Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ’ SUNNUDAGUR18. DESEMBER 1977 Minning: Valdimar Einars- son fráNeðradal Fæddur27. júlf 1923. Dáinn 10. desember 1977. Hann Valli er dáinn! Ég þekkti naumast ekkaþrungna rödd Fríðu systur minnar í símanum. Þessi harmafregn kom sem reiðarslag. Ég gat ekki í fyrstu áttað mig á að hún væri rétt, ég vildi ekki trúa því að hún væri sönn. Daginn áður hefði ég talað við Valdimar hressan og kátan að vanda, ókvíðinn fyrir komandi dögum og þeim verkefnum, sem þurfti að sinna. 1 löngu og farsælu starfi sem ökukennari leiðbeindi hann og fræddi um þá ábyrgð sem hvílir á öllum vegfarendum og þær hættur sem hvarvetna leynast. En vél- tækni nútímans krefst dýrra fórna og enginn má sköpum renna. Valdimar var fæddur 27. júlí. 1923 að Neðradal i Biskupstung- um. Foreldrar hans voru Einar Grímsson bóndi og kona hans Kristjana Kristjánsdóttir. Þau voru ættuð úr Arnes og Rangár- þingi, og bæði komin af traustum og merkum bændaættum. Neðradalshjónin eignuðust níu börn. Eitt dó ungt en átta komust til fulloróinsára. Son sinn, Grím, misstu þau í blóma lífsins, tuttugu og sjö ára gamlan. Valdimar ólst upp við öll algeng sveitastörf á þriðja og fjórða ára- tug þessarar aldar, áður en tækni- byltingin kom til sögunnar. Þótt unnið væri hörðum höndum og vinnan stundum erfið er þreytan fljót að líða úr ungum limum. En lífið var ekki eingöngu strit, oft gafst tóm til leikja. í stórum syst- kinahópi var sannarlega oft glatt á hjalla. Við bræðurnir vorum sex og ekki skorti á skringileg uppá- tæki og hugkvæmni í leikjum. Við systkinin áttum glaða og góða æskudaga. Þótt ekki væri alls- nægtum fyrir að fara höfðum við ávallt nóg til hnífs og skeiðar, og æskudagarnir liðu sem ljúfur draumur. Eftir nám í barnaskóla fór Valdi- mar á héraðsskólann á Laugar- vatni og lauk þaðan prófi eftir tveggja vetra nám. Þótt hugur hans stefndi til iðnnáms varð ekki um frekari menntun að ræða. Valdimar var snillingur í verk- lægni og útsjónarsemi. Hvers kon- ar smíðar, bæði tré og járn, léku í höndum hans. Þetta kom vel i ljós er hann reisti sér íbúðarhús í fé- lagi við bræður sína, Arsæl og Oddgeir, fyrst i Sigtúni og síðar í Gnoðavogi hér í borg. Með vanda- sömustu hluti þurfti hann ekki að sækja til faglærðra iðnaðarmanna. Eftir að Valdimar flyst tii Reykjavikur og sest þar að er bíla- öldin runnin upp. Vélknúin farar- tæki heilluðu hugi ungra manna, eins og flugið gerði siðar. Valdi- mar tekur bifreiðastjórapróf og eignast sinn fyrsta bíl. Skömmu síðar hóf hann störf á Bifreiðastöð Reykjavíkur og síðan á Hreyfli, en þar ók hann til dauðadags. Á ann- an áratug ók Valdimar hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur. Hann var traustur og góður bílstjóri og vin- sæll í starfi, jafnt hjá samstarfs- mönnum sínum og farþegum. Jafnframt leigubílaakstrinum stundaði Valdimar ökukennsu. Hann var eftirsóttur sem ökukenn- ari, segir það sina sögu að hann þufti aldrei að auglýsa eftir nem- endum. Og við það starf var hann er kallið kom. Valdimar var i eðli sinu framúrskarandi dugiegur. Bif- reiðaaksturinn einn fullnægði ekki athafnaþrá hans. Arið 1962 stofnar hann nýlenduvöruverslun- ina Kjalafell, ásamt Hólmfríði systur sinni. Systkinin voru sam- hent um verslunarreksturinn og stendur fyrirtæki þeirra á traust- um grunni. Árið 1948 verða þáttaskil í ævi Valdimars. Hinn 16. október kvænist hann heitmey sinni, Þur- íði Sigurjónsdóttur frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Það eru engar ýkjur þótt ég segi að Þuríður er glæsileg