lætur
eitthvað hafa eftir sér opinber-
lega um máiið.
Þegar Sadat var inntur eftir því
hvers vegna hann hefði breytt
fyrri afstöðu sinni og ákveðið að
leyfa Begin að koma nú til
Egyptalands sagði hann. „Við lif-
um á tímum hraða og breytinga.
Ég gerði mér ekki i hugarlund að
fundur okkar gæti orðið svona
fljótt en þróunin i þessum málum
hefur verið mjög hröð síðustu
vikurnar." Kvaðst Sadat bjart-
Kýpur:
r
Ovíst var í
gær um af-
drif forseta-
sonarins
Nikosia 17. des. Reuter.
ÞEGAR Mbl. fór í prentun um
miðjan dag, laugardag, höfðu
engar fregnir borizt af afdrif-
uni Arhillesar Kyprianou, son-
ar Kýpurforseta. Mannræn-
ingjarnir hótuðu að lífláta
hann ef stjórnin hefði ekki
gengið að kröfum fyrir kl. 20 á
laugardagskvöld um að sleppa
lausum öllum EOKA-B föng-
um, sem i fangelsum sitja á
Kýpur.
Óstaðfestar heimildir en
taldar áreiðanlegar sögðu að
lögreglan hefði komizt á snoðir
um, hvar Achilles Kyprianou
væri í haldi og væri i þann
veginn að setjast um húsið.
Af opinberri hálfu hafði
ekkert verið sagt um áform
Framhald á bls. 30.
sýnni en áður og hefði símtalið
við Carter ekki átt hvað minnstan
þátt i þvi.
Sadat lauk blaðamannafundin-
um með þvi að ítreka fyrri kröfur
Araba um brottflutning Israela af
hernumdu svæðunum þar á meðal
Vesturbakka Jórdan. Siazt hafði
út að Israelar væru fúsir til að
leyfa þjóðaratkvæði þar um
málið, en ekki fyrr en eftir 20 ár
en það hefur ekki verið staðfest.
Sadat sagði að enda þótt heim-
sókn Begins yrði ekki formleg
opinber heimsókn væri hann
sannfærður um að egypzka þjóðin
myndi sýna hug sinn og fagna
honum hið bezta.
Bandarískir þingmenn sem
ræddu við Begin eftir að hann
hitti Carter forseta i gær gáfu í
skyn við blaðamenn, að Begin
væri reiðubúinn að gera ráðstaf-
anir varðandi vandamál
Palestinumanna. Henry Jackson,
öldungadeildarþingmaður, sagði
að tillögur Begins myndu gleðja
hófsama Araba. einkum Egypta
og Jórdani.
Frú Boehm
sleppt
Vínarborg 17. desember
AP-Reuter.
FRU LISELOTTE Boehm, eigin-
kona austurriska milljónamær-
ingsins Leopolds Boehm. sem
rænt var fyrr i þessari viku, er nú
komin aftur heim til sin eftir að
eiginmaður hennar greiddi 1.3
milljónir dollara í lausnargjald
fyrir hana, að þvi er blöð í Vin
herma. Að eigin sögn sætti frú
Boehm góðri meðferð i prísund-
inni og fékk þau lyf, sem hún
Framhald á bls. 30.
Amnestylnternational
andkommúnísk samtök
— segir Rude Pravo
Prag 17. des. AP.
RUDE Pravo, málgagn tékkó-
slóvakíska kommúnistaflokks-
ins, réðst í dag harkalega á sam-
tökin Amnesty International og
sagði þau andkommúnísk og
verkfæri afturhaldsafla. Sagði
blaðið, að þótt fyrir samtökin
starfaði margt gott fólk fyrir
utan kaldastriðsmennina, þjón-
uðu þau dyggilega hagsmunum
afturhaldsaflanna. Bendir blað-
ið m.a. á, að samtökin verji
miklu af tima sinum til aðgerða
gegn Sovétrikjunum, hafi þau
t.d. ekkert látið mál bandarisku
blökkukonunnar Angelu Davis
til sin taka, þar sem hún hafi
verið kommúnisti. Rudo Pravo
segir, að Amnesty Internation-
al hafi aðeins 14 pólitiska fanga
á skrá hjá sér í Bandaríkjunum
og engan í Bretlandi þótt írski
klerkurinn D. Faul gæti látið
þeim í té tugi skjalfestra sann-
anna um mannréttindabrot á
Irlandi.