kona og gædd góðum eðliskostum. Og nú fóru hamingjudagar í hönd. Ungu hjónin voru einstak- lega samhent um hjálpsemi og greiðvikni, ekki einungis við ætt- ingja og vini, heldur einnig vanda- lausa. Gestrisni þeirra var einstök. Gestum var ávallt fagnað af inni- leik og hjartahlýju. Fyrr en varði voru borð þakin mat og drykk, rétt eins^og allt hefði verið undirbúið fyrirfram. Brátt varð heimili þeirra Þuríð- ar og Valdimars einskonar miðstöð fjölskyldna systkinananna, vina og kunningja. Á gleðistundum var Valdimar hrókur alls fagnaðar. Hann var glettinn og hafði gjarn- an gamanyrði á reiðum höndum og kunni þá list að segja skemmtilega frá. Hann leiddi lika hugann að vandamálum samtímans, hafði fastmótaðar skoðanir og var ein- dreginn talsmaður frelsis og lýð- ræðis. Við systkinin og fjölskyldur okkar áttum lika oft saman ánægjulegar stundir á ferðalögum, bæði í byggð og á öræfaleið.um. Sakir dugnaðar, ósérplægni og ör- yggis var Valdimar jafnan sjálf- kjörinn fararstjóri. Á hverju sumri heimsóttum við systkinin æskustöðvarnar og nutum þess að rifja upp glaðar og góðar stundir, finna töðuilm i vitum og ferskan fjallablæ strjúka um vanga. 1 Neðradal er nú þríbýli. Þar býr Jón bróði/- okkar og synir hans tveir. Valdimar og Þuríður eignuðust fimm börn. fjóra syni og eina dótt- ur. Þrír elstu synirnir eru kvæntir og fluttir að heiman, en í foreldra- húsum eru tviburar 17 ára að aldri. ÖIl eru börnin einstaklega mannvænleg og vel gefin. Ekkert er foreldrum dýrmætara en barna- lán. Þegar grannt er skoðað eru það börnin, sem gefa lífinu gildi, bera hugsjónir okkar og manngildi til komandi kynslóða. Eins og fyrr segir naut Valdimar ekki teljandi menntunar í æsku. En það sem hann fór sjálfur á mis, gat hann veitt börnum sinum. Öll fóru þau i framhalds- eða lang- skólanám og tvö hin yngstu eru í menntaskóla. Barnabörn Þuriðar og Valdi- mars eru alls orðin sjö. Eins og aðrir í fjölskyldunni missa þau mikils þegar ástkær afi er svo skyndilega burtu kallaður. En Valdimar var einstaklega barngóð- ur og átti auðvelt meó að laða yngstu kynslóðina að sér. Jólin eru í námd, en Valli bróðir er ekki lengur á meðal okkar til að fagna hátið ljóssins. Sorgarskýin eru dimm, en ljósið skín í myrkr- inu. Valli hefur aðeins skipt um tilverusvið, lagt upp í ferðina til landsins handan við móðuna miklu. Þar bíða á ströndinni hans nánustu, sem á undan eru farnir, og taka á móti honum. Þar mun hann ganga inn í birtu og fegurð hinnar eilífu jólagleði. Að leiðarlokum sendir ástkær eiginkona, börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra, aðrir venslamenn og vinir sínar hjartanlegustu kveðjur og þakkir fyrir ógleymanlega sam- fylgd um stutt æviskeið. Blessuð sé minning Valdimars Einarssonar. Armann Kr. Einarsson. „Dáinn, horfinn.“ — Harmafregn. Hvflíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. J.H. Vinur minn, Valdimar Einars- son, er látinn. Enn er sláttu- maðurinn mikli á ferð og leggur á okkur djúpa sorg. Hvernig mátti þetta ske. Hann sem þurfti svo mörgu að sinna. Hann, sem var tilbúinn að staldra við hvernig sem á stóð. Hlusta á vandamál annarra, gefa gaum að öllu sem kringum hann var og ræða málin. Minningarnar hrannast upp. Allt frá þvi við kynntumst fyrst ungir lifsglaðir menn á Laugar- vatni fyrir þrjátíu og sex árum síðan. Víð kunnum okkur ekki læti það var svo gaman að lifa. Alltaf var gleði þar sem Valli var. Kímnigáfa hans var einstök og umburðarlyndið takmarkalaust við oft óstýrilátan félaga. Allar götur siðan hefur ekki borið skugga á vináttu okkar sökum drengskapar hans. Valdimar var mikill gæfu- maður. Ungur eignaðist hann að lífsförunaut fagra mey, frá sveit- inni unaðslegu undir Eyjafjöll- um. Þá voru dýrðardagar hjá Þuru og Valla. Drengirnir þrir fæddust hver af öðrum og síðast tvíburarnir. Það var stórkostlegt fyrir farmanninn vin þeirra að horfa á slíka hamingju þegar í land var komið. Þeim var gefin heitAst hvoru til annars. Af þeim kærleika miðluðu þau öðrum. — Hús þeirra stóð öllum opið. — Eg hlakka til endurfundanna við vin minn og velgjörðarmann. Þá birtist mér aftur fallega tvíræða brosið og stríðnisglampinn í bláum augum hans. Við Heiða þökkum órofa vin- áttu og tryggð, sem aldrei gleymist. Þuru, elskulegu konunni hans, börnunum og öðrum vandamönn- um, vottum við innilega samúð okkar. Eggert J. Víkingur. Við systkinin ætlum að senda Valla eins og við kölluðum hann alltaf nokkur kveðjuorð. Við kynntumst fyrst Valla i Sigtúni er við vorum litil börn, og fengum þá gæfu að fá að alast upp með honum. Síðan fluttum við inn í Gnoðarvog og kynntumst honum þá ennþá betur og höfum öðlast vit á því hve góður maður hann var. Valdimar var hæglátur og góður maður, sem gott var að tala við, hvort sem i alvöru var eða gamni, hann leysti allan vanda, sem honum var einum lagið. Valla kynntumst við best af okkur föð- urbræðrum, og sú kynni munu seint úr huga okkar mást. Alltaf var virðing mest borin fyrir Valla. Vandimar kvæntist Þuríði frá Hvammi árið 1948. Og frá því að ég fór að eldast sá ég hvað það hjónaband var hamingjusamt, þvi oft áttum við systkinin leið upp til Þuru og Valla, alltaf var tekið á móti okkur eins og við værum þeirra börn, því við vorum eins og systkinahópur börnin í húsinu. Valdimar og Þuríður eignuðust 5 börn Tryggva, Grim, og Úlfar, síð- an fæddust tvíburarnir það var mikil hamingja, og eina stelpan bættist í hópinn, sem varð auga- steinn föður sins því oft sat hann mað hana i fanginu sem litla stúlku og siðar þegar hún eltist. Valdimar var vinsæll meðal allra hvar sem hann kom, því veit ég að margir munu sakna hans. Við vit- um hvað sorg Þuru er þung og biðjum Guð að styrkja hana og börnin i framtíðinni. Blessuð sé minning hans. Dísa, Siggi, Einar og Rúnar. í stórri og sterkri ættarkeðju eru margir mikilvægir hlekkir. Einn þeirra var einmitt hann Valli frændi okkar. Aldrei sáum við Valla frænda öðruvisi en með gamanyrði á vör og á mannamótum var hann hrók- ur alls fagnaðar. Hann átti auð- velt með að lyfta náunganum upp úr gráum hversdagsleikanum og fengum við oft að njóta þess. Mörgum góðum kostum var Valli búinn og marga þeirra feng- Framhald á bls. 22. FAÐIRMINN PRESTURINN Þrettán þættir um þjóðkunna kennimenn og leiðtoga ís- lenzkrar kirkju, skráðir af börnum þeirra: Árni Jónsson eftir Gunnar Árnason, Sigtryggur Guðlaugs- son eftir Hlyn Sigtryggsson, Þórarinn Þórarinsson eftir Þórarin Þórarinsson, Jón Finnsson eftir Jakob Jónsson, Haraldur Níelsson eftir Jónas Haralz, Stefán Baldvin Kristjánsson eftir Sigrfði Thor- lacius, Friðrik Hallgrfmsson eftir Hallgrím Fr, Hailgríms- son, Sigurbjörn Á. Gíslason eft- ir Láru Sigurbjörnsdóttur, Bjarni Jónsson eftir Ágúst Bjarnason, Ásmundur Guðmundsson eftir Tryggva Ás- mundsson, Sigurgeir Sigurðsson eftir Pétur Sigurgeirs- son, Sveinn Víkingur Grfmsson eftir Gunnar Sveinsson og Sigurður Stefánsson eftir Ágúst Sigurðsson. Faðir minn — Presturinn er bók um mikla mannlega reisn, um óvénjulegt andlegt atgervi, um menn mikilla og háleitra hugsjóna. ■HMHl ^ ‘T' ^ ^ -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.